Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 4

Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, segist líta það mjög alvarlegum augum að hvorki hann né embætti forseta Íslands hafi verið látið vita af fundi sem haldinn var í ríkisráði á sunnudag, á 100 ára afmæli heimastjórnar. „Ég hafði ekki hugmynd um að það stæði til að halda fund í ríkisráði og það hafði aldrei verið á það minnst, hvorki við mig né við skrif- stofu forsetaembættisins og ég vissi ekki af honum fyrr en hann hafði verið haldinn,“ sagði Ólafur Ragnar, sem staddur er í Banda- ríkjunum, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þau rök ríkisráðsritara að for- setinn hafi ekki verið við störf og því ekki látinn vita af fundinum segir Ólafur Ragnar ekki gild. „Ef mér hefði verið tilkynnt [um fund- inn] hefði ég að sjálfsögðu komið til landsins og stýrt fundinum. Það er ein af æðstu embættisskyldum forsetans að stjórna fundum í rík- isráði og ég tek þá skyldu mjög al- varlega.“ Má ekki verða fordæmi Ólafur segir fundi í ríkisráði haldna sjaldan og að til þeirra sé boðað með löngum fyrirvara. „Ég tel að það megi ekki verða fordæmi að það séu boðaðir skyndifundir í ríkisráði og forset- inn ekki látinn vita af þeim. Það er búinn að vera langur tími til að undirbúa dagskrá þessa dags [af- mæli heimastjórnar] og í öllum þeim mikla undirbúningi var aldrei minnst einu orði á fund í ríkisráði.“ Ólafur segist hafa átt fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í síðustu viku þar sem rætt var um viðburði í tengslum við afmæli heimastjórnar en „í því samtali var ekki minnst einu orði á það að hug- myndir væru að halda fund í rík- isráði“. Ólafur segir að hafa beri í huga að ríkisráðið sé æðsta stofnun lýð- veldisins og forsetinn sé þar í forsæti og stýri fundum ríkis- ráðs. „Það ber ekki að halda fundi í ríkisráði án forsetans nema að mjög illri nauðsyn, eða mjög brýnt sé og gjör- samlega sé ófram- kvæmanlegt að hafa samand við forsetann. En á þessari öld fjar- skipta og annarra tengsla þá hefði verið hægur vandi að láta mig eða forsetaemb- ættið og skrifstofu forseta vita að það stæði til að halda rík- isráðsfund.“ Ólafur Ragnar segir þau rök Ólafs Davíðssonar ríkisráðsritara í Morgunblaðinu í gær að ekki hafi verið haft samband við forsetann þar sem hann hafi ekki verið við störf og handhafar forsetavalds gegnt störfum hans á meðan, ekki standast. Þó að forsetinn hafi verið erlendis sé það engin afsökun fyrir því að láta hann ekki vita. „Því ef það ætti að beita þeim rökum þá væri hægt að kalla ríkisráðsfundi í skyndi saman hvenær sem forsetinn væri erlend- is án þess að láta hann vita. Það sér það hver heilvita maður að það væri ekki heil brú í slíkri stjórnskipan.“ Spurður um hvort forsetinn eða skrif- stofa forsetaembættisins muni bregðast á einhvern hátt við mál- inu segir Ólafur að hann muni ræða málið m.a. við forsætisráð- herra. „Við ræðum mörg mál og ég mun að sjálfsögðu ræða þetta eins og önnur.“ Forsetinn fékk vitneskju um ríkisráðsfund þegar hann var afstaðinn Ólafur Ragnar Grímsson Engin afsökun að forset- inn hafi verið erlendis HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, sem sat í forsæti ríkisráðs- fundar á sunnudag í fjarveru forseta Ís- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, segir við- brögð forsetans í fjöl- miðlum vegna fundar- ins hafa komið sér verulega á óvart. „Mér finnst fundurinn hafa verið það sjálfsagður að forsetinn hefði get- að sagt sér það sjálf- ur,“ sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann tel- ur að boðað hafi verið til fundarins með eðlilegum fyrir- vara. „Það er ósköp eðlilegt að fundur sé haldinn í ríkisráði í tilefni af því að það eru 100 ár liðin síðan við fengum ís- lenskan ráðherra og þingræði var staðfest á Íslandi, aðeins þremur árum síðar en í Dan- mörku. Þetta eru mikil tímamót og ég var satt að segja undrandi þeg- ar mér var sagt frá því í janúar að forseti Ís- lands hygðist vera í Bandaríkjunum næstu vikur. Mér finnst óhjákvæmilegt annað en að halda hátíðarfund í rík- isráði af þessu tilefni og staðfesta þar reglugerð um Stjórnarráð Ís- lands. Undrandi á viðbrögðum forsetans Þessi fundarboð voru alveg með eðlilegum fyrirvara. Við handhafar forsetavalds göngum auðvitað í þau verk hverju sinni sem falla undir embætti forseta Íslands. Við förum með vald forseta Íslands þegar hann er erlendis og við tökum það svo al- varlega á Alþingi að jafnvel þótt for- setinn sé hér á landi þá er föst regla að ævinlega skuli einhver úr forsæt- isnefnd vera á landinu ef eitthvað óvænt kæmi upp á.“ Halldór segir viðbrögð Ólafs Ragnars í fjölmiðlum vegna málsins koma sér mjög á óvart. „Það gerðist ekki nokkur skapaður hlutur fyrsta febrúar sem hann átti ekki að geta séð fyrir af reynslu sinni og þekk- ingu, bæði á íslenskum stjórnarhátt- um og líka getur honum ekki komið á óvart að þess sé minnst í ríkisráði að 100 ár eru síðan þingræði var stað- fest. Ég veit ekki betur en honum hafi verið kynntar fyrir einhverjum vik- um þær hugmyndir sem þá voru uppi um það um hvernig haldið yrði upp á þennan dag. Ég er undrandi á því að hann skuli tala eins og hann hefur gert vegna þess að ég sé ekki að það sé tilefni til þess.“ Halldór Blöndal um ummæli forsetans vegna ríkisráðsfundarins Hefði átt að geta séð fund á þessum tímamótum fyrir Halldór Blöndal TVEIR menn voru í gær handteknir vegna ráns í verslun 10–11 við Bar- ónsstíg á sunnudagskvöld. Annar mannanna rændi verslunina rétt fyrir kl. 23 vopnaður kylfu. Hann hótaði af- greiðslumanni með kylfunni og barði með henni í kassaborðið til að undir- strika orð sín. Komst hann á brott með óverulegar fjárhæðir og lagði á flótta í bíl. Hinn maðurinn ók bílnum. Starfsmaðurinn var með öryggis- hnapp og náði að kalla til öryggisvörð með því að ýta á hnappinn og kom hann á staðinn eftir örfáar mínútur. Öryggisvörðurinn sá ræningjann hverfa á brott í bíl og varð það til þess að lögregla náði ræningjanum og vit- orðsmanni hans. Fjórir menn voru í fyrstu hand- teknir, allir um og yfir þrítugt og hafa komið við sögu lögreglunnar áður í fíkniefna- og auðgunarbrotamálum. Rannsókn var haldið áfram um nótt- ina sem leiddi að lokum til þess að málið var upplýst. Náðu aðeins skiptimynt Ræninginn hafði einungis skipti- mynt upp úr krafsinu, segir Guð- mundur K. Reynisson, framkvæmda- stjóri 10–11-verslananna, og þakkar hann það nýjum seðlageymslum sem teknar hafa verið í notkun í öllum verslunum 10–11. Seðlageymslurnar eiga að tryggja að aldrei sé eftir miklu að slægjast fyrir ræningja. „Þetta er fyrsta ránið í verslunum okkar eftir að við settum upp seðla- geymslurnar. Nú trúum við ekki öðru en að þessum ófögnuði fari að linna þegar menn sjá að það er ekkert að hafa hjá okkur,“ segir Guðmundur. Tveir menn handteknir vegna ráns í 10–11 SAMTÖK verslunar og þjónustu, SVÞ, telja brýnt að bæta meðferð lög- reglu og dómsvalda vegna þjófnaða í verslunum. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir að kærur séu oft látnar falla niður nema um sé að ræða alvarleg og endurtekin brot og því komist ítrekað upp með búðarþjófnaði. Hann segir forráða- menn margra aðildarfyrirtækja SVÞ hafa upplýst sig um að vart væri við vaxandi fjölda þessara brota. Sigurður kveðst þó ekki hafa tölur á hraðbergi en hann segir að svo virð- ist sem nokkrir hafi samvinnu um til- raunir til þjófnaða og gengið sé skipu- legar til verks í þessum efnum en fram til þessa. „Flestar verslanir hafa þá reglu að kalla til lögreglu í hvert sinn sem þjóf- ur er staðinn að verki, hvort sem um er að ræða starfsmenn, viðskiptavin eða aðra óboðna gesti,“ segir m.a. á vefsíðu SVÞ. „Mörgum stjórnendum verslana þykir hins vegar viðbrögð og öll málsmeðferð lögregluyfirvalda vera seinvirk og flest mál af þessu tagi sem koma til kasta saksóknara eru látin niður falla án refsingar. Slík skilaboð dómsmálayfirvalda til þjófa eru frekar til þess fallin að fjölga af- brotum af þessu tagi en fækka þeim,“ segir einnig. Framkvæmdastjóri SVÞ segir til skoðunar hjá samtökunum að kanna leið sem Bretar hafa farið til að mæta þessum vanda. Felst hún í því að starfsmönnum verslana er heimilt að skrá nafn og aðrar upplýsingar um meintan þjóf og krefja hann um greiðslu fyrir skaða sem hann hefur valdið. Afrit af skránni fari til lög- reglu og ekki sé kært nema hinn meinti þjófur neiti ásökunum og fall- ist ekki á hina borgaralegu sátt sem svo er kölluð. Vilja breytta meðferð vegna búða- þjófnaða ÚTIBÚSSTJÓRI KB banka í Borg- arnesi, Kristján B. Snorrason, hætti í gær störfum eftir að hafa verið boð- aður í höfuðstöðvar bankans í Reykjavík á föstudag og honum til- kynnt þar fyrirvaralaust uppsögn. Kristján staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagði hann tíð- indin hafa komið sér verulega á óvart. Hann sagði rekstur útibúsins hafa gengið vel, en Kristján hefur stýrt því frá stofnun þess í Borgar- nesi fyrir tólf árum. Ekki náðist í bankastjóra KB banka en Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, sagði ekkert óeðlilegt við það að bankinn gerði breytingar á stjórnun þeirra 38 útibúa sem starfrækt væru um allt land. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. KB banki segir upp útibús- stjóra í Borgarnesi MENN og dýr gerðu sér glaðan dag á Rauðavatni í gær. Kalt var í veðri en logn og því tilvalið að skella sér á skauta eða á hestbak á ísilögðu vatninu. En skjótt skipast veður í lofti. Búist var við stormi víða um land í nótt, snjókomu á norð- anverðu landinu og slyddu eða rigningu austanlands. Veðurstofan spáir því að víða verði frostlaust sunnan- og austanlands en annars staðar vægt frost. Morgunblaðið/Þorkell Spáð stormi og hlýnandi veðri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.