Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ vinna að list sinni úti á rúmsjó er
frumlegur gjörningur, veit ekki um nema tvo
sem hafa iðkað hann að marki og báðir úr
Hafnarfirði.
Man ljóslega eftir því í Rómarborg 1954,
að fréttir að heiman hermdu að sjómaður af
Halamiðum væri með sýningu í Listamanna-
skálanum við Kirkjustræti, sem drjúga at-
hygli hefði vakið. Halamiðin allt í einu orðin
ígildi virðulegra listakademía úti í heimi
hvað fréttagildi snerti, ef ekki gott betur,
listsýningar þá ólíkt meiri viðburður í höf-
uðborginni en síðar varð. Mönnum í fersku
minni ævintýrið um annan sjómann af Hala-
miðum sem hafði haldið til Ítalíu og er heim
kom slegið í gegn sem söngvari, þannig að
þessi sérstöku mið voru umvafin rómantík í
bland við þjóðarstoltið. Þó að sjálfsögðu
sýnu auðveldara að þenja raddböndin á Hal-
anum en hantéra málaragræurnar í stórsjó-
um og veltingi. Málarinn af Halamiðum var
auðvitað Sveinn Björnsson, en söngvarinn
Ketill Jensson.
Áratugum seinna skeði að annar sjómaður
úr Hafnarfirði, hóf að vinna að list sinni úti á
rúmsjó þó á öðrum forsendum væri, nú voru
það í og með hreyfingar og veltingur togar-
ans sem voru virkjaðar í listsköpuninni. Ekki
fylgir sögunni á hvaða miðum var fiskað,
enda skiptir yfirleitt litlu máli er upp er
staðið hvar myndlistarverk verður til, eða í
hvaða rými bækur eru skrifaðar. Hins vegar
má segja að í fyrra fallinu hafi verið um
tappatogara að ræða miðað við hina full-
komnu skuttogara sem seinna komust í
gagnið. Gerir samanburðinn næsta óraun-
hæfan, ennfremur hefur matsveinn annars
konar frístundir en almennir hásetar. Nátt-
úrulega á stundum af hinu góða þegar sköp-
unarþörfin nær yfirhöndinni yfir brauðstrit-
inu og í því miðju, frægasta dæmið er Paul
Gauguin, sem sneri baki við frama í fjár-
málaheiminum, skildi eftir stóra fjölskyldu í
Kaupmannahöfn og hélt til Parísar. Yfirgaf
seinna hina svonefndu siðmenningu og leit-
aði athvarfs á eyju úti á reginhafi, fann þar
að vísu fagurt og frumstætt fólk en illu heilli
var siðmenningin komin þangað á undan
honum, sömuleiðis firringin og græðgin sem
hann var að flýja.
Hvorugir fóru þó að dæmi franska snill-
ingsins, bæði óhægara um vik og aðrir tímar,
hið fjarlæga og fjarræna, eksotíska, nú við
næsta horn að segja má. Svo komið í sjálfu
sér lítið mál að bregða sér til Tahiti annars
vegar eða Taiwan hinsvegar, og allar upplýs-
ingar um staðina innan seilingar. Flest í
heimi hér þrautkannað og spennufallið eftir
því, gervi- og sýndarveruleiki kominn í stað-
inn og altekur hugi fólks um stund. Umdeil-
anlegt hvort slíkt sé framför með blóðflæði
ævintýrsins í bakgrunni.
En svo er það listin, ævintýralendur henn-
ar óendanlegar, einungis liturinn í sjálfum
sér, áhrif hans og afstaða til skyldra og and-
stæðra póla í litakerfinu spennandi og botn-
laust rannsóknarefni. Sköpunareðli sem öllu
sem hrærist er gefið, einnegin náttúrulegur
heimur tengdur hinu óendanlega og firð al-
heimsins. Flestir sjá þó ekki lengra en niður
fyrir tær sér, en ef tekst að leiða sköp-
unarkraftinn úr læðingi opnast viðkomandi
óvæntar og miklar skynvíddir, nýir heimar
og huldar lendur birtast við sjónrönd.
Hér var mannshugurinn á undan rökfræð-
inni og vísindunum, sem standa loks á þrösk-
uldi þess að ná utan um skilgreininguna á
beislun hinnar algjöru andstæðu efnisins,
and-efni eða antiatóm. Newton skilgreindi
litakerfið út frá vísindalegri rökhyggju, en
Goethe féllst engan veginn á þá þröngu út-
listun og taldi skynjunina og skynfærin hafa
orðið eftir í dæminu. Þá er nokkur spurn
hvort skynjunin sé ekki hliðstæða áður-
nefnds hugtaks; and-efni/ antiatóm.
Einnig að þegar efni og andi mætast verði
til orkuafhleðsla, líkt og gerist um andstæðu-
litirna er þeir rekast saman til að mynda
gult-fjólublátt, ljósasti og myrkasti tónn lita-
kerfisins.
Þessar hugleiðingar sóttu stíft á við end-
urtekna skoðun sýningarinnar í Hafnarborg
því hér hefur óheftur sköpunarkraftur tekið
völd af áþreifanlegum efnisheimi. Flest sem
varð á vegi Elíasar Hjörleifssonar hristi upp
í hugarflugi hans, jafnt í hvunndeginum,
heimsóknir á listsýningar og fyrirbæri á hafi
úti, maurildi, hélog sem og ótakmarkaðar
sjónvíddir. Að því ógleymdu er vinir hans í
hópi listamanna sem aðrir nær og fjær voru
að fást við, loks er fram liðu stundir Ólafur
sonur hans. Og svo kom tölvan með öllum
sínum fjölþættu möguleikum, virkaði eins og
ný og öflug vítamínsprauta.
Eftir að hafa pælt í hinum nær 300 verk-
um á sýningunni, hef ég á tilfinningunni að
Elías hefði að ósekju mátt fara sér hægar og
reyna að beisla þessa ótemju sem valsaði um
í hugarheimi hans og lét hann ekki í friði.
Ekki til ásteytingar að listamaðurinn leitar
víða fanga, að stórum hluta til ýmissa geira
nýja málverksins svonefnda, en maður sakn-
ar þess að hann skyldi ekki gefa sér meiri
tíma til að melta hughrifin og vinna úr þeim.
Rétt hægt að geta sér til hver útkoman
hefði orðið ef Elías hefði gefið brauðstritinu
frí og einbeitt sér alfarið að listinni. Þetta á
einkum við fyrir þá sök að hér var um sjálf-
lærðan listamann að ræða, náttúrubarn en
samt ekki nævista. Í glímunni við liti og og
form skynjar maður einhvern veginn drjúga
löngun til skilnings og þekkingu á þeim
margræðu og flóknu lögmálum sem liggja
hér til grundvallar. Lausnir listamannsins
eru þó iðulega áhugaverðar og þegar best
lætur í hæsta máta athyglisverðar, en full
víða slitnir strengir, eitthvað líkt og að skip
hans taki skyndilega dýfu út á rúmsjó, ný og
óvænt sjónarhorn blasi við. Auðvelt að
álykta að hér hafi hæfileikar ólgað og
kraumað og viljað brjótast fram, gerandinn
átt fullt í fangi með að beisla þá og þó lánast
á stundum. Síðustu árin var það tölvan og
hugmyndafræðin sem tók hug hans allan,
fyrirbærin allt um kring sem honum hugnað-
ist að vinna úr, þar á meðal veltingur skips-
ins og orkunnar sem hann leysir úr læðingi.
Afraksturinn getur að líta á heilum vegg í
Sverrissal sem er samvinnuverkefni þeirra
feðga, einnig í beinni sjónlínu til endaveggj-
ar Apóteksins sýnt á myndbandi hvernig
vinnuferlið fór fram. Hér um ósvikna hug-
myndafræði að ræða og áhrifaríkt að horfa á
myndbandið yfir axlirnar á fólki í troðfullum
salnum við opnunina. En daginn eftir þ.e.
mánudegi þegar enginn var þar inni varð
nokkuð spennufall á gjörninginum, hins veg-
ar um snjalla hugmynd að ræða.
Mjög vel er að sýningunni staðið, uppsetn-
ingin með smíðisverkinu sér á báti, sýning-
arskráin vönduð en þar saknar maður illa
ferlisskrár, upplýsinga um sýningar og verk
í eigu safna. Og á einblöðungi eru engin ártöl
sem gerir skoðendum erfitt fyrir að átta sig
á samhenginu. En í það heila hafa þeir Ólaf-
ur sonur listamannsins og Gunnar Örn sett
saman áhugaverða sýningu og unnið gott
verk.
Elías Hjörleifsson: Myndverk, blönduð tækni. Fyrir miðju má greina þá feðga Elías og Ólaf. Samvinnuverkefni Elíasar og Ólafs sonar hans. Einskonar línurit af veltingi togarans.
„Leikur lífsins“MYNDLISTHafnarborg
Opið alla daga frá 11-17. Lokað þriðjudaga. Til 14.
mars. Aðgangur 300 krónur.
MINNINGARSÝNING/
ELÍAS HJÖRLEIFSSON (1944-2001).
Bragi Ásgeirsson
KRYDD, speglar, fiskar, sjálfs-
myndir, ljósbrot, kýraugu og fiska-
ugu. Í þessu látlausa bókverki eru 33
ljósmyndir sem mynda samfellt
flæði; eins konar svítu eða ljóðræna
frásögn. Myndefnin eru í senn marg-
brotin og hversdagsleg, það sem ein-
kennir þau er leikur að hinu óvænta;
fersk sýn á umhverfið.
Höfundarins, Elíasar Hjörleifs-
sonar, er minnst á veglegan hátt um
þessar mundir. Stór og yfirgripsmik-
il minningarsýning á verkum hans
fyllir nú alla sali Hafnarborgar, og
var sett saman af syni hans, Ólafi
Elíassyni myndlistarmanni. Elías
lést árið 2001, eftir erfiða sjúkdóms-
legu, 57 ára að aldri. Hann var mat-
sveinn að mennt, starfaði sem kokk-
ur á togurum, en jafnframt vann
hann alla tíð að myndrænni sköpun
þótt fæst verka hans hafi komið fyrir
sjónir almennings, fyrr en nú.
Engar skýringar fylgja þessu bók-
verki, What is this, aðrar en að Elías
hafi tekið myndirnar á árunum 1997
til 2001 og hann hafi byrjað að vinna
að bókinni í janúar 2001. Ólafur lauk
bókinni í samstarfi við Önnu Viktor-
íu og Elisabeth, systur sína og móð-
ur hennar, síðar það sama ár. Hún er
prentuð í takmörkuðu upplagi, 300
eintökum, og er til sölu í Hafnar-
borg.
Gunnar Örn myndlistarmaður,
góðvinur Elíasar, hefur lýst því
hvernig hann var sífellt að taka
myndir og fann iðulega ný og óvænt
sjónarhorn í umhverfinu. Það sést
glögglega í þessu verki, þar sem
margar myndanna eru af sjónum;
sýna fugla á flugi kringum togarann,
útsýnið út um kýraugað, karfakös,
undrafiskinn lúsífer og krydd í hillu.
Aðrar myndir eru frá sjúkrahúsinu,
þar sem Elías dvaldi síðustu mán-
uðina sem hann lifði, og sýnir mynd
af matarbökkum sem raðað er á
vegg, hvernig hversdagslífð var hon-
um innblástur til sköpunar. Þá er
rýnt í form í landi og náttúru, eins og
þúfur á velli og þyrrkingslegan
runnagróður.
Þeir feðgar, Elías og Ólafur, héldu
miklu og góðu sambandi, þótt þeir
dveldu löngum hvor í sínu landinu,
og unnu myndverk saman. Í mörg-
um ljósmyndanna má sjá skyldleika
með hugmyndum þeirra, en hér er
ýmiskonar leikur með uppbrot
myndflatarins, ljósbrot og speglanir;
rauðleitur ljóshringur fellur á fiski-
spaða í eldhúsi, ljóshjálmur speglast
í gleri og fyrir utan er dimmur him-
inn, álpappír er brotinn upp og tekin
af honum nærmynd. Útkoman minn-
ir mjög ýmsar hugmyndir sem birt-
ast í verkum Ólafs.
Þetta er heildstætt verk, fljótandi
en samt formrænt, einfalt en megnar
að koma þeim sem skoðar á óvart.
What is this er eins og sjálfsskoðun
listamannsins sem birtist í endur-
teknum speglunum, mundandi
myndavélina, og skúffan með kryddi
og meðlæti sem birtist á fyrstu
myndinni er eins og samnefnari fyrir
heildina: kapers, síróp, sinnep,
sveskjur, arómatkrydd og sojasósa.
Hér er sitt lítið af hverju en efninu
pakkað saman þannig að útkoman er
óvænt og áhugaverð.
Óvænt sjónarhorn
BÆKUR
Ljósmyndir
eftir Elías Hjörleifsson.
Útgefandi: Ólafur Elíasson.
WHAT IS THIS
Opna úr bókverkinu What is this, eftir Elías Hjörleifsson.
Einar Falur Ingólfsson