Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 37 Í SÍÐUSTU viku tilkynnti Byggðastofnun ákvörðun um kaup á hlutafé í 23 sprota- og nýsköp- unarfyrirtækjum á landsbyggðinni. Undanfari þessarar ákvörðunar er umsóknarferli í þremur atvinnu- greinaflokkum síðastliðið sumar og síðan úrvinnsla umsókna nú í haust. Undirritaður er stofnandi og fram- kvæmdastjóri MT bíla í Ólafsfirði en sam- kvæmt ákvörðun Byggðastofnunar kaupir hún nýtt hlutafé í fyrirtækinu. Ákvörðunin er að mínu mati mjög stór áfangi í uppbyggingu MT bíla og hefur mik- ið að segja. Mér finnst ástæða til að fagna því þegar fjár- munum er varið með beinum hætti til að styrkja og styðja nýsköpunarfyrirtæki þegar þau eru að bjástra við að komast á legg og var orðið tímabært að beina kastljósinu að landsbyggð- inni sérstaklega. Fram kom í fréttum að umbeðið fjármagn í þessu átaki hafi verið yfir 1700 milljónir króna en aðeins 350 milljónir til ráðstöfunar. Má af því sjá að sem betur fer er lands- byggðin ekki dauð í frjórri hugsun í atvinnusköpun og þess vegna full ástæða til að halda áfram á sömu braut. Ég efa ekki að mörgum góðum viðskiptahugmyndum hefur þurft að hafna að þessu sinni en fagna því um leið að ekki var valin sú leið að dreifa kröftunum of mik- ið. Það er mikilvægt að stuðningur sé af þeirri stærðargráðu að áhrif- in verði strax merkjanleg í rekstri og viðgangi fyrirtækjanna. Í framhaldi af ákvörðun Byggða- stofnunar komu fram gagnrýn- issjónarmið í opinberri umræðu og ég verð að viðurkenna að ég varð mjög hugsi yfir ummælum sumra af þeim aðilum sem tjáðu sig op- inberlega. Mér þykir í hæsta máta hryggilegt þegar þingmenn í landsbyggðarkjördæmum ganga fram fyrir skjöldu og leggjast svo lágt að telja niðurstöðu atvinnu- átaksins beinlínis eftir forskrift Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og að þar af leiðandi fái flest fyrirtæki í hennar kjördæmi náð fyrir augum Byggða- stofnunar. Hér er lítið gert úr starfsmönnum Byggðastofnunar og öðrum óháðum um- sagnar- og úttektarað- ilum á aðsendum við- skiptahugmyndum, sem hver maður getur kynnt sér að hafa lagt á sig margra mánaða vinnu í yfirferð um- sókna og úrvinnslu. Ég held að það segi sig líka sjálft að ef þetta var svona einfalt í afgreiðslu þá hefði Valgerður Sverrisdóttir átt að sitja á ráðherraskrifstofunni að afloknum umsóknarfresti með margra blaða smára og reita af honum blöðin tautandi; „Þeir kjósa mig, þeir kjósa mig ekki, þeir kjósa…“ Þá hefði líkast til verið hægt að afgreiða málið á örfáum dögum í byrjun september! Er það trúverðugt að afgreiða umræðuna um þetta þjóðþrifamál í atvinnulífi einfaldlega með því að Byggða- stofnun sé eitthvert fyrirgreiðslu- leikhús pólitíkusa sem fara með völdin í það og það skiptið? Kaldar kveðjur frá lands- byggðarþingmanni Við sem þurftum að ganga í gegn- um þá eldskírn að sækja um í þessu átaki, uppfylla strangar hæ- fiskröfur, vinna mikið magn af fylgigögnum, rökstyðja, kynna og selja okkar hugmyndir frammi fyr- ir sérfræðinganefnd Byggðastofn- unar vitum að auðvitað var þetta ekki svona. Persónulega þykja mér það köld skilaboð frá landsbyggðarþing- manninum Jóhanni Ársælssyni þar sem hann ætti að þekkja það að koma nýjum störfum í framkvæmd og að byggja upp fyrirtæki utan Reykjavíkur. Einnig þekki ég hann ekki af öðru en góðu hugarfari til landsbyggðarinnar fyrir ofan El- liðaár. Hann hefur hins vegar látið í veðri vaka að afgreiðsla Byggða- stofnunar hafi eingöngu verið sam- kvæmt forskrift ráðherra. Hann gerir með orðum sínum lítið úr þeirri vinnu sem við frumkvöðl- arnir og frumkvöðlafyrirtækin þurftum að leggja í til að kynna okkar nýsköpunarhugmyndir og rökstyðja þær. Ég veit vel og get staðfest að í mínu tilfelli fór margra vikna vinna í umsókn- arferlið, vinnutap í öðrum verk- efnum og veruleg bein fjárútlát. Það er í hæsta máta lítilsvirðing við okkur umsækjendur að halda því fram að vinnan sem lögð var í þetta verkefni af okkar hálfu hafi engu máli skipt og skýringin á nið- urstöðunni sé sú að við höfum lög- heimili í sama kjördæmi og iðn- aðarráðherrann frá Lómatjörn! Ég hef enga trú á öðru en endanlegt val á umsóknum hafi fyrst og fremst farið fram út frá gæðum viðskiptahugmyndanna. Sjálfum þótti mér ekkert undrunarefni þótt mörg verkefni sem valin voru eigi sér rætur í fjölmennasta lands- byggðarkjördæminu. Annað hefði verið hreint undrunarefni því að baki nýsköpunarhugmyndum þarf jú fólk! Þjóðþrifamál dregið niður á pólitískt plan Menn læra frekar að bjarga sér þar sem skortur er á störfum en þar sem gnægtatréð er í slíkum vexti að stjórnendur fyrirtækja vita jafnvel ekki hvaða starfs- maður mætir á morgun vegna þess að hann er farinn í aðra betur launaða vinnu. Við sem búum hér úti á landsbyggðinni erum þakklát fyrir að hafa einhverja vinnu. Það er ekki ástæða til að sá tortryggni á tilraunir ríkistjórnar eða annarra til uppbyggingar á atvinnu úti á landsbyggðinni þar sem atvinnu- mál og störf eru ekki sjálfgefin. Ríkistjórnin er kosin af fólkinu í landinu til þess, meðal annars, að jafna atvinnumöguleika almenn- ings. Menn verða að gera sér grein fyrir að ekki er hægt að vera á móti því sem er gert eingöngu vegna þess að það hentar að gera lítið úr þeim sem stjórna og draga öll mál upp í andpólitískar fylk- ingar. Við búum jú öll í sama land- inu þegar á heildina er litið og þurfum að standa saman að upp- byggingu þess. Sem landsbyggð- armanni hafa mér verið hugleikin orð einhvers gáfumanns sem hafa reynst vel og oft verið vel við hæfi: „Það er ekki hægt að kenna gáfur, þær eru meðfæddar uppi í sveit.“ Að lokum vil ég svo hvetja landsbyggðarþingmenn til að kynna sér hvert nýsköpunarfé til uppbyggingar atvinnulífsins hefur farið á undanförnum árum. Frá 1998 til 2002 eða á fjögurra ára tímabili hafa aðeins rúmlega fimm hundruð milljónir af 3,4 milljörðum runnið til verkefna utan suðvest- urhornsins, þrátt fyrir svipað hlut- fall í umsóknum. Og svo skrýtið sem það er þá eru erlendar fjár- festingar yfir 500 milljónir króna. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt hósta né stunu um það mál frá þeim sem reyna nú að gera ákvörðun Byggðastofnunar tor- tryggilega. „Þeir kjósa mig, þeir kjósa mig ekki…!“ Sigurjón Magnússon skrifar um stuðning við nýsköpunarfyr- irtæki ’…vil ég svo hvetjalandsbyggðarþingmenn til að kynna sér hvert nýsköpunarfé til upp- byggingar atvinnulífsins hefur farið á undanförn- um árum.‘ Sigurjón Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri MT bíla ehf. í Ólafsfirði. Í SJÓNVARPINU bregður stundum fyrir auglýsingu frá (létt) bjórframleiðanda þar sem aldnir bú- andkarlar í blómlegri sveit suður í Evrópu spretta út úr húsum sínum og híbýlum, jafnvel upp af kömrum, með byssur og barefli í hönd til að mæta ógnun sem stafar að bylgj- andi, gullslegnum kornökrum þeirra. Þegar ógnin kemur í ljós, er hún í líki lítillar býflugu, sem truflað hafði lognkyrra sveitasæluna. Þessi mynd kom í hug mér þegar ég renndi augum yfir grein Kjartans Emils Sigurðssonar í Morg- unblaðinu síðastliðinn fimmtudag, 29. janúar, þar sem hann gerir að umræðuefni yfirlits- grein mína um ævi Hannibals Valdimars- sonar sem birtist í tímaritinu And- vara sem nýlega er komið út. Ekki geri ég mér grein fyrir hvaða frið ég hef truflað hjá Kjartani, eða úr hvaða sveit hann skrifar, en púðrið notar hann óspart, þó ekki verði séð að flugurnar sem trufla hann, séu stórtækar á fræðaakrinum. Hér skal þó nefna nokkur atriði, sem verið gætu honum til hugfróunar og um leið þeim sem lesið hafa skrif hans til upplýsingar. Vegna þess hve beinar og minna beinar tilvitnanir hafa mikið verið í umræðu síðustu vikur er best að svara strax aðfinnslu Kjartans Em- ils um ritháttinn Valdemarsson í stað Valdimarsson (sem Hannibal notaði sjálfur), sem kemur fyrir tvisvar sinnum í beinum tilvitnunum í fundargerðir Félags Alþýðuflokks- ins á Ísafirði frá maí 1949. Þar er farið eftir rithætti fundarritara, og til fróðleiks má nefna að þennan rit- hátt má rekast á víðar hér fyrir vest- an, og Sigríður systir Hannibals skrifaði sig ætíð Valdemarsdóttur, eins og sést í heimildaskrá ritgerð- arinnar. Þarna er því farið að heim- ildum, auk þess að sýna fjölbreytni í rithætti nafnsins. Það er þakkarvert af Kjartani að nefna að ritgerð mín sé skrifuð af „nokkurri alúð og þekkingu“ en nokkru verra þykir mér sá dómur hans að hún sé „með öllu óboðleg al- mennum lesendum og til notkunar í fræðilegri umræðu.“ Þar er hlaup- víddin orðin ansi stór hjá háttvirtum „stjórnmála- og þjóðhagfræðingi“, og má magister í sagnfræði sín lítils þegar svo hátt er reitt til höggs. Þau þrjú gagnrýnisatriði sem Kjartan finnur (fyrir utan e-ið í Valdemar) til að undirbyggja þennan dóm sinn varða öll aukaatriði í ritgerð minni, á þeim tíma þegar Hannibal var forseti Alþýðusambandsins og formaður Alþýðu- bandalagsins. Les- endum Morgunblaðs- ins til skýringar skal tekið fram að ritgerðin í Andvara beinir sjón- um fyrst og fremst að uppvaxtar- og mót- unarárum Hannibals Valdimarssonar sem kennara, verkalýðs- leiðtoga og stjórnmála- mannns í byggðum Vestfjarða. Þó að aðfinnslur Kjart- ans eigi við um lítið brot ritgerð- arinnar verður ekki vikist undan því að svara þeim í nokkru. Dóma hans um stíl höfundar skal lesendum sjálfum gert að ígrunda, þó satt best að segja verði sú hugsun ekki umflú- in, að ekki verði margt lært af Kjart- ani um það efni, ef marka má skrif hans í Morgunblaðinu. Hvort þáttur Hannibals í verkföll- um og vinnudeilum eftir 1954 var mikill eður ei má sjálfsagt margt segja (um það segir að vísu fátt í minni ritgerð), en hitt verður ekki umflúið, að Hannibal var forseti Al- þýðusambands Íslands frá 1954 til 1971, og hafði því áhrif á þróun samningamála og samráðskerfi það milli verkalýðshreyfingar, vinnuveit- enda og ríkisvalds sem þróaðist á þeim árum. Á þetta er einmitt bent í ritgerðinni. Sama á við um júní- samkomulagið 1964, sem hingað til hefur þótt marka þáttaskil í þessari þróun. Um þessi atriði var lítt fjallað í ritgerð minni, enda ekki tækifæri til þess í stuttri samantekt. Það er vissulega þarft viðfangsefni fyrir sagnfræðing, nema Kjartan skrifi þá ritgerð, þó síðar verði. Um Vorið í Prag, sem svo er kall- að, og ég nefni sem bakgrunn í átök- um jafnaðarmanna og kommúnista innan Alþýðubandalagsins kringum 1968, vill Kjartans þinglýsa ákveð- inni þýðingu á enskum frasa sem oft er notaður um stefnu tékkneskra kommúnista á þessum tíma, „sósíal- isma með mannlegu yfirbragði“. Það má vel teljast kórrétt, en heldur þykir mér skýrara og greinarbetra að nota íslenskt mál, án milligöngu enskunnar, til að túlka þá strauma sem léku um þjóðfélag Tékkóslóv- akíu á þessum árum og nefna það til- raun til lýðræðislegs sósíalisma. Um það hvort þetta leiði til þess að „ekki sé hér um fræðilega ritgerð að ræða!“, eins og Kjartan heldur fram verð ég einfaldlega að vera honum ósammála og bendi honum á að lesa ágætan kafla í klassísku riti Jóhanns Páls Árnasonar, „Þættir úr sögu sósíalismans“, og spyrja svo hvort honum þyki orðalagið enn út í hött eftir þann lestur. Í lok ritgerðar minnar um Hanni- bal Valdimarsson, baráttumanninn, fræðarann og verkalýðsleiðtogann, leyfði ég mér að líkja honum við nafna hans, herforingja Karþagó- manna, sem réðst yfir Alpafjöll og kom Rómverjum í opna skjöldu. Kraftinn og baráttuandann áttu þeir sameiginlegan. Ekki þarf Kjartan að taka líkinguna svo bókstaflega að ég sé að bera æviferil þeirra saman í smáatriðum. Það mun flestum vera ljóst. Og þó að ritgerð mín í Andvara geti ekki talist sá minnisvarði sem Hannibal Valdimarsson verð- skuldar, get ég borið fram þá von að umfjöllun mín um mótunar- og bar- áttuár Hannibals sé í það minnsta traustur hornsteinn í þeirri vörðu sem minningu hans mun síðar verða hlaðin. Steinn í vörðu Hannibals Sigurður Pétursson svarar Kjartani Emil Sigurðssyni ’…ritgerðin í Andvarabeinir sjónum fyrst og fremst að uppvaxtar- og mótunarárum Hanni- bals Valdimarssonar sem kennara, verka- lýðsleiðtoga og stjórn- málamannns.‘ Sigurður Pétursson Höfundur er sagnfræðingur og kenn- ari við Menntaskólann á Ísafirði. SKORUFYLLING er aðgerð sem tannlæknar framkvæma á mörgum börnum. Hér verður gerð stuttlega grein fyrir mikilvægi þessarar einföldu en áhrifamiklu forvarn- araðgerðar. Í bitflötum jaxla eru skorur eða rákir sem eru misdjúpar eftir einstaklingum. Ef skorunar eru svo djúp- ar og þröngar að erfitt er að halda þeim hreinum með tann- burstun er töluverð hætta á að skemmd myndist fljótlega í tönninni. Stundum virðist tönnin heil að sjá á yfirborðinu en í skorubotninum getur smám saman myndast skemmd sem krefst viðgerðar með hefð- bundum fylling- arefnum. Tannlæknar grípa til skorufyllingar til að koma í veg fyrir að skemmd myndist í skorum tanna. Fyrst er tönnin hreinsuð með pimpsteinslausn. Skor- unum er lokað með fljótandi plastefni og þetta plastefni er síðan hert með sérstöku ljósi. Að þessu loknu er tönnin tilbúin til notkunar. Í sumum tilfellum getur reyndar þurft að opna skorurnar örlítið með bor og jafnvel að hreinsa burtu skemmd sem myndast hefur á yfirborði tann- arinnar. Eigi að koma fyrir tannskemmdir með öflugri forvarnaraðgerð eins og skorufyllingu er mikilvægt að börn séu í reglulegu eftirliti hjá tannlækni. Honum gefst þá kostur á að fylgjast með komu jaxla og getur skorufyllt þá meðan þeir eru enn heilir. Algengast er að skorufylla þurfi 6 ára jaxla og 12 ára jaxla en það getur þurft að með- höndla nær alla jaxla í munni. Skorur ein- skorðast reyndar ekki við jaxla, þær geta einn- ig verið innan á fram- tönnum efri góms, á hliðum jaxla og víðar á tönnum. Skorufylling eru til- tölulega ódýr, sárs- aukalaus og einföld forvarnaraðgerð sem auðvelt er að fram- kvæma. Foreldrar þurfa að hafa í huga að reglulegt eftirlit hjá tannlækni tryggir barninu rétta forvarn- armeðferð í tæka tíð. Skorufylling getur komið í veg fyrir óþarfa skemmdir á tönnum, skemmdir sem kalla á flóknari og erfiðari með- ferð hjá tannlækni. Skorufylling – áhrifa- mikil vörn gegn tannskemmdum Petra Sigurðardóttir skrifar í tilefni tannverndarviku Petra Sigurðardóttir ’Skorufyllingareru tiltölulega ódýr, sárs- aukalaus og ein- föld forvarn- araðgerð sem auðvelt er að framkvæma á flestum börn- um.‘ Höfundur er tannlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.