Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 20
HÉR á eftir fer yfirlit yfir helstu atburði á dag-
skrá afmælisárs heimastjórnarinnar og
Stjórnarráðs Íslands.
1. febrúar, sunnudagur kl. 13.30. Útgáfu-
dag ur stjórnarráðsbókarinnar. Athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu.
1. febrúar, sunnudagur kl. 15.00. Forsætis-
ráðherra, Davíð Oddsson, leggur blóm-
sveig á leiði Hannesar og Ragnheiðar
Hafstein í kirkjugarðinum við Suður-
götu.
1. febrúar, sunnudagur kl. 20.00. Hátíð-
ardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu. Dav-
íð Oddsson, forsætisráðherra, flytur
ræðu um stofnun Stjórnarráðs Íslands og
heimastjórnina. Dagskráin stendur í
tæpa klukkustund og er í beinni útsend-
ingu Ríkisútvarps, sjónvarps.
3. febrúar, þriðjudagur kl. 15.00. Sýningin
„Heimastjórn 1904“. Á sýningunni er
dregin upp mynd af þeim framförum og
stórhug sem einkenndi líf þjóðarinnar á
fyrsta áratug 20. aldar. Forsætisráðherra,
Davíð Oddsson, mun opna sýninguna.
5. febrúar, fimmtudagur kl. 16.00. Sýning í
Landsbókasafni Íslands þar sem dregin
verður upp mynd af ráðherratíð Hann-
esar Hafstein með áherslu á þátt hans í
félagslegum umbótum.
6. febrúar, föstudagur kl. 13.30. Málþing,
„Hvar liggur valdið?“ í hátíðarsal Háskóla
Íslands um heimastjórn og þingræðið.
Samstarfsverkefni forsætisráðuneytisins
og Háskóla Íslands.
14. febrúar, laugardagur kl. 13.30. Málþing
í Möðruvallakirkju. Þrír fyrirlesarar flytja
erindi um heimastjórn og þær breytingar
sem fylgdu í kjölfarið. Umræður verða á
milli erinda.
15. febrúar, sunnudagur kl. 14.00. Sýning
opnuð á Ísafirði í Safnahúsinu. Skjöl og
munir frá sýslumannstíð Hannesar Haf-
steins á Ísafirði.
4. mars, fimmtudagur kl. 16.00. Sýning
opnuð í Jónshúsi, Kaupmannahöfn á
vegum Alþingis. Umsjón sýningar Björn
Björnsson.
5. mars, föstudagur kl. 10.00. Ráðstefna í
Kaupamannahöfn um samskipti Íslands
og Danmerkur í 100 ár. Forsætisráð-
herrar ríkjanna flytja erindi. Utanríkis-
ráðherrar ríkjanna í pallborðsumræðum
og forsetar þjóðþinga beggja landanna
munu stjórna ráðstefnunni. Ráðstefnan
fer fram í hinu nýja húsnæði Íslands,
Grænlands og Færeyja við Strandgötu.
17. mars, miðvikudagur kl. 13.30. Málþing í
Salnum í Kópavogi. Réttindabarátta
kvenna á heimastjórnarárunum. Mál-
þingið er samstarfsverkefni forsætis-
ráðuneytisins, Háskóla Íslands og Kven-
réttindafélags Íslands.
18. mars, fimmtudagur kl. 16.00. Sýning í
Amtsbókasafninu á Akureyri á munum
og skjölum sem tengjast heimastjórnar-
árunum. Um kvöldið verður tónlistar- og
ljóðakvöld þar sem lesið verður úr ljóð-
um Hannesar Hafstein og tónlist flutt.
4. apríl, sunnudagur kl. 14.00. Málþing á
Akureyri, Amtbókasafninu.
20. apríl, þriðjudagur kl. 13.30. Málþing í
Þjóðmenningarhúsi. Atvinnubylting á
heimastjórnarárum. Málþingið er sam-
starfsverkefni forsætisráðuneytisins og
Háskóla Íslands.
15. maí, laugardagur kl. 14.00. Ritgerða-
samkeppni framhaldsskóla. Úrslit kynnt
og verðlaun afhent við athöfn í Þjóð-
menningarhúsinu.
5. júní, laugardagur kl. 14.00. Sýning og
málþing um símann. Málþingið verður í
Safnahúsinu á Seyðisfirði.
17. júní, fimmtudagur kl. 10.00. 60 ára lýð-
veldisafmæli. Morgunstundin verður til-
einkuð 100 ára afmæli heimastjórnar-
innar.
19. júní, laugardagur kl. 13.30. Málþing á
Ísafirði um heimastjórn og áhrif hennar
á þjóðlífið.
15. september, miðvikudagur kl. 16.00. Út-
gáfudagur rits um forsætisráðherra Ís-
lands í 100 ár.
4. desember, miðvikudagur kl. 17.30.
Skáldið Hannes Hafstein. Dagskrá í
Þjóðmenningarhúsi allan desem-
bermánuð.
Dagskrá afmælisárs heimastjórnar
20 B | Morgunblaðið | Heimastjórn 100 ára
V
iðburðir í tengslum
við 100 ára afmæli
heimastjórnar á Ís-
landi og Stjórnar-
ráðs Íslands verða
alls á þriðja tug á
árinu en hápunktur hátíðarhald-
anna er á morgun, sunnudag 1.
febrúar þegar 100 ár eru liðin frá
því Íslendingar fengu heima-
stjórn, þingræði var fest í sessi,
Stjórnarráð Íslands stofnað og
Hannes Hafstein skipaður ráð-
herra.
„Á afmælisdaginn kemur út
framhaldsbindi af sögu Stjórnar-
ráðs Íslands, sem er mikið verk og
afar þýðingarmikið innlegg í sögu
okkar. Síðar sama dag, eða kl. 15,
mun Davíð Oddsson forsætisráð-
herra leggja blómsveig að leiði
Hannesar Hafstein og Ragnheiðar
Hafstein í gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu. Þar verða afkom-
endur þeirra hjóna viðstaddir.
Um kvöldið verður bein útsend-
ing í Sjónvarpinu frá tæplega
klukkustundarlangri athöfn þar
sem tímamótanna verður
minnst,“ segir Júlíus Hafstein,
sem séð hefur um undirbúning
framkvæmda og stýrt verkefnis-
nefnd í tengslum við afmælið.
Nokkur málþing sem snerta
heimastjórnartímabilið verða á
afmælisárinu. Meðal annars efna
Akureyrarbær, Ísafjarðabær og
Seyðisfjarðarbær til málþinga og
sýninga. Þess má geta að Hannes
Hafstein var fæddur á Möðruvöll-
um í Hörgárdal og gegndi um
tíma embætti sýslumanns á Ísa-
firði. Þá kom síminn á land í
Seyðisfirði. Símamálið var bar-
áttumál Hannesar í fyrri ráðherra-
tíð hans. „Eitt mikilvægasta skref-
ið var að rjúfa einangrun
þjóðarinnar og leggja símalínur
um landið. Ísland komst í daglegt
samband við umheiminn, fréttir
bárust hratt og örugglega um
landið. Þetta skapaði ný sóknar-
færi, verslun dafnaði og færðist í
hendur Íslendinga, í stað þess að
vera stýrt frá Kaupmannahöfn. Þá
reyndist síminn samgöngubót,
því með símastaurum komu vega-
slóðar hringinn um landið.“
Meðal annarra athyglisverðra
atburða í afmælisdagskránni er
ráðstefna í Kaupmannahöfn 5.
mars nk. um samskipti Íslands og
Danmerkur í 100 ár.
Hafa Íslendingar og Danir
týnt hvorir öðrum?
„Við áttum frumkvæði að leggja
til við forsætisráðuneytið í Dan-
mörku og danska þjóðþingið, að
Íslendingar og Danir ræði heima-
stjórnartímann og samband þjóð-
anna í fortíð og nútíð. Danir voru
ánægðir með frumkvæði íslenskra
stjórnvalda. Mér er ekki kunnugt
um að forystumenn þjóðanna
hafi áður sest niður með spek-
ingum í lögum, mannfræði og
sagnfræði og rætt áhrif heima-
stjórnar á Íslandi og í Danmörku,
sem var að sjá á eftir nýlendu
sinni. Þeirri stóru spurningu verð-
ur svo velt upp: Hafa Íslendingar
og Danir týnt hvorir öðrum? Við
megum ekki gleyma því að saga
okkar er líka hluti af sögu Dana,“
segir Júlíus og heldur áfram. „Ís-
lendingar fengu heimastjórn
1904. Það varð slíkur fjörkippur í
þjóðfélaginu að allt fór á fleygi-
ferð; þjóðin tók sín fyrstu skref í
nútímann. Hér á landi hafði ríkt
stöðnun og lítið gerst frá því við
fengum stjórnarskrá 1874. Þótt Al-
þingi hafi fengið fjárveitingavald
og löggjafarvald 1874 þá réðum
við ekki okkar málum. Við höfð-
um landshöfðingja sem þurfti að
leggja öll mál, smá og stór, fyrir
ríkisstjórn Danmerkur.“
En hverjar verða helstu áherslur
á afmælisári heimastjórnarinar?
„Við erum auðvitað að minnast
sögunnar, þeirra forvígismanna
sem börðust fyrir því að skapa hér
sjálfstætt ríki og sjálfstæða þjóð.
Það er sjálfsagt og eðlilegt við slík
tímamót, eins og 100 ára afmæli
heimastjórnar þegar þingræði var
fest í sessi og Stjórnarráð Íslands
stofnað, að við minnumst þess
myndarlega og komum sögunni á
framfæri við þjóðina. Það þurfti
baráttu til að endurreisa Alþingi,
fá stjórnarskrá 1874, heimastjórn,
fullveldi, sjálfstæði. Þjóðfrelsi er
ekki sjálfgefinð. Við gripum ekki
til vopna eða stóðum uppi sem
sigurvegarar í orrustu heldur
börðumst með rökum og lögðum
málefni okkar af staðfestu fyrir
dönsk stjórnvöld. Með óbilandi
trú á landið og baráttu aldamóta-
kynslóðarinnar var lagður grunn-
ur að Íslandi nútímans. Það var
mikil gæfa að skáldin stóðu í
framvarðarsveit sjálfstæðisbarátt-
unnar; blésu þjóðinni kjark í
brjóst með kvæðum sínum,“ segir
Júlíus Hafstein.
Þess má geta að á föstudag í
næstu viku fer fram málþing í há-
tíðarsal Háskóla Íslands um
heimastjórn og þingræði þar sem
stjórnmálamenn og innlendir og
erlendir fræðimenn fjalla um
þingræði hér heima og í Dan-
mörku. Júlíus bendir á að þar
verði án efa athyglisverðar um-
ræður í ljósi þess hve þingræð-
isreglan sé rótgróin hluti lýðræðis
á Íslandi. Hún eigi rætur að rekja
til upphafs heimastjórnar þegar
Hannes Hafstein, sem hafði
meirihluta Alþingis á bak við sig,
var valinn fyrsti íslenski ráð-
herrann. Árið 1901 hafi Danir fest
þingræði í sessi og Íslendingar
fylgdu í kjölfarið aðeins þremur
árum síðar.
Á þriðja tug viðburða
á afmælisárinu
Hátíðarhöld | Hátíðardagskrá í tilefni af aldarafmæli heimastjórnar fer fram í kvöld, sunnudagskvöld, í sal Þjóðmenningarhússins, sem hér sést skreyttur fána
Íslands og fálkamerkinu einhvern tímann á árunum 1908–1918. Húsið var reist 1905–1908 sem safnahús og var ein mesta framkvæmd heimastjórnarinnar.