Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JAKOBÍNA Guð-
laugsdóttir, umboðs-
maður Morgunblaðs-
ins í Vestmannaeyj-
um, lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestmanna-
eyja að morgni 4.
febrúar sl. 67 ára að
aldri.
Jakobína fæddist
30. mars 1936 í Vest-
mannaeyjum.
Foreldrar hennar
voru Guðlaugur Gísla-
son, bæjarstjóri og al-
þingismaður í Vest-
mannaeyjum, og kona
hans, Sigurlaug Jónsdóttir. Jakob-
ína var næstelst sex systkina.
Jakobína var einn fremsti kven-
kylfingur landsins um langt árabil.
Hún hóf að leika golf 1968, þá 32
ára, og varð Íslandsmeistari í
kvennaflokki aðeins tveim árum síð-
ar sumarið 1970 og aftur 1972, 1973
og 1974.
Síðar varð hún tvisvar sinnum
Íslandsmeistari í öldungaflokki
kvenna. Jakobína varð
tuttugu og einu sinni
meistari Golfklúbbs
Vestmannaeyja (GV) í
kvennaflokki. Einnig
sat hún í stjórn GV um
árabil. Hún var heiðr-
uð fyrir íþrótta- og fé-
lagsstörf með gull-
merki GV, gullkrossi
ÍBV og silfurmerki
ÍSÍ. Jakobína starfaði
frá árinu 1977 til 1988
á skrifstofu Vinnslu-
stöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. 1988 hóf
hún störf á skrifstofu
Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja
og vann þar uns Hraðfrystistöðin
og Ísfélag Vestmannaeyja samein-
uðust árið 1992. Jakobína var um-
boðsmaður Morgunblaðsins í Vest-
mannaeyjum frá gosárinu 1973 til
dauðadags.
Eftirlifandi eiginmaður hennar er
Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í
Vestmannaeyjum, og lætur hún eft-
ir sig þrjú uppkomin börn.
Andlát
JAKOBÍNA
GUÐLAUGSDÓTTIR
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fela hópi
skipuðum fulltrúum ráðuneyta og
Landspítala að finna leiðir til að
tryggja áframhaldandi þjónustu
við fjölfatlaða einstaklinga á end-
urhæfingardeild LSH í Kópavogi.
Forsvarsmenn Landssamtak-
anna Þroskahjálpar áttu í gær
fund með Jóni Kristjánssyni heil-
brigðisráðherra og fulltrúum ráðu-
neytisins vegna þeirrar óvissu sem
upp er komin um endurhæfing-
arþjónustu við fjölfatlaða einstak-
linga vegna fyrirhugaðrar lokunar
endurhæfingardeildar LSH í
Kópavogi.
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar, sagði
eftir fundinn að komið hefði fram
að þessum vinnuhópi væri falið
það verkefni að fara yfir stöðu
mála fyrir þennan hóp fatlaðra
einstaklinga. „Við lögðum áherslu
á að þessi hópur ynni hratt og
ítrekuðum að við tryðum ekki öðru
en að allir myndu vinna að því að
þessari þjónustu verði ekki hætt
við þá einstaklinga sem þarna um
ræðir,“ segir Friðrik.
Leitast við
að tryggja
óbreytta
þjónustu
ÞRÍR sendifulltrúar Rauða kross Ís-
lands, tveir hjúkrunarfræðingar og
geislafræðingur, fóru áleiðis til Írans í
gær til þess að aðstoða sjúka og slas-
aða á skjálftasvæðum.
Í tilkynningu Rauða krossins segir
að hjúkrunarfræðingarnir Hólmfríð-
ur Garðarsdóttir og Maríanna Csillag
auk Elvars Arnar Birgissonar geisla-
fræðings, muni starfa með finnskum,
norskum og írönskum starfsbræðrum
sínum á færanlegu sjúkrahúsi sem
komið var upp í Bam á fyrstu dögum
eftir skjálftann. Þau verða í fimm til
átta vikur á staðnum en gert er ráð
fyrir að tjaldsjúkrahúsið verði starf-
rækt til ársloka en það er fullkomið
sjúkrahús þar sem hægt er að annast
400 til 500 manns á dag.
Þá munu sérfræðingar í áfallahjálp
á vegum Rauða kross Íslands taka
þátt í sameiginlegu verkefni með
danska Rauða krossinum og íranska
Rauða hálfmánanum sem miðar að
því að draga úr áfallastreitu meðal
þeirra sem lifðu skjálftann af. Guð-
björg Sveinsdóttir geðhjúkrunar-
fræðingur, sem er nýkomin til Íslands
frá Bam, segir að sex manna áfalla-
hjálparteymi íranska Rauða hálfmán-
ans fari um skjálftasvæðin og leggi
áherslu á að sinna börnunum, sem
sum hver þurfi mikinn sálrænan
stuðning í kjölfar skjálftans og and-
láts fjölskyldumeðlima, segir í til-
kynningunni.
Í söfnun hér á landi vegna skjálft-
ans í Íran söfnuðust alls 15 milljónir
króna frá almenningi, ríkisstjórn og
deildum Rauða krossins um allt land.
Hjúkrunarstarfsfólk Rauða
kross Íslands á leið til Írans
Miðbær | Húsið Aðalstræti 16 var í
gærmorgun flutt aftur á uppruna-
legan stað. Það mun nú standa á
grunni nýs hótels á horni Að-
alstrætis og Túngötu og verða hluti
af húsaþyrpingu sem hýsa mun hót-
elið. Í grunni hótelsins er gert ráð
fyrir fornleifakjallara sem reistur
verður yfir rústir af bæ sem þar
stóð og talið er að hafi risið á 10.
öld. Þar eru minjar um upphaf
byggðar á Íslandi og í Reykjavík og
var jafnvel talið að mögulegt væri
að Ingólfur Arnarson landnáms-
maður hefði búið í honum þótt
nýrri rannsóknir hafi leitt líkur að
því að það sé örlítið yngra en svo.
Í húsinu, sem var upprunalega
byggt árið 1774 og óx síðan í ár-
anna rás, var meðal annars gripa-
hús, barnaskóli, og samkomustaður
menntamanna. Hans Andersen
klæðskeri eignaðist húsið árið 1889
og bjó fjölskylda hans þar í rúma
sjö áratugi. Hann stækkaði húsið til
muna árið 1895 og aftur aldamóta-
árið. Húsið er talið dæmigert fyrir
stóru timburhúsin í miðbæ Reykja-
víkur sem voru byggð í mörgum
áföngum.
Starfsmenn Minjaverndar munu
gera húsið upp, skipta um klæðn-
ingu og styrkja það. Telja borg-
aryfirvöld það geta orðið hótelinu
til mikils sóma að tengjast sögu
Reykjavíkur á svo áhrifaríkan hátt.
Morgunblaðið/Golli
Aðalstræti 16 flutt á sinn stað
STARFSMAÐUR á nætur-
vakt á hjúkrunarheimilinu
Víðinesi réðst að gamalli konu
á heimilinu og barði hana
þrisvar sinnum aðfaranótt sl.
föstudags. Konan sem er há-
öldruð er illa marin eftir
höggin. Ekki er hins vegar
talið eftir læknisskoðun að
hún hafi hlotið mjög alvarlega
áverka en konan á við heila-
bilun að stríða og er ófær um
að tjá sig um líðan sína, skv.
upplýsingum Sveins H. Skúla-
sonar, forstjóra Hrafnistu,
sem annast rekstur heimilis-
ins.
Að sögn Sveins var mann-
inum strax sagt upp störfum á
föstudaginn og hans nærveru
ekki óskað meir á heimilinu.
Var landlæknisembættinu
jafnframt tilkynnt um atburð-
inn og í framhaldi af því var
svo lögð fram kæra á hendur
manninum fyrir ofbeldi.
„Okkar hlutverk er að bera
ábyrgð á öryggi og velferð
þessa fólks. Okkur er treyst
fyrir því og við áttum enga
aðra kosti í stöðunni en að
bregðast svona við,“ segir
Sveinn.
Gaf engar skýringar
á hegðun sinni
Tveir starfsmenn á heim-
ilinu urðu vitni að því í fjar-
lægð er maðurinn sló konuna í
þremur lotum að því er segir í
kærunni samkvæmt upplýs-
ingum Sveins. Var maðurinn
að fylgja konunni á salerni er
hann lagði hendur á hana.
Að sögn Sveins mun mað-
urinn engar skýringar hafa
gefið á hegðun sinni en hann
hafi í samtölum við starfs-
menn viðurkennt að hafa lagt
hendur á konuna og ekki
sagst vita hvað hefði gripið
sig.
37 heimilismenn eru á
hjúkrunarheimilinu Víðinesi.
Starfsmaður á
hjúkrunarheimili
aldraðra kærður
fyrir að beita heim-
ilismann ofbeldi
Réðst með
barsmíðum
að aldraðri
konu