Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMVARPI um breytingu á lögum
um sparisjóði er ætlað að taka á
mögulegum hagsmunaárekstrum
milli stofnfjár-
festa annars veg-
ar og sjálfseignar-
stofnunar spari-
sjóða hins vegar,
segir Valgerður
Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra.
Markmiðið er
ekki að koma í veg
fyrir hlutafélaga-
væðingu spari-
sjóða heldur laga
veikleika á gildandi lögum.
„Það er veikleiki í löggjöfinni, að
þegar tilboð berst um yfirtöku getur
sú hætta skapast að stofnfjáreigend-
urnir, sem stjórna sjálfseignarstofn-
uninni, taki ákvörðun sem þjónar
þeirra hagsmunum en ekki hagsmun-
um sjálfseignarstofnunarinnar,“
sagði Valgerður á Alþingi í gær þegar
hún mælti fyrir frumvarpinu.
„Sú breyting sem hér er lögð til af-
tengir hagsmuni stofnfjáreigenda og
sjálfseignarstofnunar. Þessi breyting
hefur engin áhrif á stöðu stofnfjáreig-
enda sem hlutahafa í sparisjóði.“
Valgerður sagði það vera sparisjóð-
unum í landinu til framdráttar að
stjórnun sjálfseignarstofnana væri
breytt þannig að enginn velktist í vafa
um hæfi stjórnarmanna til að taka
ákvarðanir. Tíminn einn yrði svo að
leiða í ljós hvaða áhrif frumvarpið
hefði á sparisjóði.
SPRON-málið hið þriðja
„Sparisjóðirnir þurfa að hafa það í
huga að hver er sinnar gæfu smiður.
Hvort stofnfjáreigendur í sparisjóð-
um kjósi að breyta rekstrarformi
sparisjóða eftir þessa breytingu verð-
ur að koma í ljós. Hvort SPRON-mál-
ið hið þriðja muni koma upp á næstu
misserum er einnig óvissu háð. En
eitt er víst. Það verður ekkert eins og
áður. Við getum ekki tryggt það að
sparisjóðir verði alltaf til í óbreyttri
mynd,“ sagði Valgerður.
Hún galt varhug við því að gerðar
yrðu breytingar á lögum um fjár-
málafyrirtæki sem útilokuðu í reynd
breytingar á rekstrarformi spari-
sjóða. Það ætti líka við um breytingar
sem óvissa væri um hvort stæðust
stjórnarskrárvarin eignarréttindi og
ákvæði samningsins um Evrópskt
efnahagssvæði.
Hvort hugmyndafræðin á bak við
sparisjóðina lifði af í heimi stöðugra
umbóta vildi Valgerður láta ósagt.
„Það verður að koma í ljós. Sparisjóð-
irnir sjálfir verða að taka sér taki og
móta sína framtíð. Þeir mega ekki
verða nátttröll sem daga uppi á fjár-
málamarkaði. En þetta er undir
sparisjóðunum sjálfum komið,“ sagði
viðskiptaráðherra.
Hagsmunir stofnfjárfesta og sjálfseignarstofnunar aftengdir í frumvarpinu
Veikleiki í
löggjöfinni
Valgerður
Sverrisdóttir
Morgunblaðið/Golli
Pétur Blöndal og Valgerður Sverrisdóttir fylgjast með umræðum.
MÁLEFNI SPRON voru rædd á
stjórnarfundi í gær í ljósi stjórn-
arfrumvarps viðskiptaráðherra og
var ákveðið að bíða með ákvarðanir
í málinu. Árni Þór Sigurðsson, for-
seti borgarstjórnar og stjórn-
armaður í SPRON, taldi rétt að
ákveða strax að hætta við áform um
hlutafélagavæðingu SPRON.
Árni Þór lagði fram eftirfarandi
bókun á fundinum: „Með vísan til
þess að viðskiptaráðherra hefur
lagt fram á Alþingi stjórn-
arfrumvarp sem í raun kemur í veg
fyrir löglegan samning SPRON og
KB-banka og þess, að SPRON hefur
ætíð ætlað sér að vinna í samræmi
við lög, tel ég rétt að stjórn SPRON
ákveði nú þegar að leggja til hliðar
áform um að breyta SPRON í hluta-
félag.“
Vilja ekki tjá sig
Talsmenn SPRON og Kaupþings
Búnaðarbanka vilja ekki tjá sig um
frumvarp viðskiptaráðherra. „Þessi
mál eru til skoðunar hjá okkur,“
segir Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri SPRON. „Við ætlum að
sjá hvaða stefnu málin taka áður en
við tjáum okkur,“ bætir hann við.
Sigurður Einarsson, stjórn-
arformaður Kaupþings Bún-
aðarbanka, segir að hann skilji ekki
hvað viðskiptaráðherra sé að gera
með frumvarpinu en hann hafi ekk-
ert um málið að segja og vilji ekki
tjá sig um það.
Stjórnarmaður í SPRON
Tillaga um að hætt
verði við söluna
Í FRUMVARPI viðskiptaráðherra
um breytingu á lögum um sparisjóði
er lagt til að stofnfjáraðilum spari-
sjóða verði ekki heimilt að sitja í
stjórn sjálfseignarstofnunar, sem
sett er á stofn við breytingu spari-
sjóða í hlutafélag. „Í stjórn sjálfs-
eignarstofnunar skv. 1. mgr. skulu
eiga sæti tveir fulltrúar sveitarfélags
þar sem sparisjóðurinn á heimilis-
festi við breytingu í hlutafélag, tveir
fulltrúar tilnefndir af ráðherra og
einn fulltrúi tilnefndur af samtökum
sparisjóða,“ segir í frumvarpi við-
skiptaráðherra.
Samkvæmt þessu verður fellt út
úr núgildandi lögum að minnst fimm
menn úr fulltrúaráði sparisjóðs skipi
stjórn sjálfseignarstofnunarinnar.
Fulltrúaráðið er skipað öllum stofn-
fjáreigendum í viðkomandi spari-
sjóði þegar honum var breytt í hluta-
félag.
Í greinargerð með frumvarpinu
segir að meginreglan í gildandi lög-
um sé sú að stofnfjáreigendur sitji í
fulltrúaráði sparisjóða. „Reynslan
hefur hins vegar sýnt að hagsmuna-
árekstrar geta orðið á milli stofnfjár-
eigenda annars vegar og sjálfseign-
arstofnunarinnar hins vegar og að
óheppilegt sé að stofnfjáreigendur
taki bæði ákvörðun fyrir sína hönd
og hönd sjálfseignarstofnunarinnar,
t.d. um sölu á hlutabréfum stofnfjár-
eigenda annars vegar og sjálfseign-
arstofnunarinnar hins vegar. Frum-
varp þetta er því lagt fram til að
tryggja að stjórn sjálfseignarstofn-
unarinnar verði óháð stofnfjáreig-
endum í viðkomandi sparisjóði,“ seg-
ir í greinargerðinni.
Rökin fyrir því að sveitarfélög
skipi tvo fulltrúa í stjórn sjálfseign-
arstofnunar eru sögð þau að starf-
semi sparisjóða sé staðbundin, þeir
þjóni ekki síst dreifðum byggðum
landins og eigi að stuðla að vexti á
sínu starfssvæði. Lagt er til að við-
skiptaráðherra tilnefni aðra tvo
menn í stjórnina „í ljósi þeirra miklu
fjármuna sem sjálfseignarstofnunin
hefur mögulega forræði fyrir og til
að tryggja eftirlit með starfrækslu
stofnunarinnar,“ segir í greinargerð-
inni. „Loks er lagt til að samtök
sparisjóða tilnefni einn fulltrúa í
stjórn sjálfseignarstofnunar til að
tryggja tengsl sjálfseignarstofnun-
arinnar við heildarsamstarf spari-
sjóða í landinu.“
Fulltrúaráð lagt niður
Fulltrúaráð sjálfseignarstofnun-
arinnar verður lagt niður samkvæmt
frumvarpinu. „Ekki er talin þörf á að
fulltrúaráð starfi í sjálfseignarstofn-
un þegar skilið hefur verið á milli
stofnfjáreigenda og stjórnar sjálfs-
eignarstofnunar og þegar leiðir við-
skiptaráðherra til að hafa eftirlit
með stofnuninni hafa verið efldar
með því að hann tilnefni tvo fulltrúa í
stjórn sjálfseignarstofnunarinnar,“
segir í greinargerð með frumvarpi
viðskiptaráðherra.
Stofnfjáreigendur sitji ekki
í stjórn sjálfseignarstofnunar
HALLGRÍMUR Jónsson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra,
segir að verði frumvarp við-
skiptaráðherra varðandi breyt-
ingar á lögum um fjármálafyr-
irtæki samþykkt leiði það til þess
að óvissu verði eytt og starfsfólk,
sem hafi haft áhyggjur af gangi
mála, geti einbeitt sér að því að
vinna við að auka markaðs-
hlutdeild sparisjóðanna.
Að sögn Hallgríms Jónssonar
hafa Landsbanki og Íslandsbanki
sýnt áhuga á að kaupa SPV og
sent erindi þess efnis auk þess
sem fram hafi farið lauslegar og
óformlegar viðræður um málið.
Hins vegar hafi verið beðið úrslita
í SPRON-málinu varðandi fram-
haldið. „Verði frumvarp við-
skiptaráðherra samþykkt hef ég
ekki trú á að sami áhugi á kaup-
um ríki,“ segir hann. „Þá lýkur
þessu ástandi, sem hefur ríkt að
undanförnu, þar sem sparisjóð-
irnir hafa verið í hálfgerðri úlfa-
kreppu, og þeir geta farið að
sækja fram enn á ný.“
Sparisjóður vélstjóra
Hafa fengið erindi
frá bönkunum
ÞINGMENN þurftu að samþykkja
sérstakt afbrigði í gær til að taka
frumvarp viðskiptaráðherra um
breytingar á lögum sparisjóða til
fyrstu umræðu á Alþingi. „Eigi má,
nema með samþykki þingsins, taka
frumvarp til umræðu fyrr en liðnar
eru að minnsta kosti tvær nætur frá
því er því var útbýtt,“ segir í þing-
sköpum.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, spurði af hverju
væri verið að flýta málinu svo í
gegn. Vildi hann fá að vita hvort
það væri gert vegna fyrirhugaðs
fundar stofnfjáreigenda SPRON
10. febrúar nk.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði málinu flýtt í þeim tilgangi að
eyða óvissu í málefnum sparisjóð-
anna.
Í kjölfarið sögðu fulltrúar allra
flokka að þeir myndu styðja að mál-
inu yrði flýtt í gegnum þingið. Var
afbrigðið því samþykkt með 54
samhljóða atkvæðum en Pétur
Blöndal sat hjá.
Frumvarpinu flýtt
í gegnum Alþingi
„FRUMVARPIÐ sem fyrir liggur,
frú forseti, er ríkisvæðing sparisjóð-
anna,“ sagði Pétur Blöndal, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, í
umræðu um
breytingar á lög-
um um sparisjóði
á Alþingi í gær.
„Þó hæstvirtur
ráðherra hafi
sagt eitthvað ann-
að þá þýðir þetta
að engum spari-
sjóði verður
breytt í hlutafélag. Stofnfjáreigend-
ur fara ekki að breyta sparisjóðun-
um í hlutafélag og afhenda einhverju
fólki, sem ekkert hefur komið nálægt
sparisjóðunum, öll völd í fyrirtæk-
inu.“
Pétur spurði hvort þetta frumvarp
væri nú lagt fram til höfuðs samningi
milli SPRON og KB banka og stefnt
væri að því að afgreiða það fyrir 10.
febrúar nk. Þá munu stofnfjáreig-
endur SPRON ákveða hvort spari-
sjóðinum verði breytt í hlutafélag og
sjálfseignarstofnun, sem mun eiga
rúm 80% hlutafjár, seld KB banka
samkvæmt gerðum samningum.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra sagði ekki sitt að kveða upp
úr um það hvenær frumvarpið yrði
að lögum. Það væri á valdi Alþingis.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði það hljóta
að vera að frumvarpið væri lagt fram
nú í því skyni að það verði að lögum
fyrir 10. febrúar. Sagði hann eðlilegt
að viðskiptaráðherra lýsti því yfir.
Öðruvísi verði sparisjóðirnir í land-
inu ekki varðir. Kjarninn í þessu
máli sé sá að ef SPRON gangi út úr
sparisjóðasamstarfinu verði það svo
veikt að erfitt sé að halda því áfram.
Stefni viðskiptaráðherra ekki að því
að samþykkja lögin fyrir 10. febrúar
sé augljóst að þingmenn verði að
beita sér fyrir því.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, sagði þingflokk
hans styðja frumvarp viðskiptaráð-
herra eins og langt og það næði. Inn í
þessa umræðu hefðu fléttast vanga-
veltur um framtíð sparisjóðanna í
landinu og sagði hann það mikla ein-
földun af Pétri Blöndal að segja ein-
hug ríkja um þetta mál. Skoða yrði
hvaða forsendur lægju þar að baki. Í
hópi stofnfjárfesta væru einstakling-
ar sem hefðu lagt mikið kapp á að
gera sem mest úr sínum hlut. Því sé
almannahagur ekki hafður að leið-
arljósi við sölu stofnfjárbréfa heldur
hagnaðarvon stofnfjáreigenda.
Stöðva á hlutafjárvæðingu
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sagðist
vera þeirrar skoðunar að stöðva ætti
hlutafjárvæðingu sparisjóðanna um
sinn. Hefur hann lagt fram frumvarp
þess efnis að þessum áformum verði
frestað til 1. janúar 2006. Hann sagði
þingmenn Frjálslynda flokksins ekki
ætla að leggja stein í götu frumvarps
viðskiptaráðherra en sé hlutafjár-
væðingu frestað gefist ráðrúm til að
skoða allt þetta mál betur.
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokksins, sagði
atburði síðustu vikna hafa dregið það
fram mjög skýrt að stofnfjáreigend-
ur líti fyrst og fremst til eigin hags-
muna við ákvarðanatöku á fjármagni
sjálfseignarstofnunarinnar. Í máli
SPRON sé það alveg ljóst að verið sé
að gera samninga við KB banka með
þeim hætti að nota eigið fé sjálfs-
eignarstofnunarinnar til þess að
auka virði bréfa stofnfjáreigenda.
Pétur Blöndal spurði hvort þing-
menn héldu virkilega að þetta frum-
varp fari í gegn hikstalaust og breyti
gerðum samningum svo margir tapi
milljónum. Verði þetta að lögum
muni það örugglega verða til þess að
samningi SPRON og KB banka
verði rift. Benti hann á að búið væri
að tilkynna til sænska verðbréfa-
markaðarins, þar sem KB banki
starfar, að bankinn væri búinn að
kaupa stærsta sparisjóð Íslands.
„Síðan kemur lýðveldið Ísland og
breytir lögunum; breytir forsendum
samningsins sem gerður var. Hvað
halda menn að útlendingar segi við
slíku?“ spurði Pétur. „Hvað halda
menn að útlendingar segi þegar með
lögum er kaupsamningi rift? Hvurs
lags álit halda menn að útlendingar
hafi á íslensku atvinnulífi og lagaum-
gjörð ef þetta hefst?“
Krafa um skaðabætur
Hann ákallaði réttarríkið. „Hvar
er vernd borgarans fyrir inngripi
löggjafans ef gerðir samningar eru
gerðir ógildir með lögum,“ spurði
Pétur og sagði að þessir samningar
væru í fullu samræmi við gildandi
lög því annars færi viðskiptaráð-
herra varla fram með þetta frum-
varp. Búið væri að leggja margar
milljónir í að meta verðmæti
SPRON og í samningagerð. Því
verði örugglega gerð krafa um
skaðabætur. „Auðvitað á að endur-
greiða SPRON þetta af ríkinu,“
sagði Pétur.
Pétur Blöndal stóð einn andspænis þingmönnum allra flokka
Verið að ríkisvæða sjóðina
Pétur Blöndal
♦♦♦
♦♦♦