Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 19
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 19
SEGJA má, að nokkur tímamót hafi
orðið í samstarfi norrænna sam-
keppnisyfirvalda en Svíar hafa nú
undirritað samstarfssamninginn frá
2001. Snýst hann aðallega um sam-
vinnu í baráttunni gegn hringa-
myndunum.
„Nú hafa Danir, Norðmenn, Ís-
lendingar og Svíar undirritað samn-
inginn en hann felur í sér, að skipst
verður á upplýsingum um sam-
keppnismál og sameiningu fyrir-
tækja og er mjög öflugt tæki í bar-
áttunni gegn hringamyndun og
annarri starfsemi, sem er til þess
fallin að draga úr samkeppni,“ sagði
Finn Lauritzen hjá dönsku sam-
keppnisstofnuninni.
Lauritzen benti á, að eftir því sem
fyrirtækin gerðust fjölþjóðlegri,
væri nauðsynlegra en áður að fylgj-
ast með þeim. Hingað til hefðu rann-
sóknir hjá slíkum fyrirtækjum ekki
verið samræmdar en það þyrfti þó að
vera ef leiða ætti í ljós hvort um
verðsamráð hefði verið að ræða.
Norræn samkeppnisyfirvöld
Samstarf í baráttu
gegn hringamyndun
BANDARÍSK yfirvöld hafa ákveðið
að útmá eða hylja holuna, sem Sadd-
am Hussein hafðist við í er hann var
tekinn. Hefur verkfræðingum hers-
ins verið falið að kanna hvernig best
sé að standa að því.
Joslyn Aberle majór í fjórðu fót-
gönguliðssveitinni í Tikrit sagði, að
líklega yrði holan ekki eyðilögð,
heldur steypt yfir hana svo hægt
væri að komast að henni aftur ef þörf
þætti á því.
Síðan Saddam var tekinn í holunni
13. desember, hafa hundruð banda-
rískra hermanna og margir erlendir
gestir komið til að skoða hana og
mjög vinsælt er að stilla sér þar upp
til myndatöku. Yfirvöld kæra sig
hins vegar ekkert um, að holan verði
að eftirsóttum áfangastað fyrir fólk,
hvorki innlent né útlent.
Reuters
Fréttamaður fylgist með er kollegi
hans skríður upp úr holu Saddams.
Steypt yfir
Saddamsholu
Tikrit. AFP.
EVRÓPSKIR vísindamenn greindu
frá því á þriðjudaginn að þeir hygð-
ust senda mannað geimfar til Mars
á næstu þrjátíu árum. Líkt og fyrir-
ætlanir Georges W. Bush Banda-
ríkjaforseta um mannaða geimför
til Rauðu plánetunnar hljóðar áætl-
un Evrópsku geimvísindastofn-
unarinnar (ESA) upp á að mark-
miðinu verði náð í áföngum, þ. á m.
að fyrst verði sent vélmenni til
Mars og mannað far til tunglsins.
ESA áætlar að senda tvö flagg-
skip til Mars, ExoMars mun flytja
þangað fjarstýrðan jeppa 2009, og
Mars Sample Return á að sækja og
koma með aftur til jarðar sýni úr
jarðveginum á Mars 2011–14. Enn-
fremur á að senda ómannað far,
samskonar og það sem síðan mun
flytja geimfarana, til Mars til að
gera tilraunir með loftbremsur,
nýtingu sólarorku til að knýja farið
og leiðir til að lenda mjúklega.
Áætlað er að kostnaður við verk-
efnið á næstu fimm árum verði um
900 milljónir evra, eða 78,3 millj-
arðar króna.
Evrópumenn
ætla til Mars
London. AP.
♦♦♦