Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 41

Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 41 ✝ Ásmundur Jó-hannes Jóhanns- son fæddist í Reykja- vík 29. október 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Eir í Grafarvogi 27. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Hildar G.K. Jóhannesdóttur, hús- móður í Reykjavík, f. 12. júlí 1891 í Álfadal á Ingjaldssandi í V- Ísafjarðasýslu, d. 12. janúar 1969 í Reykja- vík, og Jóhanns Ás- mundssonar, skrifstofumanns í Reykjavík, f. 24. febrúar 1886 á Melstað í Miðfirði í V-Hún, d. í Reykjavík 20. ágúst 1954. Bróðir Ásmundar er Páll Haraldur Páls- son, f. 24. nóvember 1920, fyrrver- andi forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands, kvæntur Bryndísi Guð- mundsdóttur, f. 16. júlí 1920, hús- móður og eiga þau fimm börn. Ásmundur kvæntist 1952 Berg- þóru Benediktsdóttur, smur- brauðsdömu, f. 7. ágúst 1927 á Barkarstöðum í Miðfirði í V-Hún. Hún er dóttir hjónanna Jennýjar Karólínu Sigfúsdóttur, húsmóður á 1953. Ásmundur starfaði sem múr- ari í nokkur ár, m.a. um tíma í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Eft- ir vinnuslys hóf hann nám í tækni- fræði haustið 1965 og lauk því námi vorið 1969 með prófi í bygginga- tæknifræði frá Ålborg Teknikum í Álaborg á Jótlandi. Hann hóf störf hjá Fasteignamatsnefnd Reykja- víkur strax að námi loknu. Ás- mundur var byggingastjóri við byggingu Hótels Loftleiða II. Hann var framkvæmdastjóri Tæknifræð- ingafélags Íslands, en hóf störf að hausti 1973 sem deildartæknifræð- ingur hjá Eldvarnareftirliti Reykjavíkurborgar og lét þar af störfum 1997. Ásmundur átti sæti í stjórn Múr- arafélags Reykjavíkur í allnokkur ár, lengst af sem ritari. Hann sat í stjórn Sveinasambands bygginga- manna svo og í stjórn Tæknifræð- ingafélags Íslands. Hann átti sæti um tíma í fulltrúaráði Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Ásmundur var formaður Fram- farafélags Selás- og Árbæjarhverf- is 1978–83. Hann var einn af hvata- mönnum að stofnun og fyrsti formaður Brunatæknifélags Ís- lands, Íslandsdeildar Institution of Fire Engineers, alþjóðasamtaka um brunavarnir. Hann tók virkan þátt í starfi frímúrarareglunnar á Íslandi. Útför Ásmundar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Barkarstöðum, f. 27. júní 1895 að Rófu í Miðfirði, d. 18. ágúst 1983, og Benedikts Björnssonar, bónda á Barkarstöðum, f. á Barkarstöðum 22. febrúar 1885, d. 13. maí 1967. Bergþóra og Ásmundur eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jenný, bankastarfs- maður, f. 7. febrúar 1954, gift Guðmundi Benediktssyni, bæjar- lögmanni Hafnarfjarð- ar, f. 9. febrúar 1953, þau eiga þrjár dætur og þrjú barna- börn. 2) Hildur Hanna, kjólameist- ari, f. 28. apríl 1960, gift Gylfa Jóns- syni, verktaka, f. 15. júní 1958, þau eiga tvo syni. 3) Jóhann, safnstjóri á Hnjóti, f. 12. júlí 1961, kvæntur Magneu Einarsdóttur, sérkennara, f. 18. október 1958, hún á tvo syni. 4) Benedikt Grétar, nemi í bygg- ingatæknifræði, f. 2. október 1965, var kvæntur Margréti Ólöfu Magn- úsdóttur, djákna, f. 3. apríl 1967, þau eiga þrjár dætur. Ásmundur tók sveinspróf í múr- smíði 1950 í Reykjavík. Hann hlaut meistara- og byggingaréttindi Þú vannst með dyggð og vilja hreinum þitt verk um langan ævidag, og tókst með þreki mæðumeinum, en mattist ei um annars hag; þú gekkst sem hetja í hverri þraut í Herrans nafni þína braut. Þessar línur úr minningarljóði eft- ir Matthías Jochumsson finnst mér eiga vel við þegar ég minnist tengda- föður míns, Ásmundar Jóhannesar Jóhannssonar. Við Jenný, elsta barn Ásmundar, vorum enn táningar þegar við eign- uðumst Heiðu, elstu dóttur okkar og bjuggum við þrjú fyrstu árin okkar saman á heimili tengdaforeldra minna. Aldrei varð ég var við annað frá verðandi tengdaforeldrum mín- um en að ég væri velkominn inn á heimili þeirra þó að því hljóti að hafa fylgt álag að fá litla fjölskyldu inn á heimilið. Ég kynntist því þá strax hvílíkt sómafólk þau bæði voru. Ég heyrði þau aldrei kvarta yfir nokkru, finna að eða tala misjafnt um nokk- urn mann. Þetta eru fágætir eigin- leikar sem flestir geta svo sannar- lega tekið sér til fyrirmyndar og orðið af betri menn fyrir bragðið. Ásmundur var vel greindur, fróð- ur og félagslyndur og naut virðingar allra þeirra sem kynntust honum. Hann var hreinskiptin og hefði ekki líkað það að um hann væri skrifuð einhver lofrolla, en mannkostir Ás- mundar voru þeir að ekki er hægt að minnast hans við hæfi, nema eigna honum falleg lýsingarorð. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Nefni ég ferðalögin okkar um hálendi Íslands og ferðarinnar vest- ur á Firði og hversu ánægjulegt það var fyrir tengdaföður minn að koma til Ingjaldssands við Önundarfjörð, þar sem móðir hans ólst upp. Ás- mundur hafði þá aldrei komið þang- að áður, en móðir hans sagt honum frá því hversu fallegt væri þar, fjöllin hrikaleg eins og svo víða á Vestfjörð- um, fjaran með hvítum sandi og opin fyrir hafinu og frá Nesdal þar sem naut gengu laus á sumrin. Við tengdabörnin fundum það að honum fannst vænt um okkur og að við tilheyrðum fjölskyldu hans, fjöl- skyldu sem hann mat mikils og var stoltur af að eiga. Blessuð sé minning Ásmundar J. Jóhannssonar. Svo kom þín stund, vor kæri faðir; Nú kveðja þig vor hjörtu klökk. Í vorri sorg vér syngjum glaðir, og segjum Guði lof og þökk. Svo verður dyggum hvíldin hýr, sem heim með sæmd frá verki snýr. (M. Joch.) Guðmundur Benediktsson. Elsku afi og langafi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Kveðja. Barnabörn og barnabarnabörn. Afi, hvað er að vera forsjáll? Er hundurinn karlinn og kötturinn kon- an? Úr þessum spurningum og svo mörgum öðrum var leyst yfir hafra- grautnum í Hábænum. Í huga mín- um sem barns var ekki til vitrari maður og ekki til sú spurning sem afi gæti ekki svarað. Sögurnar sem hann sagði frá sínum uppvaxtarár- um vöktu líka alltaf mikla kátínu og ég þreyttist seint á að hlusta á hann segja frá skondnum atvikum sem áttu sér stað þegar hann var að alast upp í Reykjavík. Eftir að ég eignaðist mína fyrstu íbúð voru ófáar klukkustundir sem ég talaði við afa í síma. Við gátum alltaf talað um allt og það var alltaf gott að leita til hans. Hann var óspar á hvatningu og hrós en lét líka vita af því ef honum fannst að eitthvað mætti betur fara. Amma og afi voru dugleg að koma í heimsókn og komu þá jafnan færandi hendi og með góða skapið. Afi var mjög stoltur af fjöl- skyldu sinni og var hann sannkallað höfuð fjölskyldunnar, Hábæjarætt- arinnar eins og hann kallaði okkur. Hann sagði oft að mestu verðmætin í lífinu væru börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin og var umhugað um að allir kæmust vel á legg og hefðu það gott. Minningin um góðan og örlátan mann mun alltaf fylgja mér. Kveðja. Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir. Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín sárt, en hugga mig við það að nú líð- ur þér vel. Það eru margar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Þær mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Þú varst svo fróður um marga hluti og sem barn var ég viss um að þú værir með gáf- aðri mönnum í þessum heimi. Þér þótti svo vænt um okkur öll og varst svo stoltur af okkur. Ég mun passa upp á það að þegar sonur minn verð- ur eldri mun ég minna hann á hve langafi hans var góður maður. Ég bið Guð að styrkja elsku ömmu mína. Ólöf Ása Guðmundsdóttir. Ásmundur hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur í septembermánuði árið 1972 og starfaði sem verkefnisstjóri í eldvarnaeftirliti fram á haustdaga ársins 1996 Á þessum tíma hafa orð- ið miklar breytingar á starfsemi op- inberra stofnana og á það við um slökkviliðið líka. Það má því fullyrða að í störfum sínum að brunamálum hafi Ásmundur náð að kynnast tvenn- um tímum í eiginlegri merkingu. Það einkenndi Ásmund ávallt að hann sat ekki hjá meðan tímans elfur rann hjá. Hann tók ekki aðeins eindregið þátt í þeirri þróun og breytingum sem urðu á starfsháttum í eldvarnaeftirliti, heldur lagði hann sitt lóð á vogarskál- ina til bættra eldvarna og öryggis í þeim efnum. Sem starfsmaður slökkviliðs var Ásmundur fagmaður fram í fingur- góma í því sem hann tók að sér, lét ekkert fara frá sér nema hann teldi það í lagi og byggði þá á langri reynslu í sínu fagi. Hann var alltaf fyrstur til að tileinka sér nýjungar á sínu sviði, menn komu aldrei að tóm- um kofanum þegar leitað var til hans hvort sem það varðaði tæknimál eða eitthvað úr reglugerðum. Það lýsir einurð Ásmundar á skemmtilegan hátt að hann var að komast af léttasta skeiði þegar tölvur héldu innreið sína fyrir alvöru hjá slökkviliðinu. Margur yngri maðurinn lét þessa nýjung vefj- ast fyrir sér og bjóst kannski enginn við því að Ásmundur yrði vígreifur á þessum vettvangi. Svo virðist sem karl hafi tekið slaginn í hljóði, en fljótlega varð ljóst að hann leysti sjálfur það sem leysa þurfti á sínu borði ef það snerist um tölvuna. Þegar litið er um öxl og rifjuð upp árin með Ásmundi ber samstarfs- mönnum hans saman um að faglegur metnaður hafi verið honum leiðarljós; viljinn til að láta starf sitt bera ávöxt. Ásmundur var þó ekki ávallt allra, skapmaður ef svo bar undir, en bar í brjósti sér ríka réttlætiskennd sem ávann honum virðingu samferða- manna sinna. Þeir samstarfsmenn hans sem kynntust honum utan vinn- unnar hittu fyrir smekkmann og fag- urkera sem kunni að meta mat og góð vín. Ásmundur var vel lesinn og gat verið hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Ég vil þakka Ásmundi fyrir kynnin á lífsleiðinni, og fyrir farsælt starf hjá Slökkviliði Reykjavíkur. F.h. starfsmanna slökkviliðsins Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Látinn er Ásmundur J. Jóhanns- son, fyrsti formaður og heiðursfélagi Brunatæknifélags Íslands. Það var gaman og uppbyggjandi að starfa með Ásmundi að stofnun félagsins, hann hafði mikinn áhuga á því að stofnaður yrði félagsskapur á Íslandi, sem hefði það að aðal markmiði að miðla fræðslu til þeirra sem vinna við forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn eldsvoða. Haustið 1986 var um 80 manna hópur frá Íslandi, staddur í Glasgow á Skotlandi til að fara á ráðstefnu með sýningu á nýjungum til að ná fram betri eldvörnum og árangurs- ríkari slökkvitækni. Ásmundur var einn af mörgum í þessum hópi sem höfðu áhuga á að ganga í alþjóðleg fé- lagasamtök sem þarna voru áberandi „The Institution of Fire Engineers“ en IFE hefur einmitt þetta háleita markmið að miðla fræðslu. Þarna var grundvöllurinn lagður að stofnun deildar innan IFE á Íslandi, upp- byggingin hafði langan aðdraganda og deildin var stofnuð í Viðey 12. maí 1991, og þar var Ásmundur valinn fyrsti formaður Brunatæknifélags Íslands, en það er nafn deildarinnar. Hann var þá yfirmaður eldvarnaefti- lits slökkviliðs Reykjavíkur og mjög vel að sér í þeim málaflokkum sem snúa að áhugasviðum félagsmanna, Ásmundur var mjög virkur í félaginu fyrstu ár þess á meðan hann hafði heilsu til, hann leitaði þekkingar á mörgum sviðum sem hann miðlaði öðrum af örlæti og meðfæddri hóg- værð. Ásmundur var eini heiðurs- félagi Brunatæknifélags Íslands, við munum minnast hans með þakklæti og virðingu. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við eiginkonu hans og öðr- um aðstandendum. F.h. stjórnar BÍ, Halldór Vilhjálmsson, formaður. ÁSMUNDUR J. JÓHANNSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGGEIR BJÖRNSSON fyrrv. bóndi og hreppstjóri frá Holti á Síðu, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00. Margrét K. Jónsdóttir, Kristín Marín Siggeirsdóttir, Eysteinn Gunnar Guðmundsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson og barnabörn. Ástkær frændi okkar og fósturbróðir minn, GUNNAR KRISTINN AUÐBERGSSON, Strandgötu 19, Eskifirði, lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð sunnudaginn 1. febrúar. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 7. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandanda, Guðrún Sveinsdóttir, Jónas Helgason, Kjartan Pétursson, Guðríður Valdimarsdóttir Þórir Karl Jónasson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Jóhanna Sæmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingvi Hrafn Magnússon, Herdís Berndsen og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.