Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 28
MINNINGAR
28 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Guðmundur var í stórum systkina-
hópi 14 systkina eins og gerðist á
tuttugustu öldinni. Hann fór ungur
að heiman til venjulegrar vinnu, sem
var eðlilegt þá, til sjómennsku á ver-
tíð í Vestmannaeyjum og frá Reykja-
vík. Í seinni heimsstyrjöldinni sigldi
hann á Rifsnesinu til Bretlands
margar ferðir. Var þar skipstjóri
Ingvar Pálmason og sagði hann mér
margar sögur af því. Einnig var
hann á síldveiðum á sama skipi. Með-
al háseta þar var Pálmi Ingvarsson,
sonur Ingvars skipstjóra. Hann
sagði mér að sá ósérhlífnasti maður
sem hann hefði verið með á sjó hefði
verið Guðmundur Auðunsson. Þeir
voru á línuveiðum og trolli, en pabba
fannst alltaf skemmtilegast við veið-
GUÐMUNDUR
AUÐUNSSON
✝ Guðmundur Auð-unsson fæddist á
Svínahaga á Rangár-
völlum 4. febrúar
1914. Hann lést á
Landspítala í Foss-
vogi 12. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Katrín Helgadóttir
og Auðunn Jónsson.
Guðmundur
kvæntist Sigurborgu
Helgadóttur. Þau
eignuðust Ragnar,
Auðun og Hafþór.
Þau slitu samvistum. Fyrstu bú-
skaparár Sigurborgar og Guð-
mundar bjuggu þau í Efstasundi
70, síðan Akurgerði 17, Skóla-
gerði 6 og Langagerði 48.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ar þegar veitt var í
snurvoð.
Árið 1948 réð Guð-
mundur sig til Eim-
skipafélags Íslands og
var þar á Goðafossi til
1953. Það má lesa í bók
Péturs skipsfélaga
pabba „Krappur lífs-
dans“, um svaðilfarir
um borð í Goðafossi.
Eftir veru sína á Goða-
fossi hóf Guðmundur
störf hjá S. Árnason &
Co sem lager- og út-
keyrslumaður. Það fyr-
irtæki var síðan sam-
starfsfyrirtæki Ólafs Þorsteinssonar
& Co. Einnig var hann vaktmaður
um nætur í Öskju og Kötlu, skipum
Eimskipafélags Reykjavíkur, og
starfaði hann þar það sem eftir var
starfsævinnar.
Mér er margt minnisstætt sem sá
gamli sagði mér, t.d. þegar hann tók
bílpróf í Vestmannaeyjum. Hann
keyrði vörubíl af bryggjunni upp að
lögreglustöðinni og það var nóg. Þar
fékk hann afhent ökuleyfið. Þetta
var bara eðlilegt þá, og ökuleyfið
gilti til dauðadags.
Við ætlum að kveðja föður okkar
með þessum fátæklegu orðum. Megi
góður Guð geyma hann og vernda.
Ragnar og Hafþór.
Nú er hann afi okkar
dáinn og við söknum
hans sárt. Þó við vitum
að hann er kominn á
stað þar sem honum
líður vel, er alltaf sorglegt að þurfa
að kveðja. Við höfum síðustu daga
verið að rifja upp atvik þar sem afi
spilaði stórt hlutverk. Það sem
stendur uppúr var hvað hann var
skemmtilegur og góður og gerði
ýmsar stuttar ferðir t.d. í búðina að
ævintýrum. Í mörg ár héldum við að
hann væri leynilögga, en hann var þá
að vinna sem kokkur á Litla-Hrauni.
Þar klæddist hann ljósblárri skyrtu,
ekki ólíkri lögguskyrtu, og þegar við
spurðum hann að því af hverju hann
væri ekki með löggumerki á skyrt-
unni þá svaraði hann að leynilöggur
væru aldrei með löggumerki og það
fannst okkur mjög trúlegt. Oft héld-
um við að við værum í leynileiðöngr-
um þegar við vorum í raun bara að
fara í búðina eða á ruslahauginn.
Hann hafði einstakt lag á að gera
hlutina skemmtilega.
Við fengum líka oft að leika okkur
með sag og spæni í bílskúrnum í
Smáratúninu, sem okkur þótti afar
spennandi. Afi var alltaf eitthvað að
smíða enda komu margir fallegir
gripir frá honum, þar á meðal var
sumarbústaðurinn, Hálsakot, þar
sem amma og afi eyddu stórum
hluta af árinu. Bæði afi og amma
voru alltaf að bæta og gera meira
fyrir bústaðinn. Við eigum myndir af
okkur með ömmu og afa frá því við
vorum pínu peð í tjaldi að fylgjast
með fullorðna fólkinu að koma bú-
SIGURÐUR INGI-
MUNDARSON
✝ Sigurður Ingi-mundarson
fæddist á Strönd á
Stokkseyri 4. desem-
ber 1918. Hann lést á
Landakotsspítala í
Reykjavík 4. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 13.
janúar.
staðnum upp.
Þegar amma og afi
fluttu frá Selfossi í
Kópavog stoppaði smí-
ðaáhugi afa ekki.
Áfram hélt hann
smíðamennskunni og
yfirleitt þegar við kom-
um var afi að dunda sér
úti í bílskúr.
Samband afa og
ömmu var alveg ein-
stakt og það var ótrú-
legt hvað hún hugsaði
vel um hann, sérstak-
lega í veikindunum. Og
það var mjög gaman að
sjá að eftir 55 ára hjónaband voru
þau ennþá svo hamingjusöm saman
og mjög samrýnd.
Við kveðjum þig hér, elsku afi
okkar, og minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Elsku amma, við biðjum Guð um
að styrkja þig í söknuðinum.
Bára Hlín og Svava Huld.
Elsku afi, við kveðjum þig með
þessu ljóði:
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Hvíl í friði og þökk fyrir allt.
Birna og Harpa.
Fallinn er nú frá einn af bestu fé-
lagsmálamönnum Selfossbæjar til
margra ára.
Þegar ég sest niður og rifja upp
nokkrar minningar um minn bjarta
og lífsglaða vin, Sigurð Ingimund-
arson, setur mig hljóðan, því erfitt er
að sætta sig við að hann sé horfinn
okkur, þó vitað hafi verið að hverju
stefndi. Hann og konan hans, Svava
Sigurðar, voru meðal traustustu
vina okkar Dagnýjar sem við kynnt-
umst þegar við fluttum á Selfoss árið
1960. Eftir rúmlega 40 ára einlæga
og mikla vináttu leitar hugurinn á vit
minninganna og er eins og öll árin
líði hjá sem örskotsstund þegar litið
er til baka.
Félagsmálastarf hans við upp-
byggingu Ungmennafélags Selfoss
tengdi okkur sterkt saman og var
hann þar hinn staðfasti dugnaðar-
maður sem sá fyrir sér félagið vaxa
og dafna í sérgreinadeildir. Hann
var söngelskur með afbrigðum og
beitti kröftum sínum mjög á þeim
vettvangi.
Sigurður var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hann kom. Sameiginleg
ferðalög okkar og fjölskyldna um
uppsveitir Árnessýslu og hringinn í
kringum landið eru mér ofarlega í
minni.
Samverustundir okkar á fundum,
skemmtunum og í heimahúsum öll
þessi ár voru alltaf ánægjulegar fyr-
ir það hversu glaðvær og hnyttinn
Sigurður var í tilsvörum og ekki
skemmdi hinn ljóðræni húmor hans.
Hann átti auðvelt með að setja sam-
an vísur og kviðlinga sem glöddu
alla. Smiður var hann hinn ágætasti
og eru til margir fagrir smíðisgripir
eftir hann. Við vorum heimagangar
hvor hjá öðrum og gagnkvæmar
heimsóknir Svövu og hans og okkar
Dagnýjar voru kærkomnar og lýstu
best því einlæga vináttusambandi
sem ríkti milli heimila okkar. Eitt lít-
ið dæmi var þegar Hekla gaus í maí
árið 1970. Við Siggi vorum á stjórn-
arfundi í Umf. Selfoss fram yfir mið-
nætti og rukum heim, vöktum konur
okkar og ókum saman austur í
Þjórsárdal til að virða fyrir okkur
Heklugos. Ég vil því gera orð Guð-
mundar Böðvarssonar að mínum,
þar sem hann segir:
Gott er að koma að garði þeim
sem góðir vinir byggja
þá er meir en hálfnað heim
hvert sem leiðir liggja.
Elsku Svava og synir. Ég sendi
ykkur mínar einlægustu samúðar-
kveðjur og bið guð að styrkja ykkur
og fjölskyldur í sorg ykkar. Ég syrgi
og sakna míns besta vinar um árabil.
Hörður S. Óskarsson.
Það er nýliðin hátíð ljóss og friðar,
eitt ár runnið út í tímans haf, og þar
með nýtt gengið í garð, ár fyrirheita
og vona, um birtu og gleði sem sér-
hver maður óskar sér.
Á fyrstu dögum hins nýja árs
barst okkur til eyrna á öldum ljós-
vakans, lát samferðamanns, Sigurð-
ar Ingimundarsonar. Sigurður var
einn af stofnendum Samkórs Selfoss
og starfaði í honum meðan hann bjó
á Selfossi, eða þar til hann flutti í
Kópavoginn. Hann var heiðursfélagi
Samkórsins hin síðari ár. Sigurður
starfaði af lífi og sál í þessum fé-
lagsskap, allt sem hann tók að sér
var gert af skörungsskap og brenn-
andi áhuga. Sigurður var kosinn í
fyrstu ritnefnd Samkórsblaðsins
sem gefið hefur verið út síðastliðin
tuttugu ár. Hann var einn af þeim
sem mótuðu blaðið í upphafi sem lít-
ið hefur breyst í áranna rás.Við
minnumst Sigurðar sem hins trausta
og starfsglaða félaga, og þökkum
hvert hans framlag til heilla því sem
unnið var hverju sinni, bæði í starfi
og leik. Við minnumst ferðalaga ut-
anlands og innan þar sem hann
ásamt konu sinni Svövu, voru lífið og
sálin, að gera ferðirnar sem eftir-
minnilegastar.
Við flytjum Svövu og fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, og óskum þess að hækkandi
sól megi lýsa upp dagana sem eru
framundan.
Félagar í Samkór Selfoss.
Látinn er mikill sómamaður og
góður samferðamaður, Sigurður
Ingimundarson, eða Siggi Ingi-
mundar eins og hann var kallaður
hér á Selfossi. Mig langar með ör-
fáum orðum að minnast þessa góða
manns sem ég fékk tækifæri á að
kynnast þegar hann bjó á Selfossi.
Árið 1970 var Siggi Ingimundar
kjörinn í stjórn UMF. Selfoss sem
ritari, það var mikill fengur fyrir
félagið að fá til starfa jafn áhuga-
saman og mikinn félagsmálamann
og hann var. Það var mikill styrkur
fyrir okkur yngri strákana að hafa
mann á borð við Sigga sem var
ávallt tilbúinn að aðstoða og leið-
beina ef með þurfti. Ég man vel
þegar við sátum saman á félags-
málanámskeiði í Sundhallarkjallar-
anum, sem hann og Hörður S. Ósk-
arsson, vinur hans og formaður
félagsins, undirbjuggu, hvað Siggi
naut þess að vera með okkur yngri
strákunum glaður og hress og ekki
hægt að merkja að um aldursmun
væri að ræða.
Þegar ungmennafélagið beitti
sér fyrir því að fá að innrétta Sund-
hallarkjallarann sem félagsmiðstöð
fyrir unglinga kom þekking og
áhugi Sigga sér vel við þá fram-
kvæmd. Þegar ungmennafélaginu
var deildarskipt á miklum átaka-
fundi, tók Siggi afstöðu með okkur
knattspyrnumönnum og öðrum um
að félagið væri betur komið deild-
arskipt og sjálfstæði íþróttagrein-
anna þar með tryggt.
Að morgni 4. janúar þegar sonur
Sigurðar segir mér frá andláti föð-
ur síns var ég og kona mín að koma
kvöldinu áður af fjörutíu ára af-
mæli Hjónaklúbbs Selfoss. Ástæð-
an fyrir því að ég segi frá því er að
Siggi var einn af stofnfélögum
Hjónalkúbbs Selfoss, sem hefur
starfað hér í bæ af miklum dug all-
ar götur síðan. Það var einnig
skemmtileg tilviljun fyrir mig að
fyrir rúmum tuttugu árum var okk-
ur Sigga falið það hlutverk að yf-
irfara lög Hjónaklúbbsins og koma
með tillögu að nýjum sem enn er
stuðst við. Það var ánægjuleg
stund og gefandi að vinna með
Sigga að þessu verkefni.
Það var mér mikill heiður sem
formaður UMF. Selfoss að útnefna
Sigurð Ingimundarson sem heið-
ursfélaga UMF. Selfoss á sjötíu
ára afmæli hans fyrir fimmtán ár-
um.
Ég vil að lokum þakka Sigurði öll
þau störf sem hann vann í þágu
samfélagsins hér á Selfossi, það var
mikill styrkur af því að hafa hann
hér. Að lokum þakka ég Sigurði
góð kynni og gott samstarf og
þakka fyrir margar ánægjulegar
stundir sem við áttum.
Ég votta öllum aðstandendum
innilegrar samúðar og veit að
minningin um þennan góða mann
mun lifa með okkur áfram. Guð
varðveiti ykkur öll á þessari
stundu.
Björn Ingi Gíslason.
Elsku amma.
Ég man þegar við
komum til þín á
Bauganesið.
Ég man hvað það
var mikið ævintýri.
Ég man eftir kjall-
aranum sem var heill heimur af
spennandi hlutum.
Ég man þegar ég hjálpaði þér að
reyta arfa í garðinum.
Ég man þegar við horfðum á
„Sound of music“ oft og mörgum
sinnum.
Ég man þegar ég smakkaði kaffi
í fyrsta sinn hjá þér þegar ég var
sjö ára.
Ég man þegar þú prjónaðir
handa mér peysu, húfu og vettlinga,
sem ég var alltaf í.
Ég man þegar við horfðum á Ná-
granna saman og við vissum nöfnin
á persónunum.
Ég man þegar þú hélst á Anítu í
fyrsta skiptið.
Ég man þegar þú safnaðir saman
úrklippunum fyrir mig í vor.
Ég man.
Amma mín, ég er stolt af því að
bera fallega nafnið þitt og ég veit
að þú varst stolt af mér.
Ég er svo ánægð að þú hafir
kynnst Anítu dóttur minni og að þú
hafir komið í fyrsta afmælið hennar
í haust.
REGÍNA
BENEDIKTSDÓTTIR
✝ Regína Bene-diktsdóttir fædd-
ist á Ísafirði 14. mars
1917. Hún lést á
Landspítalanum 29.
desember síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá Nes-
kirkju 13. janúar.
Þú varst alltaf svo
dugleg og lést ekkert
stöðva þig. Takk fyrir
að vera engillinn sem
þú ert.
Ég trúi á ljós, sem lýsi mér,
á líf og kærleika,
á sigur þess, sem sannast
er,
og sættir mannanna.
Á afl sem stendur ætíð vörð
um allt, sem fagurt er,
á Guð á himni, Guð á jörð
og Guð í sjálfum mér.
(Ólafur Gaukur.)
Þín nafna,
Regína Ósk.
Hún amma mín er dáin. Það er
erfitt að skilja, en samt ekki, því
þegar ég sat hjá henni síðasta dag-
inn hennar var mikil friðsæld og ró
yfir henni og hún var sátt. Hvers
vegna er ég það þá ekki? „Drottinn
er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.“ Þetta er erfiðara fyrir okk-
ur sem eftir erum, þar sem sökn-
uðurinn lætur okkur gleyma stund
og stað og minningar streyma fram.
Þeir sem þekktu ömmu Gínu vita að
það var alltaf gott að vera nálægt
henni. Hún gat einhvern veginn
alltaf látið manni líða vel. Ég
gleymi því aldrei þegar ég var lítil
úti í garði og sandur kom í augað
og amma sleikti sandinn burt. Það
var frábær tilfinning, en ekki veit
ég hvernig hún fór að þessu, ég hef
aldrei getað gert þetta við mín
börn.
Að sofa hjá ömmu og afa á
Bauganesinu var yndislegt. Maður
svaf í rúmi undir súðinni inni hjá
þeim og það var aðalmálið, að fá að
sofa inni hjá þeim. Amma tók alltaf
til morgunverð sem ég hef hvergi
annars staðar kynnst, te og alls
konar brauð, ostar sem voru bragð-
miklir og sterkir og ýmislegt fleira
góðgæti. Ef elda á góðan mat þá er
það fyrsta sem maður gjörir að
hringja í ömmu Gínu, en hvað nú?
Í eldhúsinu naut amma sín vel og
ég elskaði þegar ég var lítil að sitja
í eldhúsinu á Bauganesinu og horfa
á hana framkalla stærðarinnar
hnallþórur, jólakökur, kleinur í
massavís og auðvitað fékk maður að
sleikja á milli þess sem rædd voru
heimsmálin af mikilli alvöru.
Fyrir fjórum árum, þegar strák-
arnir mínir voru 2 ára og 3 mánaða,
kom ég illa sofin til ömmu, búin að
vaka mikið yfir þeim yngri sem var
með exem. Ég gat varla meir. Sá
yngri sofnaði í stólnum sínum og ég
líka þar sem ég sat. Um tveimur
tímum síðar vaknaði ég með and-
fælum, en þá hafði 82 ára konan
haft ofan af tveggja ára syni mínum
eins og ekkert væri. Þetta var
amma. Hvergi hefði ég getað sofnað
svona, en hjá henni var það hægt,
manni leið alltaf svo vel hjá henni.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur, nærir,
eins og foldarblómin smá.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Elsku amma Gína. Þakka þér
fyrir að auðga líf mitt og gera mig
að betri manneskju. Ég veit þú ert
á góðum stað og að þér líður vel.
Guð geymi þig. Með saknaðar-
kveðju, þín dótturdóttir,
Guðrún Sigríður
Sigurðardóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is.