Morgunblaðið - 05.02.2004, Page 50
DAGBÓK
50 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 10 boccia, kl. 13
myndlist.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9.30 boccia,
kl. 10.30–10.55 helgi-
stund, kl. 11 leikfimi, kl.
13–16.30 smíðar og
handavinna, kl. 13.30
myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
bókband.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 bað, postu-
lín, kl. 13 handav.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Aðstoð við
böðun og glerskurðu kl.
9–16.30, leikfimi kl. 10–
11, sönghópurinn kl.
13.30, dans kl. 15.15.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13
föndur og handavinna,
bingó kl. 15. Bandalag
kvenna verður með
kvöldvöku í kvöld kl. 20.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Hlað-
hömrum, kl. 13–16
föndur og spil, kl. 12.30–
15.30 tréskurð-
arnámskeið, kl. 13.30–
14.30 lesklúbbur, kór
eldri borgara Vorboðar,
æfingar kl. 17–19.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Glerbræðsla
kl. 10, kínversk leikfimi
kl. 12, málun kl. 13,
karlaleikfimi kl. 13.10,
bútasaumur kl. 13.15.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9. Vídeókrók-
urinn opinn, pútt í
Hraunseli kl. 10–11.30,
leikfimi í Bjarkarhúsi
kl. 11.20, glerskurður
kl. 13, opið hús kl. 14,
dagskrá og kaffi í boði
Lyf og heilsa.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Brids kl. 13,
félagsvist kl. 20.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, frá
hádegi spilasalur og
vinnustofur opnar.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–15 handavinna, kl.
9.05 og 9.55 leikfimi, kl.
9.30 glerlist og keramik,
kl. 10.50 róleg leikfimi,
kl. 13 gler- og postulín,
kl. 20 gömlu dansarnir,
kl. 21 línudans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 9.05 og kl.
9.55 leikfimi, kl. 9
myndlistarhópur, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–13 bútasaumur, kl.
10–11 boccia, kl. 13–16
hannyrðir, kl.13.30–16
félagsvist.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun sundleikfimi
í Grafarvogslaug kl.
9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 samverustund
og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 9–10
boccia, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 13–14 leik-
fimi, kl.13–16 kóræfing.
Kl.10.30 helgistund, kór
félagsstarfs aldraðra
syngur. Mánud. 9. feb.
kl.13 verður farið á
stefnumót við safnara í
Gerðubergi. Einnig far-
ið á handverksýningu
Ingveldar Einarsdóttur
handavinnuleiðbein-
anda á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Skráning í
s. 562 7077.
Vitatorg. Kl. 8.45 smíði,
kl. 9.30 glerskurður,
perlusaumur og morg-
unstund, kl. 10 boccia,
kl. 13 handmennt og
bridge.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Opið kl.
9–14. Kl. 9.15 leikfimi,
kl. 10–12 verslunin.
Þórðarsveigur 1–5
Grafarholti. Kl. 13.30
opið hús, kl. 14 bingo,
kaffiveitingar, allir vel-
komnir.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK. Spilað í
dag í að Gullsmára 13
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
Félag áhugamanna um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum kl.
11.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Kiwaniskl. Geysir,
Mosfellsbæ. Spilakvöld
í Kiwanishúsinu kvöld
kl. 20.30
Sjálfsbjörg, Hátúni 12.
Kl. 19.30 skák.
Kvenfélagið Hrönn, að-
alfundurinn verður í
kvöld kl. 20 í Borg-
artúni 22, 3. hæð.
Þorramatur.
Í dag er fimmtudagur 5. febrúar,
36. dagur ársins 2004, Agötu-
messa. Orð dagsins: Því að ekki
er Guðs ríki matur og drykkur,
heldur réttlæti, friður og fögn-
uður í heilögum anda.
(Rm. 15, 14, 17.)
Sextíu prósent; tólf aftuttugu þingmönnum
Samfylkingarinnar, halda
úti heimasíðu, flestir með
pistlum þótt allur gangur
sé á tíðni uppfærslna.
Samfylkingin stendur sig
þannig vel í samanburði
við hina flokkana á Al-
þingi, hvað varðar fjölda
þingmanna með heima-
síður.
Ágúst Ólafur Ágústssonheldur til að mynda
úti heimasíðunni ag-
ustolafur.is. Nýjasti pist-
illinn er síðan í gær og
fjallar um nýtt laga-
frumvarp Samfylking-
arfólks.
Ágúst Ólafur segir: „Éghef nú lagt fram á Al-
þingi lagafrumvarp um
afnám fyrningarfresta
vegna kynferðisafbrota
gegn börnum undir 14
ára aldri. Meðflutnings-
menn eru níu aðrir þing-
menn Samfylkingarinnar.
Með frumvarpinu ertekið tillit til sér-
stöðu kynferðisafbrota
gegn börnum.
Börn eru sérlega við-kvæmur hópur. Barn
sem verður fyrir kyn-
ferðisofbeldi áttar sig oft
ekki á að brotið hafi verið
gegn því fyrr en mörgum
árum síðar eða bælir
minninguna um ofbeldið
og telur sig jafnvel sjálft
bera sök.
Kynferðisbrot gegnbörnum koma því oft
ekki fram í dagsljósið
fyrr en mörgum árum eða
áratugum eftir að þau
voru framin, þegar þau
eru fyrnd að lögum.
Flutningsmenn telja aðgerandi eigi ekki að
hagnast á þeim mikla að-
stöðumun sem er á hon-
um og brotaþola. Fyrn-
ingarfrestir vegna
kynferðisafbrota gegn
börnum eru núna allt frá
5 árum upp í 15 ár og
byrja þeir að telja frá 14
ára aldri brotaþola.
Núgildandi fyrning-arfrestir eru í mörg-
um tilfellum of skammir
fyrir stóran hóp brota-
þola.
Dómar þar sem mennhafa verið sýknaðir
fyrir kynferðisbrot gegn
börnum, jafnvel þótt sekt
hafi verið sönnuð, stað-
festa þetta.
Flutningsmenn álíta aðrangt sé að kynferð-
isbrot gegn börnum geti
fyrnst. Vegna eðlis og
sérstöðu þessara brota er
börnum ekki tryggð
nægjanleg réttarvernd og
réttlæti samkvæmt nú-
gildandi lögum.
Frumvarpið í heild sinnimá finna á vef Alþing-
is,“ segir Ágúst Ólafur á
heimasíðu sinni.
STAKSTEINAR
Frumvarp um afnám
fyrningarfresta
Víkverji skrifar...
Stofuofninn heima hjá Víkverja erbilaður og því hefur ríkt ísöld í
kotinu undanfarnar vikur. Ekki sér
fyrir endann á henni, nema veðrið
fari að hlýna á sunnudag, eða Vík-
verji gefist upp og hringi í pípara.
Ástandið á sér nokkurn aðdraganda
en upphaflega taldi Víkverji sér ekk-
ert að vanbúnaði að koma skikki á
ofninn, þegar hann bilaði fyrst.
Vopnaður skiptilykli og fötu hóf hann
viðgerðir og allt gekk vel í fyrstu.
Auðfundinn var lítill ventill á ofn-
inum sem kunningi Víkverja hafði
sagt að þyrfti aðeins að losa um til
„blása lofti út af ofninum.“ Þetta stóð
eins og stafur á bók, þegar losað var
um blessaðan ventilinn, kom smáloft
út um hann og síðan frussaðist vatnið
í fötuna uns það fór að renna við-
stöðulaust eins og úr krana. Og með-
an á þessu stóð hitnaði ofninn og Vík-
verji var heldur enn ekki ánægður
með sig. En um leið og „viðgerðinni“
lauk kólnaði ofninn í rólegheitunum
og aftur varð kalt í stofunni. Þetta
var ekki gott veganesti inn í einn
kaldasta janúar síðari ára. Víkverji
taldi sér trú um að hann gæti nú vel
ráðið við ofninn og endurtók leikinn
nokkrum sinnum með sama árangri.
Þrjóskan næstum varð honum næst-
um að aldurtila í þeirri merkingu að
hann nánast fraus fastur við ofninn í
eitt skiptið og þá var nóg komið. Vík-
verji hefur orðið sér úti um síma-
númer hjá pípara, nei, pípulagn-
ingameistara og sér fram á hlýtt vor í
stofunni.
Ísöldin í stofunni hefur reyndar áttsér jákvæðar hliðar sem vert er að
geta. Í fyrsta lagi hefur Víkverji með
góðri samvisku getað staðið upp frá
ostum og afgangsmjólk á stofuborð-
inu án þess að þurfa að hafa miklar
áhyggjur af frágangi. Hver þarf svo
sem á ísskáp að halda við svona að-
stæður? Í öðru lagi hefur sjónvarps-
dagskráin undanfarna daga einhvern
veginn verið mun áhrifaríkari en
venjulega. Jafnvel Survivor, sem
Víkverji er löngu hættur að hafa
gaman af, hefur nú öðlast nýjar vídd-
ir. Þarna hlaupa léttklæddir Banda-
ríkjamenn um á ylvolgri strönd í
Suðurhöfum og leysa þrautir í steikj-
andi hita og sól. Í stofunni situr Vík-
verji í 6 stiga hita og nánast finnur
hinn fjarlæga sólaryl leika við hör-
undið alsett gæsabólum. Þetta er
raunveruleikasjónvarp í lagi. Brúnk-
an lætur þó á sér standa.
Í þriðja lagi er Víkverji ekki frá því
að kuldinn hafi bara hert hann svolít-
ið. „Fjör kenni oss eldurinn, frostið
oss herði,“ kvað Bjarni Thorarensen.
Víkverji getur með góðri samvisku
staðfest þetta fyrir sitt leyti. Bjarni
vissi alveg hvað hann söng.
Látum fagmennina um pípulagn-
irnar og hættum öllu fúski og
fikti strax.
Ósmekkleg
auglýsing
UNDANFARNA daga
hafa okkur borist sorglegar
fréttir frá Vestfjörðum.
Kona á besta aldri féll
skyndilega frá og lét eftir
sig fjögur börn. Samhugur
Íslendinga var mikill og
það var strax stofnaður
bankareikningur til að
safna fé fyrir börnin, þar
sem móðirin hafði ekki líf-
tryggingu.
Sunnudaginn 1. febrúar
sl. birtist svo heldur
ósmekkleg auglýsing á bak-
síðu Fréttablaðsins, þar sem
Landsbankinn auglýsir Líf-
vernd, lífeyrissparnað með
launavernd, undir fyrirsögn-
inni: ,,Hver verður staðan ef
þú fellur skyndilega frá?“
Yfir orðinu ,,þú“ er svart
strik en samt er mjög greini-
legt hvað stendur þar.
Þetta finnst mér heldur
kuldalegt og skil ekki
hvernig þeim þettur í hug
að láta svona lagað frá sér
núna.
Lesandi.
Tapað/fundið
Svört skjalataska
tapaðist
SVÖRT skjalataska merkt
eiganda tapaðist síðastlið-
inn sunnudag.
Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband
við Lögregluna í Reykja-
vík.
Hefur einhver séð
buxurnar mínar?
DÖKKGRÆNAR síðbuxur
(hluti af dragt) töpuðust sl.
mánudag á ferð um Klapp-
arstíg, Skipholt, Austurver,
Grímsbæ eða Bónus í Faxa-
feni. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 553 6007 eða
848 9919.
Dýrahald
Lítil læða fór
ð heiman
KOLSVÖRT lítil læða tap-
aðist af Óðinsgötu 13 í
Reykjavík, sennilega föstu-
daginn 30.1. sl.
Læðan er með græna
tauól um hálsinn.
Málmsívalningur er á ól-
inni með merkingu og
símanúmeri. Læðan
gegnir nafninu Kolla.
Vinsamlega hafið sam-
band í síma 864-5628,
698-1918 eða við Katt-
holt.
Fress vantar
heimili
YNDISLEGAN tíu vikna fress-
kött vantar gott heimili. Hann er
svartur og kassavanur.
Upplýsingar í síma 557-
6120 eða 845-5715.
Fjóra sæta kettlinga
vantar heimili
FJÓRA átta vikna kett-
linga, þrjár læður og eitt
fress, vantar gott heimili.
Þeir eru kassavanir. Upp-
lýsingar í síma 587-3356.
Kettling vantar
heimili
GULLFALLEGUR og
skemmtilegur 6 mánaða
kettlingur fæst gefins.
Upplýsingar í síma 861-
7224.
Kisur fást gefins
SVÖRT læða 2ja mánaða
og kassavön leitar eftir
heimili vegna flutninga,
sömuleiðis móðir hennar
sem er 8 ára og er hálfur sí-
amsköttur (bröndóttur.)
Uppl. í síma 661-1920.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 hvítmaurana, 8 styggir,
9 holduga, 10 reið, 11
þreyttur, 13 fífl, 15
mæltu, 18 gerjunin, 21
höfuðborg, 22 lifum, 23
atvinnugrein, 24 harð-
fiskur.
LÓÐRÉTT
: 2 ávöxturinn, 3 lofar, 4
spjald, 5 skyldur, 6
klaufaleg, 7 skordýr, 12
grjótskriða, 14 andi, 15
pest, 16 skoffín, 17
mergð, 18 bergmálið, 19
örkuðu, 20 ró.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 rindi, 4 gylta, 7 mótar, 8 særum, 9 alt, 11 agns,
13 óðar, 14 örlög, 15 fisk, 17 naut, 20 ugg, 22 tófan, 23
áflog, 24 klaga, 25 afræð.
Lóðrétt: 1 rimma, 2 nótan, 3 iðra, 4 gust, 5 lærið, 6 aum-
ur, 10 léleg, 12 sök, 13 ógn, 15 fátæk, 16 syfja, 18 aflar,
19 togað, 20 unna, 21 gáta.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16