Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 53

Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 53
Svona lítur plötuumslag nýrrar útgáfu Halldórs Laxness út, sem væntanleg er 9. febrúar. FROSTI Logason, gítarleikari hljómsveitarinnar Mínuss, er mikill aðdáandi fótboltaliðsins Leeds og þá sér í lagi Alans Smiths, sem er ein helsta hetja liðsins. Í tilefni af því að Mínus spilaði í Leeds síð- astliðinn fimmtudag ákvað Frosti að bjóða Alan á tónleikana. „Við buðum honum á tónleika en hann afþakkaði það með þökkum. Hann gat ekki komið á tónleika svona stuttu fyrir leik. Hann bauð okkur í staðinn að koma á völlinn og hitta sig,“ segir Frosti sem þáði boðið – þrjá miða – með þökkum og mætti á svæðið ásamt Bjössa trommuleikara og Mána Péturssyni, umboðsmanni sveitarinnar hérlendis. Þetta er í fyrsta skipti sem Frosti fer á leik með Leeds en hann hefur lengi verið aðdáandi og segist vera gallharður stuðningsmaður. Leikurinn var á laug- ardaginn og mætti liðið Middles- brough. Leikurinn fór þrjú-núll fyrir gestina. „Við skíttöpuðum reyndar og erum að fara að falla um deild. Það er eiginlega öll von úti. En það kemur annað tímabil eftir þetta,“ segir Frosti sem bætir við að óhagstæð úrslit hafi ekkert skyggt á daginn, sem var hin besta skemmtun. „Þetta skemmdi ekkert fyrir, það að hitta sjálfan Alan Smith sló allt út.“ Alan er bindindismaður á áfengi og tóbak og góð fyrirmynd að því leyti en að sama skapi mikill harðjaxl. „Alan Smith er svona holdgerving- ur rokksins í enska fótboltanum,“ segir Frosti. Hann segir Alan hafa komið sérlega vel fyrir og hafa verið almennilegan og skemmtilegan. „Hann var mjög hress og opinn.“ Fékk geisladisk og nærbuxur Strákarnir vilja launa greiðann og buðust til að kynna Ísland fyrir fótboltakappanum ef hann kæmi hingað og var hann áhugasamur um landið. Alan fékk líka áritaðan disk og Mínus-g-streng fyrir kærustuna. „Við erum búnir að láta gera g-strengi fyrir stelpurnar. Okkur fannst nauðsyn- legt að hafa eitthvað að bjóða þeim. Stelpur koma í auknum mæli á Mínus- tónleika til að skemmta sér. Umboðsmað- urinn okkar breski stakk upp á þessu og við erum búnir að selja upp fyrsta upplagið. En það verður prentað meira.“ Tónleikaferðalagið hefur gengið vel og er sveitin búin að heimsækja borgir um allt Bretland. „Við erum búnir að spila á hverju kvöldi síðan við fórum út 22. eða 23. janúar. Á heildina litið er búið að vera mjög góð mæting. Við erum búnir að skemmta okkur rosa vel sjálfir og fullt af fólki í leiðinni. Við höfum farið til allra þess- ara helstu borga eins og London, Manchester, Liv- erpool og Glasgow,“ rifjar Frosti upp. Æfa fimm tíma á dag Þeir komu aftur til London í gærmorgun. „Við erum núna í æfinga- stúdíói að vinna að nýju efni og æfa. Við höldum tón- leika hérna næstu helgi. Við erum skikkaðir til þess að æfa fimm tíma á dag en að öðru leyti höfum við það gott í London,“ segir Frosti en tvennir tónleikar eru eftir af tónleikaferðalaginu. Smáskífan Angel in Disguise kom út í gær og er Frosti glaður yfir því. „Það er skemmtilegt að vera kominn með fyrstu smáskífuna sína,“ segir hann en skífan inniheldur samnefnt lag auk „Nice Boys“, sem Rose Tattoo flutti upprunalega og Guns N’Roses hefur líka tekið, og órafmagnaðrar útgáfu af „Insomniac“. „Alan Smith er svona holdgervingur rokksins í enska fótboltanum,“ segir Frosti í viðtalinu. Mínus á tónleikaferðalagi um Bretland Boðið á leik með Leeds Smáskífan Angel in Disguise er komin út á geisladiski og 7" vínyl í takmörkuðu upplagi. Ný útgáfa breiðskífunnar Halldórs Laxness með fjórum myndböndum sveitarinnar kemur út hjá Sony 9. febrúar í Bretlandi, Írlandi og Ís- landi. www.smekkleysa.net ingarun@mbl.is Reuters MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 53 UNGLINGAHLJÓMSVEITIN B2K, sem hefur reyndar gefið upp önd- ina, er stjarna myndarinnar Dans- keppnin (You Got Served) sem var mest sótta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum. Aðrar myndir byrjuðu ekki eins vel enda er hefð fyrir því að aðsókn sé ekki mikil í kvikmyndahús helgina sem úrslita- leikurinn í bandaríska fótboltanum, Super Bowl, fer fram. Fullt hús stiga (The Perfect Score) með Scarlett Johansson og Eriku Christensen segir frá ung- mennum, sem eru að kljást við sam- ræmd próf, fór beint í fimmta sætið við dræma aðsókn. Hún var eina önnur nýja myndin sem náði inn á topp tíu. Báðar þessar myndir hlutu frem- ur slæma dóma en það bitnaði ekki í sama hlutfalli á aðsókninni. Vin- sældir B2K virðast vera það miklar að sveitin fékk unglingana í bíó um helgina. Myndinni gekk mun betur en Sony bjóst við en undirfyrirtæki þess, Screen Banner stendur á bak við myndina. Stjörnur myndarinnar, Omari „Omarion“ Grandberry, sem yf- irgaf B2K fyrir mánuði og ætlar að starfa sóló, og aðrir fyrrverandi sveitarmeðlimir Jarell „J-Boog“ Houston, DeMario „Raz-B“ Thorn- ton og Dreux „Lil’ Fizz“ Frederic leika götudansara í Los Angeles. Segir myndin frá danskeppnum milli hópa í borginni. Tilnefningar til Óskars- verðlaunna höfðu líka áhrif. Loka- kafli Hringadróttinssögu er þar fremstur í flokki en myndin er í fjórða sætinu og er orðin vinsæl- asta myndin í þessum þríleik. Búið er að fjölga á ný kvik- myndahúsum sem sýna mynd Clints Eastwoods, Dulá (Mystic River), sem hreppti líka margar tilnefn- ingar. Er hún í níunda sæti en 17 vikur eru síðan hún var frumsýnd. „Svo virðist sem fólki finnist það hafa misst af einhverju og ákveði að fara á myndina í bíó í stað þess að bíða eftir að hún komi á mynd- band,“ útskýrir Jeff Goldstein sölu- stjóri myndarinnar. Dansað á toppnum                                                                                    !        " # $  %  & '  ( #   ) * % +            ,-./ ,/., ,/./ 0.1 0./ 2.- 2.0 2.0 2.2 2., ,-./ --.3 14.2 120.1 0./ 00.2 53.3 ,1.2 -2.6 ,45.3 Unglingahljómsveit leikur í kvikmynd 31.01. 2004 8 5 8 1 1 3 3 8 6 6 5 30 32 33 38 27 28.01. 2004 5 8 12 13 36 39 24 47 FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR Í NÆSTU VIKU! VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4507-4300-0029-4578 4741-5200-0002-5562 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. SMS tónar og tákn KRINGLAN Sýnd kl. 6. Enskt. tal. ÁLFABAKKI kl. 3.50. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Forsýning kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! ÁLFABAKKI kl. 3.40. Ísl. tal. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Stórskemmtileg og sprenghlægileg gamanmynd með Eddie Murphy sem kemst í hann krappann ásamt fjölskyldu sinni þegar þau gista á gömlu draugasetri! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Frá framleiðendum FourWeddings, Bridget Jones & Notting Hill GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.isHJ.MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. FORSÝNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.