Morgunblaðið - 03.02.2004, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍKJAMENN eru reiðir Jan-
et Jackson fyrir að hafa berað annað
brjóst sitt á meðan hún flutti lag
ásamt Justin Timberlake í hléi úr-
slitaleiksins, Super Bowl, í banda-
ríska fótboltanum NFL. Undir lok
lagsins „Rock Your Body“ svipti
Justin á brott leðurbrjóstahaldara
öðrum megin um leið og þau sungu:
„Gonna have you naked by the end of
this song“ eða „ég ætla að klæða þig
úr öllu áður en lagið er úti.“ Búast
má við því að um hundrað milljónir
manna hafi fylgst með þessu atviki.
Þótti mörgum það auka enn á
hneykslunina að geirvarta Jackson
var skreytt með skartgrip er minnti
á sól. Það má þó segja henni til varn-
ar að gripurinn skyggði á geirvört-
una og gerði þetta bærilegra fyrir
viðkvæmustu áhorfendurna.
Sjónvarpsstöðin CBS sem var með
þessa beinu útsendingu frá leiknum í
Houston hefur beðist afsökunar á at-
vikinu. „CBS þykir þetta mjög leitt.
Við fylgdumst með æfingum í vik-
unni og aldrei var gefið til kynna að
neitt þessu líkt myndi gerast. Við
biðjum alla þá sem tóku þetta nærri
sér afsökunar.“ Úrslitaleikur þessi er
með vinsælasta sjónvarpsefni í land-
inu og hringdu fjölmargir reiðir
áhorfendur og kvörtuðu við stöðina.
Haft er eftir bæði Janet og Justin
að þessi sýning á holdi hafi verið al-
veg óvart. En á vef MTV var ýjað að
því að eitthvað hneykslanlegt myndi
eiga sér stað í flutningum hjá Janet.
Tónlistarsjónvarpsstöðin sá um
þessa útsendingu en MTV er í eigu
Viacom, sem er móðurfyrirtæki
CBS. Ólíklegt þykir að MTV eigi aft-
ur eftir að sjá um skemmtun í hléi í
úrslitaleiknum, samkvæmt tilkynn-
ingu frá NFL.
Sýning í hléi úrslitaleiksins í bandaríska fótboltanum
Janet
berar sig
Reuters
Nektarsýning Jackson og Timberlakes féll ekki öllum áhorfendum í geð.
FLUGAN er sveit frá Suðurnesj-
um og eiga meðlimir rætur í Sand-
gerði. Háaloftið er þeirra fyrsti
hljómdiskur, æði
misjafn að gæðum
og hallar reyndar
meira niður á við
en upp, því miður.
Á ferðinni er órætt,
íslenskt melódískt
popprokk sem dregur áhrif frá hinu
og þessu en enginn einn áhrifavaldur
er ráðandi og má svo sem líta á það
sem kost.
Vel frambærilegt og fagmannlega
unnið umslagið, saman með þekkt-
um gestum blekkir mann í fyrstu
(Guðmundur Kristinn Jónsson, Fálki
með meiru, kemur mikið að plötunni
og Ragnheiður Gröndal, sem var
næsta óþekkt er platan var gerð,
syngur bakraddir). Innihaldið er
nefnilega að mestu leyti hvorki fugl
né fiskur, mestanpart vegna laga-
smíðanna sem eru fremur óásjáleg-
ar. Platan byrjar reyndar á jákvæðu
nótunum, „Stillimynd“ hefst á kröft-
ugum tæknótöktum en leiðist svo út
í hressan popp/rokkara sem er ágæt-
lega yfir meðallagi. Strax á eftir
kemur „Drama“ sem er andvana
fætt og kraftlaust. Titillagið setur
Fluguna aftur á loft með skemmti-
legu, nánast sérkennilegu gítarmilli-
spili. „Í draumi“ er svo sem ágætt
lag, en afskaplega illa sungið. Þar
erum við komin að öðrum, frekar
stórum lesti sem hrjáir plötuna.
Söngvarinn er með afskaplega mátt-
litla rödd og einkar litlausa. Restin
af plötunni eru svo rislitlar og lítt
eftirminnilegar poppsmíðar.
Ragnheiður Gröndal er sögð
radda hér í einum fjórum lögum.
Samt heyrist nánast ekkert í henni?!
Það hefði kannski bjargað einhverju
ef það hefði verið hækkað dálítið í
stúlkunni.
Spilamennskan er ágæt út í gegn,
sérstaklega á trymbillinn oft góða
spretti. Samkvæmt upplýsingum
mínum byggist Flugan upp í kring-
um gamlan vinahóp sem hefur haft
gaman af því að djamma saman og
spila í gegnum árin. Í raun hefði ver-
ið mun skynsamlegra að halda þess-
um smíðum enn um sinn í æfinga-
herberginu. Því þótt meiningin sé
góð er Háaloftið varla barn í brók.
Tónlist
„Og þó ég ei
til annars
mætti
duga …“
Flugan
Háaloftið
Geimsteinn
Fluguna skipa Guðmundur Skúlason,
Kristinn H. Einarsson, Ólafur Þór Ólafs-
son og Smári Guðmundsson. Þeim til að-
stoðar voru Guðmundur Kristinn Jónsson,
Guðmundur Freyr Vigfússon, Ágúst Þór
Benediktsson, Heiðmundur B. Clausen,
Karl Óttar Geirsson, Ragnheiður Gröndal
og Vilberg Ólafsson. Öll lög eru eftir með-
limi utan að Guðrún Lára Baldursdóttir á
hlut í einu lagi. Upptökustjórn var í hönd-
um Guðmundar Kristins Jónssonar og
Flugunnar. Guðmundur tók upp.
Arnar Eggert Thoroddsen
Flugan nær ekki flugi á Háaloftinu.
ÞAÐ voru Svíar sem sópuðu að sér
flestum verðlaununum í lokahófi
kvikmyndahátíðarinnar í Gauta-
borg, sem fram fór á laugardags-
kvöldið. Þar sem norræn kvik-
myndagerð er í brennidepli á
söludeildardögum hátíðarinnar voru
margir alþjóðlegir gestir í hófinu.
Átta myndir um hituna
„Kvikmyndarefurinn“ hét styttan
eftir listamanninn Ernst Billgren,
tákn norrænu kvikmyndaverðlauna
kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg
um árabil. Í ár er það dreki sem
leysir refinn af og það var Carl
Johan de Geer sem tók á móti
fyrsta „Kvikmyndadrekanum“ fyrir
myndina Myndavélin huggar mig,
annar kafli (Med kameran
som tröst, del 2.) sem frum-
sýnd var á hátíðinni og
kynnt sem heimildarmynd.
Mynd barónsins de Geer
var ein af þremur myndum
Svía sem tók þátt í keppn-
inni í ár og allar slógu þær í
gegn hjá norrænu dóm-
nefndinni sem sá til að Hipp
hipp húrra! (Hip Hip Hora!
), unglingamynd eftir nýlið-
ann Teresa Fabik hlyti Ca-
nal+ verðlaunin og að
myndatökumaðurinn Leif
Benjour hlyti Kodak Nordic
Vision verðlaunin fyrir
bestu myndatöku í Fjögur
afbrigði af brúnum (Fyra
Nyanser av brunt), en leik-
stjóri hennar er Tomas Alfredson.
Tvær síðarnefndu myndirnar voru
einnig frumsýndar á hátíðinni.
Eins og áður hefur komið fram
kepptu átta myndir til úrslita um
norrænu kvikmyndaverðlaun hátíð-
arinnar sem eru peningaverðlaun
upp á 200 þúsund sænskar krónur
(um tvær milljónir íslenskar) ásamt
svo Kvikmyndadrekanum. Í dóm-
nefnd sátu norrænir menningarvit-
ar og listamenn: Moniika Tunbäck-
Hanson kvikmyndagagnrýnandi var
formaður nefndarinnar og með
henni norski kvikmyndaleikstjórinn
Nina Grünfeld; finnski kvikmynda-
leikstjórinn Johanna Vuoksenmaa;
danski kvikmyndagerðarmaðurinn
Andres Refn og íslenski rithöfund-
urin Steinunn Sigurðardóttir.
Myndirnar voru auk sænsku
verðlaunamyndanna og íslensku
myndarinnar Kaldaljós sem var
jafnframt vígslumynd föstudaginn
23. janúar: norska heimildarmyndin
Gunnar tekur því rólega (Gunnar
Goes Comfortable) eftir Gunnar
Hall Jensen; framlag Dana voru
myndirnar Tvíburarnir (Gemini)
eftir Hans Fabian Wullenweber og
heimildarmyndin Tinni og ég (Tint-
in and I) eftir Anders Östergaard,
og finnska myndin Ungir guðir
(Hymipoika) eftir JP Siili var sýnd
á áttunda degi eða föstudaginn 30.
janúar, daginn áður en úthlutunin
fór fram.
Draumaleyfi
Í fyrra sópaði Nói albínói að sér
þrennum verðlaunum sem í ár voru
veitt þrem ólíkum myndum: Kvik-
myndaverðlaun sænsku kirkjunnar
hlaut Fjögur afbrigði af brúnum og
alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin
runnu í ár til Ungu guðanna, fyrir
frumlegan frásagnarmáta og lýs-
ingu á nútímaharmleik meðal ung-
linga.
Stuttmyndaverðlaunin – sem eru
ekki lengur norræn, heldur tak-
mörkuð við sænska stuttmyndagerð
– hlaut Niklas Rådström fyrir
myndina Eiffelturninn (Eiffeltorn-
et). Rådström, sem er þekktur rit-
og handritshöfundur þakkaði stutt
og laggott: að vinna kvikmynda-
verðlaun sem fimmtugur nýliði er
mjög skemmtilegt, það góða við rit-
höfundarstarfið er að maður þarf
ekki að biðja um leyfi til að láta
drauma sína rætast.
Refurinn sem
breyttist í Dreka
Gautaborg. Morgunblaðið.
Úr vinningsmyndinni.
Laufey Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, ásamt fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndahátíðarinnar í
Gautaborg, Jannike Åhlund.
Morgunblaðið/Kristín Bjarnadóttir
HJ. MBL
ÓHT. Rás2
Tónlist myndarinnar er eftir
Hilmar Örn Hilmarsson
MEG RYAN
JENNIFER JASON LEIGH
Nýjasta mynd leikstjóra
„THE PIANO“
JANE CAMPION
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
VG DV
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.
Roger Ebert
Erótísk og örgrandi.
Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin.
Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth.
í i
i l f i .
l l f i ili .
Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.
EPÓ
Kvikmyndir.com
Roger Ebert
AE. Dv
Skonrokk
FM909
The Rolling Stone
SV. Mbl
6
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
m.a. besta mynd ársins
Sýnd kl. 8. B.i. 16.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás2
Sýnd í Stóra Salnum kl. 6 og 8.
Heimur farfuglanna
„l´auberge espagnole“ -
Evrópugrautur
Sýnd kl. 8
„l´adversaire“ - Óvinurinn
Sýnd kl. 5,30
„la machine de mort Khmer“ -
Drápsvél rauðu Khmeranna
Sýnd kl. 10,30
„la faute á Voltaire“ -
Skellum skuldinni á Voltaire
Sýnd kl. 5,30
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 14 ára.
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 8.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna