Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 8

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Munið þið svo að þið megið vera reiðir, en ekki leiðir, prakkararnir ykkar. Ferðakaupstefna Icelandair Slá tvær flugur í einu höggi Icelandair stendur ítólfta skipti fyrirkaupstefnunni Mid Antlantic Workshop& Travel Seminar og hefst hún í dag, fimmtudag. Steinn Logi Björnsson er framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Ice- landair og er í eldlínunni í tilefni þessa. Morgun- blaðið ræddi aðeins við Stein Loga um tilurð þessarar kaupstefnu, til- gang hennar og árangur af slíkum uppákomum. – Segðu okkur fyrst eitthvað um þessa ferða- kaupstefnu … „Hún heitir Mid Atlan- tic Workshop & Travel Seminar og Icelandair hefurhaldið hana ellefu sinnum, sem sagt tólfta árið í röð að þessu sinni. Hún hefst í dag og er dagskrá með gestum okk- ar, einhverjum eða öllum, alveg fram á sunnudag. Þetta er geysi- lega eftirsótt kaupstefna og þátttaka hefur verið vaxandi ár frá ári. Kaupstefnan hefur þó líklega náð sinni mestu stærð og nú er það þannig að færri kom- ast að en vilja. Það eru alls um 500 aðilar frá alls 13 löndum að kynna og selja ferðamöguleika og þjónustu tengda þeim. Þetta eru 300 erlendir aðilar og 200 innlendir. Eins og orðið ferða- kaupstefna bendir til þá erum við að bjóða hingað til lands kaupendum, sem eru ferðaskrif- stofufólk frá löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Norður- löndin, Bretland, Rússland, Eystrasaltslöndin Eistland og Lettland og síðan hefur Úkraína bæst við.“ – Hvað eruð þið að selja og kynna? „Við erum að kynna leiðar- kerfi Icelandair og ákvörðunar- staði beggja vegna Atlantshafs- ins, og auðvitað með sérstaka áherslu á Ísland sem ákvörðun- arstað og viðdvalarstað fyrir far- þega á leið yfir hafið. Við höfum mjög verið að auka valkostina og bæta verðið og nauðsynlegt að kynna þetta reglulega.“ – Rússland og Úkraína? „Já, við erum að feta okkur inn á nýjar brautir með kynn- ingu á Íslandi sem valkosti í þessum löndum. Það er vaxandi hópur fólks í þessum löndum, einnig í Rússlandi, sem er að leita sér að nýjum valkostum og þetta er fólk sem á mikla pen- inga. Það er algerlega raunhæft að hafa þessi lönd með á ferða- kaupstefnunni.“ – Segðu okkur aðeins nánar hvaða aðilar það eru sem að koma hingað … „Þetta eru auk okkar, ferða- skrifstofur, ferðaheildsalar, auk fulltrúa frá hótelkeðjum, bíla- leigum, ferðamálaráðum svo ég nefni eitthvað.“ – En dagskráin? „Hún verður opnuð formlega í dag í Ráðhúsi Reykja- víkur með hefðbund- inni móttöku. Á morg- un verður síðan kaupstefna á Hótel Sögu þar sem kaup- endur og seljendur verða til staðar, koma fram og kynna sína vöru. Seinni hluti dagskrárinnar er síðan í aðalsal og anddyri Nordica Hótel þar sem allir mæta og verða með sýningar- bása. Þar geta menn rölt um og fengið gögn og upplýsingar um allt það sem í boði er. Þetta er langstærsta ferðakaupstefna sem haldin er hér á landi og Nordica verður gersamlega troð- full og mikill erill. Fyrri hlutinn á Hótel Sögu er fyrir hádegið, en seinni hlutinn, á Nordica Hótel, stendur yfir milli klukkan 3 og 6. Á laugardaginn er síðan uppá- koma sem er ekki beinlínis hluti af kaupstefnunni en segja má að við séum með henni að slá tvær flugur í einu höggi. Þá er opin sýning á Nordica Hótel fyrir al- menning þar sem fjöldi seljenda verður með bása til að kynna það sem í boði er. Þar verðum við hjá Icelandair m.a. með sölubækl- inginn okkar fyrir 2004, sem kemur einmitt út í vikunni. Við erum að ýta mörgum nýjungum úr vör og erum stærri og öflugri, og með nýtt og lægra verð en nokkru sinni fyrr. Þessi sýning er sem sagt fyrir almenning eins og ég gat um áður og hún stend- ur milli klukkan 11 og 3.“ – Væntanlega lyfta menn sér líka eitthvað upp? „Það er alltaf þannig þegar fólk úr ferðaþjónustunni kemur saman. Þetta er lífsglatt fólk og félagslynt og margt á döfinni. Margir þekkjast orðið mjög vel eftir margra ára samstarf. Það verður t.d. galadinner í Broad- way á föstudagskvöldið og á laugardaginn eru kaupendurnir á kaupstefnunni lausir allra mála. Þeim standa þá til boða ýmsar skoðunarferðir sem enda á kvöldverði og skemmtun með hljómsveit í Bláa lóninu.“ – Skila svona ferðakaupstefn- ur merkjanlegum árangri? „Í ferðaþjónustunni er það þannig að það getur tekið nokkur ár að sjá hvort eitt eða annað sem verið er að vinna með skilar ár- angri eða ekki. Menn þurfa oft bara að halda sínu striki og sjá til. En það segir sig sjálft að með því að við erum að halda þessa kaupstefnu í tólfta skipti þá er- um við ánægð með árangurinn. Þessi kaupstefna hefur reynst okkur einkar happadrjúg og bet- ur en t.d. Vestnorden sem þó er allra góðra gjalda verð og góð og nauðsynleg samkunda.“ Steinn Logi Björnsson  Steinn Logi Björnsson er fæddur á Höfn í Hornafirði 1. september 1959. Stúdent frá VÍ og lauk hagfræðiprófi frá Drew University í New Jersey, síðan MBA prófi við Columbia Uni- versity í New York 1985. Hefur unnið hjá Icelandair síðan, í New York, Frankfurt, Baltimore og á Íslandi og síðustu sjö árin verið framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Eiginkona er Anna H. Pétursdóttir og eiga þau þrjú börn, Stein Loga 20, Ylfu Ýr 18 og Perlu 14 ára. hefur reynst okkur einkar happadrjúg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.