Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 1

Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 35. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Örugg sætuefni Aspartam talið hættuminnst allra sætuefna | Daglegt líf Viðskiptablað Morgunblaðsins | Úttekt á umsvifum sjö viðskiptavelda í íslensku athafna- og viðskiptalífi Úr verinu | Coldwater jók sölu í Bret- landi um 20% Fiskur sendur daglega frá Stöðvarfirði til útflutnings Viðskipti og Úr verinu í dag „FRANSKT Watergate“ eða „Chirac- gate“ voru upphrópanirnar í evrópskum dagblöðum í gær í tilefni af því, að Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráðherra, hef- ur ákveðið að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm fyrir spill- ingu. Er það túlkað þannig, að Chirac sjálf- ur hafi eitthvað mikið að fela. Juppe var dæmdur fyrir að greiða ýms- um flokksfélögum þeirra Chiracs verulegt fé úr sjóðum Parísarborgar þegar hann annaðist fjárreiður hennar en Chirac var borgarstjóri. Er Juppe helsti bandamaður Chiracs, leiðtogi flokks þeirra, UMP, þing- maður og borgarstjóri í Bordeaux. Túlka margir fjölmiðlar ákvörðun Juppes um að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir dóminn þannig, að Chirac þurfi á honum að halda til að bægja burt spillingarásök- unum á sjálfan sig. Blöð víða um Evrópu spáðu því, að franskt „Watergate-hneyksli“ væri í upp- siglingu. „Chiracgate“ í uppsiglingu? París. AFP. ÁÐUR en ég yfirgef Al Hamra-hótelið í Bagdad ákveð ég að kaupa mér nokkra minjagripi, sem í boði eru í anddyri hótelsins. Ég fjárfesti í landa- korti af Írak og korti af Bagdad og ég kaupi líka lítinn kveikjara með mynd af Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Best líst mér þó á rykfallna borðklukku sem er greinilega frá Saddam-tímanum, klukkan er í reynd einnig risastór mynd af Saddam. Mér blöskrar verðið; 50 dollarar (um 3.500 ísl. kr.). Læt mig þó hafa það. Síðar um daginn les ég frétt í Iraq Today, vikuriti sem er gefið út á ensku í Bagdad, sem fær mig til að skilja verðið á klukkunni. Fyr- irsögnin er „Saddam selst betur en nokkru sinni fyrr“. Þar kemur fram að nú þegar búið er að handsama Saddam seljist minjagripir honum tengdir betur en nokkru sinni. Fram kemur að útlendingar hafi verið tilbúnir að borga 100 doll- ara fyrir mynd af Saddam og olíumálverk af honum mun hafa verið selt fyrir 7.000 dollara. Er það merkilegt þar sem bannað er að hafa uppi myndir af honum. „Á tímum Saddams og Baath-flokksins fékk fólk myndir af honum gef- ins og var hótað ef það hengdi þær ekki upp,“ segir minjagripasalinn Raad Fahmy, sem finnst að veröldin sé alveg komin á hvolf. Saddam Hussein selst vel Frá Davíð Loga Sigurðssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Írak. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins, B-blaði, birt- ist í dag úttekt á sjö umsvifamiklum aðilum í ís- lensku viðskiptalífi; Baugi Group, Samson, S-hópnum, KB banka, Íslandsbanka og Straumi, Kaldbaki og Samherja og BYKO, en aðaleigandi þess er Jón Helgi Guðmundsson. Meðal þess sem þar kemur fram er að félög í eigu Pálma Haraldssonar eiga orðið 20% hlut í Högum, sem áður hét Baugur Ísland. Meðal annarra hluthafa í Högum eru Baugur Group með 32%, fasteignafélagið Stoðir með 26% og Gaumur, eignarhaldsfélag Jóhannesar Jóns- sonar og fjölskyldu, er með 12%. Meðal versl- ana sem Hagar hafa rekið í Svíþjóð eru fjórar Miss Selfridge’s-tískuvöruverslanir. Þeim var öllum lokað um síðustu mánaðamót. Aftur á móti munu Hagar opna Debenhams-verslun í Kaupmannahöfn hinn 9. mars næstkomandi en félagið rekur einnig Debenhams-verslanir í Svíþjóð og á Íslandi. Stærsta fjárfestingarfélagið á Íslandi er Kaldbakur sem nýverið eignaðist hlut í Norð- urljósum og í Stoðum. Fengur, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, og Baugur Group eiga tæplega 25% hlut saman í Kaldbaki. Í kjölfar kaupa Samsonar á hlut ríkisins í Landsbankanum urðu mikil umskipti í íslensku viðskiptalífi. Landsbankinn er stærsta sameig- inlega eign hópsins á Íslandi. Þrátt fyrir að Landsbankinn hafi verið minnsti viðskipta- bankinn undanfarin misseri hefur Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, sagt að bankinn verði ekki lengi sá minnsti. Lands- bankinn mun kynna uppgjör sitt í dag. Umsvif sjö viðskiptavelda á Íslandi „Þjóðaratkvæðagreiðsla er einn af þeim kostum, sem verið er að skoða, en einnig kemur til greina að boða til kosninga eða mynda nýja stjórn,“ sagði ísraelskur emb- ættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Það var eins og sprengja hefði sprungið er Sharon lýsti yfir því á mánudag, að „í framtíðinni verða engir gyðingar á Gaza“. Er brott- flutningur þeirra liður í víðtækari áætlunum um „aðskilnað“ Ísraela og Palestínumanna en til þeirra ætlar ríkisstjórnin að grípa í sumar hafi þá enginn árangur orðið í frið- arviðræðum. Skoðanakönnun, sem dagblaðið Yediot Aharonot birti í fyrradag, sýnir, að 59% landsmanna eru hlynnt brottflutningi 7.500 gyðinga frá Gaza en 37% andvíg. Peres styður Sharon Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur lýst yfir stuðningi við Sharon í þessu máli en hefur enn ekkert um það sagt hvort hann er reiðubúinn að mynda með honum nýja stjórn. Innan Lik- udflokks Sharons er aftur á móti mikill kurr og hafa margir þing- menn hans varað hann við að grípa til aðgerða, sem ekki hafi verið bornar undir flokksmenn. Talsmenn Palestínumanna sögð- ust fagna því að til stæði að flytja ísraelska landtökumenn frá palest- ínsku landi og kváðust vona, að Sharon meinti það, sem hann segði. AP Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á þingfundi í gær. Meirihluti landsmanna styður brottflutning landtökumanna frá Gaza. Þjóðin verði spurð álits ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur til athugunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áætlun sína um brott- flutning allra ísraelskra landtökumanna frá Gaza. Mikið upp- nám er hins vegar meðal harðlínumanna innan ríkisstjórn- arinnar og hans eigin flokks vegna þessara fyrirætlana. Jerúsalem. AFP. Uppnám í Ísrael vegna tillögu Sharons um brottflutning gyðinga frá Gaza Sharon í nýju hlutverki MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfar- andi yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands: „Það var ætlun mín að tjá mig ekki frek- ar opinberlega um atburði í tengslum við af- mæli heimastjórnar en vegna ýmissa um- mæla í dag, gær og fyrradag tel ég óhjákvæmilegt að eftirfarandi komi fram: Þegar Íslendingar hafa á undanförnum áratugum minnst merkisafmæla, svo sem að 1.000 ár voru frá kristnitöku, 1.000 ár frá landafundum í Vesturheimi, 1.100 ár frá landnámi og 50 ár frá stofnun lýðveldisins, var ætíð haft náið samráð við forsetaemb- ættið um undirbúning hátíðarhaldanna og þátttöku forseta í þeim. var út frá Þjóðmenningarhúsinu. Það var greinilega afstaða forsætisráðu- neytisins að þessi tímamót væru þess eðlis – og ólík fyrri tímamótum – að ekki væri ástæða til að forseti Íslands kæmi sérstak- lega að neinum þeirra 20–30 atburða sem á dagskránni væru. Skipulagði ég tímaáætlun mína í samræmi við það. Að halda ríkisráðsfund fól hins vegar í sér beina þátttöku forsetans en áformum um fyrirhugaðan fund í ríkisráði var á hinn bóg- inn haldið leyndum fyrir forsetanum. Rétt er að ítreka að ríkisráðsfundur án forseta Ís- lands hefur ekki verið haldinn í áratugi. Um samskipti forseta og handhafa forsetavalds mun ég ræða nánar síðar.“ Ályktaði að þátttöku forseta væri ekki óskað Þegar kom að 100 ára afmæli heima- stjórnar voru tekin upp önnur vinnubrögð. Forsætisráðuneytið ákvað að undirbúa dag- skrána án nokkurs samráðs við forsetaemb- ættið. Undir lok síðasta árs hafði undirbún- ingur staðið mánuðum saman án þess að forsætisráðherra eða starfsmenn afmælisins hefðu rætt dagskrána eða einstaka atburði við forseta Íslands. Ég ályktaði þá að forsætisráðuneytið ósk- aði hvorki eftir beinni framgöngu né sér- stakri þátttöku forseta Íslands í atburðum sem tengdust þessum tímamótum. Sú álykt- un var svo staðfest þegar okkur barst í pósti boðskort um miðjan janúar að vera í hópi áhorfenda að sjónvarpsdagskrá sem send Yfirlýsing frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.