Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ PÓLITÍSK afstaða Johns Kerrys mótaðist á dögum Víetnamstríðsins en þar hlaut hann heiðursmerki fyrir framgöngu sína áður en hann snerist gegn stríðsrekstrinum og gerðist einn af leiðtogum friðarhreyfingarinnar í Bandaríkjunum. „Eftir að hafa barist í Víetnam öðlaðist ég skilning á því að sérhver dagur sem okkur er gefinn er sérstakur og að mönnum ber að gera það sem rétt er,“ segir Kerry í einni af auglýs- ingum sínum sem nú eru sýndar í sjónvarpi í Bandaríkjunum. „Þess vegna gef ég kost á mér í forsetakosningunum,“ bætir hann við. Með fylgir gömul mynd af Kerry þar sem hann heldur á M-16-riffli í frumskógum Víetnam. Kerry lauk prófi frá Yale-háskóla árið 1966 og gekk í herinn. Líkt og þúsundir annarra ungra manna í Bandaríkjunum var hann send- ur til að berjast í Víetnam. Reynslan þar átti eftir að setja mark sitt á allt líf Kerrys sem nú er sextugur að aldri og hefur náð góðri forustu í baráttunni um að verða útnefndur frambjóðandi Demókrata- flokksins í forsetakosningunum vestra í nóv- ember. Og til þessarar reynslu vísar Kerry þegar hann gerir grein fyrir hvers vegna hann sækist eftir húsbóndavaldi í Hvíta húsinu í Washington. Aðdáandi JFK John Forbes Kerry fæddist 11. desember árið 1943 í Denver í Colorado. Hann gekk í heimavistarskóla á Nýja-Englandi og í Sviss þar sem faðir hans starfaði á vegum utanrík- isþjónustunnar. Kerry var tæplega 17 ára þeg- ar hann ákvað að styðja John F. Kennedy sem þá var frambjóðandi Demókrataflokksins í for- setakosningum. Kennedy sigraði líkt og al- kunna er og Kerry vísar iðulega til þess að fangamörk þeirra tveggja eru eins – JFK. Eftir námið við Yale varð Kerry foringi á fallbyssubát sem hélt uppi eftirliti á Mekong- fljóti í Víetnam. Þau skyldustörf voru afar hættuleg líkt og fjallað var um í kvikmynd Francis Ford Coppola „Apocalypse Now“. Kerry var sæmdur tveimur heiðurs- merkjum fyrir að hafa sýnt hugrekki og þrem- ur til viðbótar fyrir þá sök að hafa særst í bar- dögum í Víetnam. Glæsilegur ferill Kerrys í flotanum nýtist honum vel þessa dagana er hann leitast við að ná til gamalla hermanna. „Neyddur til að bera riffil“ Við komuna heim til Bandaríkjanna gerðist Kerry einn af leiðtogum hreyfingarinnar sem andmælti Víetnamstríðinu. Einhverjum af heiðursmerkjum sínum mun hann hafa fleygt. Hann gerðist helsti talsmaður samtaka upp- gjafarhermanna frá Víetnam sem andvígir voru stríðinu. „Ég var tæki í höndum utanrík- isstefnu sem var öldungis galin. Ég var neydd- ur til að bera M-16-riffil til að þjóna þeirri stefnu,“ segir Kerry gjarnan á kosn- ingafundum sínum. Sökum baráttu sinnar gegn Víetnamstríðinu komst Kerry á hinn illræmda „óvinalista“ sem Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, lét taka saman. 27 ára gamall vakti Kerry mikla athygli er hann kom fyrir þingnefnd í Washington, klæddur herbúningi sínum og spurði viðstadda: „Hvernig er unnt að fara þess á leit við mann að hann fórni lífi sínu fyrir misskilning?“ Kerry sóttist eftir þingsæti 1972 en tapaði. Hann fór í laganám og gerðist að því loknu saksóknari í Massachusetts-ríki. Hann stofn- aði síðan lögmannsstofu en var kjörinn vara- ríkisstjóri Massachusetts árið 1982. Tveimur árum síðar var hann kjörinn til setu í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. Hann hefur þrí- vegis verið endurkjörinn og verið nánasti sam- starfsmaður Edwards Kennedys, sem einnig situr í öldungadeildinni fyrir Massachusetts. Vel stæð eiginkona Kerry gekkst undir uppskurð sökum krabbameins í blöðruhálskirtli í fyrra. Sú að- gerð mun hafa tekist mjög vel. Hann á tvær uppkomnar dætur, Alexöndru sem er 29 ára og Vanessu sem er 26. Fyrra hjónabandi Ker- rys lauk með skilnaði árið 1988. Hann kvæntist á ný árið 1995. Eiginkona hans er Teresa Heinz. Hún er ekkja Johns Heinz, sem var öldungadeildarþingmaður fyrir Repúblíkanaflokkinn. Hann fórst í flugslysi. Teresa Heinz er talin hafa erft um 500 millj- ónir Bandaríkjadala eftir eiginmann sinn sem tilheyrði Heinz-tómatsósuveldinu. Studdi innrásina Kerry er hávaxinn, 193 sentímetrar, og löngum hefur verið sagt um hann að hann sé „forsetalegur“. Aðrir hafa haldið því fram að han sé óhóflega stífur og formlegur í fram- göngu til að ná að höfða til alþýðu manna vestra. Kerry studdi innrás Bandaríkjamanna í Írak en hefur að undanförnu gagnrýnt fram- göngu Bush-stjórnarinnar og forsendur her- fararinnar harðlega. Á vettvangi félagsmála er Kerry talinn frjálslyndur. Afkvæmi Víetnamstríðsins Washington. AFP. John Kerry (t.v.) og tónlistarmaðurinn John Lennon á dögum Víetnam-stríðsins. ’ Hvernig er unnt að faraþess á leit við mann að hann fórni lífi sínu fyrir misskilning? ‘ John F. Kerry, öldungadeildarþing- maður fyrir Massachusetts, styrkti stöðu sína sem sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningum demókrata þegar hann sigraði í fimm ríkjum af sjö í fyrradag. Hann sýndi að hann stendur vel að vígi í öllum landshlutum með sigri í Delaware í austurhlutanum, Norður-Dakóta í norðri, Missouri í miðvesturhlutan- um og Arizona og Nýju-Mexíkó í suðvestri. John Edwards, öldungadeildar- þingmaður fyrir Norður-Karólínu, sigraði örugglega í ríkinu sem hann fæddist í, Suður-Karólínu. Hann vonaðist einnig eftir sigri í Oklahoma og verða þar með álitinn helsti keppi- nautur Kerrys í forkosningunum, þannig að kosningabaráttan yrði að keppni á milli þeirra tveggja. Það tókst þó ekki alveg því að hann beið ósigur í Oklahoma fyrir Wesley Clark, fyrrverandi hershöfðingja, þótt munurinn á fylgi þeirra væri ekki mikill. Var það fyrsti sigur hers- höfðingjans fyrrverandi í kosninga- baráttunni. Lieberman hættur en Dean heldur áfram Joe Lieberman, öldungadeildar- þingmaður fyrir Connecticut og fyrrverandi varaforsetaefni demó- krata, heltist hins vegar úr lestinni og neyddist til að draga sig í hlé. Howard Dean, fyrrverandi ríkis- stjóri Vermont, var hvergi í tveimur efstu sætunum í forkosningunum í fyrradag. Hann sagðist þó ætla að halda baráttunni áfram og benti á að aðeins tíundi hluti kjörmannanna, sem velja forsetaefnið formlega í sumar, hefur verið kosinn. Stjórnmálaskýrendur sögðu að Kerry væri í góðri aðstöðu til að leiða í raun kosningabaráttuna til lykta fyrir lok mánaðarins. „Þetta var mikilvægur dagur fyrir John Kerry. Hann virðist svo sann- arlega vera á góðri leið með að tryggja sér sigur í forkosningunum,“ sagði Steve Murphy, en hann var kosningastjóri Dicks Gephards, sem ákvað að draga sig í hlé eftir forkosn- ingarnar í Iowa. „Eina spurningin er hver stendur uppi sem síðasti keppi- nautur Kerrys.“ John D. Podesta, skrifstofustjóri Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clin- tons, sagði að fátt benti til þess keppinautar Kerrys gætu unnið upp forskotið nema honum yrðu á mjög slæm mistök í kosningabaráttunni. Merle Black, stjórnmálafræðipró- fessor við Emory-háskóla í Georgíu, tók í sama streng. „Kerry hefur fengið langflesta kjörmenn og svo virðist sem enginn keppinautanna geti stöðvað hann.“ Edwards þarf að sanna sig utan suðurríkjanna Skoðanakönnun fyrir utan kjör- staði bendir til þess að Kerry hafi haft hag af því að hann er nú talinn líklegastur frambjóðendanna til að geta sigrað George W. Bush forseta. Hann fékk atkvæði að minnsta kosti tveggja þriðju af þeim kjósendum í Missouri, Arizona og Delaware sem sögðu það mikilvægast að velja for- setaefni sem gæti sigrað Bush. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálafræðistofnunar Virginíu- háskóla, sagði það athyglisverðast við úrslitin í fyrradag að Kerry skyldi hafa sigrað í öllum landshlut- um. „John Edwards hefur aðeins sigrað í suðrinu. Hann hefur ekki sýnt að hann njóti verulegs stuðn- ings annars staðar.“ Stjórnmálaskýrendur sögðu að Edwards þyrfti nú að bæta úr þessu til að eiga raunhæfa möguleika á að verða fyrir valinu sem forsetaefni demókrata. „Ef Edwards vill veita Kerry mikla keppni þarf hann að sýna að hann geti sigrað fyrir utan bakgarð- inn sinn og treysta ekki aðeins á ímynd sína sem suðurríkjadrengs- ins,“ sagði Bruce Ransom, stjórn- málafræðiprófessor við Clemson-há- skóla í Suður-Karólína. Hið sama er að segja um Clark, sem ólst upp í Arkansas, og hefur aðeins sigrað í grannríkinu Oklahoma. Síðasta tækifæri Deans um helgina? Ólíkt Kerry hafa Edwards, Clark og Dean einbeitt sér að einstökum ríkjum, þar sem þeir telja möguleika sína mesta, í von um að þeir verði ekki uppiskroppa með peninga áður en þeir missa alla von um sigur. Þeir vonast til þess að halda velli að minnsta kosti til 2. mars þegar kosið verður í tíu ríkjum. Þá verður keppt um helming þeirra 2.162 kjörmanna sem þarf til að verða forsetaefni demókrata. Stjórnmálaskýrendur segja þó að óbreyttum félögum í Demókrata- flokknum sé mjög í mun að fylkja sér sem fyrst um eitt forsetaefni og hefja baráttuna um Hvíta húsið fyrir al- vöru. „Demókratar vilja ljúka þessu og einbeita sér að Bush,“ sagði Sa- bato. „Þeir verða ekki mjög þolin- móðir við frambjóðendur sem streit- ast við að halda baráttunni áfram.“ Samkvæmt skoðanakönnunum var Howard Dean með mest fylgi fyrir forkosningarnar en hann hefur nú beðið ósigur í níu ríkjum. Sabato telur að Dean fái síðasta tækifærið um helgina þegar kosið verður í mið- vesturríkinu Michigan og norðvest- urríkinu Washington. „Dean þarf að draga sig í hlé ef hann tapar í báðum ríkjunum um helgina. Hann getur ekki haldið áfram.“ Verður Edwards varaforsetaefni? Edwards hefur oft sagt að hann myndi ekki sækjast eftir því að verða varaforsetaefni demókrata en stjórnmálaskýrendur segja að frammistaða hans í fyrradag sýni að það myndi auka sigurlíkur Kerrys í forsetakosningunum ef Edwards yrði varaforsetaefni hans. „Ég tel að Kerry sé ekki óánægð- ur með að Edwards skyldi hafa sigr- að,“ sagði Sabato. „Kerry vill að Edwards sigri í nokkrum suðurríkj- um til að geta sagt að hann sniðgangi ekki suðrið og hafi þess vegna valið suðurríkjamann.“ Charles Jones, við Brookings- stofnunina, telur hins vegar að þótt Edwards hafi staðið sig vel í kosn- ingabaráttunni og sé mikill ræðu- maður hafi hann ekki enn öðlast næga reynslu til að verða öflugt varaforsetaefni. „Edwards er ekki þekktur út um allt landið. Hann hef- ur aðeins verið í fimm ár í öldunga- deildinni,“ sagði Jones. Hann bætti við að þótt Edwards væri ungur og myndarlegur skipti það varla sköpum. „Eins og einhver hefur sagt, þá er hann sætur en það eru líka margir aðrir.“ Kerry sýndi styrk sinn í öllum landshlutum Reuters John Kerry öldungadeildarþingmaður fagnar sigrum sínum í forkosn- ingum demókrata í fyrradag á kosningafundi í borginni Seattle í gær. John Kerry öldungadeildarþingmaður þykir nú á góðri leið með að tryggja að hann verði forsetaefni bandarískra demókrata eftir að hafa sigrað í for- kosningum í fimm ríkjum af sjö í fyrradag. John Edwards og Wesley Clark héldu velli en Kerry var sá eini sem sýndi styrk í öllum landshlutum. Washington. AP, AFP, The Washington Post, Los Angeles Times.     -!%). ) )  ) )#)/) ) )) )!   0   ) )/#) ) $ )#) # )#)  0 $1))-!%)203 0 !$)4  )5 ) $)#))# %!)!$)$ )) '$       67.89:6 ;76 -!%).      $ )#) )# .' ) <)==> 4  )5        $ )#))# .' ) <)?? -!%)203 0      $ )#))# .' ) <)@= A.* 6 )2 .B*:)86        6C! )(6D+ E 3 )(E2+  !)(B+  )F# )(+ ! E   )(E+ B %! )(B.+  .  # )(5+ !"# $%"# & "# '()*   ,"- .#"# &&"& &&"# '()*   '/) 01 &#"# -". .&"# $."# -"# '()*   "# $"! $#", &," '()*   &&"! $-"- $-". $,"2 .&"# $ "# &$"# '()*   &#"# ."# !#"# &#"# '  34) %"# /)   /)   *   5   '        ’ Kerry hefur fengið langflesta kjörmenn og svo virðist sem enginn keppinautanna geti stöðvað hann. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.