Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMFARA undirbúningi stórra
verka við Hellisheiðarvirkjun eins
og vélbúnaðar og byggingar stöðv-
arhúss, þá er Orkuveita Reykjavík-
ur nú og á næstu mánuðum með
ýmis smærri verk í gangi. Eiríkur
Bragason, staðarverkfræðingur
virkjunarinnar fyrir OR, nefnir þar
sem dæmi nýlegt útboð á tíu hljóð-
deyfum, sem eru úr þykku stáli og
eru notaðir við borholurnar þegar
þær eru látnar blása. Einnig fara
fram útboð á verkþáttum eins og
holutoppum, rakaskiljum, gufu-
skiljum, gufuveitulögnum og vega-
gerð á virkjanasvæðinu.
,,Atvinnuástandið er kannski
ekki eins gott og það gæti verið um
þessar mundir og við finnum fyrir
miklum áhuga hjá vélsmiðjum og
minni fyrirtækjum á smærri verk-
efnum hjá okkur. Þau skila sér vel
inn á markaðinn og hafa jákvæðari
áhrif ef framkvæmdin væri boðin
út öll í einu, líkt og fyrir austan,“
segir Eiríkur.
Spurður um valkostina sem fram
koma í matsskýrslunni segir Eirík-
ur margt benda til þess að virkjunin
verði öll á neðra svæðinu, saman-
ber kost 1, sem sé aðalvalkosturinn.
Hinn kosturinn sé settur fram sem
hliðarkostur og þó að efra virkj-
unarsvæðið sé ódýrara í fram-
kvæmd þá sé allur rekstur þar erf-
iðari og dýrari. Að auki sé meira
umhverfisrask eftir því sem starf-
semin er dreifðari um svæðið. Mats-
skýrslan taki hins vegar á báðum
valkostum.
Skipulagsstofnun skilar vænt-anlega frá sér úrskurði umumhverfisáhrif Hellisheið-arvirkjunar um miðjan
febrúar en eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu bárust stofnuninni
þrjár athugasemdir við matsskýrslu
Orkuveitu Reykjavíkur (OR), m.a.
frá Landvernd. Að auki bárust um-
sagnir frá nokkrum opinberum að-
ilum. Er það meginniðurstaða mats-
skýrslunnar að framkvæmdin muni
ekki hafa umtalsverð umhverfis-
áhrif. Telst virkjunin fýsilegur kost-
ur með tilliti til hugsanlegra áhrifa á
jarðhita og orkuforða jarðhitasvæð-
isins.
Áætlanir Orkuveitunnar miðast
við að raforkuframleiðsla fullbyggðr-
ar virkjunar á sunnanverðu Heng-
ilssvæðinu á Hellisheiði verði 120
MW og varmaframleiðslan allt að
400 MW. Heita vatnið er ætlað til al-
mennra nota á höfuðborgarsvæðinu
en raforkan fer að mestu til stækk-
unar Norðuráls á Grundartanga, um
80 MW. Nú þegar hafa átta rann-
sóknarholur verið boraðar á svæðinu
á allt að 2.800 metra dýpi og hafa
þær allar skilað góðum árangri. Hef-
ur hiti í holunum verið á bilinu 255-
275°C. Er talið að þær geti gefið af
sér um 40 MW í rafmagni. Á þessu
og næsta ári verða tíu holur boraðar
til viðbótar og reiknar Orkuveitan
með að umfang fjárfestinga í orku-
verum á þessu ári verði að andvirði
4,7 milljarðar króna, þar af þrír millj-
arðar vegna Hellisheiðarvirkjunar
en afgangurinn er stækkun Nesja-
vallavirkjunar. Við jarðvarmavirkj-
anir sem þessar er borunin um 40%
alls framkvæmdakostnaðar. Heild-
arkostnaður OR vegna Hellisheiðar-
virkjunar er áætlaður átta milljarðar
króna og ef stækkun Nesja-
vallavirkjunar er talin með, sem ætl-
að er að styrkja orkuafhendingu til
Norðuráls í tæka tíð, gæti kostnað-
urinn farið upp í 12 milljarða króna.
Bygging stöðvarhúss og vegagerð
mun að mestu fara fram á næsta ári
en virkjunin á að vera tilbúin vorið
2006.
Tveir valkostir
En hvernig hugsar Orkuveitan sér
Hellisheiðarvirkjun? Í matsskýrslu
eru lagðir fram til athugunar og úr-
skurðar tveir kostir. Samkvæmt
kosti 1 er gert ráð fyrir að stöðv-
arhús fullbyggðrar virkjunar verði
reist í Hellisskarði í nágrenni við
Kolviðarhól. Skiljustöðvar, þar sem
jarðvökvinn úr holunum er skilinn að
í hreina gufu og vatn, verða ofan
Hellisskarðs og vestan Þverfells.
Kostur 2 gerir ráð fyrir að 80 MW
rafstöð og allt að 400 MW varmastöð
verði reist á sama stað og að 40 MW
rafstöð verði að auki reist suðaustan
við Gígahnúk. Í öllum aðalatriðum
eru mannvirkin þau sömu í báðum
kostum, þ.e. vegir, borholur, gufu-
veita, stöðvarhús, kæliturn, vatns-
veita, vatnsból, fráveita, hitaveituæð,
tenging við rafveitukerfi, vinnubúðir
og náma.
Framkvæmdasvæði Hellisheiðar-
virkjunar er sem fyrr segir á sunn-
anverðu Hengilssvæðinu. Sjálft
Hengilssvæðið er í miðju vestara
gosbeltinu, sem nær frá Reykjanesi
og norður í Langjökul. Á síðustu 11
þúsund árum eru þekkt þrjú eldgos í
Hengilskerfinu svonefnda, það síð-
asta fyrir tvö þúsund árum.
Hengilssvæðið er eitt mesta há-
hitasvæði landsins. Það þekur um
110 ferkílómetra og vinnslugetan er
talin vera 5.500 gígawattstundir á
ári. Uppsetjanlegt afl er talið 690
MW, eða svipað og Kárahnjúkavirkj-
unar, og mögulegir virkjunarstaðir
allt að sjö talsins. Svæðið sem OR
hefur beint sjónum að nær frá Kol-
viðarhóli, Sleggjubeinsdal og Bola-
völlum við Húsmúla í vestri um sunn-
anvert Stóra-Skarðsmýrarfjall
austur að Litla-Skarðsmýrarfjalli.
Markast það af Stóra-Reykjafelli að
suðvestan og nær suður fyrir Gíga-
hnjúk. Skiptist svæðið í efra virkj-
unarsvæði ofan Hellisskarðs og
neðra virkjunarsvæði neðan skarðs-
ins. Rannsóknir sem gerðar hafa
verið í tengslum við mat á umhverfis-
áhrifum virkjunarinnar ná þó yfir
stærra svæði, einkum grunnvatns-
rannsóknir, en athafnasvæðið sést
nánar á meðfylgjandi korti.
Í matsskýrslunni segir að einnig
verði lögð vatnsveita að stöðvarhúsi
við Kolviðarhól frá fyrirhuguðu
vatnsbóli vestan við Húsmúla og
hitaveituæð verður lögð frá virkjun-
arsvæðinu til Reykjavíkur. Þá verð-
ur lögn fyrir affallsvatn frá virkjun-
inni að niðurrennslissvæði í
Þrengslum. Reiknað er með að raf-
stöð Hellisheiðarvirkjunar verði
tengd flutningskerfi Landsvirkjunar
á 132 kV spennu á Búrfellslínu 2 sem
liggur um framkvæmdasvæðið. Að-
koma að neðra virkjunarsvæðinu á
að vera um Hamragilsveg, upp að
skíðasvæðum íþróttafélaganna, en
nýr vegur á að koma að efra svæðinu
frá Suðurlandsvegi, tveimur kíló-
metrum austan við Skíðaskálann í
Hveradölum.
Helsta hættan vegna ofanflóða
Áhættuþættir virkjunar á Hellis-
heiði eru samkvæmt matsskýrslunni
ekki sagðir þeir sömu á efra og neðra
virkjunarsvæðinu. Viss hætta er tal-
in steðja að mannvirkjum vegna of-
anflóða í Sleggjubeinsdal, en ekki
annars staðar. Harðir jarðskjálftar,
sprunguhreyfingar og eldgos eru
sögð fátíðari en ofanflóð og á mann-
virkjum að stafa minni hætta af slík-
um atburðum. Borholur geta
skemmst við sprunguhreyfingar og
eldgos, en tæpast við jarðskjálfta að
mati sérfræðinga OR. Telja þeir litla
hættu á að holurnar verði fyrir
skakkaföllum við innflæði kvikugusa
í jarðhitakerfið við kvikuhlaup.
Í matsskýrslunni eru borin saman
umhverfisáhrif beggja kosta, 1 og 2,
og þau talin vera svipuð. Munu
mannvirkin bæði á efra og neðra
svæði sjást frá Suðurlandsvegi um
Svínahraun og Hellisheiði. Fram-
kvæmdir samkvæmt kosti 1 þurfa
um 825 þúsund fermetra lands, þar
af 590 þúsund fermetra undir mann-
virki. Kostur 2 kallar á framkvæmdir
á 845 þúsund fermetra svæði, þar af
610 þúsund fermetra undir mann-
virki. Talsverður hluti þessa lands er
sagður þegar raskaður og heitir
Orkuveitan því að laga það og snyrta.
Munur áhrifa kosta 1 og 2 á gróð-
urfar og jarðmyndanir stafar af raski
á mosaþembu og nútímahrauni á
byggingarreitnum á efra svæðinu
suðaustan Gígahnúks, segir í skýrsl-
unni. Áhrif á jarðhita og orkuforða,
vatnafar, loftgæði, dýralíf, lífríki
hvera, menningarminjar, hljóðvist,
byggð og íbúaþróun, ferðaþjónustu
og samgöngur eru sambærileg fyrir
báða kostina. Hvorki er gert ráð fyr-
ir gistiaðstöðu á verkstað né fastri
búsetu við sjálfa virkjunina þegar
hún verður komin í gagnið. Segir
ennfremur í skýrslunni að á fram-
kvæmdatíma verði fjöldi starfs-
manna mestur um 100 manns en með
stækkun Nesjavallavirkjunar gæti
þessi fjöldi tvöfaldast.
Önnur leyfi í vinnslu
Um leið og Skipulagsstofnun er að
fjalla um matsskýrsluna er Orkuveit-
an með öll önnur leyfi í vinnslu, s.s.
endanlega samþykkt á aðalskipulagi
og deiliskipulagi virkjunarsvæðisins,
sem kemur til kasta sveitarfélagsins
Ölfuss, byggingarleyfi, starfsleyfi og
virkjanaleyfi. Eru forráðamenn OR
vongóðir um að mikilvægustu leyfin
verði fengin um miðjan febrúarmán-
uð, þ.e. umhverfismatið og aðal-
skipulagið. Þá eru viðræður langt
komnar við Hitaveitu Suðurnesja og
Norðurál um raforkuverð vegna
stækkunar álverins. Viljayfirlýsing
þessara aðila var undirrituð í lok síð-
asta árs og þá reiknað með að samn-
ingum lyki í febrúar. Hefur ekkert
komið upp í ferlinu sem gæti tafið
það, samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins.
Úrskurðar Skipulagsstofnunar að vænta um Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur
Fjárfesting
upp á þrjá
milljarða á
þessu ári
Átta holur hafa skilað góðum ár-
angri en bora þarf tíu til viðbótar
Morgunblaðið/Eggert
Borhola 7 á efra virkjunarsvæðinu upp af Hellisskarði er nú látin blása af fullum krafti en hún er talin geta gefið
af sér allt að 8 MW í rafmagni. Borun til þessa á svæðinu hefur gengið vel. Í bakgrunni sést í skíðasvæði ÍR.
bjb@mbl.is
!
"
!
!
!
"#$
%&
$%!
'
%
(! )*)!$)**+
')(! )**+
#
%!
,&)!
,&)
$
)$) )
Mikill áhugi á smærri verkum
Morgunblaðið/Eggert
Eiríkur Bragason, staðarverkfræðingur OR vegna Hellisheiðarvirkjunar,
með Hellisskarðið í baksýn þar sem stöðvarhús á að koma.
ÁÆTLANIR OR gera ráð fyrir
að á næstu þremur árum aukist
velta fyrirtækisins um 2,5 millj-
arða króna og nemi 14,5 millj-
örðum árið 2006 þegar taka á
Hellisheiðarvirkjun í notkun. Á
síðasta ári var velta OR tæpir
12 milljarðar. Útgjöldin námu
þá 7,5 milljörðum kr. og áætlað
er að þau verði orðin 8,3 millj-
arðar árið 2006.
Samkvæmt upplýsingum frá
OR námu fjárfestingar fyrir-
tækisins á árunum 1990-2003
alls 53,4 milljörðum króna, mið-
að við verðlag í mars 2003.
Helmingurinn var vegna dreifi-
kerfisins, 16,7 milljarðar fóru í
virkjanir og rannsóknir, 5 millj-
arðar í fasteignakaup og bygg-
ingar og 2,2 milljarðar í hluta-
bréf og fyrirtæki. Aðrar fjár-
festingar námu 3,2 milljörðum
á tímabilinu. Hjá OR starfa nú
tæplega 500 manns.
14,5 milljarða
velta árið 2006