Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 33
hefðu tilheyrt. Síðan hef-
urðu þá sem voru lægst í
samfélagsstiganum. En
fátækt var samt aldrei
hérna eins og í Indlandi
eða Afganistan.“ Við-
skiptaþvinganir alþjóða-
samfélagsins þennan síð-
asta áratug hafi hins
vegar haft skelfilegar af-
leiðingar fyrir venjulegt
fólk í Írak.
Mona segir að mennt-
unarstigið hafi skorið úr
um það hvaða stétt þeir
tilheyrðu. Hún segir þær
tölur geta passað að rúm-
lega 50% læsi sé meðal
karla en aðeins 25% með-
al kvenna. Læsi hafi hins
vegar verið enn minna
fyrir stjórnartíð Baath-
flokks Saddams Huss-
eins, móðir hennar sé til
að mynda ólæs. Baath-flokkur-
inn hafi upphaflega lagt áherslu
á að auka menntunarstig þjóð-
arinnar.
Mona segist sjálf staðfastur
múslími, hún fylgi boðorðum
kóransins en þar sé ekkert sem
banni henni sem konu að vinna
eða mennta sig. Hún segir að í
heildina séu aðstæður kvenna í
Írak betri en víða í arabaheim-
inum. „Margir feður hafa ekk-
ert haft á móti því að dætur
þeirra gengju í skóla,“ segir
hún. „Á áttunda áratugnum var
ókeypis að senda börn í skóla.
Því skyldirðu ekki senda dætur
þínar í skóla? Þetta hefur ekki
verið samfélag öfga, þar sem
konur mættu ekki ganga
menntaveginn, yrðu að vera
heima og þjóna körlunum,“
sagði Mona.
Staða kvenna víða verri
í múslímaheiminum
Ég spyr Monu um aðstæður
kvenna í Írak nútímans og hún
segir þær einkum ráðast af því
hvaða stétt þær tilheyri. „Ef
þær tilheyra t.d. efri stéttinni,
ef kona er af ríkum ættum þá
nýtur hún meira frelsis og hefur
meira sjálfræði í fjármálum.
Þær geta farið til útlanda, þær
geta sótt bestu skólana og átt
góða bíla,“ segir hún.
„Fyrir stríðið í Írak var yf-
irstétt og síðan millistétt sem
ég myndi segja að 80% íbúanna
Ekki var allt neikvætt íÍrak undir stjórn Ba-ath-flokksins, flokksSaddams Husseins,
fyrrverandi forseta Íraks. Gerð
var tilraun til að útrýma ólæsi í
landinu og öll menntun var
ókeypis.
Hlutskipti manna réðst þó oft
af því hvaða stétt þeir tilheyrðu.
Þetta segir Mona Mahmood
mér en hún er blaðamaður í
Bagdad.
Mona er á fertugsaldri. Aðal-
tekjur sínar hefur hún af því að
starfa sem túlkur fyrir erlenda
blaðamenn í Bagdad, mest er
upp úr því að hafa. Hún lærði
ensku við háskólann í Bagdad,
segist hafa kunnað bókmennta-
textana nokkuð vel en síðan
komist að þeirri niðurstöðu að
hún gæti lítið talað tungumálið,
það vantaði alla þjálfun. „En ég
fékk tækifæri til að vinna fyrir
breskt fyrirtæki sem sá um
rekstur spítala í Bagdad. Vinn-
an þar veitti mér því frábært
tækifæri til að umgangast út-
lendinga, enskumælandi fólk,“
segir hún.
„Áður fyrr var algengt hér í
Írak að yfirvöld sendu útskrift-
arnema úr heimspekideild eða
ensku til Bretlands eða Skot-
lands til frekari þjálfunar. Þetta
var á áttunda áratugnum. Ég
útskrifaðist hins vegar ekki fyrr
en á níunda áratugnum og þá
var þetta ekki lengur við lýði
vegna ýmissa hafta er tengdust
Íran-Írak-stríðinu.“
Stétt ræður
stöðu kvenna
Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson
Mona Mahmood, blaðamaður og
túlkur í Bagdad.
’ Konur af ríkumættum njóta meira
frelsis í Írak. ‘
Frá Davíð Loga
Sigurðssyni, blaðamanni
Morgunblaðsins í Írak.
MAÐUR getur gerst kærulaus í háttum sínum á
alveg ótrúlega skömmum tíma. Í Bagdad er hins
vegar réttast að halda vöku sinni öllum stundum.
Og hætti menn sér til borga eins og Fallujah, ekki
fjarri írösku höfuðborginni, er eins gott að þeir
eigi þangað erindi, þaðan geta Vesturlandabúar
ekki treyst á að sleppa lifandi.
Ég ferðaðist upp til Bagdad frá Suður-Írak á
sunnudag og var ekki ýkja brattur þegar ég hafði
skráð mig inn á hótel og kveikt á sjónvarpinu, þar
sem sagði frá því að næstum sextíu manns hefðu
farist í sprengjutilræði í Erbil í Norður-Írak.
Aleinn í Bagdad, fjarri öllum vinum og vanda-
mönnum. Er óeðlilegt að ugga um eigin hag við
slíkar aðstæður? Er óeðlilegt að finna til ótta?
Tveimur dögum síðar var mér sumpartinn farið
að finnast að ég væri orðinn fær í flestan sjó, Írak-
ar væru upp til hópa elskulegri en annað fólk og
hættulegast væri sennilega að vera í námunda við
bandaríska hermenn, sem alkunna væri að skytu
fyrst en spyrðu svo. Íraskir uppreisnarmenn hafa
nefnilega ekki viljandi gert erlenda blaðamenn að
skotmarki, að minnsta kosti ekki ennþá. En það
tekur meiri tíma en tvo daga að fá tilfinningu fyr-
ir því hvað maður geti leyft sér að gera og hverju
er best að sleppa, hvar er óhætt að vera berskjald-
aður og hvar ekki.
Ég lendi á tali við nokkra erlenda blaðamenn
sem hafast við á Al Hamra-hótelinu í Bagdad og
með okkur er einnig öryggisráðgjafi bandarískr-
ar fréttastöðvar. Þau hafa áður gefið mér til
kynna að í raun sé tiltölulega öruggt að fara út á
meðal manna í Írak, þó að sumir staðir séu vita-
skuld verri en aðrir. En ég heyri á máli þeirra að
þau halda alltaf vöku sinni og kunna ýmis ráð
handa þeim sem lendir í vanda. Fyrsta lexía er að
halda sig fjarri öllum fjöldafundum, þeir geti
fljótt breyst í blóðbað og á þeim sé hvort eð er lítið
að græða fréttalega séð. Ljóst er að þetta fólk tal-
ar af reynslu, ef ekki héðan þá úr fyrri stríðum;
þetta fólk tilheyrir stétt svokallaðra stríðs-
fréttaritara, hefur komist í hann krappann áður.
Ég spyr þau hvað hafi farið úrskeiðis hjá CNN-
teyminu sem ráðist var á fyrir réttri viku sunnan
við Bagdad, með þeim afleiðingum að tveir biðu
bana. Þau segja að CNN-fólkið hafi verið á ferð
um veg sem menn eigi einfaldlega ekki að aka,
þar sé ekki óhætt að fara um. „CNN er alltaf að
tefla á tvær hættur,“ segir öryggisráðgjafinn.
„Hér eiga menn ekki að tefla á tvær hættur.“
Það vekur eftirtekt mína hversu hlýlegt og
vinalegt þetta fólk er, þessir stríðsfréttaritarar,
jafnvel gagnvart blaðamanni frá Íslandi sem hér
staldrar aðeins við í nokkra daga; flest hafa þau
verið hér mánuðum saman og til þess þarf hug-
rekki. Eða er það fífldirfska? Geri ráð fyrir að
fólki í þessu fagi lærist að njóta hverrar stundar
sem það deilir með vinum í örygginu heima á hót-
eli.
Ég velti því fyrir mér hvort þetta ágæta fólk,
sem ræðir um skotbardaga og sprengjuárásir í
næsta húsi sem daglegt brauð, sé kannski orðið
háð adrenalíninu sem flæðir um æðar á stað sem
þessum. Sjálfur er ég feginn að vera nú að yf-
irgefa Bagdad. Það hefur verið áhugavert í meira
lagi að koma til borgarinnar, sjá þar aðstæður,
hitta venjulegt fólk og kynnast kollegum sem ég
ber nú aukna virðingu fyrir og vonast til að hitta
aftur síðar. En mér líkar ekki alls kostar ótta-
tilfinningin sem sífellt er fyrir hendi.
Aldrei langt
í óttatil-
finninguna
Reuters
Mótmælafundir geta fyrirvaralaust breyst í
blóðugan vígvöll og þá reyna erlendir frétta-
menn að forðast.
af handhöfum forsetavalds að taka
mark á og virða þau skilaboð, sem ég
fæ frá skrifstofu forseta Íslands um
það, hvenær hann hverfi af landi
brott eða hvenær hann hyggist snúa
aftur heim. Varðandi 1. febrúar gátu
skilaboðin ekki gleggri verið: „Dag-
skrá í New York er frá 25.–30. janúar.
Í framhaldinu verður forseti í einka-
erindum og verður heimkoma til-
kynnt síðar.“ Forseti ætlaði sér ekki
að taka þátt í hátíðahöldunum hér
heima. Það þurfti ekki að hringja
vestur til að skilja það. En auðvitað á
maður með reynslu Ólafs Ragnars
Grímssonar að gera sér grein fyrir,
að fundur í ríkisráðinu í tilefni af 100
ára afmæli stjórnarráðsins og fyrsta
íslenska ráðherrans var í rauninni
sjálfgefinn, nema venjulegur rík-
isstjórnarfundur yrði látinn duga. Og
þess vegna átti hann að geta verið ró-
legur að hann vissi, að ríkisráðið yrði
í góðum höndum handhafa forseta-
valds og setti ekki niður við það.
herrar, og nær 30 forsetum hæsta-
réttar þennan tíma, sem liðinn er frá
stofnun lýðveldis.
Ólafi Ragnari Grímssyni er tíðrætt
um, að ríkisráðið sé „æðsta stofnun
lýðveldisins“. Þessa kenningu hef ég
ekki heyrt áður en hún rekur sig aft-
ur til danskra einvaldskonunga. Þess
vegna má kannski segja, að ég kallist
á við fyrri forseta Alþingis þegar ég
svara: Alþingi er elsta, merkasta og
æðsta stofnun lýðveldisins. Þess
vegna var sú stund heilög í þjóðarvit-
undinni, þegar 100 ára afmælis þing-
ræðis á Íslandi var minnst.
Mér finnst það sorglegt, að nokkrir
þingmenn úr Samfylkingunni, sem
áður voru raunar í Alþýðubandalag-
inu, skuli nota ummæli forseta Ís-
lands til að reyna að koma höggi á
forsætisráðherra. Málflutningur
þeirra er marklaus og yfirborðslegur,
á meðan þeir skýra ekki, hvers vegna
forseti Íslands vildi ekki þiggja boð
forsætisráðherra um að sitja hátíð-
arsamkomuna 1. febrúar.
Að lokum þetta: Ég hlýt sem einn
mvörp skuli
ý lög frá Alþingi
ði, sem oft hefur
ga þeir inn í öll
og bera sömu
ur og hann. Þar
kilið eins og
son vill vera
nn að koma því
lgi meiri ábyrgð
ndi en staðfesta
yrra tilvikinu
þá komi hann
vél. Í síðara til-
vera í friði og
sér á skíðum!
túlkun á störf-
a ekki nokkurri
avalds eru full-
r sjálfir og eiga
sins samkvæmt
di í ríkisráðinu,
egnt störfum
n dvelst erlend-
vegna skyldu-
ndi ber einnig
enjur og hefðir
fa forsetavalds
þrem lagapró-
nediktssyni,
g Gunnari Thor-
u forsætisráð-
lds
fdrátt-
r skilaboð
ætli ekki
ðarsam-
brúar.
ekstrar
em gegn-
orseta Ís-
Höfundur er forseti Alþingis.
Sérstakar
stu við utanspít-
ð felldar niður
gert að starfa
HÍ. Allir starfs-
m viðveruskrán-
sla á henni leitt
dum.
ndurskoðunar
nn væru mun
amanburð-
sku. Nokkurrar
sum sam-
um er að kenna,
tæður eru frá-
vaða verk eru
g einnig þess að
t.d. að ræstingu
u upplýsinga
manna. Af hálfu
firfarið og tekið
firmanns-
ð í samræmi við
52 ein-
ssa hóps eða
nnafjöldans. Hér
hjúkrunardeild-
jórar í öðrum
ar og aðrir telj-
ast 18, þ.m.t. framkvæmdastjórn, for-
stjóri og verkstjórar í sérgreinum. Við
sameininguna fækkaði yfirmönnum,
þvert á það sem haldið er fram. Fellt
var út lag yfirmanna sem voru for-
stöðulæknar og hjúkrunarfram-
kvæmdastjórar og yfirlæknum og
deildarstjórun fækkaði eðli máls sam-
kvæmt vegna sameiningar deilda og
sérgreina. Þá fækkaði sviðsstjórum
við stjórnun klínískrar þjónustu af
sömu ástæðu. Hins vegar var tekið
upp orðið sviðsstjóri meðal þeirra sem
stýra fjármálum og rekstri og tækni-
legum málum enda gagngert verið að
styrkja rekstur stofnunarinnar.
6. Rekstrarkostnaður aðeins hækkað
um 3% sl. fjögur ár
Útgjöld spítalans eru sögð hafa
aukist um 6 milljarða króna frá 2000
og 2003 og gert tortryggilegt. Þegar
kostnaður við reksturinn (án útgjalda
til viðhalds eigna og tækjakaupa) er
skoðaður á verðlagi hvers árs, þ.e.
laun og önnur rekstrargjöld að frá-
dregnum sértekjum og S-merktum
lyfjum (greiðsla fyrir þau var færð til
spítalans árið 2001), þá var hann rúm-
ir 17,8 milljarðar króna árið 2000,
rúmir 19,0 milljarðar 2001, rúmir 20,9
milljarðar 2002 og skv. útkomuspá
2003 um 22,9 milljarðar. Þannig hefur
rekstrarkostnaður á verðlagi hvers
árs aukist um 5 milljarða króna á fjór-
um árum. Þegar kostnaðurinn er
verðleiðréttur (laun með launavísitölu
opinberra starfsmanna og rekstr-
argjöld með neysluverðsvísitölu) er
kostnaðarbreytingin frá 2000 til 2003
um 800 m.kr. eða rúm 3%, sem skýrist
að miklu leyti af aukinni starfsemi,
hækkun launaútgjalda vegna sér-
eignalífeyrissjóða, samræmingu á
launum starfsmanna við sameiningu
og hækkun lækninga- og hjúkr-
unarvara umfram vísitölur. Á sama
tíma fjölgar íbúum á höfuðborg-
arsvæðinu um 4,1% og öldruðum um
4,5%. Að auki gera tækniframfarir
mögulegt að veita sífellt meiri þjón-
ustu sem skilar sér m.a. í hækkandi
meðalaldri þjóðarinnar. Allt kostar
þetta.
7. Óhjákvæmilegar aðgerðir til
sparnaðar
Framlag á fjárlögum 2004 til
rekstrar er 24 milljarðar króna, að
meðtöldum S-merktum lyfjum, að
þeim frátöldum 22,3 milljarðar króna.
Að t.t.t. verðbreytinga þarf að lækka
kostnað við rekstur LSH um 1,4 millj-
arða króna frá árinu 2003. Stjórnvöld
hafa heimilað að sú lækkun megi taka
tvö ár. Samtímis er krafist góðrar
þjónustu og að sparnaðaraðgerðirnar
valdi sem minnstri röskun. Fram-
kvæmdastjórn LSH hefur með sviðs-
stjórum leitað sparnaðarleiða. Að-
gerðir sem nú eru ákveðnar miðast að
því að lækka rekstrarkostnaðinn um
700–800 milljónir króna á ári. Það hef-
ur óhjákvæmilega áhrif á starfsemina
þótt reynt sé að láta aðgerðirnar
snerta sem minnst beina þjónustu við
sjúklinga. Bráðahlutverk spítalans
hefur verið varið eins og kostur er en
reynt að láta sparnaðinn koma niður á
stoðþjónustu og þeirri þjónustu sem
ætti að sinna af öðrum í þjóðfélaginu.
Engan þarf samt að undra að sparnað-
araðgerðirnar hafa áhrif á starfsemi
spítalans, enda stjórnendur hans aldr-
ei haldið öðru fram. Skipun nefndar til
að fjalla um hlutverk spítalans var
ánægjuleg. Full ástæða er til þess að
binda vonir við starf hennar og að
frekari sparnaðaraðgerðir í rekstri
spítalans verði látnar bíða niðurstaðna
af nefndarstarfinu.
réttri braut
Magnús Pétursson er forstjóri Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss og Anna Lilja
Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri fjár-
reiðna og upplýsinga sjúkrahússins.
Gunnarsdóttir