Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Aðalheiður Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 10. desem-
ber 1925. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 27. jan-
úar síðast liðinn. For-
eldrar hennar voru
Emelía Jóna Einars-
dóttir, f. 16.3. 1904,
d. 26.1. 1992, og Jón
Sigurðsson, f. 12.5.
1902, d. 6.7. 1984.
Systkini Aðalheiðar
eru: Hulda f. 6.2.
1928, d. 10.10. 1972,
Sigurður, f. 7.9. 1929,
og Einar, f. 8.5. 1935, samfeðra
Guðbjörg Snót, f. 17.10. 1951.
Hinn 27. júní 1945 giftist Aðal-
heiður eftirlifandi eiginmanni sín-
um Guðmundi Dagbjartssyni, f.
29.12. 1918. Börn þeirra eru: Jón,
f. 3.2. 1945, maki Súsanna Demus-
dóttir, f. 9.5. 1946, eiga þau þrjú
börn; Valur, f. 29.1. 1953, maki Jó-
hanna A. Guðmunds-
dóttir, f. 15.5. 1949,
eiga þau fjögur
börn; Brynja, f. 27.2.
1958, maki Ævar H.
Ásgeirsson, f. 20.3.
1961, og eiga þau tvö
börn.
Aðalheiður starf-
aði meðal annars á
skrifstofu hjá Fiska-
nesi hf. til margra
ára, hún var gjald-
keri Kvenfélags
Grindavíkur, gjald-
keri Skógræktar-
félags Grindavíkur
og formaður félags eldri borgara í
Grindavík.
Aðalheiður og Guðmundur
bjuggu allan sinn búskap í Grinda-
vík, lengst af í Ásgarði en síðustu
18 árin að Heiðarhrauni 51.
Útför Aðalheiðar verður gerð
frá Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag kveðjum við elskulega móð-
ur og tengdamóður, Aðalheiði Jóns-
dóttur. Nú hefur þú fundið friðinn
eftir erfiða baráttu við veikindi þín.
Við viljum minnast þín með
þessum sálmi:
Kallið er komið,
komin er stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það sem auðkenndi þig allt þitt
líf var traust og tryggð.
Guð blessi minningu þína alla tíð
og tíma.
Jón og Súsanna.
Mig langar að minnast ynd-
islegrar konu, Aðalheiðar Jóns-
dóttur, í örfáum orðum, með
kæru þakklæti fyrir samferðina
og trygga vináttu í gegnum ár-
Hin.
Það var fyrir tæplega 30 árum
að ég kynntist Brynju, dóttur
Öllu og Gumma, í Reykholti og
urðum við strax mjög góðar vin-
konur og hefur sú vinátta haldist
alla tíð síðan. Ekki vissi ég þá að
ég ætti eftir að eiga mitt annað
heimili hjá foreldrum hennar.
Þegar ég 17 ára gömul flutti úr
föðurhúsum, vestan frá Suðureyri
og til Reykjavíkur. Þar sem for-
eldrar mínir voru búsettir fyrir
vestan og maður ekki mjög lífs-
reyndur í höfuðborginni þá bauð
Brynja mér að koma til þeirra til
Grindavíkur um helgar og gista
sem ég og þáði ósjaldan.
Alveg frá fyrstu stundu var mér
tekið opnum örmum og alla tíð var
ég umvafin elskulegheitum frá
þeim Öllu og Gumma. Það var mér
mikils virði að finna að heimili
þeirra stóð mér ávallt opið. Alla og
Gummi voru vön að kalla mig
heimaalninginn sinn og þótti mér
afar vænt um þá nafngift. Við syni
mína voru þau jafnan eins og um
þeirra eigin barnabörn væri að
ræða og við þann eldri, sem þau
kynntust betur, sögðu þau gjarn-
an: „Komdu nú, kallinn minn, og
heilsaðu ömmu og afa í Grindavík.
Mér er tamt að nefna þau bæði,
Öllu og Gumma, í sömu andrá,
enda hjón sem jafnan hafa verið
samstiga og eiginlega ekki hægt
að nefna annað, án þess að hitt
komi upp í hugann líka.
Ég minnist margra góðra
stunda heima hjá þeim hjónum,
fyrst í Ásgarði og svo í Heiðar-
gerði. Alltaf var rausnarlega veitt
af því sem þar var á borð borið og
maður kvaddi þau vel haldinn á
líkama og sál. Nú síðari árin hafa
heimsóknirnar því miður orðið
færri, en við hittumst þó núna í
janúar og er gott að eiga minn-
ingar um þá heimsókn og að hafa
hitt Öllu og spjallað við hana,
nokkuð bratta eftir erfið veikindi
undanfarið. Það er nú einu sinni
svo, að enginn veit sína ævina fyrr
en öll er og þau erfiðu veikindi
sem Alla átti við að etja, tóku eðli-
lega sinn toll, bæði af henni og
hennar nánustu.
Alla var kona með mikla reisn
og sérstaklega fallega framkomu.
Hún hafði lag á að láta fólki líða
vel í návist sinni og hafði auga fyr-
ir fallegum hlutum eins og heimili
þeirra ber vitni um. Fyrir mér er
það mikils virði að hafa fengið að
kynnast svona mætri og ljúfri
manneskju á lífsleiðinni.
Við Steinþór og synir okkar
sendum Gumma, Brynju og að-
standendum öllum samúðarkveðj-
ur, en minningin um einstaklega
ljúfa og elskulega konu mun lifa
áfram í hugum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Hildur Guðbjörnsdóttir.
AÐALHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
✝ Aðalbjörn Guð-mundsson, kaup-
maður í Verslun
Björns Guðmunds-
sonar á Ísafirði,
fæddist á Ísafirði 21.
ágúst 1919. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Ísafirði 28.
janúar síðastliðinn.
Hann var ókvæntur
og barnlaus. Foreldr-
ar hans voru Guð-
mundur Björnsson,
kaupmaður á Ísa-
firði, f. á Ísafirði 21.
mars 1888, d. 23.
febrúar 1971, og Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, f. á Ísafirði 17. júní
1888, d. 10. október 1975. Systkini
Aðalbjörns voru Björn Kristinn, f.
1911, d. 1979, Gunnar Bachmann
Guðmundsson, f.
1913, d. 1959, Guð-
mundur Elís Guð-
mundsson (Mummi),
f. 1914, d. 1994, El-
ísabet, f. 1915, d.
1941, Sigríður Hulda
Guðmundsdóttir, f.
1916, Guðrún María
(Gurra), f. 1917,
Kristján Guðmunds-
son (Diddi), f. 1921,
d. 1994, Kjartan
Guðmundsson, f.
1922, d. 1973, Garð-
ar, f. 1924, Aðalheið-
ur (Heiða), f. 1925, d.
2001, Kristjana (Didda), f. 1927, d.
1997, og Sigurður (Siggi), f. 1928.
Útför Aðalbjörns verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag, og
hefst athöfnin klukkan 14.
Alli í Björnsbúð. Hann var aldrei
kallaður annað og allir þekktu hann
með því nafni, því það er það sem hann
var, hann var Alli í Björnsbúð. Hann
var alla tíð kaupmaður í litlu búðinni
okkar á Silfurgötuhorninu, búðinni
sem afi hans, langafi okkar bræða,
Björn Guðmundsson frá Broddanesi á
Ströndum hafði sett á stofn seint á
nítjándu öld, örlitlu neðar á eyrinni við
Skutulsfjörð, við Smiðjugötu númer
tíu.
Litla búðin okkar var eins og við
sögðum svo oft, fastur punktur í til-
verunni, og það var hún svo sannar-
lega í lífi Alla. Hann vann alla sína tíð í
Björnsbúð, byrjaði ungur að hjálpa
til, líkt og svo margir aðrir afkomend-
ur Björns Guðmundssonar, en smátt
og smátt var Alli orðinn einn af þeim
bræðrum sem reksturinn hvíldi á. Alli
og Gunnar bróðir hans voru um mið-
bik síðustu aldar komnir með rekst-
urinn svo að segja alfarið í sínar hend-
ur. Það er svo nokkru eftir að Gunnar
fellur frá, langt um aldur fram árið
1959, að Garðar kemur að rekstrinum
með Alla. Standa þeir bræður saman í
verslunarrekstrinum þar til Alli fer að
minnka við sig vinnu sökum aldurs og
flyst á Hlíf, dvalarheimili aldraðra á
Ísafirði, seint á níunda áratugnum.
En ekki gat hann þó hugsað sér að
hætta alveg að vinna. Hann hélt
áfram að mæta í búðina á hverjum
degi, og gerði það í raun þar til rekst-
urinn var seldur árið 1997.
Við bræðurnir ólumst upp undir
sama þaki og Alli, í sitthvorri íbúðinni
fyrir ofan búðina. Þannig vorum við í
raun ein og sama fjölskyldan og Alli
alltaf með í okkar daglega lífi og upp-
vexti. Og það var gaman og gott að
eiga frænda eins og Alla. Ósjaldan fór
Alli í ferðalög til útlanda. Þá voru það
spenntir bræður sem biðu heimkomu
frænda sem iðulega kom færandi
hendi með góðar gjafir. Og ekki voru
þeir síðri bíltúrarnir, en Alli hafði
mikið yndi af því að fara í sunnudags-
bíltúra með okkur bræður, hvort
heldur sem var fram í Arnardal eða út
í Vík. Síðar, þegar við bræðurnir kom-
umst á bílprófsaldurinn, var ekki
hægt að hugsa sér hugulsamlegri
frænda þegar kom að því að fá lánaðn
bíl til þess að fara á rúntinn. Alltaf var
Alli til í að lána okkur bílinn, og alltaf
sá hann til þess að tankurinn væri
fullur.
Það má með sanni segja að við eig-
um margar og góðar minningar frá
nánu sambýli við föðurbróður okkar.
Og það er með allar þær góðu minn-
ingar í farteskinu sem við kveðjum nú
okkar kæra frænda. Hann hlaut frið-
sælt andlát á sjúkrahúsinu á Ísafirði
eftir stutta sjúkdómslegu, og við vit-
um fyrir víst að hann yfirgaf okkur
með frið og ró í hjarta. Það erum við
þakklátir fyrir. Hvíl í friði, kæri
frændi.
Björn, Jakob Falur og Atli.
AÐALBJÖRN
GUÐMUNDSSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir
og frænka,
INGUNN LÁRUSDÓTTIR,
Funafold 4,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
31. janúar sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Logi Guðjónsson,
Gylfi Logason,
Oddný Logadóttir,
Lárus Þorvaldsson, Sveinbjörg Eíríksdóttir,
Sigríður Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson,
Guðjón Sigurðsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
BENEDIKT HAFLIÐASON,
Njörvasundi 6,
Reykjavík,
andaðist á öldrunardeild Landspítala Landa-
koti mánudaginn 2. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorsteina Sigurðardóttir,
Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir,
Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson,
Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson,
Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
JAKOBÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Skuld,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mið-
vikudaginn 4. febrúar.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
14. febrúar kl. 14.00.
Sigurgeir Jónasson,
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Gunnar K. Gunnarsson,
Guðlaugur Sigurgeirsson, Sædís M. Hilmarsdóttir,
Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir, Börkur Grímsson,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og
langafi,
VILBERG DANÍELSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn
2. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steinunn Magnúsdóttir,
Kolbrún Vilbergsdóttir,
Fanney Eva Vilbergsdóttir, Gísli Haraldsson,
Þóra Vilbergsdóttir, Júlíus Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, öm-
mu, langömmu og langalangömmu,
TORFHILDAR GUÐLAUGAR
JÓHANNESDÓTTUR,
Hlíf 1,
Ísafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúrahúss Ísafjarðar fyrir
hlýhug og góða umönnun.
Guðrún Ásgeirsdóttir,
Guðmunda Ásgeirsdóttir, Sigurður Þorleifsson,
Sigrún Ásgeirsdóttir, Hafsteinn Oddsson,
Ásgeir Jónsson, Guðlaug Guðjónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.