Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Svafa Kristjáns-dóttir fæddist á
Ytri-Tjörnum, Eyja-
firði 26. maí 1910.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Kjarna-
lundi 12. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kristján
Helgi Benjamínsson,
bóndi og hreppstjóri
á Ytri-Tjörnum, f. 24.
október 1866, d. 10.
janúar 1956, og kona
hans Fanney Frið-
riksdóttir, frá
Brekku í Kaupangs-
sveit, f. 6. janúar 1881, d. 13. ágúst
1955. Svafa var sjötta í röð tólf
systkina. Þau voru Laufey Sigríð-
ur f. 2. nóv. 1899, d. 21. júní 1993;
Benjamín f. 11. júní 1901, d. 3.
apríl 1987; Inga f. 29. júlí 1903, d.
21. mars 1985; Auður, f. 14. des-
ember 1905, d. 20 janúar 1976;
Theodór, f. 12. mars 1908, d. 1.
maí 1994, Baldur Helgi, f. 7. júní
1912, d. 25. nóvember 2003; Bjart-
mar, f. 14. apríl 1915, d. 20. sept-
ember 1990; Val-
garður, f. 15. apríl
1917, d. 5. febrúar
1999; Hrund, f. 20.
febrúar 1919, d. 26.
mars 2003; Dagrún,
f. 1. maí 1921, d. 10.
desember 1997; og
Friðrik, f. 29. maí
1926.
Hinn 24. október
1950 giftist Svafa
Tryggva Guðmunds-
syni sjómanni á Ak-
ureyri, f. á Austari-
Krókum á Flateyjar-
dalsheiði 19. mars
1913, d. 23. desember 1990.
Hann var sonur hjónanna Guð-
mundar Kristjánssonar og Rann-
veigar Jónsdóttur frá Saurbrúar-
gerði á Svalbarðsströnd.
Svöfu og Tryggva varð ekki
barna auðið.
Þau bjuggu allan sinn búskap á
Ránargötu 4 á Akureyri. Útför
Svöfu verður gerð frá Akureyr-
arkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Burtförin úr þessum heimi er fæð-
ing inn í annan og bjartari heim –
það hlýtur að vera mikill léttir og
fögnuður að losna úr viðjum jarð-
neskra fjötra, líkamlegara þjáninga
og sjúkleika. Hún Svafa frænka okk-
ar hefur fengið frelsið og er flogin á
vit nýrra heimkynna á nítugasta og
fjórða aldursári. Það er gleðiefni en
ekki sorgar, þegar bundinn er endir
á langan aðdraganda að þeim vista-
skiptum. Alltaf mun þó verða sökn-
uður þegar góðir vinir kveðja.
Svafa var ein af þessum einstöku
sálum sem hugsuðu meira um aðra
en sjálfa sig og lagði sig fram við það.
Þótt hún ynni láglaunavinnu alla sína
tíð var hún ávallt aflögufær með
sjóði og þrek til hjálpar og glaðnings
handa ættingjum og vandamönnum.
Hjónin voru samtaka á þessu sviði
því Tryggvi var líka einstakur öð-
lingur og góðmenni. Bæði létu þau
þarfir sínar víkja fyrir aðstoð og
greiðvikni við aðra. Svafa var systk-
inabörnum sínum afskaplega góð og
kærleiksrík og nutum við Ytri-
Tjarnasystkinin þess ríkulega. Hún
elskaði sveitina sína og æskustöðvar
og hafði mikinn áhuga á búskapnum
á Ytri-Tjörnum og tók framan af bú-
skaparárum Baldurs og Þuríðar
virkan þátt í bústörfum þeirra. Við
minnumst hennar öll vinnandi rösk-
lega með hrífu við hreinsun túna á
vorin og við heyskap á sumrin, en þó
ekki síst við kartöflupptökuna á
haustin þar sem hún fór hamförum
og fyllti fötur og poka hraðar en aðr-
ir. Hún var afskaplega vinnusöm og
áhugasöm og hreif okkur krakkana
með sér og áfram við vinnuna. Hún
sagði svo oft að hún hefði viljað
stunda sveitabúskap – hann væri
henni í blóð borinn. Meðan fjárbú-
skapur var við lýði á Ytri-Tjörnum
átti hún kindur sem hún hafði mikla
unun af. Hún varð að vinna fyrir
fóðrun á skjátunum sagði hún.
Vinnuframlagið var þó alltaf gott
betur en það. Svafa og Tryggvi
byggðu sér sumarbústaðinn
Tryggvasel í skógarreitnum á Ytri-
Tjörnum þar sem þau dvöldu oft á
sumri sér til ánægju. Eftir að
Tryggvi lést ánafnaði Svafa okkur
systkinunum þennan sumarbústað.
Svafa var mjög bókhneigð, víðles-
in og margfróð. Hún átti mikið bóka-
safn og kunni einkum vel að meta ís-
lensku skáldin.
Við minnumst Svöfu sem sérstak-
lega elskulegrar frænku á Akureyri.
Þegar farið var í bæinn var fastur
liður að koma við hjá Svöfu og
Tryggva í Ránargötuna. Þar voru
ævinlega góðgerðir á borðum og vel
tekið á móti öllum, ekki síst okkur
krökkunum. Þar kynntumst við
framandi bakkelsi og sælgæti sem
Tryggvi hafði gjarnan heim með sér
úr siglingum. Í Ránargötunni var af-
skaplega gestkvæmt og mikil hjarta-
hlýja. Flest systkini hennar áttu
heima í Eyjafirðinum og áttu þau öll,
ásamt fjölskyldum sínum, öruggt at-
hvarf hjá þeim hjónum.
Það var mikill missir fyrir Svöfu
þegar Tryggvi lést fyrir rúmum 13
árum. Tryggvi átti við alvarleg veik-
indi að stríða síðustu æviárin og
snerist þá líf Svöfu að mestu um að
hugsa um hann og gera honum lífið
bærilegra. Eftir að Tryggvi féll frá
fór að halla undan fæti hjá þessari
duglegu konu – hlutverk hennar var
allt í einu horfið og hún óvön því að
hugsa bara um sjálfa sig. Síðustu ár-
in dvaldi hún á dvalarheimilum fyrir
aldraða, fyrst Skjaldarvík og síðan í
Kjarnalundi.
Við kveðjum Svöfu frænku okkar
með miklu þakklæti og virðingu.
Hún reyndist okkur, mökum okkar
og börnum einstaklega kærleiksrík.
Svafa er nú flutt yfir móðuna miklu
og er orðin ung á ný. Við biðjum
henni allrar blessunar um ókomna
tíð.
Fyrir hönd systkinanna á Ytri-
Tjörnum,
Kristján Baldursson.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(M. Joch.)
Með þessum orðum kveð ég þig,
Svafa frænka, svo og systur þínar
allar sem farnar eru á undan þér.
Mikið erum við rík, sem eftir lifum í
stórfjölskyldunni sem gjarnan er
kennd við Ytri-Tjarnir í Eyjafirði, að
hafa átt ykkur, og bræður ykkar að,
en nú er Friðrik einn eftir af þeim
heiðursmönnunum sex. Við getum
haldið áfram með alla þá fjársjóði í
farteskinu, sem skyldleikinn og
kynnin við ykkur, bæði í blíðu og
stríðu, gáfu okkur. Mitt stolt er að
vera frænka ykkar, ein af sex systr-
um eins og þú, og gefast ekki upp
frekar en þú, þrátt fyrir að stundum
blási í fangið í henni veröld. Ég bið
að heilsa „heim“ í Ytri-Tjarnir næsta
heims.
Vertu svo ævinlega blessuð.
Þess óskar þín frænka
Auður Theódórsdóttir.
„Er þetta hann Baldur? Þú ert nú
bara að verða næstum því eins fal-
legur og Heimir frændi þinn.“ Þessi
mannlýsing, sem er sennilega ekki
sú lakasta sem ég hef hlotið um æv-
ina, kemur fyrst upp í hugann þegar
ég minnist Svöfu afasystur minnar,
sem nú hefur kvatt jarðvistina eftir
langa dvöl. Þá minnist ég og margra
heimsókna til Svöfu og Tryggva í
sumarbústaðinn Tryggvasel, sem
þau reistu í skógarreit ömmu og afa
heima á Tjörnum. Þangað var ætíð
gott að koma og eigi skorti þar
náungakærleikann.
Svafa var sú manngerð sem hugs-
aði fyrst um hag annarra en lét eigin
þarfir mæta afgangi. Þeir voru víst
ófáir sem hún skrifaði upp á fyrir,
eða veitti einhvers konar fyrir-
greiðslu. Sjálf átti hún ekki samstæð
bollapör, svoleiðis munað var ekki
verið að eyða í. Lengi fram eftir ævi
var Svafa ódeig við að koma heim í
sveitina til ömmu og afa og hjálpa til
á álagstímum, við kartöfluupptöku,
heyskap og ýmis bústörf önnur. Dró
hún þá hvergi af sér. Er mér tjáð að
svo hafi einnig verið á uppvaxtarár-
um hennar heima á Tjörnum, á tíma-
bili stóðu þau systkinin, hún og Bald-
ur afi minn, mikið til fyrir búinu og
voru samhent við það.
Talsvert er farið að kvarnast úr
systkinahópnum frá Tjörnum, Svafa
er sú ellefta af tólf systkinum að
leggja upp í sína hinstu för. Það var
einatt glatt á hjalla er þau komu
saman í stofunni heima á Tjörnum.
Var þá farið vítt yfir sviðið í um-
ræðum, allt frá ástandinu í heims-
málunum yfir í trúmál, spíritisma og
lífið eftir dauðann. Man ég sérstak-
lega eftir því, að þeir prestlærðu af
bræðrunum voru einatt krafðir
svara um hvernig umhorfs væri á
æðri tilverustigum og hvað við tæki
eftir að jarðvistinni lyki. Var þeim
nokkur vandi á höndum með að
kveða upp úr með það.
Nú nýlega fékk ég í hendur mynd-
band sem sveitungi minn, Hjörleifur
Tryggvason, tók í 85 ára afmæli
Theodórs, bróður Svöfu, árið 1993.
Þar eru systkinin saman komin og
svífur gleðin yfir vötnunum, þar sem
„guðaveigar lífga sálaryl“. Allt er
þar með hefðbundnu sniði, Baldur
afi, Svafa og Hrund leika á als oddi,
Dagrún málar tilveruna hins vegar
heldur sterkum litum. Theodór held-
ur sig mest til hlés, það er þó ekki
laust við að hann lumi á einu eða
tveimur gullkornum í myndskeiðinu.
Ég hitti Svöfu síðast í mars sl. en
þá heimsótti ég hana með Þuríði
ömmu minni. Þennan dag hefði
Tryggvi eiginmaður Svöfu orðið ní-
ræður en hann er nú látinn fyrir
rúmum áratug. Svafa var þá orðin
nokkuð hnigin af aldri en þó ágæt-
lega með á nótunum. „Hvað ertu nú
orðinn gamall?“ Ég sagðist vera nær
þrítugu, „og ertu þá ekki búinn að ná
þér í konu?“ Ekki bjó ég nú svo vel,
það væri þó vissulega á stefnu-
skránni.
Eins og áður segir þóttu þau
systkinin Svafa og Baldur afi mjög
samrýnd. Það var líka stutt á milli
þess að þau hyrfu úr þessum heimi,
einungis hálfur annar mánuður.
Verða nú eflaust fagnaðarfundir hin-
um megin, eins og forðum daga. Ég
óska Svöfu frænku velfarnaðar á
nýrri vegferð, megi hún hvíla í friði.
Baldur Helgi
Benjamínsson.
Nú er fallin frá Svafa föðursystir
okkar á 94. aldursári. Það var heldur
skammt á milli þeirra Baldurs bróð-
ur hennar sem féll frá í lok nóvember
sl. Tólf voru þau Ytri-Tjarnasystkin,
sex systur og sex bræður og er nú öll
farin nema Friðrik sá yngsti.
Það hlýtur að teljast merkilegt hjá
svo stórum systkinahópi að öll kom-
SVAFA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Elsku afi minn, nú sit
ég hér uppi í risi á
Kambsveginum og læt
hugann reika til baka til
þeirra fjölmörgu
stunda sem við áttum
saman bæði þegar ég var krakki og
nú þessi síðastliðnu ár. Það er svo
margt sem þú sagðir og kenndir mér,
sumt kunni maður ekki að meta þá en
þegar maður hugsar til baka þá skil-
ur maður hvað þú áttir við. Þú kennd-
ir mér svo margt varðandi listina að
lifa. Ég hef reynt að tileinka mér þá
lífsleikni sem þú skapaðir þér en í þín
fótspor verður ekki fetað.
Ferðirnar upp í Norðurá eru
ógleymanlegar, bæði vinnu- og veiði-
ferðir. Ég man eins og það hafi gerst
í gær þegar við stóðum úti á túni við
veiðihúsið og þú kenndir mér að
kasta flugu. „Ekki of langt aftur með
stöngina,“ sagðir þú, alltaf jafn þol-
inmóður. Ekki fannst mér það síðra
þegar vaða átti út í Laxfoss og græja
teljarann, það átti að haldast í hend-
ur, horfa á botninn og vara sig á
rennunum á fossbrúninni. Þessar
vinnuferðir og síðan veiðiferðir eru
ógleymanlegar, ekki bara það að
njóta útiverunnar á þessum fallega
GUNNAR
PETERSEN
✝ Gunnar Petersenfæddist í Reykja-
vík 11. október 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum – há-
skólasjúkrahúsi 4.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Áskirkju 13.
janúar.
stað heldur líka það að
fá að vera með þér og
þínum vinum, spila
yatzy, fara með vísur og
hlusta á veiðisögur.
Ferðirnar með þér
og ömmu upp í Brekku-
kot á sumrin voru alltaf
skemmtilegar. Þar gát-
um við systkinin leikið
okkur í krokket,
gúmmíbátsferðum á
lóninu eða bara reynt
að gera eitthvað gagn
eins og að dæla úr
brunninum, planta
trjám eða kveikja upp í
arninum.
Heimsóknirnar á Kambsveginn
voru alltaf skemmtilegar, alltaf vor-
um við að spila hvor við annan, hvort
sem það var billjard, skák eða leik-
urinn með kúlunum sem ég veit ekki
hvað heitir. Ef það var ekki verið að
spila þá var verið að kenna mér að
boxa eða gera leikfimiæfingar, ekki
vantaði mann athygli þegar maður
kom í heimsókn á Kambsveginn.
Elsku afi, mér finnst við eiginlega
hafa kynnst best á tveimur tímabil-
um, á því tímabili sem ég talaði um
áðan og síðan þegar ég og Elva vor-
um svo heppin að fá að kaupa risið á
Kambsveginum fyrir tveimur árum.
Eftir að við fluttum á Kambsveginn
þá fannst okkur það forréttindi að fá
að kynnast ykkur ömmu svona vel.
Það er svo margt sem við lærðum af
ykkur hjónunum, hvernig við komum
fram hvert við annað og hvert við
stefnum saman í lífinu. Þú og amma
voruð sem eitt, þið voruð einstaklega
samrýnd og ástfangin upp fyrir haus
eftir meira en 50 ár saman. Samband
eins og þið áttuð er eitthvað sem allir
þrá en fáir njóta.
Síðustu minningar sem ég hef um
þig, elsku afi minn, eru hér á Kambs-
veginum með Önnu Alexöndru í
fanginu. Hún var svo hrifin af þér,
hljóp alltaf til þín hvar sem þú varst
og þú tókst á móti henni brosandi,
þetta eru góðar minningar.
Elsku afi, ég þakka fyrir það sem
þú hefur gefið og kennt okkur krökk-
unum í gegnum tíðina, við erum betri
manneskjur fyrir vikið. Ég skila
kærri kveðju frá Birnu og Evu
Hrönn, mín orð eru sem þeirra. Meg-
ir þú hvíla í friði.
Gunnar Már, Elva og
Anna Alexandra.
Hann var vörpulegur á velli,
ákveðinn og kappsfullur. Greinilega
lét honum betur að vera sigurvegari í
leiknum. Þannig kom mér Gunnar
Petersen fyrir sjónir er ég sá hann
fyrst á haustdögum 1949 í íþróttahúsi
Melaskólans. Þar þreytti hann
keppni við félaga sína í badminton.
Síðar átti ég eftir að kynnast honum
betur og þeim eiginleikum sem hann
bjó yfir.
Þeir sem þekktu Gunnar Petersen
vita að ekkert væri honum fjær skapi
en að um hann látinn væri skrifuð
einhver hástemmd lofgjörðarræða.
Slíkt væri þó auðvelt án þess að sann-
leikanum væri misboðið. Ég mun því
til að þóknast vini mínum leitast við
að stilla máli mínu í hóf og spara
stóru lýsingarorðin eins og ég
framast get. Við nánari kynni komst
ég að raun um að hann bar með sér
sterkan persónuleika og hafði fast-
mótaðar skoðanir sem ekki varð
hróflað við. Hann var vinur vina
sinna og talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Meira en hægt er að segja um
marga aðra. Gunnar var hófsamur í
daglegu lífi, fór vel með peninga þótt
hann skorti þá ekki á síðari hluta æv-
innar en fátækt hafði hann kynnst í
æsku.
Hann var nokkuð íhaldssamur í
viðhorfi til þjóðmála og hefði talið
farsælt að Sjálfstæðisflokkurinn færi
með völd bæði hjá borg og ríki. Póli-
tískt þras var honum ekki að skapi og
skoðunum sínum reyndi hann ekki að
þröngva upp á aðra.
Að minni hyggju var hann þegn
sem hvert þjóðfélag getur verið stolt
af að hafa í sínum röðum.
Skyndilegt fráfall góðs vinar og
samferðamanns á lífsleiðinni í meira
en hálfa öld hlýtur að leiða til þess að
hugurinn leiti til baka. Horft sé yfir
sviðið og staldrað við viss kennileiti
sem skýrari verða í minningunni en
önnur.
Þannig er mér einmitt farið núna.
Þegar ég lít til baka finnst mér að við
Gunnar Petersen höfum átt svo
óvenjulega mikið saman að sælda á
lífsleiðinni þótt ólíkir værum á marg-
an hátt.
Nægir þar að nefna badmintonið
sem við iðkuðum ásamt félögum okk-
ar í 50 ár, oft tvisvar í viku yfir vetr-
artímann, einnig samkomurnar hjá
Tennis- og badmintonfélaginu og
litla hópnum okkar sem við kölluðum
„Fugla“. Þessar samkomur voru
gjarnan haldnar á Kambsveginum á
heimili Gunnars og Mundu. Á slíkum
samfundum voru húsráðendur í ess-
inu sínu ef svo má segja og gestrisnin
í hávegum. Þá tókum við upp á því,
komnir á miðjan aldur, að hefja
skíðaiðkun ásamt konum okkar.
Byrjað var á gönguskíðum en síðan
haldið í brekkurnar.
Fyrst voru það Bláfjöll. En síðan lá
leiðin til Akureyrar, Austurríkis og
Sviss í nokkur ár. Öll nutum við þess-
ara ferða þótt skíðafærnin væri
kannski ekki sem fullkomnust. Þá
voru það sumarferðirnar hér innan-
lands á Hondajeppanum hans Gunn-
ars. Landið var skoðað og gjarnan
stansað við heimreið að bóndabæ þar
sem Gunnar hafði verið í sveit sem
unglingur eða kaupmaður á fullorð-
insárum.
Oft kom það fyrir í þessum ferðum
að Gunnar vildi stoppa við árbakka
og líta á hylinn og rifja upp gamlar
viðureignir við árbúa. Stundum fékk
sá sem hér stýrir penna að njóta
reynslu hans á þeim vettvangi.
Margar ánægjustundir áttum við
hjónin við spilaborðið með þeim hjón-
um Gunnari og Mundu. Fyrir kom á
slíkum kvöldum að Gunnar rifjaði
upp gamlar stökur en létt átti hann
með að koma hugsun sinni í bundið
mál. Hér verður ekki minnst á þátt
Gunnars í atvinnulífinu en þar var
hann umsvifamikill í útflutningi sjáv-
arafurða og stýrði fyrirtæki fjöl-
skyldunnar í áratugi.
Ekki verður skilist svo við þennan
pistil að hennar Mundu sé ekki getið
sérstaklega. Hjónaband þeirra
Gunnars var til fyrirmyndar í flest-
um greinum. Segja má að þau hafi
bætt hvort annað upp.
Í veikindum Gunnars sýndi hún
honum mikla þolinmæði og elsku
þótt hún sjálf gengi ekki heil til skóg-
ar. Fyrir alla þá umönnun veit ég að
Gunnar var henni mjög þakklátur
þótt hann hefði ekki mörg orð þar
um. Það var hans stíll.
Á góðri stund í stofunni heima á
Kambsveginum settist Gunnar
gjarnan við píanóið og spilaði af
fingrum fram gömlu góðu slagarana.
Þannig vil ég muna hann.
Við Svana vottum Mundu og fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð.
Kristján Benediktsson.