Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ KALEVI Sorsa, fyrrum forsætisráð- herra Finnlands, lést á föstudag. Hann var 73 ára gamall og hafði lengi glímt við erfið veikindi. Alls var Sorsa forsætis- ráðherra Finn- lands í tíu ár á átt- unda og níunda áratug liðinnar aldar. Hefur eng- inn finnskur stjórnmálamaður gegnt því embætti svo lengi. Sorsa, sem var jafnaðar- maður, tók fyrst við embætti for- sætisráðherra árið 1972. Hann fór fyrir fjórum samsteypustjórnum mið- og vinstriflokka í Finnlandi og gegndi síðast embætti forsætisráðherra frá 1983 til 1987. Þá var hann þrívegis ut- anríkisráðherra, forseti þingsins 1990–1991 og bankastjóri við Finn- landsbanka til ársins 1996 þegar hann settist í helgan stein. Sorsa látinn Kalevi Sorsa Helsinki. AFP. AÐ minnsta kosti tuttugu manns biðu bana og 63 til viðbótar særðust þegar afar öflug sprengja sprakk fyrir framan höfuðstöðvar herstjórn- ar Bandaríkjamanna í Bagdad snemma í gærmorgun. Flestir hinna látnu voru heimamenn sem biðu þess að verða hleypt inn í höfuðstöðvarn- ar en þó er talið að tveir Bandaríkja- menn hafi verið í hópi fallinna. Paul Bremer, bandaríski land- stjórinn í Írak, fordæmdi árásina í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Sagði hann augljóst að þeir sem bæru ábyrgð á þessum verknaði vildu grafa undan frelsi, lýðræði og framförum í Írak. „Þeim mun ekki takast ætlunarverk sitt,“ sagði hann. Árásin átti sér stað um kl. 8 að staðartíma eða um kl. 5 í gærmorgun að íslenskum tíma. Er talið að Toyota-sendiferðabíl, hlöðnum sprengiefni, hafi verið ekið að inn- keyrslunni í höfuðstöðvar Banda- ríkjahers í Bagdad og að ökumað- urinn hafi þar sprengt sig í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. AFP-fréttastofan sagði fórnarlömb- in 25 en Associated Press hafði eftir bandarískum embættismanni í gær- kvöldi að „um 20“ hefðu farist. Sagði hann ekki hægt að gefa nákvæmari tölu um fjölda fallinna, enda væru mörg líkanna afar illa farin. Sprengjan hálft tonn á þyngd Sprengjan sprakk við innkeyrsl- una að „græna svæðinu“ svokallaða þar sem eru höfuðstöðvar Banda- ríkjahers í Bagdad og aðsetur íraska framkvæmdaráðsins en híbýlin voru áður ein af forsetahöllum Saddams Husseins. Er talið að sprengjan hafi verið allt að hálft tonn á þyngd. Hún var svo öflug að sprengingin heyrðist um gervalla Bagdad. Flestir hinna látnu fórust í miklum eldsvoða sem kviknaði við spreng- inguna og breiddist hratt út um nær- stadda bíla. Sem fyrr segir voru flest fórnarlambanna Írakar sem hugðust leita eftir atvinnu hjá hernámsliðinu og biðu þess að vera hleypt inn í höf- uðstöðvarnar í upphafi venjulegs vinnudags í borginni. „Eftir sprenginguna ríkti algert öngþveiti. Bandarískir hermenn tóku að skjóta af byssum sínum. Ég veit ekki hvernig mér tókst það en ég náði að komast út úr bílnum mínum sem var orðinn eins og bræðsluofn,“ sagði leigubílstjórinn Jalal Adwan sem varð vitni að sprengingunni. Mannskæðasta árásin Um er að ræða mannskæðustu árásina frá því að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var hand- samaður í Írak 13. desember sl. en sautján féllu í sjálfsmorðssprengju- árás í Khaldiyah, vestur af Bagdad, daginn eftir handtöku Saddams. Raunar hafa ekki jafn margir farist í einni og sömu árásinni í Bagdad frá því að beinum stríðsátökum lauk í fyrravor en tuttugu og tveir fórust í árásinni á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna 19. ágúst sl. Í fyrradag höfðu fimm bandarískir hermenn farist í sprengjutilræði norður af Bagdad. Hafa þá meira en 500 Bandaríkjamenn fallið síðan ráð- ist var inn í Írak í mars á síðasta ári. Þar af hafa 230 fallið í árásum eftir að George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti því yfir 1. maí 2003 að meiri háttar hernaðaraðgerðum væri lok- ið. Á sama tíma hafa að minnsta kosti 280 Írakar, þ.e. óbreyttir borgarar, beðið bana í árásum sveita hliðhollra Saddam. Meira en 20 manns biðu bana í tilræði í Bagdad AP Bandarískir hermenn rannsaka staðinn þar sem sprengjan sprakk í miðborg Bagdad í gærmorgun. Tveir menn bera slasaðan mann á brott eftir sprengjutilræðið í gær. Bagdad. AFP, AP. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist um gervalla borgina ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hrósaði í gær Zvi Mazel, sendiherra Ísraels í Svíþjóð, sem á föstudag var skipað að yfirgefa sænska þjóðminjasafnið í Stokk- hólmi eftir að hann hafði valdið skemmdum á listaverki í forgarði safnsins. Um er að ræða svokallaða inn- setningu hjónanna Dror og Gunn- illu Feiler en Dror Feiler er fæddur og uppalinn í Ísrael. Flýtur lítill bát- ur í laug af blóðrauðu vatni og á hann er fest ljósmynd af Hanadi Jaradat, palestínskri konu sem sprengdi sig í loft upp í Haifa í októ- ber sl. og drap um leið 21 Ísraela. Tók Mazel sig til er hann sá lista- verkið og reif ljóskastara úr sam- bandi, kastaði honum í laugina og skemmdi þannig verkið. Sharon sagðist á vikulegum fundi ísraelsku ríkisstjórnarinnar í gær hafa hringt í Mazel og þakkað hon- um fyrir að hafa brugðist þannig við þessu nýjasta dæmi um vaxandi gyðingahatur í heiminum. „Og ég sagði honum að hann hefði fullan stuðning ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sharon. „Mazel sendiherra hegðaði sér nákvæmlega eins og hann þurfti að gera,“ sagði Sharon enn fremur. Málfrelsið fótum troðið? Búið er að gera við innsetningu Feiler-hjónanna en hún nefnist „Mjallhvít og geðveiki sannleik- ans“. Ísraelar hafa hins vegar kraf- ist þess að verkið verði fjarlægt, enda sé það til þess fallið að æsa upp hatur á gyðingum. Krister Berg, safnstjóri í Þjóð- minjasafninu, segir þetta hins vegar ekki koma til greina. „Á mánudag munum við hins vegar senda ísr- aelska sendiherranum boð um að koma og taka þátt í opnum um- ræðum um þetta listaverk, um framferði hans, um listina og um frelsi manna til athafna,“ sagði Berg. Lét hann þess aðspurður get- ið að ekki hefði verið haft samband við hann af hálfu sænskra stjórn- valda. Sagði hann ráðamenn í Sví- þjóð nógu skynsama til að átta sig á því að þeir gætu ekki sagt sjálfstætt rekinni menningarstofnun fyrir verkum. „Þú getur haft sjálfstæða skoðun á þessu listaverki en það er aldrei, aldrei hægt að sætta sig við að menn beiti ofbeldi og það má aldrei una tilraunum til að þagga niður í listamönnum,“ sagði Berg. Dror Feiler hefur fyrir sitt leyti kallað Mazel „dverg að gáfnafari“, að því er fram kemur á fréttasíðu BBC, og segir að Mazel hafi reynt að „troða á málfrelsinu og réttinum til list- rænnar sköpunar“. Fram hefur komið að embætt- ismenn í sænska utanríkisráðuneyt- inu hyggjast boða Mazel sendiherra á sinn fund í dag og fá hann til að útskýra gjörðir sínar, sem sagðar voru „óviðunandi“ með öllu. Listaverk Feiler-hjóna er hluti af sýningu er tengist ráðstefnu um þjóðarmorð sem halda á í Stokk- hólmi 26.–28. janúar nk. og sænskir fjölmiðlar fullyrða að Ísraelar hafi hótað því að hætta við þátttöku á ráðstefnunni vegna atviksins á föstudag. „Þetta er ekki list, þetta er hryllileg lofgjörð um sjálfs- morðssprengjumenn og hvetur til þjóðarmorðs á Ísraelum,“ sagði Mazel sjálfur í viðtali á laugardag. Sharon sáttur við hegðun sendiherrans Stokkhólmi. AFP. Scanpix Zvi Mazel (t.v.) og listamaðurinn Dror Feiler (t.h.) sjást hér deila hart sl. föstudag eftir að sendiherrann hafði valdið spjöllum á listaverki Feilers. Segir Zvi Mazel hafa brugðist alveg rétt við er hann eyðilagði listaverk í forgarði sænska þjóðminjasafnsins AP Gunnilla og Dror Feiler við verk sitt í forgarði sænska þjóðminjasafnsins. BRESKU milljarðamæringarnir David og Frederick Barclay tilkynntu í gær að þeir hygðust kaupa hlut fjöl- miðlakóngsins Conrads Black í Holl- inger-blaðasamsteypunni sem m.a. gefur út dagblöðin The Daily Tele- graph í London, Chicago Sun-Tim- es og The Jerusal- em Post. Í yfirlýsingu frá Press Holdings, fyrirtæki Barclay- bræðra, sagði að samkomulag væri um kaup á 78% eignarhlut í Holl- inger við fyrirtækið Ravelston, sem er í eigu Blacks. Á laugardag hafði sérstök stjórn- arnefnd hjá Hollinger sett Black af sem stjórnarformann, en áður hafði hann sjálfur sagt af sér fyrir nokkrum mánuðum, sem aðalforstjóri fyrir- tækisins. Jafnframt hefur Hollinger tilkynnt að það muni lögsækja Black til endurgreiðslu á 200 milljónum doll- ara en um er að ræða fjármuni sem Black og samstarfsmaður hans, Dav- id Radler, eru sagðir hafa fengið greidda frá fyrirtækinu án heimildar. Black selur í Hollinger London, New York. AFP, AP. Conrad Black ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.