Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 49
„HVAR liggur valdið?“ er yfirskrift
málþings sem forsætisráðuneytið
efnir til föstudaginn 6. febrúar í sam-
starfi við Háskóla Íslands; Laga-
stofnun og Stofnun stjórnsýslufræða
og stjórnmála. Á málþinginu, sem
haldið verður í hátíðarsal Háskóla
Íslands, verður fjallað um samskipti
þings og framkvæmdavalds og ýmis
álitamál í því sambandi. Þrír fræði-
menn munu flytja erindi á mál-
þinginu, sem er liður í dagskrá í til-
efni af því að 100 ár eru liðin frá því
að Íslendingar fengu heimastjórn og
þingræði. Í upphafi málþingsins mun
Davíð Oddsson forsætisráðherra
flytja ávarp og að loknum erindum
verða pallborðsumræður. Málþingið
hefst kl. 13.30 og er aðgangur ókeyp-
is og öllum heimill.
Meðal fyrirlesara á málþinginu er
danski stjórnlagafræðingurinn Jens
Peter Christiansen, prófessor við
Háskólann í Árósum, Páll Hreins-
son, prófessor við lagadeild H.Í. og
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor
í stjórnmálafræði við H.Í. Inngang
að pallborðsumræðum flytur Ólafur
Stephensen, aðstoðarritstjóri Morg-
unblaðsins, en í pallborði munu auk
hans sitja Birgir Ármansson, alþing-
ismaður, Jónína Bjarmarz, alþingis-
maður, Margrét Sverrisdóttir, vara-
þingmaður, Steingrímur J.
Sigfússon, alþingismaður, og Þórunn
Sveinbjarnardóttir, alþingismaður.
Umræðustjóri verður Björg Thor-
arensen, prófessor við lagadeild H.Í.
en ráðstefnustjóri er Ólafur Þ. Harð-
arson, prófessor og deildarforseti
Félagsvísindadeildar H.Í.
Um er að ræða eitt þriggja mál-
þinga sem haldin verða í tilefni af 100
ára afmæli heimastjórnar og þing-
ræðis á Íslandi. Hin tvö málþingin
verða haldin í mars og apríl og munu
fjalla annars vegar um jafnréttisbar-
áttu kvenna og hins vegar um at-
vinnuþróun landsins frá upphafi
heimastjórnar.
Málþing í tilefni
aldarafmælis þing-
ræðis á Íslandi
Ráðstefna Öryrkjabandalagsins
um aðgengi að upplýsinga-
samfélaginu Öryrkjabandalag Ís-
lands boðar til ráðstefnu 12. febrúar
að Grand hóteli í Reykjavík. Yf-
irskrift ráðstefnunnar er „Aðgengi
að upplýsingasamfélaginu“. Ráð-
stefnugjald er kr. 5.000. Innifaldar
eru veitingar í kaffihléum og hádeg-
isverður. Ráðstefnustjóri verður
Kristján Kristjánsson, sjónvarps-
maður.
Fluttur verða fyrirlestrar um hin
ýmsu svið upplýsingasamfélagsins. Í
allri umfjöllun verður gengið út frá
hugtakinu „Hönnun handa öllum“
(Design for all). Skráning á net-
fangið bsj@obi.is
Á NÆSTUNNI
Tourette-samtökin verða með op-
ið hús í kvöld, fimmtudagskvöldið 5.
janúar kl. 20.30 að Hátúni 10b, (aust-
asta ÖBÍ blokkin), í Þjónustusetri
líknarfélaga á 9. hæð.
Opið hús er mánaðarlega að vetr-
inum, yfirleitt fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar, og gefst fólki þá
tækifæri til að hlusta á fyrirlestra
eða kynningar, horfa saman á mynd-
band, fjalla um bækur varðandi TS-
heilkennið, og spjalla saman yfir
kaffibolla um Tourette-málefni, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Í DAG
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða
græna Opel Astra-fólksbifreið 31.
janúar á milli kl. 11 og 12 við Lág-
múla 2. Tjónvaldur fór af vettvangi
án þessa að tilkynna lögreglu eða
hlutaðeiganda tjónið. Því er hann
eða aðrir, sem geta gefið frekari
upplýsingar, beðnir að snúa sér til
umferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
Sigurður orti líka
Í Heimastjórnarblaði Morgun-
blaðsins, 1. febrúar sl., var því haldið
fram, að Davíð Oddsson væri eini
stjórnaroddvitinn, sem auk Hannes-
ar Hafstein fæst við fagurbókmennt-
ir. Hið rétta er að Sigurður Eggerz,
sem var ráðherra Íslands 1914–15 og
forsætisráðherra 1922–24, samdi
leikrit, sögur og ljóð.
LEIÐRÉTT
HRAÐSKÁKMÓT Reykjavíkur fer
fram sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 í
félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
að Faxafeni 12. Tefldar verða 2x7
umferðir eftir Monrad-kerfi með 5
mín. umhugsunartíma. Veitt verða
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk
þess sem sigurvegarinn verður
krýndur „Hraðskákmeistari Reykja-
víkur 2004“.
Þátttökugjald er 500 kr. fyrir 16
ára og eldri og 300 kr. fyrir 15 ára og
yngri. Öllum er heimil þátttaka.
Að hraðskákmótinu loknu verða
veitt verðlaun fyrir Skákþing
Reykjavíkur sem hefur verið í gangi
undanfarinn mánuð.
Hraðskákmót
Reykjavíkur
LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn í
Grafarvogi afhenti í gær 1,5 millj-
ónir króna í uppbyggingarsjóð
barna- og unglingageðdeildar
Landspítala – háskólasjúkrahúss.
Fjárhæðin er afrakstur styrkt-
artónleika Fjörgyns í Grafarvogs-
kirkju í nóvember sl. þar sem marg-
ir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar
komu fram án endurgjalds.
Morgunblaðið/Þorkell
Gáfu BUGL 1,5 milljónir króna
♦♦♦
♦♦♦
♦♦♦
Útsölunni lýkur laugardaginn 7. febrúar
Enn meiri afsláttur síðustu dagana
Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP.
Upplýsingar í síma 588 1594. • Netfang: koe@islandia.is
Nánari upplýsingar um NLP má finna á www.ckari.com
NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra
tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar.
NLP er notað af fólki um allan heim,
sem hefur náð frábærum árangri í lífinu.
Kennt er m.a.:
• Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt.
• Að skapa nýtt samskiptamál.
• Að skapa þína eigin framtíð.
• Að stjórna samtölum.
• Að vekja snillinginn í sjálfum sér.
• Að leysa upp neikvæðar venjur.
• Að lesa persónuleika fólks.
• Venjur til varanlegs árangurs.
Námskeiðið fer fram dagana 16. til 27. febrúar frá kl. 18-22
Ekki er kennt helgina 21. og 22. febrúar.
Kári Eyþórsson
NLP námskeið
Neuro - Lingustic - Programming
Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340 fm skrifstofuhús-
næði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum.
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA ehf.
Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is
Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir.
Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
Til leigu í Mörkinni 4
í Reykjavík á 2. hæð
Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 og sölu-
menn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250.