Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 15
EPLAEDIK MEÐ KRÓMI
Öflug hjálp í baráttunni
við aukakílóin.
Áður: 2.090 kr.
KJARNAHVÍTLAUKUR
100% hreinn hvítlaukur, laus við öll fylliefni.
Engin eftirlykt. Allra meina bót!
Áður: 997 kr. – 100 stk.
Áður: 1.840 kr. – 250 stk.
NONI JUICE
Við hlustum!
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l1
0.
2.
20
04
Áttu eitthvað
styrkjandi gegn
sleni og svoleiðis?
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
S
ÍA
·
2
5
2
3
4
2.952
Noni safinn eflir ónæmiskerfið,
fer vel í maga og er góður
fyrir meltinguna.
Áður: 3.937 kr.
1.499
1.380
250 stk.
747
100 stk.
NÚ er ljóst, að 67 manns biðu bana í
sjálfsmorðsárásum á höfuðstöðvar
tveggja helstu stjórnmálaflokka
Kúrda í Írak á sunnudag. Hafa leið-
togar þeirra lýst yfir, að árásirnar
muni aðeins verða til að sameina
Kúrda og efla kröfu þeirra um sjálfs-
stjórn á eigin svæðum.
Talsmenn Bandaríkjahers sögðu í
gær, að 67 menn hefðu látið lífið í
árásunum og 267 slasast. Voru þær
gerðar á sama tíma en um 13 km eru á
milli höfuðstöðva flokkanna, sem oft
hafa tekist á um yfirráðin í Kúrdahér-
uðunum. Ræður annar þeirra Arb-
il-héraði en valdastöðvar hins eru í
héraðinu Sulaimaniyah. Í sprenging-
unum fórust ýmsir frammámenn
Kúrda úr báðum flokkum.
Snýst ekki
síst um olíuna
Massoud Barzani, leiðtogi KDP,
Kúrdíska lýðræðisflokksins, brást við
hryðjuverkinu með því að senda Jalal
Talabani, leiðtoga PUK,
Föðurlandsfylkingar Kúrda, skeyti
þar sem hann sagði, að nú yrðu allir
Kúrdar að standa saman og Talabani
svaraði og sagði, að herða yrði á kröf-
unni um sjálfsstjórn Kúrdahérað-
anna.
Bandaríkjastjórn hefur gefið
Kúrdum undir fótinn með þetta og
vill, að þeir, sjítar og súnnítar fái
sjálfsstjórn innan Íraks. Arabar, jafnt
sjítar sem súnnítar, og Túrkmenar,
sem eru skyldir Tyrkjum, óttast hins
vegar yfirráð Kúrda í norðurhluta
landsins. Þar er ekki aðeins tekist á
um pólitísk yfirráð, heldur einnig yfir
olíuauðnum en olíulindirnar eru mest-
ar í kringum borgina Kirkuk í norður-
hlutanum. Gera Kúrdar, arabar og
Túrkmenar allir tilkall til hennar.
Leiðtogar Kúrda herða
á kröfu um sjálfsstjórn
67 fórust og 267 særðust í sjálfsmorðsárásunum
Reuters
Læknir sinnir manni, sem særðist í annarri sjálfsmorðsárásinni í borginni Arbil í norðurhluta Íraks á sunnudag.
Bagdad. AP, AFP.
FUGLAFLENSAN í Taílandi hef-
ur nú með vissu kostað þrjár
manneskjur lífið en talið er, að
dauðsföll af hennar völdum séu all-
miklu fleiri. Yfirvöld útiloka hins
vegar, að hún hafi smitast milli
manna. Í Þýskalandi er verið að
kanna hvort kona, sem er nýkomin
þangað frá Taílandi, sé haldin
veikinni.
Í yfirlýsingu Taílandsstjórnar
sagði, að ekki hefðu fundist nein
dæmi um, að fuglaflensan hefði
borist frá manni í mann, í öllum til-
fellum hefði fólk smitast vegna ná-
innar snertingar við sjúka fugla
eða saur frá þeim. WHO, Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin, telur hins
vegar hugsanlegt, að smitun
manna í milli hafi hugsanlega vald-
ið dauða tveggja systra í Víetnam.
Í gær upplýsti stofnunin, að kom-
inn væri upp inflúensufaraldur í
mönnum í Víetnam og því væri enn
meiri hætta á því en áður, að sú
veira og veiran, sem veldur fugla-
flensunni, næðu að sameinast.
Mikil slátrun í Kína
Fuglaflensuveiran, sem kölluð er
H5N1, hefur dregið níu manns í
Víetnam til dauða en ekki er vitað
til, að hún hafi borist í menn í sex
öðrum löndum þar sem hún herjar,
í Kambódíu, Kína, Indónesíu, Jap-
an, Laos og Suður-Kóreu. Á Taív-
an og í Pakistan er um að ræða
vægara afbrigði.
Í Kína hefur fuglaflensan stung-
ið sér niður í um þriðjungi landsins
og hefur víða verið gripið til um-
fangsmikillar slátrunar. Kínverjar
eru annar mesti framleiðandi kjúk-
lingakjöts í heiminum og fimmti
stærsti útflytjandinn. Getur sjúk-
dómurinn haft verulegar, efna-
hagslegar afleiðingar fyrir þá,
verði ekkert við hann ráðið.
Veirufræðingar í Hong Kong,
sem mest hafa rannsakað fugla-
flensuveiruna síðan H5N1-afbrigð-
ið kom fram 1997, segja, að það
þurfi ekki að koma á óvart, að hún
geti borist á milli manna. Hafi þeir
raunar sannanir fyrir því, að það
hafi gerst 1997. Á hinn bóginn hafi
sú veira verið mjög veik og ófær
um að valda faraldri. Það sé því
ekki ástæða til að hræða fólk og
mála skrattann á vegginn að
óþörfu.
Dauðsföllum af völdum
fuglaflensunnar fjölgar
Verið að kanna í
Þýskalandi hvort
kona, nýkomin frá
Taílandi, er smituð
Bangkok, Hanoi. AFP.