Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 15
leika og lífsmögnum þótt heita megi óhlutlæg. Stærstu og hrif- mestu flekarnir allir frá 2003, eða eftir að hann hætti sem for- stöðumaður Listasafnsins, og hef- ur í annan tíma naumast verið betri eða ferskari. Jólafull að hætti listamanna Lengi má spyrja hvar færeysk myndlist væri stödd án þessa manns, líkt og færeysk grafík án Jans Andersson. Bárður óþreyt- andi við að kynna innlenda mynd- list, hefur skrifað nokkrar lista- verkabækur og staðið að gerð tíu athyglisverðra sjónvarpsþátta um færeyska myndlist og myndlist- armenn. Til viðbótar hefur hann unnið nokkrar opinberar skreyt- ingar, hannað 25 frímerkjaseríur, samtals 80 frímerki, loks spil og bókarkápur. Viðgangur fær- eyskrar listar er honum allt, líf og sál, sækir hugmyndir og efnivið í verk sín til náttúruskapanna, veðr- áttunnar og mannlífsins, er opinn í skoðunum og með góða yfirsýn, enda dvalið víða sunnar í Evrópu. Að því kom að jólafullið á verk- stæðinu var mál málanna, og vel merkjanlegt að allir hlökkuðu til pataldursins. Hinn sænski Jan Andersson hafði tekið hamarinn og handsögina fram og rekið saman langborð mikið, og ásamt inn- fæddri konu sinni Fridu Brekku soðið efnisríka kraftsúpu í risa- stórum potti. Ofnsteikt/soðið nokkrar tegundir af kjöti sem uppi hafði hangið, eða meðhöndlað á sérstakan hátt. Meðlætið einfald- lega stór og næringarrík jarðepli, hér listamenn á ferð sem hugsa meira um orkuhleðslu en hvernig hlutirnir líta út á diskunum, hvað þversum og hvað langsum, öllu seigu undir tönn rennt niður með mungáti og kristallstærum drop- um. Þarna gerðu starfsbræður og keppinautar sér glaðan dag, hróka- samræður yfir borðum auk þess að nokkrir töluðu til þingheims, lengst hinn glaðbeitti málari Amal- iel Nordöy sem flutti gamanmál við góðar undirtektir. Þá kyrjaði nefndur Bárður Jákupsson Bell- mannsöngva á sinn sérstæða djúp- lifa hátt, og töfraði fram tónrænt stuð í mannskapinn. Þótt fullið stæði þar til markaði skil nætur og dags fór allt vel og menningarlega fram, enda varðar heimsendi að ganga illa um á grafíkverkstæðum Mér var vísað til sætis milli hins þekkta klæðahönnuðar Borgnýar Patursson, spúsu myndlist- armannsins Tróndar Paturssonar, og Beintu Gregoriussen, starfs- manns við safnið. Stutt síðan veg- leg bók var gefin út um Trónd, sem seldist fljótlega upp, en nýtt og stærra upplag kemur á mark- aðinn í febrúar. Borgný vildi endi- lega fá okkur Zakarías til sín til Kirkjubæjar á sunnudeginum, gekk eftir en þó ekki án nokkurra hremminga. Töfraði fram og gaf okkur sitt eintakið hvorum af bók- inni og hyggst ég fjalla um hana í þann mund er seinna upplagið kemur út. Vænn endir á erfiðum degi, fyrst var að ná áttum eftir hástemmda nóttina og svo hafði fárviðri skollið á með morgninum og veðurhamurinn rétt að ganga niður er við lögðum í hann síðdeg- is, sá varla handa skil fyrir þoku og regnhryðjum. En Zakarías virt- ist þekkja leiðina eins og vasann, skynjaði hana öllu frekar, hverja bugðu og mishæð, þurfti þó þrisv- ar á þessum þrönga holótta vegi að krækja um vegtálma vegna fram- kvæmda og var mér ekki um sel. Sjaldan greint eins áþreifanlega hvernig hjartað ólmaðist einhvers staðar langt langt niðri í buxunum. (Meira síðar) Janus Kamban: Konumynd, brenndur leir 1941. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 15 Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur Aðalfundur. Verður haldinn fimmtudaginn 22. Janúar kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu Hólagötu 15, Njarðvík. Fundarstjóri verður Margrét Sanders. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Bæjarmálaumræður, gestur fundarins verður Árni Sigfússon Bæjarstjóri. 3. Önnur mál. Stjórnin. Margrét Sanders. Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.