Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 23

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 23 Kæfisvefn, dagsyfja og hrotur! Í þættinum verður fjallað um kæfisvefn sem hrjáir hóp miðaldra karla og kvenna á Íslandi. Helstu einkenni eru dagsyfja og öndunartruflanir í svefni sem valda hrotum og lélegum svefni. Rætt verður við sérfræðinga á þessu sviði og einstaklinga sem hafa reynslu af kæfisvefni. Á Útvarpi Sögu, 99,4 í dag, fimmtudag, kl. 17:00 - 18.00 Þátturinn er endurtekinn á laugardögum kl. 13:00 á Útvarpi Sögu 99,4 Star Bronzer vörurnar gera húðina geislandi, gyllta og fallega - samstundis. Flash bronzer sjálfbrúnandi vörurnar sjá húðinni fyrir fallegum og eðlilegum lit. ER HÚÐLITURINN ORÐINN DAUFUR? Notaðu þá tækifærið því nú er fáanleg* GLÆSILEG TILOÐSPAKKNING sem inniheldur sjálfbrúnandi krem fyrir andlit, sólarpúður og fallegt LANCÔME handklæði. Útsölustaðir LANCÔME um allt land. Gylltur sólarkoss STAR BRONZER SÓLARFÖRÐUNARVÖRUR Þú getur haft fallegan, gylltan húðlit þegar þér dettur í hug! TRÚÐU Á FEGURÐ www.lancome.com *m eð an bi rg ði r e nd as t Garður | Nemendur sjötta til tí- unda bekkjar Gerðaskóla voru við- staddir afhendingu viðurkenningar fyrir reyklausan skóla á dögunum. Þorgrímur Þráinsson verkefnis- stjóri hjá Lýðheilsustöð afhenti Ernu M. Sveinbjarnardóttur skóla- stjóra viðurkenninguna. Börn og unglingar í Gerðaskóla nota ekki tóbak og hefur svo verið árum saman. Þannig hafa börnin sem ljúka námi í tíundabekk í vor myndað reyklausan bekk frá upp- hafi. Þeir fáu starfsmenn skólans sem reykja bíða allir með það þar til heim er komið. „Þetta er eitt af því sem mér finnst mikilvægast í skólastarfinu. Þeir sem ekki reykja byrja síður að misnota fíkniefni og áfengi,“ segir Erna í samtali við Morgun- blaðið. Í lífsleiknitímum í skólanum er farið í forvarnir gegn reykingum og vímuefnanotkun og Erna segist nota hvert tækifæri sem gefist til að lýsa ánægju sinni með stöðu mála. Þá segist hún telja mikil- vægt að foreldrarnir styðji börn sín í þessu sem öðru. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reyklaus skóli: Nemendur í Gerðaskóla hafa ekki notað tóbak í fjölda ára og fengu viðurkenningu fyrir það. Reyklaus skóli árum saman Reykjanesbær | Þrír af fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar lögðu fram bókun á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar í fyrra- dag þar sem því er haldið fram að fjölskyldu- og félagsmálaráð bæj- arins sé að vísa frá sér ábyrgð á vanda atvinnulausra. Á bæjarstjórnarfundinum var til afgreiðslu fundargerð fjölskyldu- og félagsmálaráðs þar sem lýst er áhyggjum af langvarandi atvinnu- leysi og stéttarfélög hvött til að auka markvissan stuðning við at- vinnulausa félagsmenn sína í formi sálgæslu og stuðnings. Guðbrandur Einarsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, gagn- rýndi þessi ummæli á bæjarstjórn- arfundinum. Í bókun hans og tveggja annarra fulltrúa Samfylk- ingarinnar er rifjuð upp margskon- ar aðstoð stéttarfélaga við atvinnu- lausa félagsmenn en jafnframt sagt að vandanum verði ekki með neinu réttlæti varpað yfir til þeirra. Ríki og sveitarfélög hafi brugðist í því verkefni sínu að búa þannig að at- vinnulífinu að ekki sé stórfellt at- vinnuleysi. Öryggiskerfið sé jafn- framt endanlega á ábyrgð sveitar- stjórna. „Bókun FFR ber því vitni því slæma ástandi sem er í atvinnu- málum í okkar sveitarfélagi. Hún ber því jafnframt vitni að þeir sem stjórna velferðarþjónustunni í sveitarfélaginu standa ráðþrota frammi fyrir vandanum, enda þröngur stakkur skorinn í fjárveit- ingum, eins og meirihlutanum var bent á við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar. Vandi atvinnulausra verður ekki leystur með því að ábyrgðinni sé varpað út í bæ,“ segja full- trúarnir. Jafnframt er hvatt til þess að fjölskyldu- og félagsmála- ráð leiti eftir aðstoð annarra aðila til að takast á við vandann og er vinnumiðlunin þar nefnd ásamt Miðstöð símenntunar, stéttarfélög- um, samtökum atvinnurekenda og prestum. Sveindís Valdimarsdóttir skrif- aði ekki undir bókunina en hún sit- ur í fjölskyldu- og félagsmálaráði fyrir Samfylkinguna og stóð að samþykkt þess. Ekki neikvæð bókun Í bókun meirihluta sjálfstæðis- manna er vakin athygli á því að þrír af fjórum fulltrúum Samfylk- ingarinnar standi að þessari bókun og tveir fulltrúar Samfylkingarinn- ar í félagsmálaráði hefðu staðið að bókuninni þar. „Sjálfstæðismenn telja að á eng- an hátt sé þessi bókun neikvæð í garð stéttarfélaga og lýsa sig reiðubúna að starfa með þeim nú sem fyrr,“ segir í bókun sjálfstæð- ismanna. Ekki hægt að varpa ábyrgðinni út í bæ Reykjanesbær | Sparisjóðurinn í Keflavík hefur lýst áhuga á að nýta húsnæði bæjarskrifstofunnar að Tjarnargötu 12, ef hagkvæmt reyn- ist fyrir bæinn að sameina starfsemi sína á einum stað. Bærinn leigir nú húsnæði undir skrifstofur í Kjarna við Hafnargötu þar sem jafnframt er bókasafn að Tjarnargötu 12. Síðarnefnda húsið er í eigu eignarhaldsfélags sem sparisjóðurinn á meirihlutann í og er sjóðurinn með starfsemi sína á ann- arri hæð þess og í kjallara. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að nú verði farið yfir málið og athug- að hvað hagkvæmast sé að gera. Hann efast ekki um hagkvæmni þess að flytja starfsemina á einn stað en einnig verði að líta til húsnæðis- kostnaðar. Hann vill ekkert segja um hvað helst komi til greina, til dæmis hvort til komi að bærinn flytji allar skrif- stofur í nýtt ráðhús. Ákvarðanir verði teknar þegar niðurstöður at- hugunar á vegum Eignarhalds- félagsins Fasteignar hf. liggja fyrir. Athuga nýtt húsnæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.