Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 18
ERLENT
18 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Glæsileg 124,7 fm neðri hæð á þessum
eftirsótta stað ásamt 41,1 fm innbyggð-
um bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, hol,
stofu, borðstofu, sjónvarpshol, þrjú her-
bergi, eldhús, þvottahús og baðherbergi.
Íbúðin er öll í sérflokki og með sérsmíð-
aðri kirsuberjainnréttingu frá Brúnási,
merbau-parketi og flísum. Íbúðinni fylgja
tvennar flísalagðar svalir, samtals um 50
fm. Verðtilboð. 3878
HEIÐARHJALLI - EINSTAKT ÚTSÝNI
Byltingarkennd uppgötvun: NEW SKIN
með einstæðum krafti úr hreinu C-vítamíni.
Djúpt niðri endurbyggir það húðtoturnar og yngir
þannig innri uppbyggingu húðarinnar um allt að tíu ár.
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær
að George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefði tekið rétta ákvörðun
þegar hann ákvað að gera innrás í
Írak. Þetta segir hann þrátt fyrir
að hafa sagt í viðtali við dagblaðið
Washington Post á þriðjudag að
hann væri ekki viss um að hann
hefði stutt árásina ef hann hefði
vitað að ekki myndu finnast nein
gereyðingarvopn í Írak.
Margir telja að Powell hafi vilj-
að draga úr þessum orðum sínum í
viðtalinu í gær. Er blaðamaður
Washington Post spurði hvort
hann myndi hafa mælt með innrás
ef hann hefði vitað að Írakar ættu
engin gereyðingarvopn svaraði
hann: „Ég veit það ekki, því
vopnabirgðirnar voru endanlega
það sem gerðu þetta að raunveru-
legri og yfirvofandi hættu og ógn-
un við svæðið og heiminn.“ Þá
sagði hann einnig: „Það að vopna-
birgðirnar eru ekki til staðar
breytir stöðunni pólitískt, svarið
sem þú færð er annað.“
„Ætlaði að framleiða
gereyðingarvopn“
Í gær sagði Powell hins vegar
við fréttamenn í utanríkisráðu-
neytinu að rétt ákvörðun hefði
verið tekin. „Það á ekki að vera
neinn vafi í huga bandarísku þjóð-
arinnar um að við gerðum rétt og
sagan mun svo sannarlega dæma
þar um,“ sagði hann.
„Ef við hefðum haft aðrar upp-
lýsingar veit ég ekki hvort það
hefði breytt stöðunni. Þetta var
nokkuð sem við samþykktum öll
og myndum örugglega samþykkja
aftur hverjar sem aðstæðurnar
væru.“
Hann sagði einnig að stríðið
væri réttlætanlegt þrátt fyrir að
engin vopn hefðu fundist þar sem
Saddam Hussein hefði viljað eiga
slík vopn. „Það sem ég veit núna
er að við áttum í höggi við einræð-
isstjórn sem ætlaði að framleiða
gereyðingarvopn, hafði átt gereyð-
ingarvopn, notaði gereyðingarvopn
og hafði aldrei hætt við þær áætl-
anir að eignast slík vopn.“
Í dag er ár liðið frá því að Pow-
ell hélt ræðu fyrir öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna þar sem hann
kynnti leyniþjónustugögn um
meinta gereyðingarvopnaeign
Íraka og hvatti stofnunina til að
taka þátt í innrásinni í Írak. Engin
vopn hafa fundist og fyrir stuttu
sagði fyrrverandi yfirmaður
vopnaleitar Bandaríkjamanna í
Írak, David Kay, að hann teldi að
engin gereyðingarvopn myndu
finnast.
Nú hafa bæði George W. Bush
Bandaríkjaforseti og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, fyrir-
skipað rannsókn á gögnum leyni-
þjónustustofnana þar sem fram
kom að Írakar ættu slík vopn.
Powell segir stríð-
ið réttlætanlegt
Sagðist daginn áður ekki vita hvort hann hefði stutt stríðið
hefði verið ljóst að gereyðingarvopn myndu ekki finnast
Washington. AP. AFP.
AP
Colin Powell talar við fréttamenn
við utanríkisráðuneytið í gær.
AÐ minnsta kosti 26 manns hafa
fundist látnir í rústum bygging-
arinnar sem hrundi í borginni
Konya í Tyrklandi á mánudags-
kvöld. Lögreglan hefur handtekið
tvo verktaka sem unnu að bygg-
ingu hússins en talið er að slysið
megi rekja til sviksamlegra vinnu-
bragða.
Leit að fólki stóð enn yfir í gær
en óttast er að um 40–100 manns
séu enn fastir í brakinu. Líkurnar
á að finna fleiri á lífi eru ekki tald-
ar miklar, 31 hefur þegar verið
bjargað, hinum síðasta á þriðju-
dagskvöld, nærri 20 klukkustund-
um eftir að byggingin hrundi.
Forsætisráðherra landsins, Rec-
ep Tayyip Erdogan, kenndi bygg-
ingarmistökum um og hvatti til
þess að reglur um byggingarstaðla
yrðu hertar. „Svo lengi sem refs-
ingar fyrir hluti af þessu tagi eru
ekki harðar munu borgarar gjalda
fyrir þá með lífi sínu.“
Ekki er ljóst hvað kæran á
hendur verktökunum mun fela í
sér ef hún verður þá lögð fram en
lögregla rannsakar hvort bygging-
arstöðlum hafi ekki verið fylgt.
Fólk sem beið frétta af ættingjum
sínum sem var saknað krafðist
þess að þeir sem byggðu húsið
yrðu dregnir til ábyrgðar.
Fólks leitað í rústum húss í Tyrklandi
Tveir handteknir
Konya. AP.
ABDUL Qadeer Khan, sem stjórn-
aði kjarnorkuáætlun Pakistans um
árabil, flutti í gær sjónvarpsávarp
þar sem hann bað þjóðina afsökunar
á því að hafa miðlað upplýsingum um
kjarnorkutækni til Írana, Líbýu-
manna og Norður-Kóreu.
Pakistanska stjórnin segir að
Khan hafi einnig beðið Pervez Mush-
arraf, forseta Pakistans, afsökunar
og óskað eftir að sér yrðu gefnar upp
sakir. Khan segist axla ábyrgð á því
að kjarnorkuleyndarmálum var
komið til annarra ríkja þegar hann
stjórnaði kjarnorkurannsóknar-
stofnun í Pakistan. Hann settist í
helgan stein 2001.
Í yfirlýsingu frá stjórninni sagði
að öll pakistanska þjóðin hefði orðið
fyrir miklu áfalli við að frétta af því
að kjarnorkuleyndarmálum hefði
verið lekið til annarra ríkja.
Bað pakistönsku
þjóðina afsökunar
Islamabad. AFP.
AJATOLLANN Ali Khamenei,
æðsti leiðtogi Írans, flutti ræðu á
opnum fundi í Teheran í gær þar
sem hann sagði m.a. að það væri
skylda stjórnvalda að halda þing-
kosningar 20. febrúar, eins og lög
gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að
kreppa ríkti í stjórnmálum landsins
eftir að eftirlitsnefnd meinaði rúm-
lega tvö þúsund manns, þ. á m.
mörgum umbótasinnuðum þing-
mönnum, að bjóða sig fram.
Forseti landsins, Mohamed Khat-
ami, hefur gefið í skyn að vegna
bannsins komi til greina að fresta
kosningunum. Í ræðunni, sem
Khamenei flutti sitjandi undir
mynd af ajatollanum Ruhollah
Khomeini, leiðtoga íslömsku bylt-
ingarinnar í Íran fyrir aldarfjórð-
ungi, kvaðst hann vona að hægt
yrði að finna lausn á deilunni, sem
hann rakti til „undirróðurs óvina
íslamska lýðveldisins“.
AP
Khamenei vonast
til að lausn finnist