Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MÁLIÐ ALVARLEGT
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, segist líta það alvarlegum
augum að hann hafi ekki verið boð-
aður til ríkisráðsfundar sem haldinn
var sl. sunnudag. Hann segir það
enga afsökun að hann hafi ekki verið
boðaður sökum þess að hann var er-
lendis. Halldór Blöndal, sem sat í
forsæti fundarins í fjarveru Ólafs,
segir viðbrögð forsetans koma sér á
óvart.
Bíður aftur eftir nýju hjarta
Helgi Einar Harðarson, rúmlega
þrítugur Grindvíkingur, bíður þess
öðru sinni að fá grætt í sig hjarta en
í júní árið 1989 var hann annar Ís-
lendingurinn á eftir Halldóri Hall-
dórssyni sem fór í hjartaígræðslu á
Brompton-sjúkrahúsinu í London.
Útilokar kaup KB á SPRON
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hefur feng-
ið heimild þingflokks sjálfstæðis-
manna til að leggja fram frumvarp
sem útilokar að KB banki eignist
SPRON. Þingflokkur Samfylkingar
hefur samþykkt að styðja frum-
varpið sem verður rætt í viðskipta-
og efnahagsnefnd og á ríkisstjórn-
arfundi í dag.
Rannsaka leyni-
þjónustugögn
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hyggst láta hefja víðtæka og
óháða rannsókn á gögnunum sem
bandarískar leyniþjónustustofnanir
lögðu fram fyrir innrásina í Írak.
Þetta er gert í ljósi þess að engin
gereyðingarvopn hafa fundist þar.
Landtökubyggðir rýmdar
Ariel Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, hefur fyrirskipað að rýma
skuli 17 landtökubyggðir á Gaza-
svæðinu. Talsmenn landtökumanna
eru æfir vegna þessa og hóta að gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að
fella stjórnina.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 28
Viðskipti 14 Viðhorf 32
Erlent 15/17 Minningar 34/37
Heima 18 Kirkjustarf 39
Höfuðborgin 19 Bréf 42
Akureyri 20 Dagbók 44/45
Suðurnes 21 Sport 46/49
Austurland 22 Kvikmyndir 50
Landið 23 Fólk 50/53
Daglegt líf 24 Bíó 50/53
Listir 25/26 Ljósvakar 54
Umræðan 27/32 Veður 55
* * *
Kynning – Með blaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið Sparimagasín.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
KUONI
nemur land!
Straumhvörf í íslenskri
ferðaþjónustu
Kíktu í heimsókn
BANASLYS varð í umferðinni í Reykjavík
þegar fólksbíll og stór sendiferðabíll lentu
saman á Höfðabakka við Árbæjarsafn rétt
fyrir 10 í gærmorgun.
Hinn látni hét Viðar Óskarsson, til heim-
ilis í Glæsibæ 14. Viðar var 63 ára gamall og
lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin
börn.
Bílarnir voru að koma hvor úr sinni átt-
inni þegar þeir lentu saman. Ökumaður
fólksbílsins lést í slysinu, en hann var einn í
bílnum. Ökumaður sendiferðabílsins slasað-
ist einnig og var fluttur með sjúkrabíl á
bráðamóttöku, en hann var að sögn lögreglu
ekki talinn alvarlega slasaður.
Tildrög slyssins eru óljós og eru þau í
rannsókn hjá rannsóknarnefnd umferðar-
slysa. Höfðabakki, milli Bæjarháls og
Stekkjarbakka, var lokaður í um tvær
klukkustundir eftir slysið.
Morgunblaðið/Júlíus
Fólksbíllinn sem lenti í slysinu var gjörónýtur eftir harðan árekstur.
Lést í umferðar-
slysi á Höfðabakka
Viðar Óskarsson
SINNEPSGAS hefur fundist í
sprengikúlu á Íslandi þó langt sé um
liðið og olli hún slysi á sínum tíma.
Talið var í fyrstu að sinnepsgas væri í
sprengikúlunum sem Íslendingar
fundu í Írak 9. janúar síðastliðinn.
Síðar kom þó í ljós að sprengikúl-
urnar innihéldu ekki eiturefni.
Sinnepsgas var í sprengikúlu sem
kom upp af botni Faxaflóa 1959–60
þegar dælt var upp skeljasandi til
nota í Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi. Sprengikúlan sprakk þeg-
ar unnið var með sandinn í verksmiðj-
unni og slasaði einn mann.
Sigmundur Guðbjarnason prófess-
or, sem var fyrsti framleiðslustjóri
Sementsverksmiðjunnar, sagði, að
skeljasandi fyrir verksmiðjuna hefði
verið dælt upp af botni Faxaflóans.
Með sandinum hefði komið upp lítill
hlutur sem hefði farið með sandinum
á færibandi inn í verksmiðjuna. Þar
hefði hluturinn stíflað kvörn sem
hefði haft það hlutverk að mala grjót
sem var of stórt en hafði komist í
gegnum þar til gerða síu. Einn starfs-
manna hefði reynt að losa hlutinn úr
kvörninni og þá hefði hluturinn
sprungið framan í hann og í ljós hefði
komið að um sinnepsgassprengju var
að ræða. Maðurinn hefði lifað af en
hefði þurft að vera á sjúkrahúsi dá-
góðan tíma.
Sigmundur sagði að talið hefði ver-
ið að um sprengju hefði verið að ræða
sem komið hefði hingað til lands með
Bretum í síðari heimsstyrjöldinni og
hefðu þeir fleygt henni í Faxaflóann
þegar þeir fóru héðan af landi brott.
Sinnepsgassprengja
sprakk í Sementsverk-
smiðjunni fyrir 40 árum
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
segist í pistli á vefsíðu sinni meta það svo að fyr-
irtækið Atlantsál, sem ráðgert hefur byggingu ál-
vers við Húsavík, uppfylli ekki þær kröfur sem
gera verði til þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið eigi
samstarf við um stóriðjukosti. Fram kemur að
stjórnvöld hafi lagt umtalsverða fjármuni í rann-
sóknir vegna þessa verkefnis og beinn kostnaður
MIL, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og
Landsvirkjunar, hafi verið um 37 milljónir króna.
„Að mínu mati hefur fyrirtækið hvorki fjárhags-
lega burði né tæknilega getu til verkefnisins og
hefur samstarfinu því verið slitið. Forsvarsmönn-
um fyrirtækisins hefur verið gerð grein fyrir
þessu. Fjárhagsstaða Altech réði engu um afstöðu
ráðuneytisins enda um annan aðila að ræða,“ segir
Valgerður m.a. og er þar að svara frétt sem birtist
í Morgunblaðinu sl. föstudag. Segir hún að þar hafi
verið gefið í skyn að það standi á samþykki iðn-
aðarráðuneytisins svo Atlantsál geti haldið áfram
undirbúningi við byggingu álvers við Húsavík. Öll-
um sé frjálst að undirbúa byggingu álvers, til þess
þurfi ekki samþykki eða leyfi frá ráðuneytinu.
Valgerður rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi
verið gerðir samningar við Atlantsál um hag-
kvæmniathugun á álvinnslu í Eyjafirði eða við
Húsavík og súrálsvinnslu við Húsavík. Síðla árs
2002 hafi vaknað efasemdir hjá MIL um getu Atl-
antsáls til að koma verkefninu í höfn. Efasemd-
irnar hafi leitt til þess að MIL óskaði eftir endur-
skoðun á samningum við Atlantsál í ársbyrjun
2003. Skilyrðum MIL fyrir endurnýjun samninga
hafi Atlantsál ekki náð að fullnægja. Síðan segir
Valgerður að um mitt síðasta ár hafi fulltrúar Atl-
antsáls ákveðið án samráðs við ráðuneytið og MIL
að fresta frekari undirbúningi að súrálsverk-
smiðju en lagt áherslu á að flýta undirbúningi ál-
vers svo það gæti tekið til starfa á undan álveri Al-
coa. Ráðherra segir að sú tímasetning hafi að mati
orkufyrirtækja verið „með öllu óraunhæf“.
„Ráðuneytið metur það svo að ekki sé verið að
kynna fjárfestahóp, heldur hóp aðila sem lýsa yfir
áhuga á verkefninu. Allar skuldbindingar af hálfu
fyrirtækjanna vantar, auk þess sem reynsla þeirra
af áliðnaði er mjög takmörkuð. Ráðuneytið metur
það svo að þessi hópur sé ekki líklegur til þess að
ná samningum við banka um fjármögnun verkefn-
isins,“ segir Valgerður á vefsíðu sinni.
Iðnaðarráðherra um fyrirtækið Atlantsál sem vill reisa álver við Húsavík
Hefur hvorki fjárhagslega
burði né tæknilega getu
ELSTI núlifandi Íslendingurinn,
Guðfinna Einarsdóttir, varð 107
ára í gær, 2. febrúar. Hún býr í
Reykjavík á
heimili dóttur
sinnar, Jóhönnu
Þorbjarnar-
dóttur, og að
sögn Jóhönnu
var heitt á könn-
unni í gær fyrir
þá sem litu í
heimsókn. Að
öðru leyti hefði
ekki verið haldið
sérstaklega upp á daginn.
Jóhanna segir móður sína við
þokkalega heilsu, sjónin sé farin að
daprast en hún fari daglega á fætur
og gangi um íbúðina með göngu-
grind við hönd. Að öðru leyti sé hún
sæmilega ern og kippi sér ekki mik-
ið upp við það að vera orðin elst Ís-
lendinga.
Guðfinna er fædd á Leysingja-
stöðum í Dalasýslu 2. febrúar árið
1897 og ólst upp þar um slóðir. Hún
var um tíma í vist í Reykjavík og
gekk í kvennaskólann á Blönduósi.
Í rúm 20 ár var hún hússtýra á
heimili Sigurðar Sigurðssonar í
Hvítadal en undanfarna rúma þrjá
áratugi hefur hún búið á heimili Jó-
hönnu, dóttur sinnar, í Reykjavík.
Auk Guðfinnu er önnur kona á
lífi sem fædd er árið 1897 en hún
verður 107 ára í ágústmánuði næst-
komandi, samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofunni.
Elsti Ís-
lendingur-
inn 107 ára
Guðfinna
Einarsdóttir