Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 6

Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM tvö þúsund einstaklingum í Malaví verður veitt sérstök aðstoð við að brjótast úr örbirgð til bjargálna á næstu þremur árum samkvæmt nýju samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar (HK) og Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Samningur um verkefnið var und- irritaður í gær en hann lýtur að því að styrkja sjálfsþurftarbúskap smá- bænda með alhliða hætti og sérstöku tilliti til vatnsöflunar og vatnsnotk- unar. Hjálparstarf kirkjunnar og ÞSSÍ taka höndum saman um að fjár- magna þetta starf næstu þrjú árin með það að markmiði að tryggja öryuggt og fjölbreyttara fæðufram- boð, bæta heilsufar og auðvelda íbú- um tekjuöflun. Verkefnisstjóri þróun- arverkefnisins er dr. E.K. Meena sem starfar á vegum Lútherska heimssambandsins í Malaví. Ætlað er að verkefnið nái til 600 fjölskyldna eða um 2.000 einstaklinga í 30 þorpum. Hjálparstarf kirkjunnar og ÞSSÍ fjármagna það með 4,3 millj- óna króna sameiginlegu framlagi á ári, á núverandi gengi. Kostnaðaráætlun verkefnisins á næstu þremur árum er um 186.000 þúsund bandaríkjadalir þ.e. 62.000 dollarar á ári. Kostnaði er skipt hlut- fallslega þannig að ÞSSÍ greiði 60% af þessari upphæð og HK 40%. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um- sjón og eftirlit með verkefninu. Þetta nýja samstarfsverkefni er hluti af þróunarverkefni sem kirkju- lega hjálparstofnunin Evangelical Lutheran Development Programme, ELDP, í Malaví vinnur, undir stjórn Lútherska heimssambandsins sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að. Íbúarnir leggja fram vinnu við verk- efnið en sérfræðiþekking og tækniað- stoð kemur frá ELDP. Verkefnið lýt- ur að því að styrkja sjálfsþurftar- búskap smábænda og er höfuð- markmið á þessum tíma að ýta undir sjálfbæran sjálfsþurftarbúskap með því m.a. að auka fjölbreytni í ræktun, ýta undir kvikfjár- og fiskirækt með því að auka aðgang að vatni til slíks og þar með skapa aðgang að fjöl- breyttara fæði, þjálfa fólk til þess að sýna nauðsynlega aðgæslu í öflun, meðferð og ráðstöfun vatns, grafa brunna og þjálfa fólk til að halda bún- aði þeim tengdum við, auka hreinlæti með fræðslu. Einar Karl Haraldsson, stjórnarformaður HK, segir þetta í annað sinn sem HK og ÞSSÍ semja um samstarfsverkefni af þessu tagi og það sé til marks um nýjar brautir í samstarfi frjálsra félagasamtaka og opinberrar stofnunar sem annast þróunarsamvinnu. Hann segir að Malaví sé fjölmennt ríki sem eigi við landnauð að stríða og beinist hjálp- arstarf Lútherska heimssambandsins fyrst og fremst að því að hjálpa fólki sem hefur hrakist undan stórrekstri í landbúnaði og iðnaði út á ófrjósaman jarðveg, þar sem það eigi við mikla erfiðleika að stríða. „Það er þetta fólk sem verið er að hjálpa með áveitu- framkvæmdum, ræktunarfram- kvæmdum, endurræktun skóga, að koma upp fiskitjörnum og við að koma hreinlætisaðstöðu í lag og bæta vatnsbúskapinn,“ segir Einar. Að sögn Jónasar Þóris Þórissonar, framkvæmdastjóri HK, hófst hjálp- arstarf kirkjunnar í Mósabík, ná- grannaríki Malaví, fyrir tólf árum og hefur verið unnið að samstarfsverk- efni með ÞSSÍ í landinu á und- anförnum árum. „Sameiginlega höf- um við útvegað yfir 200 þúsund manns hreint vatn í Norður- Mósambík. Samstarfið hefur því gengið mjög vel,“ segir hann. Fram kom í máli Sighvats Björg- vinssonar, framkvæmdastjóra ÞSSÍ, að Malaví er eitt fátækasta land í heimi og Malavar eiga við mörg al- varleg vandamál að glíma. ÞSSÍ hef- ur veitt Malaví þróunaraðstoð til margra ára og hefur starfsemin að- allega verið við Malavívatn en þar er unnið að mörgum verkefnum. DR. ELIAWONY K. Meena er verkefn- isstjóri þróunarverk- efnisins í Malaví. Meena er yfirmaður þróunarverkefna Lútherska heims- sambandsins í Malaví og hefur annast framkvæmd neyðar- og þróunaraðstoðar á vegum sambands- ins mörg undanfarin ár. Meena segir að markmiðið með nýja samstarfsverkefninu sé að efla og bæta möguleika íbúa á þremur landsvæðum í Malaví til vatnsöflunar og við ræktun og gert verður átak í heilbrigðismálum. Að sögn hans en alnæmi er mjög útbreitt í landinu og er sjúkdómurinn far- inn að ógna alvarlega þeim hluta íbúa Malaví sem stendur fyrst og fremst undir framleiðslunni. Meena segir að flóð og þurrk- ar hafi oft valdið miklum vanda í landinu sem m.a. hefur leitt til uppskerubrests og fæðuskorts. „Meginmarkmið með þessu verk- efni er að hjálpa einstaklingum til sjálfsbjargar. Þegar við höf- um fylgt verkefninu eftir í a.m.k. þrjú ár ættu þeir að vera í stakk búnir til að taka við verkefn- unum sjálfir og halda þeim áfram upp á eigin spýtur.“ Meena bendir á að Malaví er 118 þúsund ferkílómetrar að stærð en þar búi 11,5 milljónir íbúa. „Meðallífslíkur karla voru lengi um 45 ár og lífslíkur kvenna 47 ár. Nú hefur útbreiðsla al- næmis leitt til þess að lífslíkur í Malaví eru komnar niður í 35 ár. Við leggjum áherslu á að aðstoða þá fátækustu meðal íbúanna í hér- uðunum þar sem þróunaraðstoðin er veitt. Markmiðið er að þegar starfi okk- ar lýkur verði íbú- arnir færir um að afla sér nægrar fæðu, annast sjálfir vatnsöflun og viðhald við veiðiræktartjarnirnar, rækta sitt grænmeti sjálfir o.s.frv. Þetta á okkur að takast innan fárra ára.“ Dr. Meena lýsti mikilli ánægju með samkomulagið við undirrit- unina í gær. Fram kom í máli hans að meðal þess sem gera á í þremur héruðum Malaví á næstu þremur árum er að grafnir verða 27 brunnar, 6 litlum áveitum verður komið á fót, byggðir verða 450 kamrar, gera á 12 fiskiræktartjarnir, komið verður á fót 27 skógræktarstöðvum til að festa vatn í jarðvegi og til að nýta trén í smíði, komið verður af stað kvikfjár- og alifuglarækt á 30 stöðum, 9 görðum með fót- stignum vatnsdælum fyrir mat- vælarækt og loks verða haldin 9 námskeið um vatn sem auðlind. 2.000 einstaklingum hjálp- að frá örbirgð til bjargálna Malavar við áveituframkvæmdir í Malavíu. Með samstarfsverkefninu verð- ur m.a. sex litlum áveitum komið á fót í þremur héruðum landsins. Samkomulag um nýtt sam- starfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar og ÞSSÍ í Malaví Dr. Eliawony K. Meena. Aðstoða fátækustu íbúa til sjálfsbjargar RIÐA hefur verið staðfest í einni kind á bænum Vegatungu í Biskupstungum. Farga þarf öllu fé á bænum, um 120 kindum, en ekki liggur fyrir hvort grípa þurfi til aðgerða á nærliggjandi bæjum. Dýralæknar funda með bændum í fé- lagsheimilinu Aratungu um málið í dag. Þetta er fyrsta riðutilfellið á landinu á þessu ári en í fyrra kom riða upp á fimm bæjum. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir mikilvægt að finna út úr því hvernig riðan hafi smitast að þessu sinni. Upplýsinga verði afl- að um það á fundinum í dag og svo næstu daga. Síðast kom sjúkdómurinn upp á þessu svæði, vestan Hvítár, fyrir nærri tveimur áratugum, en styttra er síðan riða greindist austan árinn- ar í Hrunamannahreppi, eða á síð- asta ári. „Riðan gæti hafa borist með ýmsu móti. Hún gæti hafa komið úr fé í Hrunamannahreppnum því sam- gangur er á afrétti og féð hefur verið tekið heim úr réttum. Það er stutt á milli bæja á þessu nýja riðusvæði en hvergi eru sauðfjárbúin stór. Mér skilst hins vegar að talsvert hafi ver- ið verslað með fé og það verið hýst milli bæja. Menn hafa sennilega ver- ið orðnir nokkuð öruggir með sig og ljóst að taka þarf algjörlega fyrir all- an fjárflutning milli staða. Líklega verður að lýsa Árnessýsluna alla sem riðusvæði, eins og Ölfusið og suðurhluta landnáms Ingólfs. Eftir að riða hefur fundist er bannað að flytja fé milli bæja í tuttugu ár. Menn verða að fara að hlýða slíkum fyrirmælum,“ segir Sigurður. Hann vill brýna fyrir sauðfjár- bændum eða þeim sem umgangast fé að tilkynna strax til dýralækna ef grunur um riðu er uppi, svo afstýra megi útbreiðslu sjúkdómsins. Helstu einkenni riðu séu þrálátur kláði, einkum á haus og afturenda kinda, slettingur í gangi eða einhvers konar lömun og svo vanþrif. Sigurður segir það vilja villa fyrir mönnum að ein- kennin geti verið breytileg, stundum geti þau öll verið til staðar á lokastigi sjúkdómsins. Bændur á Vegatungu vildu ekki tjá sig er haft var samband við þá en á bænum hefur verið stundaður sauðfjárbúskapur til fjölda ára. Í dag er féð ekki eina viðurværi bændanna heldur starfa þeir einnig utan heim- ilis eins og víða tíðkast til sveita. Riða staðfest á bæ í Biskupstungum Um 120 kindum þarf að farga á bænum en óvíst með næstu bæi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.