Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 27 Útsölustaðir: Ársól Efstalandi 26 Grímsbæ, Gullbrá Nóatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Mist Spönginni, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu 32 Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Hygea Smáralind, GK snyrtistofa, Kjarnanum, Mosfellsbæ. Landið: Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 14 Húsavík, Jara Hafnarstræti 104 Akureyri, Konur & Menn Hafnarstræti 9 Ísafirði, Myrra Austurvegi 4 Selfossi, Miðbær Miðstræti 14 Vestmannaeyjum. * Gildir meðan birgðir endast. TILBOÐSDAGAR: Við bjóðum þér nú vinsælustu kremin frá Helena Rubinstein, á 10% lægra verði. Að auki færð þú snyrtibuddu og 3 aðrar spennandi vörur til að prófa, m.a. Color Clone farðann sem hefur slegið svo rækilega í gegn. Force C krem og húðin ljómar, Collagenist krem - áhrif Collagens án sprautunnar, Face Sculptor - andlitslyfting án skurðaðgerðar. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Til leigu mjög glæsilegt skrif- stofu- og þjónusturými sem er á götuhæð, með gluggum á 3 vegu. Húsnæðið er fullinnréttað á vandaðan hátt og eru með innkeyrsluhurðum. Um er að ræð 2 einingar sem skiptast í 168 fm og 216 fm. Laust nú þegar. Upplýsingar gefa Fjárfesting fasteignasala í sima 562 4250 og Gunnar í síma 693 7310. ASKALIND – KÓPAVOGUR FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Til leigu Iðnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum 1 4 4 4 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Sætuefnið aspartam hefur veriðí notkun í nokkra áratugi,segir Jóhanna Eyrún Torfa- dóttir næringarfræðingur hjá Um- hverfisstofnun. Hér á landi er asp- artam notað í ávaxtasafa og ýmsar mjólkurvörur og hefur tegundum af mjólkurvörum með sætuefni farið fjölgandi að undanförnu. Jóhanna Eyrún hélt fyrirlestur um sætuefni á dögunum og er spurð hvers konar efni aspartam sé og hvort neysla þess sé örugg. „Aspartam (E951) er sætuefni sem notað er í gosdrykki og önnur orkusnauð eða sykurskert matvæli. Annað heiti yfir aspartam er Nutra- sweet og er það myndað af tveimur amínósýrum, fenýlalaníni og asp- artiksýru, og methylhópi (CH3). Það gefur frá sér orku eins og pró- tein, eða 4 kcal/g.“ Jóhanna segir afurð þessarar efnasamsetningar 200 sinnum sæt- ari en sykur (súkrósi) og því þurfi mjög lítið af aspartam í mat til þess að gefa sætt bragð. Fyrir vikið er hann hitaeiningasnauðari en sam- bærileg matvæli með sykri. Öryggi staðfest „Sætuefni sem og önnur aukefni eru undir reglubundnu eftirliti og notkun aðeins heimil eftir að öryggi þeirra hefur verið staðfest með rannsóknum og mati á rann- sóknagögnum. Vísindanefnd Evr- ópusambandsins um matvæli (SCF) var beðin um að fara yfir gögn um aspartam árið 2001 vegna þrýstings frá bresku matvælastofnuninni (FSA). Fór nefndin yfir rúmlega 500 vísindagreinar og útgefið efni á 13 ára tímabili um rannsóknir á öryggi aspartam og lagði mat á þær. Nið- urstaða nefndarinnar var sú að dag- legt neyslugildi, sem er 40 mg fyrir hvert kíló líkamsþyngdar á dag, væri öruggt,“ segir hún. Daglegt neyslugildi (ADI) er þýð- ing á skilgreiningunni „acceptable daily intake“ og er um að ræða magn efnis í mat eða neysluvatni, sem talið er óhætt að neyta daglega alla ævi án þess að hætta stafi af. Gildið er gefið upp sem mg efnis fyr- ir hvert kíló líkamsþyngdar og má 60 kg maður því að hámarki neyta sem svarar einu ADI-gildix60 á dag, eða 2,4 g af aspartam. Jóhanna bendir á að 2,4 g séu mjög mikið magn þegar aspartam sé annars vegar. „Aspartam er 200 sinnum sætara en sykur og því þarf 0,5 g af aspartam til þess að gefa jafn mikið sætubragð og fæst af 100 g af sykri.“ Miða neyslu barna við þyngd ADI-gildið tekur til allra aldurs- hópa og bendir Jóhanna á að passa þurfi upp á neyslu barna á mat- vörum sem innihalda aspartam og miða hana við líkamsþyngd þeirra. „Daglega neyslugildið tekur ekki til þeirra sem hafa efnaskiptasjúk- dóminn PKU, en þeir sem þjást af honum mega alls ekki neyta mat- væla sem innihalda amínósýruna fenýlalanín. Því er skylt að merkja allar vörur sem innihalda aspartam með áletruninni „inniheldur fenýlal- anín“,“ segir hún. Samkvæmt reglugerð um aukefni eru takmörk fyrir því hversu mikið má vera af sætuefnum í ólíkum teg- undum matvæla. Mörkin eru sett með tilliti til neysluhátta og líkna á því að magn fari yfir ADI-gildi við neyslu. Síðast en ekki síst er litið til þess hversu mikið þarf af efninu til þess að ná fram sætubragði í til- teknum matvælaflokkum. Strangt eftirlit er með aukefnum en til viðbótar við það bera stjórnvöld í hverju landi ábyrgð á því að neysla þeirra sé könnuð til að sjá hvort neytendur séu að innbyrða aukefni í magni umfram daglegu neyslugildin (ADI). Á Ís- landi fer Umhverf- isstofnum með það hlut- verk, segir Jóhanna ennfremur. „Fyrsta skrefið í að meta neyslu aukefna á Íslandi var að meta neyslu á sætuefnum,“ segir hún, en þau er helst að finna í sykurlausum gos- drykkjum og ávaxtasafa og nú upp á síðkastið mjólkurvörum. „Notaðar voru neyslutölur frá landskönnun Manneldisráðs Íslands sem var framkvæmd árið 2002, en þaðan koma tölur um neyslu á syk- urlausum gosdrykkjum og syk- urskertum Svala. Niðurstöðurnar sýna að neyslan er sambærileg við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Ekkert sætuefnanna fór yfir mörk ADI-gilda,“ segir hún. Í reglugerð um aukefni segir að 1 g af aspartami megi vera í einu kílói af hleyptum og sýrðum mjólk- urvörum og 600 mg í lítra af ávaxta- safa. Sætuefnin sem notuð eru í mat- væli hérlendis auk aspartams eru asesúlfam-k og cyklamat. Sam- kvæmt könnun Manneldisráðs er meðalneysla á aspartam 6% af há- marks ADI-gildi, 5% á asesúlfam-k og 33% á cyclamat. Öryggismörk fyrir asesúlfam-k og cyclamat eru mun lægri en fyrir aspartam, eða 15 mg per kíló lík- amsþyngdar á dag fyrir það fyrr- nefnda og 7 mg per kíló líkams- þyngdar á dag fyrir það síðarnefnda. Ástæðan er sú að asp- artam er talið hættuminnst, segir Jóhanna. „Öryggismörkin eru miklu lægri fyrir þessi sætuefni, þótt þau komi öll mjög vel út í rannsóknum. Þessi mörk eru sett af öryggisástæðum og allar getgátur um hættu rannsak- aðar. Aspartam er best rannsakað af þessum þremur sætuefnum og því má kannski segja að menn séu meira á varðbergi gegn hinum. Það hafa miklar gróusögur verið í gangi um þessi efni, sem kannski kemur til af hræðslu við hið óþekkta,“ segir Jóhanna Eyrún að síðustu.  NEYTENDUR | Er neysla sætuefna örugg? Aspartam talið hættu- minnst allra sætuefna Morgunblaðið/Heiðar Þór Sætuefnið aspartam hefur verið í notkun í nokkra áratugi og er margrannsakað. Það er 200 sinnum sætara en sykur og gefur jafn- mikla orku og prótein. Hafa þarf gætur á asp- artamneyslu barna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.