Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2004, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn BEINI framhald ... © DARGAUD © DARGAUD HVAÐ ER Í GANGI? HANN FER Í BURTU! ... ÞETTA ER EKKI EINS OG KÓBR- AN ER VÖN AÐ HAGA SÉR! HANN HLÝTUR AÐ HAFA EITT- HVAÐ MIKILVÆGARA AÐ GERA! ... EF ÉG GÆTI ELT HANN ... KANNTU AÐ HALDA UM STÝRI SONUR? ... HA ? ST ... STÝRI! JÁ! HALDA MÉR Á VEGINUM ... ÞAÐ ER KANNSKI EFNI Í UM .. UMRÆÐU! SJÁÐU? HEF EKKI TÍMA! SETTU Í GANG! SETTU Í GANG! SVONA, SVONA! OG HVERT Á ÉG SVO AÐ KEYRA ÞIG? ... Í PARADÍS? LÁTTU ÞIG NÆGJA AÐELTA ÞENNAN BÍL .. HVAÐ! ...ÞENNAN KAPPAKSTURSBÍLÞARNA? ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT VIÐ ÖLLU BÚINN ... EF þÚ VERÐUR VEIK- UR ÞÝÐIR EKKERT AÐ KVARTA ! ... BIÐJIÐ OG ÉG MUN VEITA PICASSO MYNDMÁLNINGARDÓS, HVÍTUR VEGGUR ... ER ÞAÐ EINA SEM ÞARF... OG ÉG SKAL SKREYTA EINS OG ÞIÐ VILJIÐ Á TVEIMUR MÍNÚTUM HÖFUNDURINN GERIR ÞAÐ SVO ÉG HLÝT AÐ GETA ÞAÐ LÍKA .. ÞÉR ÞARNA! NÆSTI KOMMÓÐA Í LÚÐVÍKS 14 STÍL MEÐ .... MINGVASI GULLSTÖNG FERRARI BÍL NEI TVO MONU LÍSU ER ÞETTA ALLT? NEI! TEIKNAÐU STÓR AFA KLUKKU AH! NEI ... ÞAÐ GET ÉG EKKI! ÞÆR ERU EKKI ALVEG NÓGU GÓÐAR HJÁ MÉR ENNÞÁ! ÞAÐ ER SMÁ VANDAMÁL ÉG VERÐ AÐ HUGSA MÁLIÐ NÁNAR ... ÉG GERÐI EINA FYRIR KORTERI SÍÐAN OG HÚN ER STRAX ORÐIN OF SEIN! ÞVÍ MIÐUR! ENGIN ÞÖRF FYRIR PENINGA TIL AÐ EIGNAST ALLT SEM MANN LANGAR!! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG las fyrir skemmstu „ritdóm“ hr. Guðmundar Guðjónssonar um bókina mína, Veldu flugu. Sá „dómur“ er líkt og við er að búast úr þeirri áttinni. Mér er raunar óskiljanlegt hvernig blaðstjórum dettur í hug að láta þennan mann dæma bók, sem skrifuð er um þau svæði Laxár, sem heyra undir Veiðihúsið í Árnesi. Allir, sem lesa Morgunblaðið, vita að umræddur Guðmundur Guðjónsson er enginn vinur þeirra, sem reka þá stofnun eða vinna á hennar vegum. Hann skrifar helst ekki veiðifréttir frá þessum svæðum árinnar eins og lesendur blaðsins hafa séð gegnum árin og jafnvel erlendir veiðimenn sleppa ekki við skítkast hans í þessum „rit- dómi“. Auk alls þessa finnst mér hæpið að maður, sem ekki kann ís- lensku og þarf að lesa orðabækur til að geta skilið merkingu orða, sé hæf- ur dómari yfir öðrum. Ég ráðlegg manninum eindregið að spyrja ein- hvern annan en sjálfan sig að því fyrir hverja bókin mín sé skrifuð, ef hann sjálfur hefur ekki skilning á mein- lausri glettni, sem borin er fram fyrir lesendur með óbrenglað skopskyn. Aldrei hef ég þurft á því að halda að skrifa bækur, eða annað lesefni fyrir sjálfan mig! Svo er guði fyrir að þakka að ég hef alla tíð haft nægan aðgang að lesefni um allt milli himins og jarðar og skammast mín ekkert fyrir að lesa bækur annarra. En skaparinn hefur einnig gefið mér þá náðargáfu að geta skrifað og hversvegna ekki að leyfa lesendum með jákvæða hugsun og óbrenglaða dómgreind að lesa afraksturinn sér til fróðleiks og ekki síður til skemmt- unar? En hafi ég í ógáti stigið á lík- þornið þitt, Guðmundur minn, þegar ég gekk fram á ritvöllinn er það rétt og sjálfsagt að bera fram einhvers- konar afsökun, ef þú ert fær um að útskýra um hvað hún ætti að snúast. En sjálfsagt er vissara að fá einhvern til að lesa það yfir, því ekki er mjög sennilegt að ég sé nægilega viti bor- inn til að senda frá mér svo mikilvægt plagg án endurskoðunar. Hvernig er það annars með þig. Hefur þú ein- hverskonar ofnæmi fyrir mannataði og renniskít? Æ, æ, ... þau eru mörg manna meinin. En sem betur fer er til einhver lækning við flestu, ja... nema þá helst illgirninni. Ég er sammála því að fleiri ljósmyndir frá Laxá hefðu mátt vera í bókinni og ég vildi þessháttar mynd á forsíðu, en fékk ekki að ráða því. En víkjum nú aðeins að seinasta liðnum í „ritdómi“ þínum. Þar á greinilega að reiða hátt til höggs. Ég læt þess vegna fylgja litla sögu af laxinum á myndinni á bls. 146 í bókinni. Þessi lax veiddist fyrst á fossbrún við Núpafoss að vestan og þar var myndin tekin. Bill hafði reynt margar flugur af ýmsum stærðum. Laxinn sýndi þeim takmarkaðan áhuga. Kom samt á eftir nokkrum þeirra en ekki nema einu sinni. Þar á meðal sýndi hann gamalli flugu hnýttri úr þvottabjarnarhári svolít- inn áhuga. Ég setti flugulás á girn- isendann og krækti flugunni í hann. Bill kastaði fallegu stuttu speykasti og byrjaði að draga línuna. Þá tók höfðinginn. Leikurinn var stuttur. Bill tók laxinn inn eins fljótt og mögu- legt var, því það átti að sleppa honum og það var gert eftir að fyrirsætu- störfum var lokið. Þau tóku ekki lang- an tíma, aðeins ein mynd. Við merkt- um þennan lax og hann var í góðu formi þegar honum var sleppt. Tveim vikum síðar veiddist hann í Neslandi á stað sem heitir Skerflúðir og ég var svo heppinn að vera leiðsögumaður hjá þeim veiðimanni. Laxinum var því sleppt tvisvar og tel ég miklar líkur á að hann sé enn á lífi, ef ormaskaul- arnir hafa ekki drepið hann. Að endingu vil ég lýsa áliti mínu á þessum svonefnda „ritdómi“ Guð- mundar Guðjónssonar eins og hann kemur mér fyrir sjónir: Öfugur með engri smæð engu rétt vill snúa. Guðmundur í hæstri hæð huggi þá, sem trúa. PÉTUR STEINGRÍMSSON, Laxárnesi, Húsavík. Um ritdóm Frá Pétri Steingrímssyni ÞEIR, sem fylgjast með fréttum í út- varpi og sjónvarpi, verða þess dag- lega varir að fréttamenn þessara fjöl- miðla kunna ekki skil á orðatiltækjun- um að synja og hafna, eða öllu heldur mismun þeirra, hvenær hvort þeirra er við hæfi. Þeir þrástagast á orðinu „hafna“, hvort sem það á við eða ekki. Menn synja beiðni en hafna tilboði. Að synja er sótt til norrænnar goða- fræði. Í Snorraeddu má lesa um eina af mörgum ásynjum, sem Snorri seg- ir frá. SYN er ein þeirra. Að sögn Snorra Sturlusonar gegndi hún því trúnaðarstarfi að synja farar og inn- göngu. Gangleri spyr en Hár svarar og segir að SYN sé hin ellefta af ásynjum. Hún gætir dyra í höllinni og lýkur fyrir þeim er eigi skulu inn ganga og hún er sett til varnar á þing- um fyrir þau mál, er hún vill ósanna. Því er það orðtak, að syn sé fyrirsett þá er maður neitar. Þess má geta að Sveinbjörn Egils- son skýrir merkingu orðsins í skálda- málsorðabók sinni, Lexicon poeticum. Ennfremur er greint frá merkingu orðsins í orðabók Menningarsjóðs og einnig í orðabók Sigfúsar Blöndals. Starfsmenn fjölmiðla ættu að notfæra sér handbækur ýmsar, sem þeim standa til boða, og afla sér þekkingar dag hvern. Sá grunur læðist að hlust- endum að fréttamenn séu hættir að hugsa á íslensku og þýði einfaldlega orðið „reject“, og hafni því öllu, þótt betur ætti við að synja. Landhelgis- gæslan á flugvél sem stundum er get- ið í fréttum. Hún heitir SYN og ber nafn ásynju þeirrar sem frá var sagt. Fjölmiðlar nefna flugvélina oft SÝN og halda að Ingólfur, sem kenndur var við Útsýn, eigi vélina. Svo er ekki. Hún er skilgetið afkvæmi Landhelg- isgæslunnar. Ég leyfi mér að þakka fullhuga í flokki flugmanna, Benóný Ásgrímssyni, sem útvegaði mér ljós- mynd þá er hér birtist af flugvélinni SYN. Um leið bið ég Morgunblaðs- menn að stækka heiti vélarinnar svo það komi skýrt fram. Jafnframt þessu langar mig að biðja Morgunblaðið að birta öðru hverju leiðbeiningar til ungra fjölmiðlamanna og efla með þeim hætti skilning þeirra á augljós- um staðreyndum er varða tungutak og orðaval. Ég vona að sú flugufrétt reynist röng að væntanleg sé ný orða – heiðursmerki – sem nefnt verði „dobbelkross“ í samræmi við bókstaf- inn „dobbelju“. PÉTUR PÉTURSSON, Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Að synja eða hafna Frá Pétri Péturssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.