Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.02.2004, Qupperneq 5
H annes Þórður Hafstein fæddist 4. desember 1861 að Möðruvöllum í Hörgárdal, elzt- ur þeirra átta barna Péturs Jörgens Havstein, amtmanns, og Katrínar Kristjönu Gunnarsdóttur, er til manns kom- ust. Nafn sitt hafði Hannes frá tveimur bræðrum sínum, sem dóu barnungir. Sagan segir að þegar sóknarpresturinn, sr. Þórð- ur Þórðarson, spyr amtmann hvað drengurinn eigi aðheita, svari hann hiklaust Hannes. Við það bregður prestinum og hann segir: „Ætlar þú amtmaður að storka guði?“ „Ekki er það ætlun mín,“ svarar amtmaður, „en Hannes skal hann heita.“„Látum hann þá líka heita Þórð,“ svarar prestur og bætir við: „Vera má að nokkur gifta leggist til með því nafni.“ Var drengurinn svo skírður Hannes Þórður. Hann lauk stúdentsprófi við Lærða skólann 1880 og lögfræði- prófi við Hafnarháskóla 1886. Hann var settur sýslumaður í Dalasýslu 1886, málflutnings- maður við landsyfirrétt 1887, sinnti svo lögfræðistörfum, var landshöfðingjaritari frá 1889 og jafnframt að nýju málflutnings- maður við landsyfirréttinn 1890– 93. Sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1896– 1904. Skipaður 31. janúar 1904 ráðherra Íslands frá 1. febrúar að telja, lausn 31. marz 1809. Banka- stjóri við Íslandsbanka 1909– 1912, ráðherra Íslands að nýju 25. júlí 1912–21. júlí 1914. Varð þá aftur bankastjóri við Íslands- banka og gegndi því starfi til 1917, er hann varð að láta af því vegna vanheilsu. Alþingismaður Ísfirðinga 1900– 1901, alþingismaður Eyfirðinga 1903–1915 og landskjörinn al- þingismaður 1916–1922. Hann sat síðast á þingi 1917. Hann var foringi Heimastjórnarflokksins 1901–1912. Hannes Hafstein var þjóðskáld og hafa kvæði hans birzt í mörg- um útgáfum. Ævisaga hans eftir Kristján Albertsson kom út í þremur bindum. Hannes Hafstein kvæntist Ragnheiði Stefánsdóttur (f. 3. apr- íl 1871, d. 18. júlí 1913) 15. októ- ber 1889 og eignuðust þau 10 börn. Hannes Hafstein lézt 13. des- ember 1922. Hannes vakti snemma athygli fyrir námsgáfur, glæsileika og for- ystuhæfileika. Á námsárunum í Kaupmannahöfn varð hann þjóð- frægt skáld. Sem sýslumaður Ísfirðinga varð Hannes frægur af mann- skæðri svaðilför á hendur erlend- um landhelgisbrjóti á Dýrafirði 1899. Þá hugðist sýslumaður taka enska togarann Royalist, en svo fór að togaramenn vörnuðu hon- um uppgöngu og gripu svo til þess fólskubragðs að sökkva bát sýslumanns við skipshliðina. Þrír bátsverja drukknuðu, en tog- aramenn björguðu Hannesi og tveimur öðrum um borð og þó ekki fyrr en þeir sáu til manna- ferða úr landi. Voru þremenning- arnir þá nær dauða en lífi. Þeir voru svo fluttir til lands eftir að togaraskipstjórinn neitaði að sigla með þá til læknis á Þingeyri. Karlmennska og hugdirfska þóttu einkenna þessa ferð sýslu- manns, þótt endirinn yrði svip- legur. Þessir eðlisþættir Hann- esar þóttu og marka allan hans stjórnmálaferil ásamt glæsi- mennsku hans og sáttfús var hann sagður við þá, sem í gegn honum gengu. Að vonum urðu mörg mál, stór og smá, á vegi stjórnmálamanns- ins Hannesar Hafstein. Heima- stjórninni fylgdi mikil uppbygging á öllum sviðum, atvinnulífið tók stakkaskiptum og mannlífið ekki síður. Og þjóðin leit til foringja síns um hvatningu til nýrra dáða. En heimastjórnartímin var hörð pólitík. Með heimastjórninni varð Alþingi eins og við þekkjum það, það fékk úrslitaorðið um hver yrði ráðherra og fékk beinan aðgang að framkvæmdavaldinu. Það var því oft stormasamt á þingi. Sjálfstæðisbaráttan var stærsta málið og hélt ótrauð áfram, þótt heimastjórn fengist. Fyrra ráð- herraskeiði Hannesar Hafstein lauk með falli Uppkastsins, sem þrátt fyrir það var grunnurinn að framhaldinu til fullveldis og sjálf- stæðis. Eins og allir stjórnmálamenn var Hannes Hafstein umdeildur, en eignaðist marga einlæga aðdá- endur. Hans er einnig minnzt fyrir skáldskap sinn og fyrir fágæta glæsimennsku í sjón og fram- komu. Heimildir: www.heimastjórn.is Glæsileg baráttuhetja Skáldið | Kvæði Hannesar þóttu ein- kennast af karlmennsku. Stúdentinn | Hannes á námsárum sínum. Konungskoma | Hannes kynnir Friðrik VIII konung fyrir fyrirmennum í Reykjavík við konungskomuna 1907. Konungur heilsar Hallgrími Sveinssyni biskupi og Jóhannesi Þorkelssyni dómkirkjupresti. Yzt til hægri er Ragnheiður, kona Hann- esar, á skautbúningi og í möttli, en yzt til vinstri Eiríkur Briem og Magnús Stephensen, fv. landshöfðingi, sem enn skrýðist sínum gamla einkennisbúningi. Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára | B 5 Þegar hann settist inn í þetta hús, beið hans yfirþyrmandi hlut- skipti. Verkefnin blöstu alls staðar við, en það var ekki neitt til neins. En hann fyllti fólk bjartsýni, vænt- ingum og vongleði. Íslendingar höfðu farið þúsund- um saman vestur um haf aldar- fjórðunginn þar á undan. En þegar heimastjórnin kemur, snúast hlut- irnir við og verða öðruvísi en alls staðar annars staðar. Þar jukust fólksflutningarnir, en Ísland breytt- ist í land tækifæranna, og straum- urinn vestur minnkaði hratt unz hann stöðvaðist. Hér vildu menn umfram allt vera, ef landið væri byggilegt á annað borð. Hugsaðu þér bara; Íslendingar voru 70.000 þegar landnámi lauk og tæplega þúsund árum síðar, þegar heimastjórnin kemur, þá er- um við enn 70.000. En nú, þegar öld er frá því við fengum heima- stjórn, þá erum við að verða 300.000. Ef við lítum til hans tíma, þá hafði hann í raun enga ástæðu til þeirrar bjartsýni, sem hann hafði alltaf uppi við. Hér var allt í eymd, ekkert vegakerfi, brýr fáar og við aftarlega á merinni í flestum efn- um. En hann sá fyrir hvað gæti gerzt, ef þjóðin fengi afl og atbeina til hlutanna. Með bjartsýni sinni leysti hann úr læðingi mikinn kraft, því fólk fór að trúa því að kraftaverkin gætu gerzt. Hann var mikið happa- verk. Þótt ekki sé rétt að persónu- gera alla hluti, þá var íslenzka þjóð- in ákaflega heppin, að vonir hennar og þrár skyldu manngerast í Hannesi Hafstein. Hann var umvafinn ljóma hæfi- leikanna, þjóðskáld og hetja fyrir vestan, fullur af þrótti og þreki og baráttuvilja. Oft hefur verið þörf, en þarna var nauðsyn á svona manni. Þótt tuttugu og fjórir menn hafi gegnt oddvitastöðunni eftir hann og allt megi það teljast góðir menn, þá þolir enginn samanburð við Hannes Hafstein.“ Kom landi sínu á brautina – Hvað um þau mál sem halda nafni hans á lofti? „Það er fljótlegt að nefna síma- málið. Og svo er það bygging Þjóð- menningarhússins sem nú er. Það var stórkostleg framkvæmd. Ég hef nú verið skammaður, einkum hér áður, fyrir að vera full- framtakssamur í byggingamálum, en ég hef aldrei komist með tærnar þar sem Hannes Hafstein hafði hælana; þessi bygging kostaði fjórðung fjárlaganna! En það er einmitt svo lýsandi fyr- ir þennan mann, að hann skyldi fyrst ráðast í að reisa hús yfir verð- mæti þjóðarinnar á einum stað. Hann var sannkallað stórmenni. Í mínum huga er Þjóðmenning- arhúsið fallegasta hús, sem við eig- um í þessu landi. Það tók þann sess af húsi, sem Danir byggðu yfir ís- lenzka fanga, og við sitjum nú í, og Menntaskólanum. Fánamálið er líka einn af þeim bautasteinum, sem menn horfa til á ferli Hannesar Hafstein. Og konur gleðjast yfir því, að hann ákvað með reglugerð, að konur ættu að fá aðgang að menntaskólum. Það væri hægt að nefna svo ótal- margt fleira af stjórnmálaverkum Hannesar Hafstein. En það er meg- inatriði, að hann kom landi sínu á brautina og sýndi, að þessi þjóð gat þrátt fyrir fátækt og fámenni farið sjálf með sín mál. Eins og Hannes Hafstein vann sitt verk og þeir, sem með honum voru, má segja að hafi tryggt fullveldið í framkvæmd. Það var lykillinn að lokabraut fullveldis okkar og sjálfstæðis.“ Ólíkt pólitískt umhverfi – Hvað um pólitíska umhverfið? „Það er margt öðruvísi nú en þegar fyrsti ráðherrann ríkti. Hann þurfti til dæmis ekki að hafa áhyggjur af framkvæmdagleðinni. Þá brettu menn bara upp ermarnar og sóttu afl í auðlindir landsins. Nú verðum við að stíga mun gætilegar til jarðar í þeim efnum. Allar stærðir þjóðfélagsins voru til muna minni á hans tíð og hlut- irnir gengu hægar fyrir sig. En pólitíkin var persónulegri og illskeyttari en nú er. Flokkarnir voru ekki til nema sem tímabundin fyrirbæri um ákveðna menn og allt var miklu berskjaldaðra en nú. Dylgjur og gróusögur; allt var það í stærri stíl en nú er. Menn rifust ekki bara í blöðunum, heldur skrifuðu skammarbréf um andstæðingana, sem voru fjölfölduð og þeim dreift. Ég hugsa að hlutfallslega sé meira fjallað um forystumenn í stjórnmálum nú en þá, en það er minna hlustað. Áreitið er svo marg- breytilegt á okkar dögum. Áður fyrr voru gerendurnir í þjóðfélaginu svo fáir, en nú eru þeir margir og miklu fleiri en stjórn- málamennirnir. Áhuginn á þeim er því minni og það er minna um þá talað, sem betur fer. Stjórnmálamennirnir skipta því minna máli en áður var. Það tel ég vera holla og góða þróun. Þá er þjóðfélagið orðið það fjöl- breytt, að menn geta sjálfir verið sinnar gæfu smiður.“ Ráðherrann | Hannes Hafstein, annálað glæsimenni og þjóðskáld. freysteinn@mbl.is www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.