Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 20
Vestmannaeyjar | Narfi VE
kom með risastóran karfa að
landi í Vestmannaeyjum í vik-
unni. Karfi er venjulega 30 til 40
sentímetra langur og eitt til tvö
kíló að þyngd. Þessi var aftur á
móti 84 cm að lengd og tíu kíló
að þyngd.
Það er Árni Karl Ingason
starfsmaður Fiskmarkaðs Vest-
mannaeyja sem heldur á fisk-
unum.
Risakarfi á land
Happafengur
Það var svo sann-arlega glatt áhjalla í Hlégarði á
laugardag, þegar heim-
ilismenn, starfsmenn og
aðrir velunnarar Skála-
túnsheimilisins héldu
veglega veislu í tilefni
fimmtíu ára afmælis
Skálatúns.
Opið hús var í vinnu-
stofum í Skálatúni og al-
menningi boðið að skoða
handverk heimilisfólks
og kaupa. Í Hlégarði var
síðan boðið upp á kaffi
og frábær skemmti-
atriði. Þar á meðal döns-
uðu heimilismenn og
sungu lag úr Grease með
vini sínum Jóa dans-
kennara.
Afmælisfögnuður Skálatúns
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
34
42
01
/2
00
4
Í hjarta Mi›-Ameríku liggur Panamaskur›urinn
sem er ein stórkostlegasta siglingalei› í heimi.
fia› tekur a›eins 1 dag a› sigla í gegnum skur›inn
en minningin endist alla ævi. Á›ur en hápunkti
fer›arinnar er ná› í Panamaskur›inum eru
sko›a›ar perlur á lei›inni eins og Grand Cayman
og Aruba.
Sigmundur Andrésson fararstjóri kynnir fer›ina
í Skálanum á Hótel Sögu í kvöld kl. 20:00.
Nánari uppl‡singar um fer›ina á
www.urvalutsyn.is
og á skrifstofu okkar a› Lágmúla 4.
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Veiða krabba | Grænlenski togarinn Arct-
ic Wolf frá Ilulssat hefur verið við til-
raunaveiðar á krabba undanfarnar vikur á
nokkrum stöðum við landið. Hafa skipverjar
meðal annars reynt
fyrir sér við Breiða-
fjörðinn. Skipið er í
höfn á Skagaströnd
þessa dagana, segir á
vefnum Skaga-
strond.is. Búið er að
leggja krabbagildur í Húnaflóa og beðið er
eftir heppilegu veðri til að vitja um aflann.
Skipið var leigt til veiða fyrir E. Ólafsson,
íslenska útgerð, en áhöfnin mun vera að
hluta til erlend. Arctic Wolf hefur verið við
krabbaveiðar við Grænland á liðnum árum
og náð góðum árangri við þær veiðar, segir á
vefnum
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Vefir um hamfarir | Nemendur í sjöunda
til tíunda bekk Grunnskóla Bolungarvíkur
hafa að undanförnu verið að vinna að gerð
vefsíðna um eldgos, snjóflóð og jarðskjálfta.
Nemendur sjöunda bekkjar hafa unnið að
gerð síðu um eldgos og tíundubekkingar sett
upp síðu um jarð-
skjálfta. Aftur á
móti eru þrír hópar
að vinna að jafn-
mörgum vefsíðum
um snjóflóð sem er
vá sem snertir íbúa
Vestfjarða meira
en jarðskjálfar og eldgos. Strákarnir og
stelpurnar í áttunda bekk vinna að sitt hvorri
snjóflóðasíðunni og nemendur úr níunda
bekk setja upp þá þriðju.
Síðurnar má finna á vef skólans, www.bol-
ungarvik.is/skoli.
Milli 40 og 50manns sóttuíbúaþing sem
haldið var á Tálknafirði
síðastliðinn sunnudag.
Fjöldi fyrirspurna barst,
bæði skriflegar fyrir
þingið og munnlegar á
þinginu sjálfu. Taldist
fundarstjóra til að 41 fyr-
irspurn hafi borist frá 16
aðilum á íbúaþinginu.
Fengust svör við flestum
ef ekki öllum spurningum
sem komu fram, segir á
vef sveitarfélagsins.
Helst var rætt um
sameiningarmál sveitarfé-
laga og horfur í þeim efn-
um, fjárhagslega stöðu
sveitarfélagsins og breyt-
ingar á tekjum þess,
breytingar á framlögum
Jöfnunarsjóðs og fram-
setningu fundargerða
sveitarstjórnar. Einnig
komu fyrirspurnir um
framkvæmdir og ástand
slökkviliðs og bruna-
varna.
Mikið spurt
Kristján Eiríksson hlýddi á
hádegisfréttir um fjarveru
Ólafs Ragnars frá ríkis-
ráðsfundi og orti:
Frægan þeir héldu í fjarveru
fund og hátíð.
Nú er spurn eftir nærveru
næsta fátíð.
Hjálmar Freysteinsson legg-
ur til að afmælis heima-
stjórnar verði framvegis
minnst með almennu skíða-
fríi:
Heiðrum minni Hannesar
hratt þó tíminn líði,
fyrsta dag í febrúar
förum öll á skíði.
Hér áður var 1. febrúar
raunar haldinn hátíðlegur
sem bindindisdagur í skól-
um. Rósberg Snædal orti ár-
ið 1964:
Oft til þrautar þjórað var,
þar fórst margur slyngur,
þú ert fyrsti febrúar
flöskuandstæðingur.
Að lokum má rifja upp vísu
Teits Hartmanns úr Aust-
firskum skemmtiljóðum:
Flaskan hún er fótakefli
flestra, sem að hana tæma.
Hún er mannsins ofurefli
eftir sjálfum mér að dæma.
Hannes heiðraður
Á FUNDI í stjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga nýlega var samkvæmt
venju rætt um ýmis mál; svo sem erindi
frá Alþingi þar sem óskað er umsagna
um þingmál, erindi frá ráðuneytum,
sveitarfélögum og fleiri aðilum.
Fjallað var um fráveitumál og mikinn
kostnað sveitarfélaga við að uppfylla
kröfur í þeim efnum. Stjórn sambands-
ins telur augljóst að ekki muni öll sveit-
arfélög á landinu ljúka fráveitufram-
kvæmdum á þeim tíma sem tilskipun
EES segir til um. Því hvetur stjórnin
umhverfisráðherra til að beita sér fyrir
því að fjárstuðningur ríkisins við sveit-
arfélög vegna fráveituframkvæmda verði
framlengdur um a.m.k. fimm ár í þeim
tilgangi að tryggja jafnræði sveitarfé-
laga gagnvart styrkveitingum ríkisins og
auka líkur á því að sveitarfélög geti lokið
fráveituframkvæmdum í samræmi við
kröfur þar að lútandi.
Brýnt að stunda refa-
og minkaveiðar af krafti
Þá lágu fyrir fundinum bréf frá nokkr-
um sveitarfélögum þar sem fjallað var
um sífellt lækkandi hlutdeild ríkissjóðs í
kostnaði sveitarfélaga af refa- og minka-
veiðum.
Eftirfarandi samþykkt var gerð:
Stjórn sambandsins tekur undir þau
sjónarmið sem fram koma í erindum
sveitarfélaga
varðandi sífellt
lækkandi
greiðsluhlutfall
ríkissjóðs í
kostnaði sveitar-
félaga af refa- og
minkaveiði og
hvetur umhverf-
isráðherra til
þess að vinna að
leiðréttingu á
greiðsluhlutfall-
inu þegar í stað.
Afar brýnt er að
refa- og minka-
veiðar séu
stundaðar af krafti um allt land svo
fjölgun refa og minka verði ekki til stór-
skaða fyrir náttúru og umhverfi lands-
ins.
Vilja stuðn-
ing vegna
vinnu við
fráveitu
pebl@mbl.is
Tölfræði | Hvert heimili sem á barn í
Grunnskólanum á Ísafirði er með liðlega eitt
og hálft barn í skólanum að meðaltali. Kem-
ur þessi tölfræði fram á heimasíðu skólans.
Í haust voru nemendur Grunnskólans á
Ísafirði 535 talsins. Á dögunum töldu stjórn-
endur skólans heimilin sem börn eiga í skól-
anum og reyndust þau vera 348 talsins.
Samkvæmt þessu er sem stendur nákvæm-
lega 1,54 barn á heimili. Ótalinn er fjöldi
heimila sem ekki er með börn á skóla-
skyldualdri.