Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 44

Morgunblaðið - 19.01.2004, Page 44
BORUN á nýrri holu á Reykjanesi, þeirri fimmtu á vegum Hitaveitu Suðurnesja, er í fullum gangi. Sjá Jarðboranir um þá fram- kvæmd. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra Hitaveitunnar, gengur verkið áætlega og er borinn kominn niður á um 1.800 metra dýpi. Júlíus segir mikinn hita vera í holunni en finna þurfi góða sprungu til að flytja nægt vatn að henni. Júlíus segir undirbúning vegna virkjana HS og Orkuveitu Reykjavíkur, vegna stækk- unar Norðuráls á Grundartanga, ganga sam- kvæmt áætlun. Framkvæmdir eru í kynn- ingu á umhverfismati og leyfisferli. Tilboð í gufuhverfla Hitaveita Suðurnesja hefur sent útboðs- gögn til sjö erlendra fyrirtækja þar sem ósk- að er eftir tilboðum í gufuhverfla vegna fyr- irhugaðrar virkjunar, sem á að geta framleitt allt að 100 MW. Júlíus vonast eftir tilboðum um miðjan febrúar en hann segir að til að geta staðið við afhendingu á orku vorið 2006 verði gufuhverflarnir að vera komnir inn í stöðvarhús undir lok næsta árs. Fimmta hol- an boruð á Reykjanesi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 VETRARRÍKI er á virkjunarsvæð- inu við Kárahnúka. Hefur töluverð- ur tími farið í að halda leiðum á vinnusvæðinu færum og eins Kára- hnjúkaleið. „Þeir gerðu sér alveg grein fyrir því að það myndi verða vetrarríki hér á hálendinu og um það hefur verið töluvert rætt. Menn skynja þó aldrei svona hluti alveg fyrr en þeir upplifa þá sjálfir,“ sagði Leó Sigurðsson, öryggis- og umhverf- isstjóri hjá Impregilo, þegar hann var spurður að því hvort aðstæður væru erfiðari en stjórnendur á veg- um fyrirtækisins hefðu búist við. Mikill snjór er á virkjunarsvæð- inu enda vetrarveður búið að vera í marga daga. Verktakinn býr vel af stórvirkum tækjum og hafa þau verið notuð til að halda leiðum opn- um þannig að starfsfólk hefur get- að komist í og úr vinnu á öruggan hátt. Hafa stjórnendur tækjanna byrjað vinnudaginn snemma, klukkan 5 og 6 á morgnana, til þess að fólkið kæmist til vinnu klukkan sjö. Þeir sem vinna á vöktum hafa einnig séð til þess að félagar þeirra kæmust til að leysa þá af. Margir eru að vinna við jarð- gangagerð og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum við vinnu sína og aðrir eru í nokkru skjóli við stíflugerð niðri í Hafra- hvammagljúfri. Vandræðin snúast um að komast til og frá vinnu. „Það verður allt erfiðara við svona að- stæður,“ sagði Leó. Hann nefndi það að einn daginn í síðustu viku hefði verið brugðið á það ráð að hætta vinnu fyrr um daginn en venjulega og aka starfsfólkinu með rútu til vinnubúðanna. Í gær var bjart veður við Kára- hnúka og Leó sagði að mannskap- urinn hefði notað tækifærið til að skreppa til Egilsstaða í sund. Vel er þó fylgst með veðri og veð- urspám og hafði Leó nokkrar áhyggjur af því í gær að nýtt skot væri að koma. Ljósmynd/Carlo Mazzetti Vinnubúðir Impregilo voru nánast komnar á kaf í bylnum í síðustu viku en í gær, þegar þessi mynd var tekin, var búið að ryðja snjónum frá. Allt erfiðara en venju- lega við Kárahnjúka NETNOTKUN landsmanna nú í jan- úar er rúmlega 70% meiri en í janúar í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Modernus. Veðrið er sagður stór áhrifaþáttur í netnotkun. Þannig hafi heimasíða Vegagerðarinnar fengið rúmlega fjórum sinnum fleiri fletting- ar mánudaginn í síðustu viku en mánu- daginn þar á undan. Sama dag var sett nýtt Íslandsmet í gestafjölda á vef Morgunblaðsins, mbl.is. Alls skoðuðu 75.484 gestir vef- inn, en gamla metið, sem reyndar var sett viku áður, var 68.000 gestir á dag. Fleiri skoða Netið í vondu veðri FYRIRHUGAÐAR aðgerðir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi draga úr þjónustu og gæðum hennar og bitna á sjúklingum, að mati Sig- urðar Guðmundssonar landlæknis. Hann gagnrýnir ýmsa þætti aðgerð- anna en telur aðra til bóta. Landlæknir sendi heilbrigðisráð- herra og forstjóra Landspítala – há- skólasjúkrahúss athugasemdir við fyrirhugaðar samdráttaraðgerðir eftir að yfirstjórn spítalans lagði fram hugmyndir sínar. „Ekki er hægt að komast hjá því að jafn viða- miklar aðgerðir muni breyta og að einhverju leyti draga úr þjónustu við sjúklinga, jafnvel þótt það sé mikið reynt af hálfu þeirra sem þurfa að takast á við þetta lítið öfundsverða hlutverk að minnka það eins og þeir geta,“ sagði Sigurður í gær, þegar leitað var álits hans á aðgerðunum. Hann sagðist hafa mestar áhyggj- ur af samdrætti í stoðþjónustu og miklum samdrætti í kennslu og rannsóknum. Varðandi fyrra atriðið sagði hann að stoðþjónusta, til dæm- is félagsráðgjöf, væri mikilvæg fyrir ýmsa hópa sjúklinga, ekki síst á geð- deildum. Hann sagði að mikill nið- urskurður á sviði kennslu og rann- sókna í klínískri læknisfræði gæti sett uppbyggingu mikilvægrar starf- semi í uppnám og bitnaði að lokum á þjónustu við sjúklinga. Aðgerðir til að efla spítalann Aftur á móti fagnaði hann öðrum aðgerðum sem hann taldi til bóta, eins og til dæmis fækkun starfsfólks í rekstri og umsýslu enda væri það í samræmi við niðurstöður í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Sigurður sagði að allir væru sam- mála um að fjölga þyrfti hjúkrunar- rýmum og efla heilsugæslu, heima- þjónustu og sjúkrastofnanir í nágrannahéruðum höfuðborgarinn- ar til að draga úr álagi á LHS. Mik- ilvægt væri að þróa klínískar leið- beiningar og skilgreina verkferla til að draga úr kostnaði. Segir aðgerðir bitna á sjúkum  Dregur úr þjónustu/6 Landlæknir gerir athugasemdir við fyrirhugaðan samdrátt á Landspítala LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo karl- menn og eina konu í gærkvöldi vegna stórfellds innbrots í ljósmyndastofu í miðbænum í gær- morgun. Við handtökuna lagði lögreglan einnig hald á þýfi að verðmæti um 3 milljónir króna. Ekki lá fyllilega ljóst fyrir hvort það tengdist öðrum innbrotum sem framin hafa verið að undan- förnu. Hin handteknu eru á þrítugs- og fertugsaldri og hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Þegar innbrotið uppgötvaðist var þegar í stað hafin rannsókn á málinu, enda um stórfellt brot að ræða. Fljótlega beindist grunur að ákveðnum aðilum og húsi í miðborg Reykjavík- ur og að lokinni nánari eftirgrennslan fannst þýfið samdægurs. Um er að ræða dýran ljós- myndabúnað, en innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér stóran hluta af búnaði ljósmyndastof- unnar. Málið verður rannsakað frekar af auðg- unarbrotadeild lögreglunnar. Milljónaþýfi endurheimt eftir innbrot í gærmorgun Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn almennrar deildar og tæknideildar færa þýfið yfir í lögreglubifreið sem flutti það síðan á lögreglustöðina við Hlemm. Þýfið og hinn handtekni fundust í húsi í miðborg Reykjavíkur. Miklar annir hafa verið hjá lögreglu undanfarið við að rannsaka innbrot og þjófnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.