Morgunblaðið - 03.02.2004, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 19
www.lyfja.is
Þyrstir húð þína í meiri raka?
Hydra Complete Multi-Level Moisturizers
eru nýir og öflugir rakagjafar frá ESTÉE LAUDER.
Loksins geturðu mettað húð þína af raka, svo henni líði eins og
best verður á kosið. Steinefnaríkt bio-vatnið slekkur þorsta hennar
þegar í stað jafnvel þótt hún sé sárþyrst og einstök Hydra-
Insulation TM-tæknin stuðlar að jafnvægisstýringu til frambúðar.
Rétt rakastig húðarinnar gerir það að verkum að hún er alltaf mjúk og slétt og lífleg.
Fæst sem krem eða húðmjólk fyrir venjulega/blandaða húð og sem krem fyrir þurra húð.
Sérfræðingur frá Estée Lauder verður í:
Lyfju Lágmúla, þriðjudag kl. 13-18
Lyfju Smáratorgi, miðvikudag kl. 13-18
Lyfju Garðatorgi, fimmtudag kl. 13-18
Lyfju Setbergi, föstudag kl. 13-18
Lyfju Laugavegi, laugardag kl. 12-16
www.esteelauder.com
Garðabær | Stór hluti nemenda í 9. og 10.
bekk Garðaskóla hefur þegar lokið námsefni
síns árgangs í einhverju fagi. Allstór hópur ní-
undu bekkinga hefur sótt um að fá að taka
samræmt próf í vor en þau eru almennt tekin í
tíunda bekk. Ríflega 40% nemenda í 10. bekk
leggja stund á námsefni framhaldsskóla í einu
eða fleiri fögum. Í Garðaskóla stunda nám tólf
til sextán ára nemendur úr Garðabæ og af
Álftanesi.
Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla,
segir eina ástæðu þessa góða árangurs nem-
enda í skólanum þá að í skólanum hafi í mörg
ár verið við lýði svonefnt ferðakerfi í níunda og
tíunda. „Það er eins konar áfangakerfi, þar
sem krakkarnir geta farið með sínum hraða,
samkvæmt sinni frammistöðu og valið að ljúka
námi fyrr en venjulegt getur talist,“ segir
Ragnar. Hann segir allmarga nemendur í skól-
anum þreyta samræmd próf í ákveðnum grein-
um upp úr níunda bekk. „Síðan setjast nem-
endur í framhaldsskólaáfanga hér í
Garðaskóla og geta því lokið fimmtán til átján
einingum af framhaldsskólaefni í skólanum.“
Eins og áður segir fást um fjörutíu prósent
tíundu bekkinga Garðaskóla við framhalds-
skólaefni af einhverju tagi. Tæpur þriðjungur
nemenda í níunda bekk er einnig farinn að
sækja í námsefni tíunda bekkjar, þó að ekki
séu allir skráðir í samræmd próf.
„Garðaskóli hefur þá sérstöðu að vera með
unglinga, við tökum við krökkunum tólf ára og
útskrifum þá sextán ára,“ segir Ragnar.
„Þetta eru sjöhundruð og fjörutíu unglingar
bæði úr Garðabæ og af Álftanesi. Og við höfum
þá möguleika að ráða kennara sem hafa
menntun og færni til að sinna þessari
kennslu.“
Tími afburðanemenda nýttur
Ferðakerfið hefur verið við lýði frá því að
Garðaskóli var með fjölbrautadeild, en Fjöl-
brautaskólinn í Garðabæ óx upp úr Garða-
skóla, fyrst sem sérdeild í gagnfræðaskól-
anum. „Garðaskóli er trúlegast eini
grunnskólinn sem hefur útskrifað stúdenta.
Þeir fengu að vísu prófskírteini frá Flensborg-
arskóla, því grunnskólinn mátti ekki gefa þau
út,“ segir Ragnar og bætir við að einn stærsti
kosturinn við að hafa þessa leið í grunnskól-
anum sé að kennarar finna fyrir því að metn-
aður nemenda til náms er áberandi. „Þetta
dregur einnig úr tilteknum agavandamálum
sem tengjast námsleiða og því að nemendur
sjái ekki tilgang með skólanámi. Síðast en ekki
síst nýtum við tíma afburðanemenda og nem-
enda sem vilja sinna náminu betur.
Kosturinn við að gera þetta í grunnskól-
anum er fyrst og fremst sá að krakkarnir
halda sínu félagslega umhverfi með sínum
jafnöldrum og er ekki ýtt inn í félagslíf eldri
nemenda. Krakkar í grunnskóla eru margir
tilbúnir að fást við stúdentsprófsefni í stærð-
fræði þó að þeir séu ekki tilbúnir til alls þess
sem félagslíf framhaldsskólans felur í sér,“
segir Ragnar.
Breidd í krafti fjölmennis
Kennarar í Garðaskóla eru, að sögn Ragn-
ars, vel í stakk búnir til að kenna námsefni
framhaldsskóla. „Við getum boðið nemendum
okkar þetta kerfi í krafti fjölmennisins. Við
höfum mikla breidd í kennaraliðinu og marga
vel menntaða og færa kennara sem geta vel
kennt námsefni framhaldsskólans. Það er ekki
endilega sjálfgefið í fámennari skólum. Við
teljum að kerfið hafi almennt góð áhrif á starf
skólans. Við leggjum mikla áherslu á að styðja
þá nemendur sem þurfa á aðstoð að halda í
náminu og við viljum líka geta sinnt þeim vel
sem eiga auðveldar með nám og vilja leggja
mikið á sig. Markmiðið er að koma til móts við
alla nemendur með verkefnum sem hæfa getu
þeirra og áhuga,“ segir Ragnar að lokum.
Stór hluti eldri nemenda í Garðaskóla lærir námsefni á framhaldsskólastigi
Ragnar Gíslason ásamt Kristínu Bjarnadóttur stærðfræðikennara og dugmiklum nemanda.
Morgunblaðið/Þorkell
Áhugasamir nemendur: Í Garðaskóla eru nemendur ekki stöðvaðir af vegna velgengni.
Dregur úr agavandamálum unglinga
Miðbær | Traust og gott skautasvell hefur myndast á Reykjavíkurtjörn í
frostinu undanfarið og hafa skautaiðkendur verið ófeimnir við að notfæra
sér það, sérstaklega um helgina. Í gærmorgun var svellið fyrir neðan
Tjarnargötu pússað og eru aðstæður til skautaiðkunar því með besta móti
þessa dagana. Þessir ungu og tápmiklu hnokkar létu sig ekki vanta með
knattleikskylfurnar og skemmtu sér konunglega á nýpússuðu svellinu eftir
skóla í gær.
Táp og fjör
á Tjörninni
Morgunblaðið/Jim Smart
Ný lögreglubifreið | Lögreglan í
Bessastaðahreppi, Garðabæ og
Hafnarfirði hefur fengið til afnota
lögreglubifreið sem sérstaklega er
útbúin til umferðareftirlits. Í bifreið-
inni eru ratsjárhraðamælitæki af
fullkomnustu gerð, myndbands-
upptökuvél og hljóðupptökubún-
aður, sem tekur upp viðræður lög-
reglumanns og ökumanna sem
stöðvaðir eru vegna umferð-
arlagabrota. Þessi búnaður gerir
það kleift að einn lögreglumaður
getur sinnt umferðareftirliti hverju
sinni. Þannig næst betri nýting
mannafla í umdæminu.
Reykjavík | Félagsmálaráð og
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur
hafa sett með sér reglur um verka-
skiptingu. Samkvæmt þeim mun Fé-
lagsmálaráð m.a. fara með stefnu-
mörkun og -mótun og gerð fram-
kvæmdaáætlunar auk rannsókna og
kannana. Barnaverndarnefnd mun
aftur á móti annast eftirlit með að-
búnaði, hátterni og uppeldisskil-
yrðum barna. Borgarhlutaskrifstofur
munu m.a. annast ráðgjöf og mat
mála auk viðveru í skýrslutöku.
Verkaskipting
ákveðin