Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 39

Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 39 www.laugarasbio.is Will Ferrell  Kvikmyndir.com  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 80.000 gestir VG. DV Sýnd kl. 5, 8 og 9. Sýnd Kl. 6. Með ensku tali og íslenskum texta. Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning. Sýnd kl. 6, 8 og 10. „ATH!SÝND MEÐENSKU TALI OGÍSL. TEXTA“ Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8.30. B.i. 12. www .regnboginn.is  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 80.000 gestir Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum VG. DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 10 ára. Besta myndin Besti aðalleikari Russell Crowe Besti leikstjóri Peter Weir 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna Á LAUGARDAGINN var mikið um dýrðir í Smáralind þar sem Síminn stóð fyrir hinum ýmsu uppákomum. Fjölmenni var í Vetrargarðinum þar sem fram fór söngvakeppni meðal barna, svokallað „Barna-Idol“. Fjöldi barna steig á stokk í þeirri keppni við góðar undirtektir viðstaddra. Simmi og Jói voru kynnar keppninnar og dómnefnd skipuðu Karl Bjarni, Jón Sigurðsson, Anna Katrín og Ardís Ólöf, en þau lentu sem kunnugt er í fjór- um efstu sætum Idol-stjörnuleitar sem lauk síðastliðið föstudagskvöld. Hinir fjörugu umsjónarmenn þáttarins 70 mínútna, Sveppi og Auddi, voru staddir í Smáralind og kynntu þeir nýjan liðsmann til leiks, Pétur Jóhann Sigfússon. Þeir pilt- ar slógu á létta strengi við gesti og gangandi og buðu meðal annars upp á hinn margfræga ógeðisdrykk. Morgunblaðið/Jim SmartÞau Ardís Ólöf, Anna Katrín, Jón Sigurðsson og Karl Bjarni skipuðu dómnefnd keppninnar. Mikið um dýrðir í Smáralind Símalestin keyrði um ganga Smáralindar og gefnir voru bolir og blöðrur með hinu nýja merki Símans. Ef til vill er hér á ferðinni upprennandi Idol-stjarna. Þeir Pétur Jóhann, Auddi og Sveppi buðu upp á ógeðis- drykk. Hvað ertu að hlusta á um þessar mund- ir? Um þessar mundir er ég að hlusta á nýju Íslensku útgáf- una. Hef eiginlega verið fastur yfir fjórum plötum; Bubba Morthens, Siggu Beinteins, Björgvini Halldórs og Heru. Er rosalega hrifinn af því hvernig Bubbi nálgast lífið í gegnum tónlistina og hann er alltaf jafnsannur sjálfum sér, lifir í núinu alveg eins og hann gerði á Utangarðsmanna- tímabilinu. Sigga er með sína fyrstu sólóplötu í 6 ár og hún hefur greinilega valið hvert lag af mikilli kostgæfni. Svo er líka eitt lag eftir hana sjálfa á plöt- unni sem er merkilegur áfangi fyrir hana. Plata Björgvins heillar fyrst og fremst þar sem hann syngur með nokkr- um af vinsælustu söngvurum landsins enda ber hún nafnið Duet og þar á með- al er lag með ítölskum kappa sem heitir Tinganelli og Hera hefur ótrúlega þrosk- aðan tónlistarsmekk miðað við aldur og henni ferst það vel úr hendi að syngja lög meistaranna á plötunni (Bubba, Megasar og K.K.). Uppáhaldsplata allra tíma? Á kannski mjög erfitt með að velja eina plötu en samt situr í minningunni mjög sterkt plata með rokksveitinni 10cc sem kom út 1974 og innihélt lagið „The Wall Street Shuffle“. Kannski ekki endilega besta plata allra tíma í mínum huga en sennilega sú sem hefur haft einna mest áhrif á mig. Annars sem unglingur hlust- aði ég á mjög blandaða tónlist eins og Slade, Smokie, Deep Purple, Michael Jackson, Boston, Human League og svona mætti lengi telja. Hvaða plötu setur þú á á laugardags- kvöldi? Þessi spurning er frábær, því Sálin hans Jóns míns er yfirleitt sú plata sem ég set á fóninn ef ég vil komast í gott skap, það má segja að tvöfalda safn- plata strákanna sé eins konar gleðipilla fyrir mig og er hún því alltaf geymd á vís- um stað til að grípa til. Hvaða plötu setur þú á á sunnudags- morgni? Tónlist er eitthvað sem ég nenni ekki að hlusta á sunnudagsmorgnum, ann- aðhvort reyni ég að sofa þá morgna eða sæki í talað mál. Man vel eftir því þegar börnin voru yngri að ég fór oft í bíltúr með þau á sunnudagsmorgnum og hlustaði á Svavar Gests á ríkisútvarpinu. Hver er fyrsta platan sem þú keyptir þér? Fyrsta platan sem ég keypti var smá- skífa eða 7" eins og það var kallað með laginu „Upside Down“ með Díönu Ross. Notaði hana síðan mikið sem plötusnúð- ur í félagsmiðstöðinni Fellahelli þá 13 ára gamall en þar byrjaði þessi áhugi á plötum og síðar útvarpi. Þetta vil ég heyra Ívar Guðmundsson útvarpsmaður á Bylgjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.