Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 48

Morgunblaðið - 05.02.2004, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Svínið mitt framhald ... ALLT Í LAGI RÚNAR, ÞÚ MÁTT NÚNA. ÞÚ DÝFIR PÍPUNNI SVONA. GERÐU SVO VEL © DARGAUD © DARGAUD HARALDUR FRÆNDI! HANN ER ÖFL- UGUR KÓBRU- KOSSINN, EKKI SATT! MÁ ÉG SJÁ UM HANN? NEI NEI ÉG HEF Á TILFINNINGUNNI AÐ ÞESSI ENGLENDINGUR SÉ EINHVERS VIRÐI! VIÐ GETUM HÆKKAÐ VERÐIÐ ! SARDET! HEYRIRÐU TIL MÍN? NÚ HELD ÉG AÐ OFURSTINN HAFI LENT Í KLANDRI ... HEPPNIN ER MEÐ MÉR Í DAG! ... HAHAHA! ... ÉG VAR AÐ FÁ VINNING! ... ... STÓRAN VINNING MEÐ YFIR- VARASKEGG! ... HANN TEKUR SIG VEL ÚT MEÐ FRÆNDA SÍNUM!... SHIT! HEYRÐU!! ÞÚ MÁTT EKKI SJÚGA ÞETTA ER EKKERT SNIÐUGT. NÚ VERÐ ÉG AÐ FÁ NÝTT SÁPUVATN VESALINGS RÚNAR HANN SKILUR ÞETTA EKKI HANN NÆR ALDREI AÐ GERA SÁPUKÚLUR BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRST er að þakka Morgunblaðinu umfjöllun um útbreiðslu kláms í frétt blaðsins miðvikudaginn 21. janúar. Þar var sagt frá fyrirlestri Krist- jáns Jósteinsson- ar, sérfræðings Jafnréttisstofu, sem hann flutti við Háskólann á Akureyri. Kom skýrt fram hve skaðleg áhrif kláms eru víðtæk og mikil, s.s. niðurlægjandi sýn á manneskjuna, einkum konur og að drengir eru aldir upp í að líta á konur sem viðfang fyrir óseðjandi þörf sína fyrir kynlíf. Gott og biblíulegt orð yf- ir slíkt er losti, en fræum hans er sáð með kláminu. Hér með er tekið undir mikilvægi þess að þessi mál séu rannsökuð og rædd. Samfélagið ein- kennist að miklu leyti af uppgjöf í þessu máli. En hér hlýtur að vera unnt að setja einhver mörk og keppa eftir að framfylgja þeim. Undirritaður er meðal þeirra sem tengdir eru við breiðband símans og hefur haft aðgang, í kynningarskyni, í nokkrar vikur að þeim 40 stöðvum sem í boði eru. Þar á meðal er stöðin Adult Channel sem snýst um klám og aftur klám. Sem betur fer er hægt að læsa þessari dagskrá en engu að síð- ur finnst undirrituðum það merkilegt að fyrirtæki í eigu ríkisins skuli standa fyrir dreifingu á þessu efni. Við athugun á vefnum gat ég ekki betur séð en þetta sé refsivert sam- kvæmt lögum (Hegningarlög gr. 210). Þrjár ungar konur bentu á þessa staðreynd fyrir stuttu meða því að kæra sölu klámefnis í bóka- verslunum. Hægri höndin segir eitt og sú vinstri græðir á því að gera þveröfugt. Spurning er hvort þetta sé svo mikilvægt í sölu dagskrár- dreifingar að Síminn telji sig knúinn til að dreifa þessu meðal þjóðarinnar. Ef svo er þá er þetta merka fyrir- tæki, sem enn er í eigu ríkisins, með- al þeirra sem velta samtals næstum milljarði á ári og græða vel á klámi og klámfengnu framferði. Ef svo er ekki væri ráð að hætta þessu hið fyrsta. Vonandi taka ráðamenn Símans þetta til athugunar. Ég sendi athuga- semd til Símans um miðjan janúar. Mér var tjáð að henni hefði verið skil- að til þeirra sem ábyrgðina bera, en sjálfur hef ég ekkert frá þeim heyrt. Margt af því efni sem í boði er á breiðbandinu er áhugavert, fræðandi og gott efni. Ekki á að vera þörf á að krydda áskriftina með klámi. Aumt er ef ríkisfyrirtæki þurfa að auka hagnað sinn með þeim hætti sem að ofan greinir. RAGNAR GUNNARSSON, Aflagranda 1, 107 Reykjavík. Ríkisfyrirtæki í klámdreifingu Frá Ragnari Gunnarssyni skólapresti og starfsmaðnni Kristilegu skólahreyfingarinnar UM síðustu jól komu að sögn út fleiri bækur en nokkru sinni fyrr. Í Bóka- tíðindum 2003 segir að þar séu kynnt- ir 515 titlar og jafnframt tekið fram að þar með sé ekki öll sagan sögð því að í Bókatíðindum eru auðvitað ekki allar bækur sem komu út á árinu 2003. Í auglýsingum og ritdómum, svo og ýmiss konar bókakynningum sem ná til lesenda þegar jólasöluslagurinn stendur sem hæst, koma nokkrar af þessum bókum fyrir augu væntan- legra kaupenda. Valið á þeim bókum sem mest eru kynntar er því miður ekki alltaf í samræmi við það hve mik- ið erindi bókin á við landsmenn. Þeg- ar kemur að því hvaða bækur fái kynningu og umfjöllun ráða ýmiss konar sjónarmið sem ekki verður fjallað um hér, en þar er fleira á ferð- inni en bókmenntaástin ein eða um- hyggja fyrir andlegri velferð lesenda. Sumar bækur hverfa gjörsamlega í öllu þessu flóði. Stundum eru það góð- ar bækur, kannski bestu bækurnar. Hver veit hvað er góð bók? Sá sem hér skrifar ætlar a.m.k. ekki að setja fram skilgreiningu á því. Mig langar hins vegar til að segja frá bók sem út kom fyrir síðustu jól og mér fannst öðrum bókum yndislegri. Þetta er bók Erlu Stefánsdóttur: Lífssýn mín. Hér ætla ég ekki að rekja efni bók- arinnar að öðru leyti en því að hún segir frá sýnum höfundarins. Erla Stefánsdóttir hefur augu sem sjá gegnum það sem við köllum í daglegu tali efnisheiminn. Hún sér yfir í aðra heima með aðrar víddir, hún sér liti kringum fólk, verur á öðrum tíðni- sviðum og útgeislun frá lifandi verum og „dauðum“ hlutum. Um allt þetta og margt fleira fjallar bókin. Þegar Erla var spurð hvers vegna hún hefði skrifað hana svaraði hún að guð hefði gefið henni fullan poka af fræjum og nú væri hún að sá þeim. Ég ætla heldur ekki að leggja dóm á bókina að öðru leyti en því að þegar ég hafði lesið hana fannst mér eins og fyrir mér hefðu opnast dyr. Ég sá inn í nýjan heim, ævintýralegan furðu- heim en samt á einhvern óútskýran- legan hátt svo rökréttan og ótrúlega fallegan. Og það gladdi líka hjartað í gamalreyndum íslenskukennara að sjá hve þessi kona, sem lifir ekki nema að hálfu leyti í okkar heimi, fer vel með íslenskt mál. Ég er Erlu Stefánsdóttur þakklát- ur fyrir þessa bók. Allir þeir sem leggja á sig vinnu til að bæta og fegra líf okkar eiga aðdáun mína og virð- ingu. Og ég veit að til er hópur fólks sem hefði gagn af að lesa það sem þarna stendur. Hópurinn sem hefur áhuga á andlegum málefnum er ef til vill ekki stór, en til þess hóps þurfa að rata þær bækur sem fyrir hann eru skrifaðar. Í jólabókaflóðinu ber meira á annars konar bókum og mig grunar að bók Erlu hafi horfið í skuggann af öðru sem náði að vera meira áber- andi. Þess vegna ákvað ég að senda þessar línur í blaðið með kærri kveðju til allra þeirra sem leita að sömu hlut- um og ég. RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON, Fannafold 103, 112 Reykjavík. Lífssýn Erlu Frá Ragnari Inga Aðalsteinssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.