Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 29
RAÐAUGLÝSINGAR
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hafnarstræti 1, Þingeyri, þingl. eig. Þórður Sigurðsson, gerðarbeið-
andi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 14:30.
Hlíðargata 42, Þingeyri, þingl. eig. Jónína Kristín Sigurðardóttir
og Konráð Kristinn Konráðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður,
Ísafjarðarbær og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 23. janúar
2004 kl. 14:45.
Hlíðarvegur 12, Suðureyri, þingl. eig. Gunnhildur Hálfdánardóttir,
gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Húsasmiðjan hf.
og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 16:30.
Holtagata 5, Súðavík, þingl. eig. Guðrún Ingibjörg Halldórsdóttir
og Jónas Ólafur Skúlason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstu-
daginn 23. janúar 2004 kl. 13:15.
Pólgata 10, Ísafirði, þingl. eig. Ragnheiður Halldórsdóttir, gerðarbeið-
andi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 10:45.
Unnarstígur 8, Flateyri, ehl. gerðarþola, þingl. eig. Elinóra Guð-
mundsdóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf., föstudaginn
23. janúar 2004 kl. 15:45.
Urðarvegur 76, Ísafirði, þingl. eig. Auður Elísabet Ásbergsdóttir,
gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær, Íslandsbanki hf. og STEF, samb.
tónskálda/eig. flutnr., föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
16. janúar 2004.
Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif-
stofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir:
Haukur ÍS-847, sk.skr.nr. 1265, þingl. eig. Torfnes ehf., gerðarbeið-
endur Hafnarfjarðarhöfn, Hekla hf., Landssími Íslands hf., innheimta,
Skipalyftan ehf. og Vélar ehf., föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 9:30.
Skutull ÍS-16, sk.skr.nr. 2304, þingl. eig. Togaraútgerð Ísafjarðar
ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Sparisjóður Bolungarvíkur,
föstudaginn 23. janúar 2004 kl. 10:00.
Stakkanes ÍS-848, sk.skr.nr. 1011, þingl. eig. Torfnes ehf., gerðar-
beiðendur Friðrik A. Jónsson ehf., Grétar Mar Jónsson, Ríkisútvarpið
og Þróunarsjóður sjávarútvegsins, föstudaginn 23. janúar 2004
kl. 9:45.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
16. janúar 2004.
Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi.
GIMLI 6004011919 III HEKLA 6004011919 VI
MÍMIR 6004011919 I
I.O.O.F. 10 1841198 Ei.
I.O.O.F. 19 1841198 I*
Nú þegar Hilmar,
föðurbróður minn, hef-
ur lokið lífsgöngu sinni
langar mig að minnast
hans með nokkrum
orðum. Hann fæddist á
Hjálmsstöðum í Laugardal og ólst
þar upp í stórum hópi systkina og
hálfsystkina og lærði eflaust fljótt að
taka til hendinni eins og aðrir. Allir
þurftu að leggja sitt af mörkum á
þeim tíma. Það tókst giftusamlega
hjá Páli og Rósu að ala upp stóran og
heilbrigðan barnahóp og koma hon-
um til góðs þroska. Á Snorrastöðum
bjó Guðrún systir Rósu ásamt manni
sínum og börnum. Það var mikill og
góður samgangur milli þessara heim-
ila og oft glatt á hjalla hjá frænd-
systkinunum. Með þeim var góður
vinskapur sem enn er til staðar og
njótum við afkomendur góðs af því.
Einn vetur tók Hilmar að sér gegn-
ingar fyrir föður minn, meðan hann
var á sjó, á fyrstu búskaparárum
hans. Hilmar var gamansamur og
barngóður og honum tókst að hæna
mig svo að sér að mér fannst ég eiga
hann að einhverju leyti. Eina minn-
ingu á ég frá bernsku, sem stendur
mér ljóslifandi fyrir sjónum. Von var
á Hilmari austur með rútunni og eins
og vanalega hljóp ég á móti honum
og hann tók mér hið besta með bros á
vör. Þá sá ég að hann var með hring –
giftingarhring, mér brá og fannst
einhvern veginn að nú væri ég að
tapa honum burt sem væri ekki gott.
En seinna kom hann svo með Svövu
sína, glæsilega konu sem mér fór
auðvitað að þykja vænt um líka. Þeg-
ar við Gunna systir fengum að fara til
Reykjavíkur og vera nokkra daga, þá
fannst okkur nauðsynlegt að heim-
sækja frændfólkið. Alltaf var farið til
Hilmars og Svövu, fyrst þar sem þau
HILMAR
PÁLSSON
✝ Hilmar Pálssonfæddist á
Hjálmsstöðum í
Laugardal 8. maí
1922. Hann lést á
Hrafnistu mánudag-
inn 5. janúar síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni 16. janúar.
bjuggu á Njálsgötunni
og seinna í nýju íbúðina
á Laugarnesveginum,
sem var bæði stór og
björt og þar bjuggu þau
þar til síðastliðið sum-
ar. Alltaf var vel tekið á
móti okkur með góðu
spjalli og hlöðnu veislu-
borði hjá Svövu. Hilm-
ar vann mest við versl-
unar- og skrifstofustörf
hjá KRON og seinna í
blikksmiðjunni Vogi,
öruggur og góður
starfsmaður ef ég hef
þekkt hann rétt. Hilm-
ar var vel hagmæltur og ræktaði
þann hæfileika með sér með árunum.
Ég hef séð og heyrt margar góðar
vísur og kvæði eftir hann. Hann var í
kvæðamannafélagi og fór stundum í
ferðir um landið í sambandi við það,
stundum var Andrés tekinn með og
hafði mjög gaman af.
Hilmar og Svava komu oft austur
og voru alltaf hluta úr sumarfríinu
þar.
Vel man ég hvað við urðum ánægð,
ef mikið lá fyrir í heyskap og snúa
þurfti stórum stykkjum með hrífu, að
sjá þau birtast með hrífur og slást í
hópinn. Fyrir 25–30 árum komu þau
sér upp sumarhúsi á Hjálmsstöðum
og gátu þá farið að vera meira fyrir
austan. Þar bjuggu þau vel um sig og
þangað var líka gott og skemmtilegt
að koma.
Þar voru gróðursett blóm og tré
sem nú eru orðin nokkurra metra há,
sum hver.
Eitt vil ég nefna hér og það er hve
gaman var að hitta Hilmar og systk-
ini hans saman, ef þau fóru að tala
um gömlu dagana og fólkið sem þau
þekktu sem börn, mér finnst ég
næstum hafa þekkt sumt af þessu
fólki líka. Einnig barst ættfræði
stundum í tal og ég hef oft orðið
undrandi á því sem þau hafa heyrt
eða lesið og muna alveg og vita um
fjarskylda ættingja víðsvegar um
landið. Fyrir tæpum þremur árum
var ég beðin að taka sæti í umsjón-
arnefnd Húnbogalundar á Laugar-
vatni með Hilmari og fleirum.
Ég hafði ekki fyrr unnið svona
með honum og þótti vænt um þetta
tækifæri. Hann var búinn að vera í
þessu í mörg ár með góðum félögum,
og þeir voru búnir að girða, planta og
hlúa að gróðrinum svo nú eru þarna
stór tré. Þegar ég kom að þessu var
lítið eftir annað en koma minnisvarða
fyrir í lundinum. Þarna var Hilmar
fylginn sér, dreif allt áfram svo
steinninn komst á sinn stað í ágúst
2002, með aðstoð gröfu og góðra
manna. Nú þurfum við bara að koma
þarna fyrir borði og bekkjum svo
hægt verði að tylla sér í lundinn, og
veit ég að þar á ég oft eftir að hugsa
til Hilmars. Hann var myndarlegur
maður, hár og grannur og beinn í
baki.
Þessu hélt hann alla tíð. Þegar ég
kom til þeirra hjóna síðastliðið haust
var hann orðinn veikur, en sama hlýj-
an og ljúfmennskan var til staðar.
Það fylgir því söknuður að kveðja.
Ég þakka allar góðu minningarnar
og bið Guð að gefa Svövu og fjöl-
skyldunni allri styrk og kraft. Far þú
í friði, frændi minn.
Berglind Pálmadóttir.
Til foldar er borinn einn af okkar
merkustu mektarmönnum. Það álít-
um við að allir geti verið sammála um
sem til Hilmars Pálssonar þekktu.
Hann var greindur vel, húmoristi,
sögumaður mikill og leikandi hag-
mæltur. Þetta eru eiginleikar sem
allir vildu haft hafa og ósanngjarnt
væri að krefjast meira. Við hjónin
höfum haft þau forréttindi að hafa
hann og þau hjónin í næsta nágrenni
öll okkar hjúskaparár og þökkum
fyrir það. Það hafa verið ófáar heim-
sóknirnar og röltið á milli húsanna
þessi 30 ár og gjarnan legið eftir
vísubrot á bekknum um athafnir líð-
andi stundar. Svo margs er að minn-
ast þó ekki sé nema við að lesa vísu-
brotin. Það sem meira er að með
tækni nútímans er mögulegt að
renna yfir gamlar myndspólur sem
gera menn eilíflega í mannlegum
skilningi. Renndum við hjónin gegn-
um eina dæmigerða myndspólu þar
sem Hilmar lýsir á sinn einstaka hátt
samskiptum þeim sem verða við
Lykla-Pétur áður en í himnaríki er
farið. Þar segir Hilmar orðrétt:
„Hugsið ykkur þegar maður hittir
Drottin allsherjar og kemur að
Gullna hliðinu þá er þar lífshlaupið á
myndsegulbandi og rennur fyrir aug-
um manns á tveim sekúndum, og viti
menn, þú verður að viðurkenna allar
þínar syndir, ekkert dregið undan.
Þetta er nú ekki akkúrat það sem
maður ætlaðist til að uppljóstra,
svona smásyndum, sem maður var
svo gersamlega sannfærður um að
enginn vissi. Það var ýmist í myrkri
eða undir teppi, allt kemur þetta
fram.“
Þessi orð voru töluð fyrir u.þ.b. 17.
árum og mikið vatn runnið til sjávar
síðan og þú, Hilmar, trúlega búinn að
ganga þessa þrautagöngu við Gullna
hliðið. Síðar á þessu sama mynd-
bandi segir hann okkur frá óförum
Lykla-Péturs er heimsþekkt leik-
kona fór í gegnum hliðið en sú saga
verður ekki skráð hér. Allar þær
minningar sem ég, Reynir, á um föð-
urbróður minn frá bernsku til full-
orðins ára og ég, Eygló, um frábær-
an nágranna og vin frá fyrstu tíð eftir
að ég kom inn í þessa stórfjölskyldu
verður sett í handbók minninganna.
Það að skrifa um svona merkan
mann er örðugt, hvergi hægt að
byrja og hvergi hægt að enda. Takk
fyrir að hafa átt samleið með ykkur
báðum í gegnum lífið. Elsku Svava
mín. Guð veri með þér og hjálpi þér
yfir þá miklu breytingu sem í vænd-
um er að hafa ekki Hilmar þér við
hlið.
Eins sendum við ykkur systkinun-
um og fjölskyldum ykkar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Það er svo
sárt að eiga ekki lengur pabba. Guð
veri með ykkur öllum, þetta er víst
lífið.
Eygló og Reynir.
Við afi gátum setið löngum stund-
um og talað um íslenskt mál og mál-
far og jesúsað okkur yfir því í hvað
stefndi – hlæjandi. Það vorum við.
Ég bar gæfu til að vera elsta (og
eina í þónokkurn tíma) barnabarnið.
Því fylgdu mikil forréttindi og aðeins
barn að aldri trúði ég því að Grettir
sterki væri svo náskyldur mér að ég
hlyti að geta nánast hvað sem var. Afi
kynnti mig fyrir helstu hetjum, og
ómennum, Íslendingasagnanna sem
og mestu skáldum þjóðarinnar. Fyrir
það fæ ég aldrei fullþakkað.
Þegar menntaskóla lauk var það
lítill efi í huga mér að ég vildi leggja
stund á íslensku í Háskóla Íslands,
sem ég og gerði. Mörg voru þá sím-
tölin og heimsóknirnar til afa þar
sem hann þurfti að aðstoða eða út-
skýra fyrir mér hina ýmsu hluti,
heiti, kenningar og vísur sem ég ekki
kunni skil á. Eftir að ég útskrifaðist
og fór að kenna íslensku var eins og
ég hefði aðstoðarkennara sem alltaf
var hægt að ná í, lifandi orðabók, og
ég fíflaðist með það að þegar hans
dagar væru taldir yrði ég að hætta að
kenna. Þá hló hann og sagði: „Hva,
ætlarðu að verða eilífðarstúdent hjá
mér, stelpa? Ég hef ekkert BA-próf!“
Vonandi hef ég nú fengið það vega-
nesti sem tryggir mér áframhaldandi
starf.
Það er óþarft að telja upp eða
segja frá öllum þeim yndislegu
stundum sem við áttum saman – ég
veit að afi hafði óbeit á mærðarlegum
minningargreinum og ætla ég ekki
að falla í þann fúla pytt að skrifa eina
slíka. Það er þó vissulega skarð fyrir
skildi þar sem þessa stóra persónu-
leika nýtur ekki lengur við og ég veit
að hann hefur sett mark sitt á fleiri
en mig. Hann kallaði það „kennimark
Kölska“ – og við hlógum. Það vorum
við.
Svafa.
Ég vil minnast elsku-
legrar tengdamóður
minnar með nokkrum
orðum, það er komið
hátt í þrjá áratugi sem leiðir lágu
saman.
Lífsins starfi er lokið en eftir
liggja ótal handtök, hörkuvinna og
sú elja sem þessi kynslóð þurfti að
inna af hendi til að komast af – í gleði
og sorg. Þau Ella og Bjarni gerðu
þetta vel, hæversk en með miklum
myndarskap og búnaðist vel.
Hún var mér alltaf einstaklega
góð og sýndi mér það mest og best
þegar móðir mín fell frá. Þeirri elsku
gleymi ég aldrei. Hún sýndi mér líka
og sagði ýmislegt sem ég held að fáir
aðrir hafi fengið að heyra. Hún var
ekki allra en hún var mín.
Ég veit að hún var hvíldinni fegin,
nú hvíla þau Bjarni aftur saman hlið
við hlið.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð.
Hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
ELÍNBORG
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Elínborg Sigurð-ardóttir var
fædd á Skammbeins-
stöðum í Holtum í
Rangárvallasýslu 20.
maí 1909. Hún and-
aðist á Dvalarheim-
ilinu Lundi 19. des-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Árbæjar-
kirkju í Holtum 3.
janúar.
leiði sjálfur Drottinn þig við
hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Ólöf H.
Ásgrímsdóttir.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast
ömmu minnar sem lést
19. desember síðastlið-
inn. Amma Ella var af
þeirri kynslóð sem var
sístarfandi og þannig
man ég hana. Af nógu
var að taka því oft voru
margir í heimili á sumr-
in þegar við barnabörnin komum til
lengri eða skemmri dvalar. Þótt mik-
ið væri að gera við bústörfin þá hafði
hún alltaf tíma fyrir okkur krakkana
og var þá oftar en ekki gripið í spil
eða gert eitthvað skemmtilegt.
Eftir að aldurinn færðist yfir og
amma og afi hættu búskap, fluttust
þau hingað á Hellu. Þótt störfin yrðu
smærri í sniðum, var það alltaf sama
natnin og hugurinn um að vinna
verkin vel sem einkenndi þau.
Þegar við Rósa svo eignuðumst
okkar dætur, voru það einnig þær
sem nutu hlýju og góðvildar lang-
ömmu sinnar og langafa. Ég held að
það hafi verið þeim til gleði að passa
þær og þau verið þakklát fyrir þess-
ar stundir sem og við. Alla afmæl-
isdaga mundi amma og fylgdist vel
með merkisviðburðum í lífi fjölskyld-
unnar.
Í minningum mínum mun ég ávallt
muna ömmu sem glaðlynda og
skemmtilega konu. Alltaf var stutt í
glettnina og grínaðist hún oft, ekki
síst við börnin.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
allt það sem amma og afi voru mér.
Það er ómögulegt að ætla að minnast
ömmu minnar án þess að hugsa til
afa. Þau voru samhent hjón sem lifðu
saman í leik og starfi í nær 70 ár og
minningin um þau er sem ein.
Við Rósa, Sunna Björg, Birna
Borg, Birta Huld og fjölskylda
kveðjum þig með þakklæti fyrir að
hafa átt þig að.
Blessuð sé minning ömmu minnar
og afa.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig)
Bjarni Jóhannsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.