Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 29 V ið erum að bíða. Bíða eftir engu,“ segir Sami-I-Ibrahim þeg- ar ég spyr hann hvaða sýn Írakar hafi á framtíðina miðað við núverandi aðstæður í landinu. „Fólk er þreytt, þreytt á endalausum átök- um. Það bíður eftir betri tíð. Hún kemur vonandi ef Bandaríkjamenn standa við fyrirheit sín,“ segir hann. Sami er 45 ára gamall Bagdad- búi. Hann talar þokkalega ensku og hefur fallist á að vera mér til halds og trausts í Bagdad, túlka fyrir mig og aka mér um. Við erum á ferli á mánudagsmorgni, á öðrum degi Eid-trúarhátíðar múslíma sem þýðir að fáir eru á ferli, þetta er frídagur. Seinna um daginn, þegar um- ferðin hefur tekið að þyngjast, koma einkenni hennar í ljós; hér virka engin umferðarljós og því oft heldur skrautleg keyrsla á mönn- um. Í Bagdad búa sex milljónir manna, auðvelt er að ímynda sér hversu erfitt umferðaröngþveitið getur orðið á háannatíma. Það er rólegt um að litast, sem fyrr segir, en einu sinni heyrist þó hleypt af byssu einhvers staðar í nágrenninu. Ég kippi mér ekki upp við hvellinn, það var búið að segja mér hverju við mætti búast. Sami er kvæntur og á sex börn, þrjá drengi og þrjár stúlkur. Elst- ur er átján ára sonur hans, náms- maður með áhuga á knattspyrnu. Foreldrar Samis búa einnig á heimilinu. Hann þjónaði í Íraksher í stríðinu við Íran eftir að hann hætti námi 1984 og heyra má að sú reynsla hefur skilið eftir ör á sálu hans. Bróðir hans dó í stríðinu. Sami segir menn hafa vonað að eftir að stríðinu lauk myndi hefjast nýtt tímabil í Írak. „Við treystum Saddam og vonuðum að hann myndi bæta aðstæður okkar,“ segir hann. Saddam hafði hins vegar önnur áform. Árið 1990 réðst hann á Kúveit. Sami segir að flestir hafi það liggi farg á öxlum hans, hann er eitthvað svo daufur í dálkinn. Ég spyr hvort hann hugsi stundum til þess hvernig líf hans hefði orðið ef hann hefði dvalið áfram í Skotlandi. „Já,“ svarar hann strax og ég finn til með honum, kannski er hans helsta eftirsjá í lífinu vitandi það sem hann veit nú, hafandi mátt þola hörmungar síðustu tveggja áratuga að hafa ekki getað búið sér betra líf á öðrum stað. „Ég hugsa oft um þá tíma,“ segir hann mér. „Ég átti kærustu í Perth, skoska. Ég hefði getað kvænst henni. Ég átti þar vini og kunningja, bæði skoska og íraska.“ Félagi í Baath-flokknum Síðustu árin hefur Sami unnið í ferðaþjónustu, sá m.a. um ferðir á biblíuslóðir í Írak og á staði þar sem merkilegar fornminjar hafa fundist. Á endanum voru verkefnin þó ekki næg. Núna aðstoðar Sami einkum erlenda fréttamenn sem flykkst hafa til Íraks. Það er ekki trygg atvinna en ef vel ber í veiði gefur hún þokkalega af sér. Sami upplýsir mig um að hann hafi í valdatíð Saddams verið liðs- maður í Baath-flokknum. Bætir því síðan afsakandi við að það hafi ekki verið af því að hann trúði á boð- skapinn, annað hafi bara ekki verið hægt. „Ég var ekki háttsettur í flokknum,“ segir hann. Hittirðu einhvern tímann forsetann?“ spyr ég og hann svarar því neitandi. „En ég sá hann einu sinni. Það var í Karbala fyrir löngu.“ Bandaríkjamenn hafa gert mistök „Fólk þjáðist of mikið undir Saddam,“ segir Sami við mig. Hann fullyrðir að flestir Írakar hafi verið ánægðir með brotthvarf Saddams Husseins. Bandaríkja- menn hafi þó engan veginn hagað sér með tilhlýðilegum hætti síðan þeir tóku öll völd í landinu. Margt megi þar gagnrýna. „Þeir hafa ekki tekið mörg skref fram á við,“ segir hann. Hann segir öfgamennina, sem hafa staðið fyrir morðárásum undanfarna mánuði, hins vegar ekki alltaf hafa mikla samúð meðal Íraka, alltof margir óbreyttir borg- arar falli í aðgerðum þeirra. þá skipt um skoðun á Saddam. Menn fóru að vantreysta honum. Töldu að hann myndi bara halda áfram, fyrst réðist hann á Íran, svo Kúveit; hvaða land yrði næst? „Menn hættu að trúa því að hann væri að þessu fyrir Íraka,“ segir Sami. Bjó tvö ár í Skotlandi Sami á sér fortíð. Hann bjó tvö ár í Perth í Skotlandi, 1982–1984, ætlaði að verða flugmaður en neyddist til að hætta námi og flytja aftur heim. Hann nefnir fjárhags- örðugleika sem ástæðu en fer ekki nánar út í þá sálma. Þetta er smávaxinn og nettur maður, einstaklega ljúfur í fasi og vingjarnlegur. En það er eins og „Erum þreytt á enda- lausum átökum“ Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Sami-i-Ibrahim, 45 ára Bagdad-búi, segir Íraka langþreytta á endalausum átökum og bið eftir betri tíð. ’ Við treystumSaddam og von- uðum að hann myndi bæta að- stæður okkar. ‘ Frá Davíð Loga Sigurðssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Írak ÉG er vakinn árla morguns af herþotum Banda- ríkjamanna sem fljúga yfir Bagdad. Þær hljóta að vera afar nálægt jörðu því hávaðinn er gíf- urlegur. Þrátt fyrir þetta vekur athygli hversu lítið fer fyrir bandarískum hermönnum í borg- inni, einhvern veginn stóð maður í þeirri trú að ekki yrði hér þverfótað fyrir þeim. Byggingarnar í Bagdad eru margar hverjar í mikilli niðurníðslu. Augljóst er að um árabil hef- ur ekki verið hirt um að viðhalda húsum eða götum, víða liggur rusl í stórum haugum. Eyði- legging vegna loftárása Bandaríkjamanna fyrir tæpu ári síðan er hins vegar ekki eins mikil eða áberandi og maður hefði haldið. Á stöku stað má þó sjá hús sem greinilega urðu sprengjum að bráð. Oftast er þar um að ræða einhverjar af byggingum Baath-flokks Saddams Husseins eða hallir forsetans sjálfs. Halda sig inni á „græna svæðinu“ Það virka engin umferðaljós í Bagdad. Samt gengur umferðin býsna vel. Það er eins og hlut- irnir séu einfaldlega látnir algerlega af- skiptalausir af hverjum þeim yfirvöldum sem svo á að heita að ráði hér ríkjum. Á stöku stað má sjá íraska lögreglumenn en hlutskipti þeirra er óöfundsvert; fleiri íraskir lögreglumenn en bandarískir hermenn hafa fallið frá því George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti meiriháttar átökum í stríðinu í Írak lokið í maí í fyrra. Þeir eru oft skotmark uppreisnarmanna, svo hafa Bandaríkjamenn sjálfir átt það til að valda dauða þessara skjólstæðinga sinna. Maður heyr- ir nokkrar óyndislegar sögur um slíkt. Endrum og eins mætir maður bandarískum hertrukkum, það er ekki oft. Bandaríkjamenn meta það ef Bandaríkjaher væri hér mjög sýni- legur líkt og hann var í Kosovo fyrstu misserin eftir að stríðinu þar lauk 1999 og bandarísku hermennirnir, fyrir sitt leyti, óttast óvinina sem enn leynast meðal írasks almennings. En maður veltir því þó óneitanlega fyrir sér hvort þetta sé til marks um að Bandaríkjamenn séu hér sá aufúsugestur sem ráðamenn vestra fullyrtu á sínum tíma að þeir yrðu. halda sig nánast eingöngu inni á hinu svokallað „græna svæði“ en þangað inn fær enginn að fara án sérstakra skilríkja eða erindis. Um er að ræða stóran hluta miðborgarinnar sem má e.t.v. líta á sem borg í borginni; bækistöðvar Banda- ríkjahers, bandarísku bráðabirgðastjórnarinnar sem lýtur forystu Pauls Bremers, og íraska framkvæmdaráðsins. Kannski er þetta fyr- irkomulag fyrir bestu, Írakar kynnu ekki að Bandaríkjaher lítt sýnilegur Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Umferðin í Bagdad er stjórnlaus, engin umferðarljós virka, en hún gengur samt furðu vel. reglugerð svo stúlkum varð heimilt að setjast í menntaskóla. Þetta gerði hann að undirlagi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins og reyndar sum- ar aðrar breytingar í þágu kvenna, en augljóst er að sjálfur var hann mjög áhugasamur um slíkar breytingar, enda umvafinn stórmerkum konum, hvert sem litið varð, eins og lesa má um á hinni ágætu heimasíðu heimastjórnarafmælisins. Mikið framkvæmdaskeið Allar þessar breytingar sem ég hef nefnt til sögunnar af handahófi undirstrika þann mikla ár- angur sem þjóðin hefur náð og þýðingu heima- stjórnarinnar í þeim árangri. En ónefnt er að með heimastjórninni hófst eitt mesta fram- kvæmdaskeið í íslenskri þjóðarsögu. Hafist var handa um byggingu á nýju geðsjúkrahúsi og stofnað til byggingar þessa húss, sem við dveljum í nú, Safnahússins, nú Þjóðmenningarhúss. Þetta hús mun hafa kostað því sem næst fjórðung af fjárlögum íslenska ríkisins og er enn að mati margra fegursta hús sem Íslendingar hafa reist. Mikilvægir áfangar náðust fljótt í vega- og brúar- gerð í þessu stóra og strjálbýla landi og hefur þjóðin satt best að segja náð ótrúlegum árangri í þeim efnum á þessari öld. Þótt enn sé vissulega nokkuð óunnið, þá er óhætt að segja að Íslend- ingar sjái nú fyrir endann á mikilvægustu verk- efnunum á þessu sviði. Mér segir svo hugur að meira að segja óbilandi bjartsýnismaður eins og Hannes Hafstein með frjótt og skapandi ímynd- unarafl skálds og hugsjónamanns hefði ekki get- að séð slíkan árangur fyrir, fremur en svo margt annað sem hefur gengið þessari þjóð í haginn á heimastjórnaröldinni. Mikilvægasti atburður sjálfstæðisbaráttunnar En þótt þannig sé af ríkum ástæðum dvalið nokkuð við, að höfuðstöðvar framkvæmdavalds- ins fluttust heim til Íslands og að til stjórnarráðs var stofnað, þarf að horfa víðar um sviðið, þegar heimastjórnarinnar er minnst. Staða Alþingis, til að mynda, gjörbreyttist og styrktist. Þingræðið festist í sessi og þingið fékk nýjan atbeina að framkvæmdavaldinu, sem það náði ekki til, á meðan æðsti yfirmaður þess sat í kóngsins um- boði í Kaupmannahöfn. Menn geta horft til helstu kaflanna í þjóðfrelsisbaráttunni, endurreisnar al- þingis, þjóðfundar, stöðulaganna, stjórnarskrár, heimastjórnar, fullveldis og loks lýðveldis og spurt sig, hver þessara atburða stóð upp úr. Að forminu til má segja að fullveldið 1918 hafi verið stærsti atburðurinn. En að öllu öðru leyti var heimastjórnin 1. febrúar 1904 mikilvægasti at- burður sjálfstæðisbaráttunnar og reyndar var farsæl framkvæmd á heimastjórninni forsenda fullveldisins. Þá tókst tvennt í senn. Umheim- inum, og þá einkum Dönum, var sýnt fram á að Íslendingar væru fullfærir um að fara með eigin mál, þrátt fyrir fámenni, fátækt og harðbýlt lítt numið land. Og Íslendingum sjálfum óx ásmegin. Ísland, þessi hjari í norðurhöfum, var orðið land tækifæranna. Mjög snögglega dró úr vest- urförum Íslendinga um þessar mundir, meðan straumurinn til Ameríku annars staðar frá jókst. Það undirstrikar vel hið breytta hugarfar. Vænt- ingar og bjartsýni höfðu bægt burtu vonleysi og uppgjöf. Heimastjórnin 1. febrúar 1904 var því happafengur fyrir íslenska þjóð á þeim degi og ætíð síðar. n gur Ljósmynd/Gunnar Vigfússon ningarhúsinu á sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.