Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali – háskólasjúkrahús. Grensás. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.00 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12.00. Þjónustu annast Bjarni Karlsson prestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari. Kl. 12.30 er léttur málsverð- ur í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14.00. Árni Johnsen tekur lagið og spjallar um heima og geima. Sr. Bjarni stýrir samverunni, en þjónustuhóp- urinn og Sigríður kirkjuvörður annast und- irbúning og velgerðir. Unglinga-Alfa kl. 19.00. Matur, fræðsla og samfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk Laugalækjar- skóla og öll gömul fermingarbörn úr þeim árgöngum, hvar sem þau annars búa. Spennandi tækifæri, frjáls mæting og ein- tóm ánægja. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekk- ur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 7. febr- úar kl. 14.00. Pálmi og Vigfús Hjartarsynir sýna litskyggnur frá fyrirhuguðum ferða- slóðum á Snæfellsnes og Dali. Fram verð- ur borinn létt máltíð. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að tilkynna þátttöku í síma 511 1560 milli kl. 10 og 12 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Tilvist, trú og tilgangur II: Biblíulestrar í samvinnu leikmannaskól- ans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurbjörn Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15 á neðri hæð kirkjunnar. Kvöldvaka kirkju- starfs aldraðra kl. 20.00. Tónlist frá Tól- istaskóla Kópavogs, myndasýning frá starfinu, kaffiveitingar. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10–12. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8–10 ára kl. 16.30–17.30. Alfa-námskeið kl. 19. Sjá nánar: www.kirkjan.is/fella-holakirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsa- skóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veiting- ar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kaffi, djús og gott samfélag. Sr. Þorvaldur Víðisson. Nú fer að styttast í næstu heim- sókn. Kl. 20 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu, nú erum við kannski komin yfir erfiðasta hjallann. Umsjónar- fólk, kl. 20 kóræfing kirkjukórs Landa- kirkju. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50 8. A í Holta- skóla, kl. 15.55–16.35 8. B í Holtaskóla. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. „Fallnir stofnar – Árni Sigurjónsson“ efni og hugleiðing í höndum bræðranna Bjarna menntaskólakennara, Guðlaugs kerfisfræðings, sr. Ragnars skólaprests og Sigurjóns Gunnarssonar bankastarfs- manns. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Sverrir Páls- son, fyrrverandi skólastjóri, les úr nýju ljóðabókinni sinni. Laufvindum Sr. Svavar A. Jónsson flytur bænarorð. Söngatriði: Sönghópurinn Villurnar. Harmonikuleikur og almennnur songur. Bíll fer frá Kjarna- lundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingaafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf SUNNUDAGINN 8. febrúar að lokinni guðsþjónustu í Vídal- ínskirkju (kl.12:15), mun sr. María Ágústdóttir héraðs- prestur flytja stutt erindi um biblíulega íhugun. Biblían hefur verið undirstaða og uppspretta kristins trúarlífs frá upphafi. Lestur hennar vefst þó stundum fyrir nútímafólki. Ein leið til að nálgast þetta mikla rit er biblíuleg íhugun. Á undanförnum árum hefur Leik- mannaskóli Þjóðkirkjunnar boð- ið upp á námskeið í biblíulegri íhugun sem byggist á smáritinu Skóli Orðsins – Lectio Divina, sem kom út fyrir nokkrum árum í þýðingu sr. Maríu Ágústs- dóttur, fyrirlesara okkar. Að loknum flutningi gefst tækifæri til spurninga og um- ræðna. Við sama tækifæri mun Kven- félag Garðabæjar hafa léttan málsverð fyrir kirkjugesti, í boði sóknarnefndar Garðasókn- ar. Það er Fræðslunefnd Vídal- ínskirkju sem stendur að und- irbúningi þessa fræðsluerindis. F.h. Útbreiðslu- og kynning- arnefndar. Jónína Sigurðardóttir. Erindi um Bibl- íulega íhugun í Vídalínskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTIR Bridsfélag SÁÁ Annað spilakvöld ársins hjá Brids- félagi SÁÁ var fimmtudagskvöldið 29. janúar. Mætingin var slök, aðeins 4 pör létu sjá sig. Spilaðir voru þrír 10 spila sveitakeppnisleikir. Þrjú efstu pörin: Reynir Grétarsson – Hákon Sverrisson 62 Jón V. Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 44 Lilja Kristjánsdóttir – Jón Jóhannsson 35 Næsta fimmtudag, 5. febrúar, verður reynt til þrautar! Þá mun koma í ljós hvort rekstrargrundvöll- ur félagsins er brostinn, ljóst er að félagar þurfa að láta sjá sig, annars verður að leggja starfsemina niður. Spilamennskan hefst stundvíslega kl 19:30. Spilastaður er Sóltún 20, Lionssalurinn. Kaffi verður frítt. Umsjónarmaður er Matthías Þor- valdsson og má skrá sig á staðnum eða í síma 860-1003. Hjálpað er til við myndun para ef óskað er. Nýliðum er tekið fagnandi og fá yngri spilarar helmingsafslátt af spilagjaldinu. Loks er vakin sérstök athygli á heimasíðu félagsins, slóðin er: www.bridge.is/fel/saa Bridsfélag Selfoss og nágrennis Önnur umferðin í aðalsveita- keppninni var spiluð 29. janúar sl. Úrslit urðu þessi: Anton og félagar – Gísli Þ. og félagar 8-22 Guðjón og félagar– Auðunn og félagar 24-6 Brynjólfur og fél. –Ríkharður og fél. 14-16 Gísli H. og félagar – Björn og félagar 25-5 Röð sveitanna er því: Guðjón og félagar 64 Gísli H. og félagar 61 Gísli Þ. og félagar 56 Anton og félagar 48 Björn og félagar 39 Auðunn og félagar 32 Ríkharður og félagar 29 Brynjólfur og félagar 28 Staðan í butlerútreikningi að lokn- um 3 leikjum er: Gísli Þórarinsson – Sv. Gísla Þ. og fél. 1,42 Þórður Sigurðsson – Sv. Gísla Þ. og fél. 1,42 Gísli Hauksson – Sv. Gísla H. og félaga 1,20 Magnús Guðm. – Sv. Gísla H. og félaga 1,20 Stefán Short – Sv. Guðjóns og félaga 1,13 Fjórða umferð í aðalsveitakeppn- inni verður spiluð fimmtudaginn 5. febrúar nk. Nánar má finna um stöð- una á heimasíðu félagsins www.bridge.is/fel/selfoss. Af Hreppamönnum Nú er nýlega lokið við að spila þriggja kvölda tvenndarkeppni en allnokkrar konur eru áhugasamar um brids hér um slóðir. Keppt er um svokallaðan Önnubikar sem ber nafn heiðurskonunnar Önnu Magnúsdótt- ur. Hún er nú að nálgast nírætt, er hætt að spila í hinni eiginlegu keppni en tekur í spil með eldri borgurum á þriðjudögum. Úrslit keppninnar urðu á þennan veg: Helga Teitsdóttir – Karl Gunnlaugss. 214 Elín Kristmundsd. – Guðmundur Böðv. 205 Jóhanna Reynisd. – Jóhannes Sigm. 201 Þórdís Bjarnadóttir – Ari Einarsson 187 Margrét Óskarsd. – Loftur Þorsteinss. 182 Guðrún Hermannsd. – Magnús Gunnl. 179 Anna Ipsen – Pétur Skarphéðinsson 175 Margrét Runólfsd. – Bjarni H. Ansnes 169 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Hafnarfjörður atvinnuhúsn. 200 fm með innkeyrsludyrum, 3 m lofthæð, hentar fyrir lager, snyrtilegt verkstæði eða framleiðslu. 250 fm snyrtilegt skrifstofurými, tölvulagnir. Leigist saman eða sitt í hvoru lagi. Upplýsingar í síma 588 7050. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 10. febrúar 2004 kl. 10:00 á eftir- farandi eignum: Hæðarbrún, Grímsnes- og Grafningshreppi, landnr. 187952, þingl. eig. Birgir Sigurfinnsson og María Svava Andrésdóttir, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður, Loftmyndir ehf. og Og fjarskipti hf. Jörðin Hæðarendi, Grímsnes- og Grafningshreppi, eignarhl. gerðarþ., þingl. eig. Birgir Sigurfinnsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Sýslumaðurinn á Selfossi, 4. febrúar 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Austurbrún 29, 0101, Reykjavík , þingl. eig. Elísabet Brynjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands og Lýsing hf., mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 14:00. Depluhólar 10, 0101, Reykjavík, þingl. eig. þb.Burnham Int. á Íslandi hf./Sigurmar K. Albertss. hrl., gerðarbeiðendur Jón I. Júlíusson og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 11:00. Dunhagi 18, 010202, Reykjavík, þingl. eig. Benedikt Andrésson, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 15:00. Efstasund 65, 0101, 50% ehl., Reykjavík , þingl. eig. Unnar Garðars- son, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 15:30. Framnesvegur 11, 020101, Reykjavík, þingl. eig. Stefanía Stefánsdótt- ir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Tollstjóra- embættið og Vátryggingafélag Íslands hf., mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 13:30. Gyðufell 14, 0403, Reykjavík, þingl. eig. Hjördís Björg Hjörleifsdóttir, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 10:30. Hrafnhólar 6, 0705, Reykjavík, þingl. eig. Anna Ragna Siggeirsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 11:30. Óðinsgata 4, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Pétur Sigurðsson, gerðar- beiðendur Íbúðalánasjóður, Sýslumaðurinn í Hafnarfirði og Toll- stjóraembættið, mánudaginn 9. febrúar 2004 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 4. febrúar 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álftarimi 3, Selfossi, fastanr. 218-5250, þingl. eig. Sigríður Ólína Marinósdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Suðurlands, fimmtudag- inn 12. febrúar 2004 kl. 10:30. Heiðmörk 2, Sveitarfélaginu Árborg, fastanr. 218-6351, þingl. eig. Georgína Björg Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lands- sími Íslands hf., innheimta, Sveitarfélagið Árborg og Vátryggingafé- lag Íslands hf., fimmtudaginn 12. febrúar 2004 kl. 10:00. Heiðmörk 64, Hveragerði, fastanr. 221-0466 og 221-0468, þingl. eig. Blómaver ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, fimmtudaginn 12. febrúar 2004 kl. 11:15. Hvítárbraut 5, Grímsnes- og Grafningshreppi, fastanr. 220-8359, þingl. eig. Svavar Kristinsson, gerðarbeiðendur Grímsnes- og Grafningshreppur og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 12. febrúar 2004 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Selfossi, 4. febrúar 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hvolsvegur 19a, Rangárþingi eystra, þingl. eig. Magnús Bjarnason, gerðarbeiðandi Rakel Sif Guðmundsdóttir, þriðjudaginn 10. febrúar 2004 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 4. febrúar 2004. FRÆÐAÞING landbúnaðarins hefst í Reykjavík í dag með dagskrá sem lýkur á morgun. Um er að ræða framhald eða arftaka árlegra ráðu- nautafunda sem haldnir hafa verið í febrúarmánuði ár hvert allt frá árinu 1958. Yfirskrift fyrri dags Fræðaþings 2004 er ,,Búskapur á breyttum tím- um“ og síðari daginn verða tvær samhliða dagskrár, annars vegar ,,Landbúnaður og varðveisla land- gæða“ og hins vegar ,,Nýting jarð- argróða“ og ,,Ný tækni í búfjárkyn- bótum“. Fjölmörg erindi verða flutt á fræðaþinginu. Á fyrri degi þingsins má m.a. nefna erindi um áhrif hugs- anlegra loftslagsbreytinga á land- búnaðinn, ræktunaröryggi í skóg- og jarðrækt, nýja skaðvalda í ræktun, ný og breytt viðhorf til landnýtingar og síðast en ekki síst verður fjallað um hver verði staða einstakra bú- greina á þeim breytingatímum sem framundan eru. Sem dæmi um erindi síðari dags þingsins má nefna hringrás næring- arefna og afrennsli af ræktarlandi, innlendar tegundir í landgræðslu, nýtingu belgjurta og íslenska birkið. Undir liðnum nýting jarðargróða verður fjallað um nýjungar í fóður- mati og notkun hermilíkana við fóð- urmat og að spá um afurðir, fóður- verkunartækni, grænfóður og sáðskipti í byggrækt. Dagskrá Fræðaþings landbúnað- arins er á vefnum www.landbunad- ur.is Fræðaþing landbún- aðarins hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.