Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.01.2004, Qupperneq 38
38 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. B.i. 12.Sýnd kl. 5.50 og 8. Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL HJ MBL VG. DV Yfir 80.000 gestir Sýnd kl. 6 og 10.10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. Með ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. kl. 6 og 10. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 80.000 gestir Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. VG. DV Frábær rómantísk gamanmyndmeð ótrúlegumleikkonum Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning.  Kvikmyndir.com HIN SÍVINSÆLA hljómsveit Ný dönsk lék fyrir dansi á skemmtistaðnum NASA síð- astliðið föstudagskvöld, en langt er um liðið frá síðustu tónleikum sveitarinnar. Á NASA var margt um manninn og kunnu tónleika- gestir vel að meta það sem í boði var. Björn Jörundur baðaði sig í ljósunum á Nasa og söng hvern slagarann á fætur öðrum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónleikagestir voru að vonum ánægðir með framgöngu sveitarinnar. Ný dönsk á NASA STAÐFEST hefur verið að Silvio Berlusconi fór í lýtaað- gerð og líklega einnig í megrun. Ítalski lýtaskurðlækn- irinn Angelo Villa staðfesti að forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, hefði fengið andlitslyftingu hjá sér. Að- gerðin hefði tekið eina klukkustund og hann væri mjög ánægður með árangurinn. Læknirinn virðist nokkuð sátt- ur við sjálfan sig og sagði í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica að andlitið væri hverjum stjórnmálamanni ómetanlegt. Þegar slíkur tæki ákvörðun um að bæta útlit sitt væri mikilvægast af öllu að velja besta lýtalækninn. „Ég er einn af þeim bestu,“ klykkti Villa út en hann er vinur Marinu, dóttur Berlusconi forsætisráðherra. Angelo Villa neitaði að segja hvort aðgerðin hefði farið fram á stofu hans í Mílanó eða í öðru landi eins og dag- blaðið Libero hélt fram á föstudag. En eins og segir í leið- ara dagblaðsins Corriere della Sera á laugardag er málið enn óleyst að því leyti að enn hefur forsætisráðherrann ekki komið fram opinberlega og sýnt alþjóð hina end- urgerðu ásjónu sína. Berlusconi stjórnaði fundi ríkisstjórnarinnar ítölsku á föstudag, þeim fyrsta frá því fyrir jól. Um helgina greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að forsætisráðherrann hefði spurt ónafngreinda manneskju að því hvort henni fyndist hann ekki myndarlegur. Svarið fylgdi ekki með og enn bíður ítalska þjóðin þess að Silvio Berlusconi sýni landsmönnum og öðrum sitt rétta andlit. La Repubblica hefur eftir forsætisráðherranum að hann hafi sagst svangur eftir að hafa misst 10 kíló í megrunarkúr. Hann hafi varað aðra ráðherra við að koma of nálægt sér, „ég gæti fengið mér bita af þér“. ReutersBerlusconi fyrir andlitslyftingu: Ætli nefið sé of langt? Breyttur maður? Reuters Berlusconi fyrir andlitslyftingu: Skyldi ég vera of fýldur? FÉLAGAR Arsenalklúbbs- ins á Íslandi áttu ekki erfitt val þegar kosið var um leik- mann liðsins síðasta keppn- istímabils 2002/3. Thierry Henry hlaut yf- irburðakosningu að þessu sinni, eins og árið áður. Varaformaður klúbbsins, Jóhann Freyr Ragnarsson úr Vestmannaeyjum, hitti Henry eftir sigurleik Arsen- al gegn Blackburn í desem- ber sl. og afhenti honum veglega viðurkenningu frá klúbbnum. Að þessu sinni var ákveðið að veita Henry eigulegan grip og var leitað til listakonunnar Jónínu Hjörleifsdóttur í Vest- mannaeyjum og hannaði hún fallega leirskál. Að auki var Henry leystur út með bókagjöfum; hinni glæsilegu Arsenalbók, bókinni um Arsenal og Arsenalklúbbinn í 20 ár, ásamt fræðslubók umVestmannaeyjar á frönsku. Töframennirnir Potter og Henry Við afhendinguna sagði Jóhann m.a. að á Bretlandseyjum þætti Harry Potter vera mikill töframaður en uppi á Íslandi þætti Henry vera mesti töframaðurinn, ummæli sem lögðust vel í franska knattspyrnumann- inn sem á dögunum var bæði valinn næst- besti leikmaður í heimi og í Evrópu. Thierry Henry þakkaði fyrir sig og sagði þennan verðlaunagrip vera með þeim fal- legri sem hann hefði móttekið um langa tíð og að eiginkonan væri hrifnust af gripum sem hægt væri að nota inni á heimilinu. Sjálfur ætti hann óteljandi viðurkenning- arskjöl innrömmuð sem því miður, vegna skorts á veggplássi, væru oftast sett ofan í kassa og út í bílskúr. Bað hann fyrir bestu kveðjur til allra stuðningsmanna Arsenal á Íslandi og að hann vonaðist til að koma í heimsókn í framtíðinni. Henry heiðraður af íslenska Arsenalklúbbnum Heimasíða íslenska Arsenalklúbbsins er www.arsenal.is Heiðraður á Highbury: Thierry Henry tekur við leirskálinni eftir Jónínu Hjörleifsdóttur úr höndum Jóhanns Freys Ragn- arssonar, varaformanns Arsenalklúbbsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.