Morgunblaðið - 19.01.2004, Síða 37
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 37
Höf›abakka 9 • Sími 517 3990 Skipholti 19 • Sími 552 2211
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
1
1
1
3
6
•
s
ia
.i
s
*meðan birgðir endast
Næstu daga fá heppnir gestir miða*
á stórmyndina The Last Samurai,
sem sýnd er í Sambíóunum og
Háskólabíói.
Börnin, Prince Michael, sex ára,
og París, fimm ára, búa með föður
sínum í Beverly Hills, en Þjóð ísl-
ams hefur annast öryggisgæslu
við heimili hans.
Þá er þriðja barn Jacksons, sem
heitir Prince Michael II, einnig
búsett á heimili hans í Beverly
Hills.
Ekki er vitað hver er móðir
þriðja barnsins.
DEBBIE Rowe, barnsmóðir
tveggja barna söngvarans Mich-
aels Jackson, hefur áhyggjur af
því að Þjóð íslams, sem hefur haft
afskipti af málefnum Jacksons,
geri tilraun til þess að snúa söngv-
aranum og börnunum til íslams.
Rowe, sem er gyðingur, hefur
sagt vinum sínum að hún vilji ekki
að Þjóð íslams komi nálægt börn-
unum tveimur, að sögn Fox News.
Barnsmóðir Michaels Jacksons
Hefur áhyggjur
af Þjóð íslams
Reuters
Michael Jackson og seinni eigin-
konan og barnsmóðirin Deborah
Rowe. Þau eru skilin.
Ógleymanleg reynsla
(A Walk to Remember)
Drama
Bandaríkin 2002. Myndform. VHS (100
mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Adam
Shankman. Aðalleikarar: Mandy Moore,
Shane West, Daryl Hannah, Peter
Coyote.
LANDON (West), er fjallbrattur
og vinsæll menntskælingur í smábæ
í Norður-Karólínufylki. Kvöld eitt
lendir hann í at-
burðarás sem á eft-
ir að marka spor
sín í allt hans líf.
Verður þess
valdandi að skóla-
bróðir hans slasast
og er Landon skip-
að að leika í skóla-
leikritinu í refsing-
arskyni. Þar
kynnist hann Jamie (Moore), dóttur
prestsins (Coyote), og er hálfgert að-
hlátursefni í augum vinahóps töffar-
ans Landons. Hún fengi þar seint
inngöngu, hæglát, hlédræg, trúuð og
með allt önnur áhugamál en að vera
efst á vinsældalistanum í félaga-
hópnum.
Málin þróast á þann veg að þau
Landon verða ástfangin eins og lög
gera ráð fyrir en Jamie lúrir á ör-
lagaríku leyndarmáli sem á eftir að
draga dilk á eftir sér.
Rómantískar myndir af gamla
skólanum, eru ekki á hverju strái,
Ógleymanleg reynsla fjallar ekki síst
um það hvernig ástin getur unnið
kraftaverk á mannskepnunni. Hún
breytir hrokagikknum Landon í
hugsandi mann, leysir úr læðingi
hans bestu hliðar fyrir tilstilli
óvæntra kynna hans af prestsdótt-
urinni hjartahreinu. Þó að sam-
bandið taki óvænta og sorglega
stefnu, gjörbreytir það öllum lífsvið-
horfum Landons og hvetur til dáða.
Klútamyndir eru afar fátíðar en
ein og ein inni á milli gerir flestum
gott eitt. Viðkvæmt efnið fær rétt
viðunandi meðferð, enginn afgangur
af því. Góður leikur West og Moore
bjargar því sem bjargað verður,
forðar henni frá þeirri fyrirsjáanlegu
vellu sem efnið getur sannarlega
boðið upp á. ½
Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Seint
fyrnast
fornar ástir
Skítverk
(Dirty Deeds)
Glæpamynd
Ástralía 2002. Myndform. VHS (110
mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
David Caesar. Aðalleikarar: Bryan
Brown, Toni Collette, John Goodman,
Sam Neill.
ÞAÐ er farið að líða á 7. áratug-
inn. Stríðið í Víetnam í algleymingi
og bandarískir mafósar hugsa sér
gott til glóðarinnar hvað snertir
landvinninga í Austurlöndum.
Darcy (Worthington), er ungur
Ástrali sem hefur
lokið herþjónustu
í Víetnam og fær
vinnu hjá Barry
(Brown), sem rek-
ur spilavíti í Sydn-
ey í skjóli lög-
reglustjórans
(Neill). Einn góð-
an veðurdag er
friðurinn úti,
Mafían sendir Tony (Goodman), er-
indreka sinn ásamt morðingjanum
Sal (Williamson), til að ná fótfestu í
spilavítum í Sydney. En mæta mun
öflugri mótspyrnu en þeir reiknuðu
með. Barry leiðir þá í gildru úti í
strjálbýlinu og vinnur fyrstu lotuna.
Ósköp venjuleg hasarmynd í
flesta staði en bakgrunnurinn, land-
nám mafíunnar í Ástralíu, er vissu-
lega forvitnilegur þáttur en illa
unnið úr honum. Nokkrir gæðaleik-
arar koma við sögu en hafa ekki er-
indi sem erfiði aðrir en Brown sem
er virkilega ónotalegur fantur. Upp
úr stendur vandvirknisleg sviðs-
mynd og búningar sem laða fram
andrúm þess sjöunda með sitt túb-
eraða hár, sjálflýsandi varalit,
barta, minipils og útvíðar buxur.
Sæbjörn Valdimarsson
Mafíu-
innrás
í Ástralíu