Morgunblaðið - 19.01.2004, Side 40

Morgunblaðið - 19.01.2004, Side 40
40 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert  AE. Dv  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 10.30. B.i. 16. Enskur textiSýnd kl. 8. B.i. 16. Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna meðal annars besta mynd ársins Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com  HJ.MBL HJ. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.45. The Rolling Stone SV. Mbl Sýnd kl. 6 og 9. „Fantavel leikin eðalmynd“ ÞÞ Fréttablaðið  ÓHT. Rás2 Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Tónlist myndarinnar er eftir Hilmar Örn Hilmarsson Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.  VG DV Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. MEG RYAN MARK RUFFALO JENNIFER JASON LEIGH Nýjasta mynd leikstjóra „THE PIANO“ a film by JANE CAMPION Sýnd kl. 6 og 9. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna Hreyfir við áhorfandanum og skilur eitthvað eftir sig. Samleikur systkinanna er með ólíkindum. Hér leikur allt í höndunum á Hilmari, börn, fullorðnir, tónlist og myndmál” - ÞÞ Fréttablaðið 15.000 MANNS Á TVEIMUR VIKUM! Næstbesta opnun íslenskrar kvikmyndar frá upphafi! KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Sjáið eina athyglisverðustu og mest sláandi mynd ársins. Magnþrungin erótísk spennumynd með Meg Ryan eins og þið hafið aldrei séð hana áður. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! Besti aðalleikari Tom Cruise Besti leikari í aukahlutverki Ken Watanabe Besta frumsamda tónlistin Hans Zimmer 3 Tilnefningar til Golden Globe verðlauna EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. JÓN Sigurðsson og Anna Katrín Guðbrands- dóttir voru meðal þeirra þriggja keppenda sem komust í úrslit Idol-stjörnuleitar sem fram fóru síðastliðið föstudagskvöld, en sigurvegari keppninnar var sem kunnugt er Karl Bjarni Guðmundsson. Jón, 26 ára starfsmaður Sím- ans, hlaut 32% atkvæða en Anna Katrín, 17 ára menntaskólanemi 19%. Þegar úrslitin fóru fram komu stuðnings- menn Jóns Sigurðssonar saman á NASA við Austurvöll og stuðningsmenn Önnu Katrínar fylltu Sjallann á Akureyri. Jón og Anna Katrín urðu í 2. og 3. sæti Morgunblaðið/Árni Torfason Anna Katrín og Jón Sigurðsson stóðu sig bæði með mikilli prýði í Idol-stjörnuleit. Idol-stjörnuleit JÓN var glaður í bragði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og sagðist vera ánægður með eigin frammistöðu í keppninni. „Þetta er búið að vera frábært frá A til Ö. Ferð mín í Idol-stjörnuleit er búin að vera hálfgerð rússíbanaferð, mikið um hæðir og lægðir. Ég er himinlifandi með árangur minn í keppninni og er fyrst núna að átta mig á þessu,“ sagði Jón. Hann segist hafa farið í þessa keppni til gamans og með það að markmiði að fá að syngja fyrir dómnefndina. „Þetta vatt allt upp á sig og undir lokin fór maður allt í einu að trúa því að það væri nú sennilega eitthvað í mann spunnið.“ Ætlar sér að gefa út plötu Jón segir keppnina ekki hafa breytt sér sem persónu, hann sé enn jafnjarðbundin og rólegur sem endranær. Aftur á móti hefur þetta eflt trú hans á sjálfum sér. „Minn helsti löstur hefur ávallt verið að ég hef átt erfitt með að taka hóli. Ég hef átt betra með að taka gagnrýni. Þessi keppni hef- ur einhvern veginn fengið mig til þess að trúa því að eitthvað sé í mig spunnið. Keppnin varð í raun til þess að ég er farinn að trúa á sjálfan mig, sem er nauðsynlegt.“ Jón segir að það sé ýmislegt í spilunum. Hann er þó staðráðinn í því að gefa út plötu. „Ég hef litla reynslu á þessu sviði og veit í raun lítið um það hvernig slíkt gengur fyrir sig. Ég á að öllum líkindum eftir að fara til einhvers til þess að fá ráðleggingar,“ segir Jón. „Stefnan er sú að gefa út lag í vor. Ég á fínt efni á eina plötu og langar til að koma því frá mér. Það verður gaman að sjá hvern- ig markaðurinn tekur við henni. Ef viðbrögðin verða jákvæð er aldrei að vita hvað gerist. Ég get ekki farið sáttur í gröfina nema láta á það reyna.“ Í góðu glensi Jón segir að það muni að öllum líkindum ekki líða á löngu þar til hann kemur aftur fram. „Það má ekki vera of langt í það að ég komi aftur fram og ekki of stutt. Þjóðin er búin að sjá mikið af okk- ur sem komumst í úrslit og því tilvalið að byggja upp smáeftirvæntingu.“ Jón ítrekar þó að það sé ekki of langt í það að hann komi aftur fram og seg- ist eflaust eiga eftir að dúkka upp einhvers staðar í góðu glensi. Í þessari viku byrjar Jón í barneignarfríi og pabbahlutverkið er það næsta sem hann tekur sér fyrir hendur. „Það er kjörið að fá smáfrí og skoða sín mál,“ segir Jón að lokum. Frábært frá A til Ö Jón Sigurðsson ANNA Katrín Guðbrandsdóttir var komin á kaf í lestur skólabóka þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana. Hún segist vera reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í Idol-stjörnuleit. Spurð að því hvað taki við segir Anna Katrín að lærdómur sé efst á baugi. „Nú eru það prófin sem taka við,“ segir Anna Katrín. „Læra og læra og standa sig vel í prófunum. Ég ætla að einbeita mér að skólanum í augnablikinu og síðan sé ég til.“ Stolt af sjálfri sér Anna Katrín var að vonum ánægð með frammistöðu sína í keppninni. „Ég er mjög ánægð og ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa komist í þriggja manna úrslitin á mínum eigin verðleikum. Ég held að allir þátttakendur séu stoltir. Ég hefði verið stolt jafnvel þótt ég hefði ekki komist í Smáralind eða 32 manna úrslit. Það að koma þarna og taka þátt sýnir að maður hefur mikið hugrekki til að bera. Það þarf hug- rekki til þess að mæta á staðinn og syngja fyrir fólk,“ segir Anna Katrín. Anna Katrín mun eflaust láta til sín taka á tónlistarsviðinu en segir þau mál í ákveðinni bið- stöðu. Nú sé það námið sem eigi hug hennar all- an. Reynslunni ríkari Anna Katrín Guðbrandsdóttir LÍFVERÐIR á vegum Puff Daddy og Jenni- fer Lopez gengu hart fram á dög- unum er þeir tóku myndavél af pari og sökuðu það um að hafa verið að taka myndir af stjörnunum. Parið, sem í sakleysi sínu var að fagna af- mæli stúlkunnar, átti sér einskis ills von þegar hinir tröllvöxnu lífverðir ruddust að þeim og fjarlægðu mynda- vélina. Stúlkan, Jaqueline Thomas Bishop, segir að hún og unnusti sinn hafi einungis verið að mynda hvort annað. „Þeir ruddust að okkur um leið og þeir komu auga á myndavél- ina,“ sagði Jaqueline. Lífverðirnir létu þau fá myndavélina aftur, en fjarlægðu minniskortið úr henni en á því voru yfir 100 myndir úr sum- arleyfi þeirra. Lífvörðurinn neitar staðfastlega að afhenda þeim minn- iskortið á ný. Á meðan á öllu þessu stóð neitaði Puff Daddy því að hann væri að reyna að heilla fyrrverandi kærustu sína. „Ég er ekki með henni. Það vildi bara svo skemmtilega til að við vorum á sama stað á sama tíma. Þetta var bara til- viljun.“ ... Hinn 25 ára gamli leikari Ashton Kutcher segist njóta þess að líta eftir dætr- um kærustu sinn- ar, Demi Moore, og segir að þær séu fjölskylda sín. Kutcher, sem er 15 árum yngri en Moore, segir að hann gegni mik- ilvægu hlutverki í lífi þriggja dætra hennar, þrátt fyrir að hafa nýlega gefið það út að þau muni ekki ganga í hjónaband á næstunni. „Mér finnst sem ég sé nú þegar orðinn fjöl- skyldumaður og mér þykir mjög vænt um fjölskylduna mína. Okkur kemur vel saman og ég reyni eftir fremsta megni að vera stúlkunum innan handar,“ sagði Kutcher. Hann neitar þó að viðurkenna að hann sé föðurímynd stúlknanna, en faðir þeirra er harðjaxlinn Bruce Willis. „Það er erfitt og með öllu óþarft að skilgreina hlutverk mitt. Það eina sem ég get sagt er að þær færa mér mikla gleði.“ ... Rapphundurinn Mystikal, sem hvað þekktastur er fyrir lagið Shake Ya Ass, hefur verið dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir að hafa misnotað hárgreiðslu- meistara sinn, fertugan kvenmann. Mystikal, sem hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna, var fundinn sekur um að hafa ráðist að konunni ásamt lífvörðum sínum og beitt hana kynferðisofbeldi. Dómarinn í málinu, Tony Marabella, sagði að það lægi í augum uppi að sakborningurinn héldi sig vera hafinn yfir lögin. FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.