Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 11
ÁTTA Íslendingar af hverjum tíu
ferðuðust innanlands á síðasta ári og
um 70% vildu ferðast meira innan-
lands. Nærri 60% sögðust ekki hafa
tíma til að ferðast eins mikið og þeir
vildu og um 30% töldu hátt verðlag
hamla ferðum. Ríflega helmingur
landsmanna ferðaðist til útlanda á
síðasta ári og um 60% ætla að ferðast
bæði innanlands og utan í ár.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í könnun Gallups fyrir Ferðamála-
ráð á ferðavenjum Íslendinga og
kynnt var í gær. Könnunin fór fram 2.
til 29. desember sl. og náði til 1.400
manna slembiúrtaks 18–80 ára fólks
úr þjóðskrá á landinu öllu. Svörun var
60,2%.
Ferðamálaráð hefur látið kanna
ferðavenjur Íslendinga reglulega síð-
ustu árin og segir Einar K. Guðfinns-
son, formaður ráðsins, að niðurstöður
þeirra varpi margvíslegu ljósi á ferðir
Íslendinga og sé könnunin ferðaþjón-
ustunni mikilvæg leiðbeining í öllu
markaðsstarfi. Meðal þess sem Einar
segir athyglisvert er að Netið sé mik-
ið notað vegna upplýsingaleitar, mun
meira en í könnun árið 2000. Hátt í
40% þeirra sem leita upplýsinga gera
það á Netinu og ívið færri fá þær úr
bæklingum og upplýsingaritum.
Fjölgað hefur í þeim hópi sem leitar
upplýsinga áður en lagt er upp í ferð
innanlands úr 24,8% í 34,1%.
Um 5% í skipulögðum
hópferðum
Heldur færri Íslendingar ferðuð-
ust innanlands í fyrra en í könnun ár-
ið 2000 eða 80,6% á móti 84,1%. Fóru
landsmenn að jafnaði í fjórar ferðir í
fyrra en nærri fimm árið 2000. Með-
aldvalarlengd var 12 nætur. Um 88%
ferðuðust á eigin vegum og 5% í
skipulögðum hópferðum. Langmest
var um ferðir í júní til ágúst en innan
við 10% voru á ferð janúar til mars og
í nóvember en um 20% voru á faralds-
fæti í desember.
Sund var algengasta afþreyingin
sem ferðamenn nýttu sér og gerðu
það tæp 80% ferðalanga, um 20%
stunduðu golf og kringum 15% veið-
ar.
Þriðjungur landsmanna hafði að-
gang að sumarbústað í einkaeign og
fóru menn að jafnaði níu ferðir í bú-
stað og dvöldu þar í um 17 nætur alls.
Þá fór rúmlega helmingur Íslendinga
í dagsferðir innanlands í fyrra, sex
ferðir að jafnaði.
Meðalútgjöld vegna ferðalaga inn-
anlands voru að jafnaði 97 þúsund
krónur. Um þriðjungur eyddi innan
við 50 þúsund krónum og 14,8% eyddi
200 þúsund krónum eða meiru. Um
helmingur ferðalanga gisti hjá ætt-
ingjum eða vinum og um 27% á hóteli
eða gistiheimilum. Tæplega 20%
gistu í tjaldvögnum eða húsvögnum
og rúmlega 20% í tjöldum.
Mætti nýta
upplýsingarnar betur
Í könnun Ferðamálaráðs var einn-
ig spurt hvaða landsvæði væri mest
spennandi til ferðalaga og sögðu
28,6% það vera Vesturland og Vest-
firði. Austurland kom í öðru sæti en
15,1% hafði mestan áhuga á þeim.
Þá var spurt hvaða þrjá staði menn
langaði mest til að heimsækja og
nefndu nærri 50% Vestfirði og ein-
staka staði þar og svipaður fjöldi
nefndi hálendið. Alls nefndu svarend-
ur 212 staði í könnuninni. Magnús
Oddsson ferðamálastjóri segir mikil-
vægt að fyrirtæki í ferðaþjónustu
nýti sér upplýsingar sem fram koma í
könnuninni í markaðsstarfi sínu.
Sagði hann kannanir sem þessar í
raun ekki hafa verið nýttar sem
skyldi í ferðaþjónustunni og að svo
virtist sem forráðamenn ferðaþjón-
ustufyrirtækja gerðu sér ekki grein
fyrir að slíkar upplýsingar væru fyrir
hendi. Sagði hann ráðgert að kynna
könnunina betur og hún yrði aðgengi-
leg á vefsíðu Ferðamálaráðs.
Magnús sagði ferðaþjónustuna
orðna mikilvæga atvinnugrein. Um
90% landsmanna ætluðu sér að
ferðast innanlands í sumar en fyrir 30
árum hefði kannski helmingur lands-
manna ferðast innanlands. Sagði
ferðamálastjóri ljóst að ferðalög
væru mjög ofarlega í neyslumynstri
Íslendinga.
Ferðavenjur kannaðar á vegum Ferðamálaráðs Íslands
Um 70% Íslendinga vilja
ferðast meira innanlands
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Samkvæmt könnun á vegum Ferðamálaráðs vilja um 70% Íslendinga ferðast
meira um landið en telja sig skorta til þess tíma. Myndin er frá Skaftafelli.
!"#
$#"
%&''(
)
)
GUÐNI Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hefur ákveðið að skipa
nefnd sem fara á yfir gildandi lög
og reglugerðir um varnir gegn
dýrasjúkdómum ásamt framkvæmd
þeirra m.a. með hliðsjón af alþjóð-
legum samningum. Ástæðan er sú
að alvarlegir dýrasjúkdómar hafa
verið að gera vart við sig víðsvegar
um heiminn á undanförnum árum.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir
segir að Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in, WHO, hafi ekki enn séð ástæðu
til að amast við ferðum til Asíul-
anda vegna fuglaflensunnar. Enn
sé ekki staðfest hvort veikin smit-
ast milli manna. Hann segir
áherslu lagða á að læknar manna
og dýra starfi saman þar sem vand-
inn er uppi, m.a. vegna forvarna
þeirra sem meðhöndla þurfa sýkta
fugla.
Í frétt frá landbúnaðarráðuneyt-
inu segir að sérstök ástæða sé til að
varast þá dýrasjúkdóma sem borist
geta í menn í gegnum snertingu við
dýr og neyslu matvæla. „Komast
þarf eins og frekast er unnt fyrir
þá hættu sem steðjar að heilsu
manna og dýra af dýrasjúkdómum
og sýktum matvælum og er nefnd-
inni falið að gera tillögur þar að lút-
andi. Verður jafnframt að telja það
mikið kappsmál að varðveita það
góða heilbrigðisástand búfjár sem
hér ríkir í þágu íslenskra neytenda
og hérlendrar matvælafram-
leiðslu,“ segir einnig
Nefndina skipa: Halldór Runólfs-
son yfirdýralæknir, formaður, Har-
aldur Briem sóttvarnarlæknir,
Eggert Gunnarsson dýralæknir og
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir lög-
fræðingur. Nefndin á að skila áliti
til ráðherra ásamt tillögum eigi síð-
ar en 1. september 2004.
Skoða
varnir gegn
dýrasjúk-
dómum
FJÓRIR prestar komu saman í
Hallgrímskirkju til að minnast þess
að um 40 ár eru síðan bætt var við
sex stöðum presta í Reykjavík og
þeir ráðnir auk tveggja annarra.
„Þetta var mesta breyting á
þessu sviði í borginni en fyrir voru
8 prestar,“ segir Ólafur Skúlason
biskup sem kallaði í félaga sína eft-
ir að séra Jón Dalbú Hróbjartsson
prófastur hafði ákveðið að bjóða
þeim í kaffi og kökur í kirkjunni.
Árið 1963 tilkynnti Bjarni Bene-
diktsson, þáverandi kirkjumála-
ráðherra, Sigurbirni Einarssyni
biskupi að ríkisstjórnin hefði sam-
þykkt að veita fé til að launa sex
stöður presta og tóku þeir við emb-
ættum sínum í ársbyrjun 1964.
Séra Grímur Grímsson var kjörinn
sóknarprestur í nýrri sókn, Ás-
sókn, en hann er látinn. Séra Felix
Ólafsson, sem býr í Danmörku, var
kjörinn í annarri nýrri sókn,
Grensássókn. Séra Ólafur Skúlason
tók við Bústaðasókn sem var að
hluta til ný sókn, en Bústaða-
prestakalli var skipt í þrennt,
Grensássókn, Bústaðasókn og
Kópavogssókn. Í Háteigssöfnuði
var einn prestur og séra Arn-
grímur Jónsson var kjörinn við hlið
hans. Séra Frank M. Halldórsson
var kjörinn annar prestur við Nes-
kirkju og séra Sigurður Haukur
Guðjónsson annar prestur í Lang-
holtssókn.
„Sigurður Haukur hringdi í mig
og spurði hvort ekki ætti að gera
eitthvað á þessum tímamótum,“
segir Ólafur. „Ég hringdi þá í pró-
fastinn og bar upp erindið, að
bjóða okkur í kaffi, og hann sam-
þykkti það með glöðu geði.“
Félagarnir eru sammála um að
mikil breyting hafi orðið í kirkju-
málum fyrir 40 árum og við hæfi
að minnast þess, þó þeir séu allir
komnir á eftirlaun nema Frank.
Sigurður Haukur rifjar upp að
vegna 95 ára reglunnar hafi hann
hætt störfum árið 1991 en sinnt
aukaþjónustu í eitt ár.
„Ég hef lengi haft áhuga á
hestum, en er reyndar orðinn
ákaflega lélegur í hestamennsk-
unni,“ segir hann. „En ég skrifa
enn.“
Arngrímur hætti sem prestur í
Háteigskirkju 1993 en þjónaði síð-
an á Austfjörðum og Suðurnesjum
til 1996. „Það var heilmikið lán,“
segir hann, „en nú eyði ég tím-
anum í að skrifa. Það er mín
dægrastytting.“
Nýr prestur tekur til starfa í
Neskirkju 1. maí en Frank gerir
ráð fyrir að starfa út febrúar. „Ég
læt hverjum degi nægja sína þján-
ingu,“ segir hann spurður um hvað
taki við á þessum tímamótum.
Ólafur hætti prestskap í Bú-
staðakirkju 1989 er hann var kjör-
inn biskup og gegndi því embætti
til 1998. „Síðan hef ég verið lausa-
maður, ef svo má orða“ segir hann.
„Ég geri mest lítið, les og skrifa,
sinni einhverjum prestsverkum og
stunda líkamsrækt.“
40 ár síðan bætt var við sex nýjum stöðum presta í Reykjavík
Hafði í för með sér mikla
breytingu á kirkjustarfi
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Skúlason, Arngrímur Jónsson, Frank M. Halldórsson og Sigurður Haukur Guðjónsson í Hallgrímskirkju.
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, segir að gengið
hafi verið frá því að þeir sem þurftu
að greiða lækniskostnað meðan á
deilu Tryggingastofnunar og sér-
fræðilækna stóð í upphafi ársins
muni fá þann kostnað endurgreidd-
an með sama hætti og hefði verið ef
deilan hefði ekki staðið yfir.
Í Morgunblaðinu á fimmtudag var
sagt frá ungu fólki sem þurfti að
greiða að fullu fyrir eyrnabólguað-
gerð sem sjö ára sonur þess fór í 7.
janúar síðastliðinn. Foreldrarnir
þurftu að greiða 21 þúsund kr. fyrir
aðgerðina og höfðu fengið þau svör
frá TR að aðgerðin yrði ekki end-
urgreidd. Morgunblaðið hefur upp-
lýsingar um annað slíkt tilfelli, en
þar var um að ræða aðgerð sem
framkvæmd var 5. janúar síðastlið-
inn og kostaði 168 þúsund kr. og
höfðu einnig fengist þau svör frá TR
að um engar endurgreiðslur yrði að
ræða.
Jón sagði spurður að ekki hefði
þurft að gefa út sérstaka reglugerð
vegna þessarar endurgreiðslu, held-
ur giltu þær reglugerðir sem þegar
hefðu verið gefnar út vegna þessa.
Reglugerð um afsláttarkort myndi
gilda í þessum efnum með sama
hætti og hefði verið ef engin deila
hefði staðið yfir milli TR og sér-
fræðilækna og fólk fengi endurgreitt
í samræmi við þær reglur. Í því fæl-
ist engin viðurkenning á greiðslu-
skyldu heldur væri hér um sérstaka
aðgerð að ræða til að koma til móts
við þá sem hefðu haft tilfinnanleg út-
gjöld vegna lækniskostnaðar á þess-
um tíma.
Jón sagði að áætlað væri að út-
gjöld vegna þessa gætu numið 6–7
milljónum króna.
Fá læknis-
kostnað end-
urgreiddan