Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SUNNUDAGINN 1. febrúar var öld liðin síðan Hannes Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann og þing- ræði var komið á hér á landi eða þrem árum síðar en í Danmörku. Þetta voru mikil tíðindi og því ekki að ófyr- irsynju að forsætisráðuneytið minnt- ist þeirra með margvíslegum hætti. Hátíðahöldin hafa farið vel fram. Og ég vil sérstaklega geta þess, að mér fannst viðeigandi og raunar óhjákvæmilegt að boða til fundar í ríkisráðinu 1. febrúar til þess að staðfesta þar nýja reglugerð fyrir stjórn- arráð Íslands, úr því að um hana hafði náðst sátt. Þar minntist for- sætisráðherra Hann- esar Hafsteins og hinna merku tíma- móta. Það var hátíðleg stund. Síðar um daginn lagði forsætisráðherra blómsveig að leiði Hannesar Haf- steins að viðstöddum afkomendum hans og fjölskyldu. Um kvöldið var hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem Dav- íð Oddsson forsætisráðherra flutti snjalla ræðu um stofnun Stjórnarráðs Íslands og fyrsta ráðherrann, Hann- es Hafstein. Lesin voru ljóð eftir Hannes og íslensk tónlist sungin og leikin. Handhafar forsetavalds sátu þessa samkomu í fjarveru forseta ásamt forystumönnum í stjórnmálum og atvinnulífi, erlendum sendiherrum og öðrum gestum. Athöfninni var sjónvarpað í beinni útsendingu, enda var verið að minnast eins merkasta atburðar í sögu þjóðarinnar. Það kom brátt í ljós, að margir veltu því fyrir sér, hvers vegna forseti þykkja að stjórnarfrum lögð fram, staðfesta ný og sitja fundi í ríkisráð borið við. Þannig gang störf forseta Íslands o ábyrgð og sömu skyld er ekkert eitt undansk Ólafur Ragnar Grímss láta. Þannig reynir han inn hjá fólki, að því fyl að stjórna ríkisráðsfun ný lög frá Alþingi. Í fy eigi að hringja í hann, heim með næstu flugv vikinu vill hann fá að v halda áfram að renna s Auðvitað nær þessi um og skyldum forseta átt. Handhafar forseta færir um að bjarga sér að gera það. Eðli máls eru þeir boðaðir á fund ef forseti getur ekki ge sínum, hvort sem hann is í einkaerindum eða v starfa. Í þessu samban að líta á það, að þær ve sem gilda um handhaf hafa verið mótaðar af þ fessorum, Bjarna Ben Ólafi Jóhannessyni og oddsen, sem allir voru lýðveldisins kaus að vera fjarverandi á þessum merkisdegi. Mér barst vitn- eskja um að svo yrði daginn eftir að hann hvarf af landi brott eða mánu- daginn 26. janúar. Skrifstofa forseta Íslands hafði sent handhöfum for- setavalds fax að kvöldi föstudagsins kl. 19.57, en í niðurlagi þess segir: „Dagskrá í New York er frá 25.–30. janúar. Í framhaldinu verður forseti í einkaerindum og verður heimkoman tilkynnt síð- ar.“ Þetta er afdrátt- arlaust, skýr skilaboð um að hann ætli ekki að sitja hátíðarsamkomuna 1. febrúar. Og maður dekstrar ekki þann, sem gegnir embætti forseta Íslands. Síðar kvartar hann undan því, að aldrei hafi verið minnst „einu orði á hátíðarhöld, sem væru þess eðlis að forset- inn tengdist þeim“ og tal- ar um að hann hafi „eins og hverjir aðrir“ fengið boðskort á „sjónvarps- dagskrá“ og á þar við há- tíðardagskrána! Vangaveltur hans af þessu tagi eru ekki við hæfi, satt að segja. Auðvitað átti forsetinn að taka þátt í hátíðarhöldunum 1. febrúar með þjóð sinni og setja sinn svip á þau með nærveru sinni. Stjórnarskráin kveður á um það, að forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar skuli fara með vald forseta lýðveldisins, ef hann get- ur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis. „Það eru samkvæmt þessu fyrirmenn hinna þriggja greina ríkisvaldsins, framkvæmdavalds, lög- gjafarvalds og dómsvalds, sem fara með vald forseta, þegar hans nýtur ekki lengur við, eða honum er ókleift að rækja starfann,“ eins og Ólafur Jó- hannesson orðar það. Þeir taka á móti erlendum sendimönnum, sam- Handhafar forsetaval og forseti Íslands Halldór Blöndal Eftir Halldór Blöndal ’ Þetta er afarlaust, skýr um að hann æ að sitja hátíð komuna 1. fe Og maður de ekki þann, se ir embætti fo lands. ‘ MIKIÐ hefur verið rætt um LSH í fjölmiðlum síðustu vikur, fjárveit- ingar, aukinn rekstrarkostnað síðustu árin og sparnaðaraðgerðir. Ýmsar fullyrðingar hafa verið óvægnar og byggðar á vanþekkingu og því mik- ilvægt að bregða ljósi á staðreyndir. 1. Biðlistar styttast svo um munar Ríkisendurskoðun segir að afköst spítalans hafi nánast staðið í stað frá 1999 til 2002 en starfsmönnum fækkað um 250. Á þessum árum stóð samein- ingin yfir sem dró úr framleiðniaukn- ingunni sem var þó umtalsverð. Þótt sameiningunni sé ekki að fullu lokið jukust afköst umtalsvert árið 2003, skurðaðgerðum fjölgaði t.d. á einu ári um tæp 3%, hjartaþræðingum um 16% og kransæðavíkkunum um rúm 9%. Fleiri aðgerðir og bættar verk- lagsreglur um biðlista hafa leitt til styttingar nánast allra biðlista á spít- alanum. Því er góður árangur að nást sem varðar almenning miklu. Leitað verður staðfestingar Ríkisendurskoð- unar á þessum árangri. 2. Greinilegur ávinningur sameiningar í fagmennsku og gæðum Samanburður Ríkisendurskoðunar á gæðum þjónustu á LSH og á bresk- um háskólasjúkrahúsum sýnir að sjúklingum á LSH hefur reitt betur af. Það er til marks um góða þjónustu. Með sameiningu sérgreina á LSH hafa myndast faglega sterkar ein- ingar. Aukin sérhæfing býður upp á markvissari og betri þjónustu við sjúklinga og meiri möguleika á góðri kennslu og vísindastörfum. Nýleg Gallup-könnun sýnir líka að sjúklingar eru mjög ánægðir með þjónustu á LSH. 3. Kostnaðarsam- anburður LSH í hag Ríkisendurskoðun bar saman 28 algeng- ustu sjúkdómaflokkana (skv. Diagnosis Related Groups-fram- leiðslumælingu) á LSH og hjá viðmið- unarsjúkrahúsunum í Bretlandi. Þrettán þeirra voru ódýrari á LSH en tólf dýrari. Þetta er mjög góð- ur árangur þegar litið er til smæðar þjóðarinnar því stundum eru sjúkling- ar t.d. of fáir miðað við nauðsynlega grunnmönnun á vöktum allan sólar- hringinn. Innleiðing DRG-fram- leiðslumælingarkerfis á LSH gerir samanburð við önnur lönd bæði mögu- legan og sjálfsagðan og er forsenda breyttrar fjármögnunar spítalans eins og hjá nágrannaþjóðum. 4. Færri starfsmenn, vöktum fækkað, minni yfirvinna Frá 1997 til 2002 fækkaði árs- verkum um 280, mest 2001 og 2002, þ.e. fyrstu tvö árin eftir sameiningu spítalanna. Á síðasta ári fjölgaði þeim aftur um 116 sem skýrist aðallega af tvennu. Sjúkrahúsapótekinu var breytt úr hlutafélagi í deild innan spít- alans þannig að starfsmennirnir færð- ust á launaskrá hans. Það skýrir um þriðjung aukningarinnar, hitt skýrist að mestu af aukinni starfsemi, að- allega á skurðsviðum. Yfirvinna hefur minnkað umtalsvert frá sameiningu, árið 2003 um tæp 3%, vaktlínum hefur fækkað með sameiningu sérgreina um 10% og dregið hefur stórkostlega úr uppsöfnun frítökuréttar vegna ákvæða um vinnutíma. greiðslur vegna þjónus alasjúklinga hafa verið og öllum yfirmönnum g eingöngu við LSH og H menn eru nú krafðir um ingu og getur vanræks til skerðingar á réttind 5. Eru allir yfirmenn? Af umfjöllun Ríkisen mátti álykta að yfirmen fleiri hér á landi en í sa arsjúkrahúsunum bres ónákvæmni gætti í þes anburði, hverjum sem u m.a. vegna þess að aðst brugðnar m.t.t. þess hv unnin af verktökum og starfsmenn sem vinna og söfnun og skráningu teljast naumast til yfirm spítalans hefur verið yf saman hverjir gegna yf stöðum og hafa ábyrgð það. Alls má segja að 2 staklingar teljist til þes 6,6% heildarstarfsman eru 64 yfirlæknar, 99 h arstjórar, 36 deildarstj störfum, 35 sviðsstjóra Landspítalinn er á r Magnús Pétursson og Anna Lilja Gunnarsdóttir skrifa um rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss Magnús Pétursson Anna L. G VIÐSKIPTASAMSTEYPUR Í Viðskiptablaði Morgunblaðs-ins í dag er að finna ítarlegarupplýsingar um sjö viðskipta- samsteypur og umfang viðskipta þeirra og umsvifa í íslenzku at- vinnulífi. Sennilega verður seint hægt að ná saman upplýsingum um öll viðskipti þessara sam- steypa en ætla má að tekizt hafi að bregða upp hinni stóru mynd af því sem er að gerast í kringum okkur. Viðskiptaritstjórn Morgun- blaðsins hefur unnið að þessu verkefni undanfarnar vikur. Markmiðið er að íslenzkur al- menningur hafi aðgang að upplýs- ingum um á hvaða stigi samþjöpp- un í viðskiptalífinu er. Bezt er að hver og einn dæmi fyrir sig um þá þróun sem lesa má út úr texta og skýringarmyndum en ekki fer á milli mála að gíf- urlegar eignir á íslenzkan mæli- kvarða hafa safnazt saman á örfá- ar hendur á ótrúlega skömmum tíma. Þær upplýsingar, sem birt- ast í Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins í dag, benda ótvírætt til þess að rík ástæða sé til að stjórnvöld láti taka saman mjög ítarlegt yf- irlit yfir þessa þróun og að sú vinna gangi hratt fyrir sig. Upplýsingar af því tagi sem birtast hér í blaðinu í dag eiga að leggja grundvöll að málefnalegum umræðum um stöðu mála í við- skiptalífinu á næstu mánuðum. Fyrir skömmu skipaði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra sérstaka nefnd til þess að fjalla um samþjöppun í viðskiptalífinu. Sú nefnd á að skila niðurstöðum næsta haust. Líklegt má telja að í kjölfarið komi fram, hvernig rík- isstjórnin ætlar að bregðast við. Margt bendir til að tveir hópar skeri sig úr að stærð, þ.e. Baugur og Samsonar-hópurinn. Þó er þar um mjög ólíkar samsteypur að ræða. Tveir stærstu bankar landsins eru kjarninn í tveimur öðrum samsteypum. Íslendingar hafa áður staðið frammi fyrir öflugum viðskipta- samsteypum og spurningum um, hvort þær væru að ná einokunar- stöðu á einhverjum tilteknum sviðum. Munurinn þá og nú er sá, að þessir viðskiptahópar hafa sumir hverjir aðgang að margfalt meira fjármagni en áður þekktist. Það er ekki lengur fjarlægur möguleiki að fámennir hópar af þessu tagi geti eignast mestan hluta þeirra eigna sem finnast í þessu landi. Þetta er nýtt vandamál sem þjóðin verður að horfast í augu við og taka ákvörðun um, hvernig hún ætlar að bregðast við. LÍFÆÐ UPPLÝSINGA- SAMFÉLAGSINS Það var merkur áfangi í fjar-skiptasögu Íslands er sæ- strengurinn FARICE-1 var tek- inn í notkun í fyrradag. Strengurinn er fyrsti sæstreng- urinn frá Íslandi til annarra landa, sem er að meirihluta í eigu íslenzkra aðila. Með tilkomu hans getur gagnaflutningsgeta til og frá landinu allt að þúsundfaldazt. Að sönnu er tilkoma FARICE ekki eins merkilegur atburður og þegar fyrsti ritsímastrengurinn kom á land í Seyðisfirði 1906 og byltingin í fjarskiptaháttum er heldur ekki sú sama og þegar CANTAT-3, fyrsti ljósleiðarasæ- strengurinn, var lagður til Vest- mannaeyja um miðjan níunda ára- tug síðustu aldar. Mikilvægi FARICE liggur hins vegar í því að hann stóreykur öryggi alþjóð- legra fjarskipta þjóðarinnar. Það hefur komið fyrir allnokkrum sinnum á undanförnum árum að CANTAT hefur slitnað eða bilað og klukkustundum saman hefur aðeins hefðbundin talsímaumferð um gervihnött verið virk, þar til hægt hefur verið að koma á vara- sambandi fyrir gagnaflutning um gervihnött. Fyrir fáeinum árum hefði það ekki þótt koma að sök, en nú til dags er þjóðfélagið og efnahagslífið orðið svo háð greið- um netsamskiptum við umheiminn að við slíkt samskiptarof varð ekki unað. Það hafði áhrif á kaup- hallarviðskipti, viðskipti ótal inn- og útflutningsfyrirtækja, flugum- ferðarstjórn og þannig mætti áfram telja. Með því að bæta FARICE við CANTAT eru tvær sjálfstæðar fjarskiptaleiðir um ljósleiðara út úr landinu, þannig að ef annar strengurinn slitnar eða bilar – og slíkt getur gerzt, togarar hafa meira að segja slitið CANTAT í sundur með veiðarfærunum – get- ur hinn strengurinn annað um- ferð. CANTAT er hins vegar kominn til ára sinna, hann byggist á tækni sem að sumu leyti er úrelt og nokkur óvissa ríkir um framtíð hans vegna erfiðleika hjá Tele- globe, sem sér um rekstur strengsins. Það blasir því við – og er raunar ráð fyrir því gert í áætlunum FARICE – að innan nokkurra ára verði þörf fyrir nýj- an sæstreng til að tryggja bæði næga gagnaflutningsgetu og ör- yggi. Það er afar mikilvægt að framsýni og fyrirhyggja sé leið- arljósið í þessum efnum, því að ljósleiðarastrengirnir til útlanda eru lífæð upplýsingasamfélagsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.