Morgunblaðið - 05.02.2004, Síða 52
ÍÞRÓTTIR
52 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÓVÍSSA ríkir um hvort Rúnari Sig-
tryggssyni, landsliðamanni í handknatt-
leik og leikmanni þýska 1. deildarliðsins
Wallau Massenheim, verði boðinn nýr
samningur við félagið þegar núverandi
samningur rennur út í sumar. Rúnar
gerði eins árs samning við félagið síðasta
sumar eftir að hafa verið í eitt ár í her-
búðum Ciudad Real á Spáni. „Tilboðunum
frá félögum rignir nú ekki beinlínis til
mín eftir EM,“ sagði Rúnar í gaman-
sömum tón þegar Morgunblaðið sló á
þráðinn til hans í gær. „Ég hef ekkert
rætt við forráðamenn Wallau Massen-
heim um nýjan samning eða um fram-
lengingu á núverandi samningi. Fyrir EM
í Slóveníu sá ég í dagblaði frétt um að fé-
lagið hefði áhuga á að gera nýjan samn-
ing við mig, en eftir EM hefur ekkert
gerst. Ef ég heyri ekkert frá forráða-
mönnum Wallau á næstunni þá fer ég að
spyrjast fyrir um málið,“ sagði Rúnar
sem hefur ríkan áhuga á að leika áfram í
Þýskalandi í eitt til tvö ár til viðbótar gef-
ist kostur á því en hann er 32. aldursári.
Er ekki að taka við Haukum
Eftir að Viggó Sigurðsson hætti
skyndilega þjálfun Hauka í fyrradag hef-
ur Rúnar verið nefndur sem hugsanlegur
eftirmaður Viggós. Spurður sagði Rúnar
í gær að hann hefði ekkert leitt hugann
að því. „Ég var nú bara að sjá þetta fyrr í
dag á vef ykkar á Morgunblaðinu að
Viggó væri hættur. Fregnin kom mér
mjög á óvart. Á þessari stundu er ég ekki
á leið í þjálfun. Ég hef ekkert heyrt frá
Haukum, hvorki fyrir né eftir að Viggó
var sagt upp. Ég er ekki á heimleið til að
taka við þjálfun Hauka,“ sagði Rúnar.
Óvissa hjá Rúnari
Sigtryggssyni í Þýskalandi
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst sunnudaginn 16. maí,
samkvæmt drögum að niðurröðun sem mótanefnd KSÍ hefur
gefið út. Þann dag verður flautað til leiks í þremur leikjum í
efstu deild karla klukkan 14, Grindavík tekur á móti ÍBV, KA
leikur við Keflavík á Akureyri og ÍA og Fylkir mætast á Akra-
nesi. Um kvöldið eigast síðan við Fram og Víkingur á Laug-
ardalsvellinum.
Fyrstu umferðinni lýkur síðan mánudagskvöldið 17. maí
þegar tvö efstu lið deildarinnar frá því í fyrra, KR og FH, mæt-
ast á KR-vellinum.
Tveir leikir verða í 1. deild karla þann 16. maí, Valur-Þór og
Völsungur-Þróttur R. Mánudaginn 17. maí leika síðan HK-
Fjölnir, Haukar-Stjarnan og Njarðvík-Breiðablik. Þá hefst
keppni í 2. deild karla 16. maí með heilli umferð.
Íslandsmót kvenna hefst 19. maí en þá leika ÍBV og Breiða-
blik í Vestmannaeyjum. Kvöldið eftir mætast FH-Valur, KR-
Fjölnir og Stjarnan-Þór/KA/KS.
Íslandsmótið hefst í
Grindavík, á Akureyri
og Akranesi
STJÓRN körfuknattleiksdeildar
Njarðvíkur er ekki sátt við þá nið-
urstöðu aganefndar Körfuknatt-
leikssambandsins að dæma Pál
Kristinsson, leikmann félagsins, í
eins leiks bann sem tekur gildi á há-
degi á morgun og þar með mun
kappinn missa af bikarúrslita-
leiknum.
Njarðvíkingar benda á að aga-
nefndin fari ekki eftir þeim reglum
sem henni beri að fara eftir. Í þeim
segir meðal annars að tilkynna
skuli hinum kærða aðila um efni
kærunnar og gefa honum sólar-
hringsfrest til að skila gögnum
varðandi kæruna fyrir fund aga-
nefndar og/eða óska eftir málflutn-
ingi um málið.
Páll gerði athugasemd við dóm-
inn þar sem honum var ekki birt
kæran með viðeigandi fyrirvara
samkvæmt reglugerðinni.
Sú venja hefur skapast að körfu-
knattleiksdeild viðkomandi félags
hefur verið tilkynnt um kæruna,
ekki viðkomandi leikmanni þrátt
fyrir að það sé sérstaklega tekið
fram í reglugerð um nefndina.
Njarðvíkingar benda ennfremur
á að formaður nefndarinnar sé einn
helsti stuðningsmaður Keflvíkinga
og óeðlilegt megi teljast að hann
víki ekki sæti þegar nefndin dæmir
Pál í leikbann í úrslitaleik bikars-
ins, gegn Keflvíkingum.
Banni Páls mótmælt
PÁLL Kristinsson, leikmaður
Njarðvíkur, var úrskurðaður í eins
leiks bann á fundi aganefndar KKÍ í
gær. Páll var sem kunnugt er rek-
inn af leikvelli í leik Njarðvíkur og
Hamars sl. sunnudag fyrir ógnun
eða árás á dómara leiksins. Páll
mun taka bannið út í bikarúrslita-
leik Njarðvíkur og Keflavíkur á
laugardaginn kemur.
Á fundi aganefndar var einnig
tekin fyrir kæra á hendur Julian
Martinez, þjálfara Þórs á Akureyri,
en hann fékk dæmda á sig brott-
rekstrarvillu fyrir óhæfileg mót-
mæli eða mótþróa við dómara í leik
Fjölnis og Þórs sl. laugardag. Mart-
inez var úrskurðaður í tveggja
leikja bann, en hann hafði fyrr í
vetur verið úrskurðaður í eins leiks
bann af nefndinni.
Þá var Bjarni K. Árnason, leik-
maður Þórs Ak., úrskurðaður í eins
leiks bann. Hann var rekinn af leik-
velli í leik ÍG og Þórs sl. föstudag
fyrir sérlega grófan leik eða of-
beldi.
Þessi bönn taka öll gildi frá og
með hádegi föstudaginn 6. febrúar.
Páll verður
í banni
ERIC Black, knattspyrnustjóri
Coventry, er afar ánægður með að
hafa fengið Bjarna Guðjónsson að
láni frá Bochum í Þýskalandi. Bjarni
hefur nú leikið þrjá leiki með Cov-
entry, kom fyrst inn á sem varamað-
ur og hefur verið í byrjunarliðinu í
tveimur leikjum. Í fyrrakvöld var lið-
ið óvænt slegið út úr bikarnum af 2.
deildarliði Colchester en Bjarni
lagði upp mark liðsins og Black er
sannfærður um að koma hans verði
félaginu til framdráttar.
„BJARNI hefur þegar sýnt margt
gott og er með frábærar sendingar.
Hann er nýkominn og þarf tíma til að
aðlagast liðinu en hann hefur byrjað
vel. Hann hefur sýnt að hann er
mjög öflugur knattspyrnumaður og
ég er sannfærður um að við eigum
eftir að sjá enn betri hluti frá hon-
um,“ segir Black.
ROWAN Vine, 21 árs lánsmaður
frá Portsmouth, afgreiddi Coventry
í fyrrakvöld þegar hann skoraði öll
þrjú mörk Colchester í 3:1 sigri í bik-
arleik liðanna. Þetta er besti árangur
Colchester frá árinu 1971 þegar lið-
ið, sem þá var meðal neðstu liða
gömlu 4. deildarinnar, sigraði topplið
efstu deildar, Leeds, 3:2, og komst í
8-liða úrslit.
GEOFF Thomas, fyrrum lands-
liðsmaður Englands í knattspyrnu
sem lék m.a. með Crystal Palace,
Wolves og Nottingham Forest,
gekkst í vikunni undir beinmergs-
skipti en hann er með hvítblæði og
var kominn í mikla lífshættu. Thom-
as, sem fékk beinmerg úr systur
sinni, lék 9 landsleiki undir stjórn
Grahams Taylors árin 1991 og 1992.
Hann lék síðast með Barnsley fyrir
þremur árum.
BOVAR Karim, 19 ára sænskur
unglingalandsliðsmaður í knatt-
spyrnu, varð fyrir árás þriggja
stuðningsmanna félags síns, Malmö
FF, fyrir utan heimili sitt í fyrra-
kvöld. Karim sagði við Aftonbladet
að þremenningarnir hefðu reynt að
fótbrjóta sig. Hann sagði fyrir hálf-
um mánuði að hann væri óánægður
hjá Malmö og gæti vel hugsað sér að
spila annars staðar, og í kjölfarið á
því fékk hann grófar hótanir á spjall-
síðum á netinu.
NICLAS Alexandersson, lands-
liðsmaður Svía í knattspyrnu um
árabil, gekk í gær til liðs við IFK
Gautaborg, sem íslenski landsliðs-
maðurinn Hjálmar Jónsson leikur
með. Alexandersson kemur frá
Everton en hann hefur leikið þar í
fjögur ár og var lánaður til West
Ham um tíma í haust. Alexand-
ersson, sem er 32 ára, hefur leikið 68
landsleiki fyrir Svíþjóð og hann spil-
aði áður með Gautaborgarliðinu árin
1996-1997 en fór þaðan til Englands
þar sem hann lék með Sheffield
Wednesday fyrstu þrjú árin.
FÓLK
Aðeins átta menn taka þátt í sjö-þrautinni á HM eins og á und-
anförnum mótum, þar sem tveir hafa
þegar áunnið sér þátttökurétt, Tom
Pappas frá Bandaríkjunum og Tékk-
inn Roman Sebrle, tveir bestu tug-
þrautarmenn síðasta árs. Það er stór
hópur manna sem berst um hin sæt-
in sex á HM og því ljóst að Jón Arnar
verður að ná góðum árangri í Tallinn
til þess að tryggja sér farseðillinn til
Búdapest.
„Lít bjartsýnn fram á árið“
„Ég held að formið sé gott og
hlakka til þess að takast á við gamla
og nýja kunningja í Tallinn,“ sagði
Jón Arnar þegar Morgunblaðið náði
tali af honum í gær. „Ég hef æft
sleitulaust frá því í október, sloppið
við öll meiðsli og lít því bjartsýnn
fram á árið, ég er viss um að það
verður gott,“ sagði Jón sem flutti
heim til Íslands á ný í desember eftir
að hafa búið í Svíþjóð í hálft annað
ár. „Ég missti ekkert dampinn við
æfingar þegar ég flutti, hélt bara
mínu striki.“
Guðmundur er þjálfari Jóns
Eftir að Jón Arnar flutti heim
gekk hann til samstarfs við Guð-
mund Karlsson, landsliðsþjálfara í
frjálsíþróttum. Hefur Guðmundur
þjálfað Jón frá því í desember og
segir Jón að samstarf þeirra hafi
gengið vel, en til stendur að það vari
fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu í
sumar. Þá hefur Jón Arnar gefið það
í skyn að hann hyggist rifa seglin.
Átján skráðir til keppni
Margir þekktir andstæðingar
Jóns á síðustu árum etja kappi við
hann í Tallinn um helgina. Má þar
nefna Tékkana Tomas Dvorák og
Roman Sebrle, heimamanninn Erki
Nool, Frakkanna Laurent Henru og
Úkraínumaðurinn Volodimir Mikai-
lenko svo einherjir séu nefndir en
alls eru átján menn skráðir til keppni
í sjöþrautinni. Rússarnir Lev Lobod-
in og Aleksandr Pogorelov verða
ekki með þar sem þeir taka þátt í
rússneska meistaramótinu sem hald-
ið verður um helgina.
Jón Arnar fer til
Tallinn til að tryggja
sér HM-farseðil
Morgunblaðið /RAX
Jón Arnar Magnússon verður á ferðinni í Tallinn.
JÓN Arnar Magnússon, Íslands-
meistari í tugþraut og sjöþraut,
hélt til Eistlands í morgun þar
sem hann tekur þátt í alþjóð-
legu móti í sjöþraut innanhúss í
Tallinn um helgina. Hyggst Jón
Arnar freista þess að tryggja sér
keppnisrétt í sjöþraut á heims-
meistaramótinu innanhúss í
frjálsíþróttum sem fram fer í
Búdapest 5.–7. mars nk.