Morgunblaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐNÝ Hildur Pétursdóttir sigraði á fjöl-
bragðaglímumóti sem fram fór í Flórída í
Bandaríkjunum s.l. laugardag, en þar tóku
þátt nemendur úr menntaskólum í Flórída-
fylki. Keppt var í Oscelola menntaskólanum í
Kissimmee og tóku 135 keppendur þátt frá 43
skólum. Guðný Hildur keppti í þungavigt,
100-128 kg., og átti í höggi við Bezenson frá
Ocala Forest í úrslitaglímunni. Glíma þeirra
var jöfn í upphafi en undir lokin í annarri lotu
náði Guðný armveltutaki á Bezenson og
tryggði sér sigur í kjölfarið. Guðný stundar
nám við menntaskólann í Lake Mary sem er í
Mið-Flórída og lýkur hún námi þar næsta vor.
Þetta er annað árið sem hún æfir fjöl-
bragðaglímu og á síðasta ári varð hún í sjötta
sæti á sama móti en varð að hætta keppni
vegna meiðsla í hné. Á yfirstandandi keppn-
istímabili hefur Guðný ávallt glímt til úrslita í
þeim mótum sem hún hefur tekið þátt í.
Sigursæl í fjöl-
bragðaglímu
Guðný Hildur Pétursdóttir
NJARÐVÍKINGAR eiga í nokkrum vandræð-
um með leikmannahóp sinn fyrir bikarúr-
slitaleikinn gegn Keflvíkingum um næstu
helgi en ljóst er að Páll Kristinsson, fram-
herji liðsins, verður í leikbanni í þeim leik.
Páli var vísað af leikvelli í leik Njarðvíkinga
gegn Hamarsmönnum á sunnudaginn og tek-
ur aganefnd KKÍ málið fyrir á fundi sínum í
dag. Séu engir formgallar á kæru dómara
leiksins mun Páll verða úrskurðaður í leik-
bann sem tekur gildi föstudaginn 6. janúar.
Þess ber að geta að Páll hefur skorað að með-
atali 16,6 stig í leik og tekur 8,6 fráköst og er
einn af lykilmönnum liðsins.
Að auki eru Brandon Woudstra og Brenton
Birmingham meiddir en sá fyrrnefndi hefur
skorað um 25 stig að meðaltali í leik en ís-
lenski landsliðsmaðurinn Brenton, er með
tæp 18 stig í leik. Ekki er vitað hvort þeir
verða klárir í slaginn gegn grannaliðinu á
laugardag. Birmingham er meiddur á kálfa
og verður frá í nokkrar vikur til viðbótar.
Woudstra sneri sig á ökkla gegn Keflavík sl.
föstudag og er óvíst með framhaldið hjá hon-
um.
Nýr Bandaríkjamaður á leiðinni?
Forráðamenn Njarðvíkur hafa sótt um
keppnisleyfi fyrir Bandaríkjamanninn Larry
Fletcher, en hann er 27 ára gamall bakvörð-
ur/framherji og 1,99 metrar á hæð. Hann
hefur leikið víða á ferli sínum en nú síðast í
Belgíu með liðinu Daktro Aartselaar. Hann
hefur einnig leikið sem atvinnumaður með
þýsku liðunum Bremerhaven og Heidelberg
og einnig með Cuidad Bolivar í Kólumbíu.
Fletcher var boðið að æfa með NBA-liðunum
Houston Rockets og Charlotte (New Orleans)
Hornets árið 1998 en náði ekki að komast í
leikmannahóp liðanna.
Páll Kristinsson líklega í banni í
bikarrimmunni gegn Keflavík
„MIG grunaði að annaðhvort færi
flestallt upp eða lítið sem ekk-
ert,“ sagði Auðunn Jónsson eftir
mótið en hann bætti Íslandsmetið
í bekkpressu um 18 kíló, úr 255 í
273. Ýmislegt hrjáði hann fyrir
mótið, hann fór í aðgerð á hnéi í
haust og fékk síðan flensu en tók
samt 260 kíló á síðustu æfingu
fyrir mótið. „Svo fékk ég mikla
flensu í tvær vikur í miðjum und-
irbúningi fyrir þetta mót og
missti fyrir vikið af nokkrum æf-
ingum svo að ég var svolítið
smeykur að hafa misst of mikið
úr en síðasta æfing fyrir mótið
gekk mjög vel, hvíldin virtist
koma sér vel og það er svakalega
gaman að byrja svona. Við vorum
í mikilli baráttu og því sér-
staklega gaman að sigra minn
flokk með síðustu lyftu og fyrst
Magnús Ver náði upp 272,5 kíló
en tókst ekki að taka upp 280 var
mikil ögrun að bæta um betur.
Ég held að þetta hafi verið fjöl-
mennasta mót sem ég hef keppt í
hér á Íslandi og það munaði mik-
ið um að stemningin í salnum var
frábær enda mjög vel að þessu
móti staðið. Margir lyftu yfir 250
kíló, sem var skemmtilegt og gott
fyrir keppnina, auk þess að Ingv-
ar Jóel náði að gera mig hálf-
brjálaðan svo að hann á þátt í
þessu meti,“ bætti Auðunn við og
hyggur á frekari afrek. „Í vor er
Íslandsmeistaramót og Evr-
ópumót á svipuðum tíma, ég fer á
fullu í annaðhvort þeirra en svo
er alltaf blessaður draumurinn að
ná einhverju á heimsmeist-
aramóti, sem verður í nóvember.
Ætli ég reyni ekki að vera á
toppnum þegar kemur að því en
það var mjög gott að taka 273
kíló núna, það hækkar árangur
minn í samanlögðu mjög mikið
því hnébeygjan og réttstöðulyftan
hafa alltaf verið mínar sterkustu
greinar.“
Auðunn í vígamóði
FÓLK
VALA Flosadóttir, stangar-
stökkvari úr Breiðabliki stökk 4,25
metra á móti í Zweibrücken í
Þýskalandi í sunnudag. Vala reyndi
síðan við 4,35 m sem er lágmark á
heimsmeistaramótið innanhúss og
átti ágætar tilraunir við þá hæð, en
lánaðist ekki að komast yfir, eftir
því sem greint er frá á vef Frjáls-
íþróttasambands Íslands. Vala og
Carolina Hingst, frá Þýskalandi,
voru jafnar í fyrsta sæti. Vala
keppir á nýjan leik í dag á móti í
Gautaborg.
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar-
stökkvari úr FH, hefur þegar náð
lágmarksárangri til þátttöku á HM
innanhúss í Búdapest í næsta mán-
uði. Hún stökk 4,36 m á móti í
Þýskalandi á fimmtudag. Um leið
náði hún einnig B-lágmarki fyrir Ól-
ympíuleikana í Aþenu í sumar.
GAUTI Jóhannesson, hlaupari úr
UMSB, bætti sig um rúmar 5 sek-
úndur í 1.500 m hlaupi innanhúss á
móti í Stokkhólmi um helgina. Gauti
kom fimmti í mark á 3.54,53 mín., en
sigurvegarinn kom í mark á rúm-
lega 3,47 mín. Tími Gauta er nærri
hans besta í greininni utanhúss.
DAGNÝ Skúladóttir skoraði 2
mörk þegar lið hennar, TV Lützel-
linden tapaði 28:23, fyrir DJK MJC
Trier í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik. TV Lützellinden er nú í 9.
sæti deildarinnar af tólf liðum með
15 stig.
KÖLN hefur tryggt sér miðju-
manninn Vladan Grujic, 22 ára, að
láni frá Borac Banja Luka. Grujic
verður hjá Köln fram til sumarsins
2005.
SPÁNSKA liðið Real Zaragoza
hefur fengið Dani, 29 ára, frá Barce-
lona. Dani kom til liðsins á frjálsri
sölu, en samningur hans við Barce-
lona er útrunninn. Hann hefur ekki
náð að vinna sér sæti í Barcelonalið-
inu undir stjórn Frank Rijkaard,
þjálfara.
FRANCESCO Totti fyrirliði
ítalska liðsins Róma segir við ítalska
fjölmiðla að leikmenn liðsins séu
óánægðir með hve illa gangi að gera
upp laun þeirra á réttum tíma. Segir
Totti að óvissa um fjárhagsstöðu
liðsins hafi bein áhrif á afrek þeirra
úti á vellinum og spennuþrungið
andrúmsloft ríki í búningsherbergj-
um liðsins fyrir og eftir leiki.
UM helgina tapaði Róma gegn
Brescia og er liðið fimm stigum á
eftir efsta liðinu, AC Milan. „Við
munum ekki svelta þó að launin okk-
ar komi ekki á réttum tíma, en við
viljum að forráðamenn liðsins geri
grein fyrir stöðu mála. Það ríkir
mikil óvissa um framtíðina og það
eina sem við vitum er það sem við
lesum og heyrum í fjölmiðlum um
fjárhagsstöðu liðsins,“ segir hinn 27
ára gamli framherji og landsliðs-
maður Ítalíu.
Fyrir mótið voru allar líkur á aðÍslandsmet myndu fjúka því
menn og konur höfðu lyft nægilega
miklu á æfingum
fyrir mótið. Kon-
urnar gáfu tóninn
þegar komið var á
hólminn, í 75 kílóa
flokki tvíbætti Margrét Sigurðar-
dóttir Íslandsmetið, tók fyrst upp
85,5 kíló og síðan tveimur kílóum
betur. Freyja Kjartansdóttir gaf
henni ekkert eftir þegar hún hafði
upp 77,5 kíló og síðan áttatíu í +95
kílóa flokki.
Hjá körlunum dró ekki til tíð-
inda fyrr en kom að 90 kílóa flokki
og Jón „bóndi“ Gunnarsson hóf
upp 210 kíló í fyrstu tilraun og
bætti þar með met Hermanns Her-
mannssonar um tvö kíló. Jón sagð-
ist hafa langað til að keppa í 100 kg
flokki en sér hafi ekki tekist að
halda þyngdinni fram að mótinu.
Öðru máli gegndi um Hermann,
sem yfirleitt keppir í 90 kg flokki
en 400 grömm þyngdu hann nægi-
lega til að það gengi ekki upp.
Stemningin í salnum óx mikið er
leið á mótið og að síðustu kepptu
saman 125 og +125 kílóa flokkur,
sem inniheldur helstu berserki
landsins. Áhorfendur voru með á
nótunum og keppendur sperrtust
heldur svo að von var á góðri
skemmtun, kórónaðri með Íslands-
metum. Það gekk rækilega eftir.
Að venju hleypti Ingvar Jóel fjöri í
leikinn og lýsti því yfir að hér ætl-
aði hann að sigra enda átti hann
Íslandsmetið í 125 kg flokki, 255
kíló.
Auðunn gaf ekkert eftir
Auðunn sagði ekki mikið á með-
an hann bætti það um hálft kíló í
fyrstu lyftu og í næsta þyngar-
flokki lét Magnús Ver vita af sér
þegar hann svipti upp 262,5 kílóum
í fyrstu tilraun. Magnús H. Magn-
ússon fylgdi á hæla honum með
260 kíló og var til alls vís. Auðunn
vildi ekki láta sitt eftir liggja og sló
nýtt met með 265 kílóum en fékk
aðeins að njóta þess í nokkrar mín-
útur því Ingvar Jóel fylgdi eftir
stóru orðunum og tók 266 kíló.
Meiri ögrun þurfti Auðunn ekki því
öðrum nokkrum mínútum síðar
bætti hann met Ingvars Jóels um
1,5 kíló en þrátt fyrir góða tilburði
Ingvars Jóels náði hann ekki upp
268 kílóum. Magnús Ver hóf upp
272,5 kíló og reyndi án árangurs
við 280 en þar sem Auðunn fékk
aukalyftu með því að slá met í
þriðju lyftu gerði hann sér lítið fyr-
ir og lét setja 273 kíló á stöngina.
Áhorfendur hvöttu hann allt hvað
af tók og fjörugur þulurinn, Hjalti
„Úrsus“ Árnason, stökk á fætur
þegar Auðunn náði þyngdinni upp.
Metin
stráféllu
í Höllinni
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
María Guðsteinsdóttir og Benedikt Magnússon með verðlaun
sín fyrir að vera útnefnd bestu kraftlyftingamenn ársins.
STERKUSTU menn Íslands kepptust hver um annan þveran að slá
met í bekkpressu á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í Laugar-
dalshöll á laugardaginn og þá er ekki að sökum að spyrja, metin
stráféllu og nokkur lifðu aðeins í tæpar tvær mínútur. Auðunn Jóns-
son átti samt síðasta orðið þegar hann lyfti 273 kílóum en það hefur
engum tekist áður. Athygli vakti að fimm kappar tóku upp meira en
250 kíló og eflaust hefur hjálpað uppá að rúmlega 300 áhorfendur
voru mættir til leiks og hvöttu keppendur ákaft áfram auk þess að
lífleg framkoma Ingvars Jóels Ingvarssonar og Magnúsar Ver
Magnússonar hleypti lífi í mótið. Verðlaun fyrir bestan stigaárangur
á mótinu, sem er reiknað hlutfall eigin þyngdar og kíló sem fóru
upp, komu í hlut Magnúsar Ver og Maríu Guðsteinsdóttur.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Auðunn fagnar sigri.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ian Walker
ekki
refsað
IAN Walker, markverði Leic-
ester City, verður ekki refsað
af aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins eftir að
hann gekk í skrokk á stuðn-
ingsmanni Leicester um ný-
liðna helgi þegar Leicester
steinlá fyrir Aston Villa.
Stuðningsmaðurinn er hins
vegar ekki búinn að bíta úr
nálinni með atvikið því hann
hefur verið settur í ævilangt
bann frá heimsóknum á
Walker-völlinn í Leicester.