Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband UNNIÐ hefur verið að skipulagningu svæðis sem afmarkast af lóni við Glerárstíflu að ósi Glerár. Það er í eigu og umsjá bæjarins og er samkvæmt að- alskipulagi flokkað sem opið svæði, þ.e. svæði með ákveðið útivistargildi fyrir almenning. Helstu mark- mið skipulagsins eru að bæta aðgengi almennings með fram Glerá, m.a. með samfelldum útivistarstíg frá opnu svæði austan Hlíðarbrautar að ósi árinnar, að auka og bæta umferð á milli bæjarhluta með gerð þriggja nýrra göngubrúa og að auka öryggi og bæta aðgengi almennings í gilinu neðan við stíflu, eins og segir í skýrslu um rammaskipulag svæðisins. Jafnframt er lögð áhersla á að styrkja jaðra svæð- isins, skerpa línur þar sem það á við og aðlaga ann- ars staðar, að horfa með jákvæðum hætti á upp- byggingu stofnana á svæðinu, að bæta og auka öryggi farvegs Glerár með tilliti til vatnsbúskapar, að stuðla að bættum vaxtarskilyrðum fyrir flóru og fánu, að skapa áhugaverða útsýnisstaði með upplýs- ingaskiltum og að styrkja ímynd Glerár sem eitt af sérkennum Akureyrar. Möguleikar á spennandi samspili Auk þess sem gert er ráð fyrir göngubrúm, útsýn- ispöllum, göngustígum og gróðri, gerir skipulagið ráð fyrir nýbyggingum í tengslum við ána. Um yrði að ræða eina til þrjár einingar af fjölbýli sem ætlað væri eldri borgurum og/eða stúdentum. Aðkoma yrði frá Skarðshlíð og gæti tengst bílastæðakjallara. Með uppbyggingu á svæðinu skapast möguleikar á spennandi samspili Glerár, bygginga og skemmti- göngusvæðis fyrir almenning, sem ætti ekki sinn líka hér á landi. Bjarni Reykjalín, deildarstjóri umhverfisdeildar, sagði að hér væri um hugmyndavinnu að ræða. Hann sagði að hugmyndin væri skemmtileg og að unnið yrði á grundvelli rammaskipulagsins í fram- haldinu. „Það er eftir að ákveða hvað verður tekið úr skipulaginu og hverju á að sleppa en ýmislegt í því kostar mikla peninga. Til að byrja með horfum við helst til neðsta hluta árinnar, þar sem ástandið er skelfilegt. Þegar búið verður að kostnaðarreikna þetta verður verkinu skipt niður í áfanga en fram- haldið ræðst þó af því hversu mikla peninga bæjaryf- irvöld vilja setja í verkefnið,“ sagði Bjarni. Skipulagið gerir ráð fyrir að ný göngubrú komi í stað gömlu brúarinnar við Lönguhlíð og svo tvær til viðbótar á milli hennar og brúarinnar á Glerárgötu. Annars vegar nokkru neðar, sem lægi nærri núver- andi manngerðu hafti og hins vegar á móts við Gler- ártorg og yfir í Skarðshlíð. Þar yrði um að ræða eins- konar endurgerð fyrstu göngubrúar yfir Glerá, sem mun hafa staðið á þessum slóðum fyrir margt löngu. Tilraun verði gerð til að örva fiskgengd í Glerá Norðurorka hefur uppi hugmyndir um að virkja Glerá á nýjan leik og að framkvæmdir við verkið hefjist á þessu ári. Í rammaskýrslunni kemur fram að skipulagið taki ekki að svo stöddu beina afstöðu til hugsanlegrar raforkuframleiðslu í Glerá. Hins vegar gerir skipulagið ráð fyrir að Háskólinn á Ak- ureyri geti farið í uppbyggingu (raunvísinda- deildar) í tengslum við eða jafnvel ofan á stíflunni. Slíkt mannvirki gæti auðveldlega orðið eitt af kennileitum bæjarins. Einnig segir í skýrslunni að kanna mætti hvort hægt sé að samtvinna áð- urnefnda þætti með samvinnu Háskólans og Norðurorku. Við landmótun er áhersla lögð á að farvegur Glerár verði markvist lagfærður í samræmi við vatnsbúskap árinnar og tilrauna til að örva fisk- gengd. Þetta getur þýtt tilfærslu á núverandi hleðslum auk þess sem nýjar verði byggðar í sam- ræmi við endanlega hönnun svæðisins. Norðan brú- ar á Hjalteyrargötu er gert ráð fyrir uppbyggingu á þremur árhólmum þar sem aðstæður yrðu skap- aðar fyrir gróður og fuglalíf. Þar gæti orðið skemmtilegt svæði til útivistar og ekki síst kennslu, því þar hefst blöndun ferskvatns og saltvatns. Undirgöng verði gerð norðan við brúna á Glerárgötu Fram kemur í skýrslunni að núverandi brú á Gler- árgötu sé afar stutt og því nánast útilokað að koma göngustíg þar undir. Þá er Glerárgata mikil umferð- aræð og því óæskilegt að beina umferð gangandi vegfarenda þar um. Skipulagið leggur því til gerð undirganga norðan við brúna til þess að skapa greið- færa leið á milli svæða. Rammaskipulagið var unnið af Birki Einarssyni, landslagsarkitekt í Reykjavík, í samvinnu við starfs- hóp Akureyrarbæjar, sem skipaður var þeim Jónasi Vigfússyni, Jóni Birgi Gunnlaugssyni og Bjarna Reykjalín. Hugmyndir að skipulagningu svæðisins við Glerá – frá lóni til sjávar Markmiðið að bæta aðgengi almennings með fram ánni Vegna þess hversu brúin á Glerárgötu er stutt er gert ráð fyrir því að byggð verði undirgöng norðan við brúna. Í rammaskipulaginu er gert ráð fyrir að þrjár nýjar göngubrýr verði byggðar yfir Glerá, ný brú komi í stað gömlu brúarinnar við Lönguhlíð sem liggi hærra, önnur þar rétt neðan við eins og sést á þessari tölvumynd og sú þriðja á móts við Glerártorg. Gert er ráð fyrir göngubrú yfir Glerá frá göngu- stíg við Skarðshlíð á móts við Glerártorg og jafn- framt því að byggð verði fjölbýlishús við ánna. HARALDUR Ólafsson á Akureyri hreppti nú nýlega titilinn Evrópu- meistari í uppstoppun, en hann keppti í opnum fiskaflokki á Evrópumóti uppstoppara sem fram fór í Dort- mund í Þýskalandi. Keppnin var hald- in í tengslum við stóra veiðivörusýn- ingu þar sem margt var um manninn. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og ég er auðvitað mjög ánægður. Best finnst mér hvað ég fékk mörg stig, eða 91,5 alls af 100 mögulegum,“ sagði Haraldur. „Þetta er mikil við- urkenning á því sem ég er að gera.“ Hann hélt utan með lax úr Laxá í Aðaldal, 5–6 punda hæng sem hann hafði komið fyrir á rekaviði, en sá fannst í fjöru handan fjarðarins, á Svalbarðsströndinni. Að baki liggur mikil vinna, Harald- ur fékk laxinn í hendur í ágúst í fyrra, „og þá fór ég að krota hugmyndir á blað og datt fljótt niður á þá réttu, þá sem ég svo hef unnið út frá allan tím- ann,“ sagði hann, en fiskinum er kom- ið fyrir á viðnum þannig að lítur út fyrir að hann sé að stinga sér gegnum strauminn eftir maðki. „Ætli liggi ekki svona 200 vinnustundir að baki þessu verki,“ sagði Haraldur sem nánast var að nótt sem nýtan dag í desember, en mótið hófst 22. janúar síðastliðinn og lauk ekki fyrr en nú á sunnudag, 1. febrúar. „Þetta var allt of langt og strangt, ég er feginn að þetta er búið. Þetta var mjög stress- andi,“ sagði hann. Haraldur byrjaði að stoppa upp í kringum árið 1990 og hefur hann tek- ið þátt í nokkrum stórum mótum. Fyrst á Evrópumóti í Frakklandi árið 1998 og lenti þá í 8. sæti. Þá tók hann þátt í Norðurlandamóti í Stokkhólmi árið 2001 og varð í 1. sæti, á Evrópu- móti sem haldið var á Ítalíu fyrir tveimur árum varð hann í 2. sæti og svo tók hann þátt í heimsmeistara- móti í Springfield í Bandaríkjunum í apríl í fyrra, en gekk ekki sem skyldi. „Mér gekk einfaldlega illa, þar klikk- aði ég á málningunni, ég var búinn að leggja svo mikla vinnu í verkið sem ég var með að ég var hættur að sjá hvað ég var að gera. Það má segja að ég hafi fengið duglegt spark þar og lærði á því,“ sagði Haraldur. Hann hafði því þann hátt á nú að halda því leyndu að hann stefndi á Evrópumeist- aramótið. „Ég sagði ekki nokkrum manni frá því hvað ég væri að gera, þá hafði ég alltaf þann möguleika að hætta við þátttöku fram á síðasta dag væri ég ekki sáttur,“ sagði hann. Ekki kom til þess og Haraldur hélt til Þýskalands með laxinn í fartesk- inu. „Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að ef þetta tækist ekki núna ætlaði ég að hvíla mig á svona mót- um í 2–4 ár,“ sagði hann. Árangurinn varð hins vegar góður og kvaðst hann því vera að íhuga þátttöku á næsta heimsmeistaramóti sem verður í Springfield að ári, í apríl 2005. „Það má vel vera að ég skelli mér vestur um haf,“ sagði hann og þá gæti hann tekið Evrópumeistaralaxinn með sér í þá keppni. „Og svo kannski eitthvað annað með.“ Haraldur Ólafsson vann Evrópumeistaratitil í uppstoppun í opnum fiskaflokki Mikil viðurkenn- ing á mínu starfi Mikil vinna að baki: Haraldur Ólafsson við upp- stoppaða laxinn sem hann fékk fyrstu verðlaun fyr- ir á Evrópumótinu í Dortmund í Þýskalandi. Morgunblaðið/Kristján LEIKSKÓLARNIR Krógaból, Síðusel og Sunnuból standa fyrir ráðstefnunni Lífsleikni og list- greinar á laugardag, 7. febrúar, kl.10–14 í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju. Ráðstefnan er liður í þriggja ára þróunarstarfi leikskól- anna, „Lífsleikni í leikskóla“, sem lýkur í vor. Markmiðið með þróunarverkefn- inu er að efla siðferðisvitund barna og fullorðinna, í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja. Eftirfarandi fyrirlestrar verða fluttir: Við klöppum öll í einu, Halla Steingrímsdóttir leikskólastjóri og Þuríður Sigurðardóttir aðstoðarleik- skólastjóri. Systkinin leikur og list, Arna Valsdóttir fjöllistakona. Snert- ing, jóga, slökun, Sigurlaug Ein- arsdóttir leikskólaráðgjafi. Lífsleikni og listgreinar    TÖLUVERÐAR breytingar verða á yfirstjórn Brims og Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri í kjölfar eig- endaskipta á ÚA í síðasta mánuði. Guðbrandur Sigurðsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri ÚA og síðar Brims undanfarin ár, lætur af störf- um með vorinu og það gerir einnig Jón Hallur Pétursson, sem verið hef- ur fjármálastjóri ÚA og Brims. Þá hefur verið ákveðið að Þorgeir Pálsson, framkvæmastjóri ICE- CON, dótturfélags Brims, láti af störfum. Magnús Þór Magnússon, sem hef- ur síðustu þrjú ár unnið að sölu rækju- og fiskafurða hjá ÚA, hefur látið af störfum og hafið störf hjá SÍF í Hull í Bretlandi. Magnús Þór starf- aði lengst af á skrifstofu ÚA á Ak- ureyri en undir lok síðasta árs fluttist hann til Bretlands og vann þar áfram að sölumálum, með aðsetur á skrif- stofu Boyd Line í Hull. Í ársbyrjun, fyrir söluna á ÚA, létu tveir starfsmenn Brims, með aðsetur á Akureyri af störfum. Jón Þórðar- son, sem hóf störf við viðskiptaþróun hjá Brimi um mitt síðasta ár, hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá GPG Norge AS í Noregi. Róbert Gíslason, sem hóf störf við viðskiptaþróun hjá ÚA fyrir tveimur árum og síðar sem markaðsstjóri Brims, hefur ráðið sig til GPG fiskverkunar á Húsavík. Brim og Útgerðarfélag Akureyringa Miklar breytingar á yfirstjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.