Morgunblaðið - 05.02.2004, Qupperneq 54
ÍÞRÓTTIR
54 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKSDEILD Hauka og Viggó Sigurðsson sendu frá
sér eftirfarandi tilkynningu í gærkvöld:
„Í framhaldi af atburðum síðustu daga hafa formaður HKD Hauka
Eiður Arnarson og Viggó Sigurðsson komist að sameiginlegri nið-
urstöðu varðandi starfslok Viggós hjá Haukum. Samkomulag er um
að Viggó láti nú þegar af störfum sem þjálfari meistaraflokks Hauka.
Síðastliðin fjögur ár hefur verið gott samstarf milli aðila og sýnir
árangur liðsins það. Sú ákvörðun að fá annan þjálfara til liðsins fyrir
næsta keppnistímabil er eitthvað sem aðilar eru ekki sammála um og
verður svo að vera, því fór sem fór. Hvorugur aðili telur rétt að halda
áfram umræðu um þetta mál á opinberum vettvangi og telst málinu
lokið af beggja hálfu.
Haukaliðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og hefur
Viggó með sínum störfum átt stóran þátt í þeirri velgengni, ekki síður
en leikmenn og aðrir þeir sem starfað hafa í kringum liðið, að
ógleymdum stuðningsmönnum.
Aðilar vilja að lokum þakka samstarfið á liðnum árum og óska þeir
hvor öðrum alls hins besta í framtíðinni.
Eiður Arnarson formaður Handknattleiksdeildar Hauka og Viggó
Sigurðsson.“
Yfirlýsing frá Haukum
og Viggó
HAUKAR hafa leitað til Páls Ólafssonar um að hann taki við þjálfun liðsins í
stað Viggós Sigurðssonar og stjórni því út keppnistímabilið. Páll hefur verið að-
stoðarmaður Viggós undanfarin þrjú ár og var áður leikmaður Hafnarfjarð-
arliðsins.
„Ég ætla að sofa á þessu og gefa þeim svar á morgun (í dag). Það var kannski
eðlilegast að þeir leituðu til mín enda erfitt að fá þjálfara á þessum tímapunkti.
Ég er það mikill Haukamaður að ég á erfitt með að labba í burtu og sjá þá lenda
í vandræðum en ég verð að vega þessa hluti og meta áður en ég tek ákvörðun
um hvort ég taki við eða hætti,“ sagði Páll við Morgunblaðið í gærkvöld.
Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, og Þorgeir Haralds-
son, fyrrum formaður deildarinnar og núverandi formaður Knattspyrnufélags-
ins Hauka, komu að máli við Viggó í gær og báðu hann að endurskoða afstöðu
sína, það er að halda áfram í starfi út tímabilið. Viggó varð hins vegar ekki
haggað og í framhaldinu var leitað til Páls. Nokkrir leikmenn komu einnig til
Viggós í gær og báðu hann að halda áfram en þeim varð ekki að ósk sinni.
„Ég sagði við þá að því miður kæmiég ekki aftur enda get ég ekki unnið hjá
stjórn sem hefur lýst vantrausti á mig. Ég hef hvatt Pál til að taka við og von-
andi verður það niðurstaðan,“ sagði Viggó við Morgunblaðið.
Haukar mæta HK í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á Ásvöllum annað kvöld
og ef að líkum lætur mun Páll stjórna liðinu í þeim leik.
Íslandsmeistararnir hafa
leitað til Páls Ólafssonar
EGGERT Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Íslands, er
vongóður um að honum takist að
semja við Ítali um að þeir komi
til Íslands í sumar og mæti ís-
lenska landsliðinu á Laugardals-
vellinum miðvikudaginn 18.
ágúst. Eggert átti fund með
Franco Carraro, forseta ítalska
knattspyrnusambandsins, í höf-
uðstöðvum evrópska knattspyrnu-
sambandsins í Nyon í Sviss gær
en Eggert hefur lagt hart að hon-
um að mæta með lið sitt og spila
við Ísland.
„Við áttum góðan fund í dag og
málið þokaðist áfram. Ég ræði
við hann aftur á morgun (í dag)
og ég er bara bjartsýnn á að
þetta takist og að Ítalirnir sæki
okkur heim í ágúst. Ég finn fyrir
miklum vilja hjá honum en maður
veit samt aldrei hvað verður fyrr
en endanleg niðurstaða liggur
fyrir. Það er ákveðin óvissa hvað
varðar þjálfaramálin hjá Ítölum
en ég sagði Carraro að það yrði
að taka ákvörðun fljótlega af eða
á,“ sagði Eggert við Morg-
unblaðið í gær.
Eggert bjartsýnn á að Ítalir komi
sigur á 90. mínútu. Árni Gautur lét
mikið að sér kveða í síðari hálfleik og
varði í þrígang með glæsilegum hætti
í stöðunni 3:1. Fyrst sló hann skot úr
aukspyrnu Ziege í slá, Gustavo Poyet
náði frákastinu og skallaði að tómu
markinu frá markteig en Íslending-
urinn kastaði sér á knöttinn á mark-
línunni. Skömmu síðar varði Árni
Gautur eftir hörkuskalla frá Poyet
sem stefndi í markhornið. Sannar-
lega eftirminnilegur leikur hjá lands-
liðsmarkverðinum.
Árni Gautur sagði í viðtali við Sky
Sport 2 eftir leikinn að kvöldið hefði
verið ógleymanleg lífsreynsla.
Fyrsta snerting Árna Gauts viðknöttinn var þegar hann náði í
knöttinn sem lá þá í netmöskvunum
eftir góða spyrnu Ledley King á 2.
mínútu, Robbie Keane bætti við öðru
marki á 19. mínútu og Christian
Ziege skoraði það þriðja beint úr
aukaspyrnu á 43. mínútu. Og gat Árni
Gautur lítið gert í þeim tilvikum. Joey
Barton lét reka sig út af á leið sinni í
búningsherbergi City en lærisveinar
Kevin Keegan voru langt í frá búnir
að gefast upp í síðari hálfleik þar sem
Sylvain Distin, Paul Bosvelt og
Shaun Wright-Phillips skoruðu áður
en Jonathan Macken tryggði liðinu
„Fyrri hálfleikurinn var martröð.
Ég vildi halda markinu hreinu en síð-
ari hálfleikur var stórkostlegur. End-
urkoma okkar var í raun ótrúleg.“
Árni segir að það hafi verið mikilvægt
að ná að bjarga málunum eftir fyrra
marktækifæri Poyet og aukspyrnu
Ziege. „Sem betur fer náði ég bolt-
anum í það skiptið. Ég fór í aðgerð á
öxl fyrir áramót og þetta var fyrsti
leikur minn í tvo mánuði. Ég er mjög
ánægður með hvernig til tókst. Það
gerist ekki nema einu sinni á ferli
hvers leikmanns að taka þátt í að
vinna, 4:3, og vera einum færri og
þremur mörkum undir í hálfleik,“
sagði Árni Gautur eftir leikinn en
City hafði ekki unnið nema einn leik í
síðustu 18 viðureignum liðsins fyrir
leikinn í gær.
Fulham vann Everton á heima-
velli, 2:1, eftir framlengingu en stað-
an var jöfn, 1:1, að loknum venjuleg-
um leiktíma. Fulham leikur gegn
West Ham í 16-liða úrslitum.
Reuters
Árni Gautur Arason hafði í nógu að snúast í fyrsta leik sínum með Manchester City.
„Ógleymanlegt“
ENSKA bikarkeppnin er vettvangur óvæntra atburða og íslenski
landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason fékk að upplifa ótrú-
lega hluti í fyrsta leik sínum með Manchester City gegn Tottenham
á útivelli í gær. City var þremur mörkum undir í hálfleik og hófu
þann síðari manni færri, en hið ótrúlega gerðist, City skoraði fjögur
mörk í síðari hálfleik og bjargaði Árni Gautur málunum í stöðunni
3:1, og hélt City inni í leiknum á þeim kafla. Liðið mætir Manchester
United í næstu umferð á Old Trafford.
HANDKNATTLEIKUR
Grótta/KR - Haukar 32:33
Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, bikar-
keppni kvenna, SS-bikarinn, undanúrslit,
miðvikudaginn 4. febrúar 2004.
Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:4, 7:7, 9:7, 11:10,
13:11, 13:13, 14:14, 15:16, 18:18, 18:21,
21:22, 23:23, 24:24, 24:26, 26:26, 27:28,
28:28, 28:29, 29:31, 31:32, 31:33, 32:33.
Mörk Gróttu/KR: Eva Bj. Hlöðversdóttir
12/5, Aiga Stephanie 7, Theodora Visikaite
4, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Ragna Karen
Sigurðardóttir 3, Eva M. Kristinsdóttir 3/1.
Varin skot: Hildur Gísladóttir 23/1 (þar af
fóru 12/1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 13/5,
Erna Þráinsdóttir 6, Ragnhildur Guð-
mundsdóttir 6, Anna G. Halldórsdóttir 4,
Sandra Anulyte 2, Tinna Halldórsdóttir 2.
Varin skot: Kristina Matureviciute 25/3
(þar af fóru 12 aftur til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Gunnar Viðarsson og Stefán
Arnaldsson.
Áhorfendur: Um 290.
ÍBV - FH 34:24
Vestmannaeyjar:
Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:2, 6:4, 7:6, 9:7,
10:9, 12:9, 13:11, 16:14, 17:14, 20:15, 23:16,
26:16, 28:18, 30:22, 31:24, 33:24, 34:24.
Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Alla Gorkorian
8, Sylvia Strass 7, Guðbjörg Guðmanns-
dóttir 4, Anja Nielsen 4, Birgit Engl 2, Þór-
steina Sigurbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Julia Gunimorova 24/1 þar af 2
aftur til mótherja
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk FH: Guðrún Hólmgeirsdóttir 6, Þór-
dís Brynjólfsdóttir 6/4, Jóna Heimisdóttir
3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Bjarný Þorvarð-
ardóttir 2, Dröfn Sæmundsdóttir 1, Anna
Pálmadóttir 1, Björk Ægisdóttir 1, Berg-
lind Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Jolanta Slapikiens 17, þar af 1
aftur til mótherja. Kristín M. Guðjónsdótt-
ir 4, þar af 1 aftur til mótherja.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí-
asson.
Áhorfendur: 260.
KNATTSPYRNA
England
Bikarkeppnin, 4. umferð:
Fulham - Everton .................................... 2:1
Junichi Inamoto 57., Steed Malbranque
102. – Francis Jeffers 90.
Fulham mætir West Ham í 5. umferð.
Telford – Millwall............................. frestað
Tottenham – Manch.City........................ 3:4
Ledly King 2., Robbie Keane 19., Christian
Ziege. – Sylvain Distan 48., Paul Bosvelt
61., Shaun Wright Phillips 80., Jonathan
Macken 90. – Rautt spjald: Joey Barton
(Man.City) 45.
Manchester City mætir Manchester
United í 5. umferð á Old Trafford.
Spánn
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Real Madrid – Sevilla............................... 2:0
Ítalía
Bikarkeppnin, undanúrslit, fyrri leikur:
Juventus – Inter Mílanó .......................... 2:2
Þýskaland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Alemannia Aachen – Bayern München...2:1
Frakkland
Montpellier – Marseille ........................... 0:1
Deildabikarinn, undanúrslit:
St. Etienne – Sochaux.............................. 2:3
Sochaux mætir Nantes í úrslitaleik.
Holland
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
PSV Eindhoven – Breda.......................... 0:1
Utrecht – Heracles................................... 3:2
Twente – Feyenoord.................................3:1
Belgía
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, síðari leikir:
Cercle Brugge – Moeskroen ................... 0:0
Moeskroen áfram, 3:2 samanlagt.
Anderlecht – Heusden-Zolder ................ 0:0
Anderlecht áfram, 3:2 samanlagt.
Beveren – Germinal Beerschot............... 1:0
Beveren áfram, 3:1 samanlagt.
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, RE/MAX-deild:
Akureyri: Þór Ak. - Afturelding ..........19.15
Selfoss: Selfoss - Breiðablik .................19.15
Víkin: Víkingur - FH.............................19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
DHL-höllin: KR - KFÍ..........................19.15
1. deild karla:
Egilsstaðir: Höttur - Þór A. .................20.30
BLAK
1. deild karla:
Digranes: HK - ÍS ......................................20
Í KVÖLD
BAYERN München var í gær sleg-
ið út í þýsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu í gærkvöld þegar liðið tapaði
fyrir 2. deildarliðinu Alemannia
Aachen. Blank kom Alemannina yf-
ir á 34. mínútu, Michael Ballack
jafnaði á 45. mínútu en Erik Meijer,
fyrrum leikmaður Liverpool,
tryggði smáliðinu sigurinn með
marki sjö mínútum fyrir leikslok.
HERTHA Berlín, sem nú situr á
botni þýsku 1. deildarinnar í knatt-
spyrnu, varð fyrir áfalli í gær þegar
belgíski landsliðsmaðurinn Bart Go-
or braut bein í fæti á æfingu. Hann
lenti í árekstri við Pál Dárdai, ung-
verskan landsliðsmann hjá félaginu,
og verður frá keppni í sex vikur.
REAL Madrid sigraði Sevilla, 2:0,
í fyrri undanúrslitaleik liðanna í
spænsku bikarkeppninni í knatt-
spyrnu í gær. Bæði mörkin komu í
síðari hálfleik. Santiago Solari skor-
aði það fyrra og gulldrengurinn Raúl
það síðara.
JUVENTUS og Inter gerðu 2:2
jafntefli í fyrri undanúrslitaleik lið-
anna í ítölsku bikarkeppninni í gær-
kvöld. Brasilíumaðurinn Adriano
skoraði bæði mörk Juventus og
Marco Di Vaio bæði mörk Inter sem
missti markvörð sinn Toldo út af
með rautt spjald á 62. mínútu.
BELGÍSKA liðið Antwerpen hef-
ur fengið kínverska leikmanninn
Dong Fangzhou til liðsins en hann er
samningsbundinn enska úrvalsdeild-
arliðinu Manchester City. Liðin eru
með venslasamning sín á milli en
Fangzhou var keyptur frá kínverska
liðinu Dalian fyrir nokkrum vikum
en hann er 19 ára framherji og þykir
vera eitt mesta efni sem komið hefur
fram í Kína á undanförnum árum.
Manchester United getur fengið
leikmanninn til baka með stuttum
fyrirvara ef svo ber undir.
MARION Jones hin frábæra
frjálsíþróttakona sem vann til fimm
verðlauna á Ólympíuleikunum í
Sydney fyrir fjórum árum tekur
fram hlaupaskóna að nýju annað
kvöld þegar hún keppir í 60 metra
hlaupi á innanhússmóti í Bandaríkj-
unum. Jones hefur ekkert keppt síð-
an í september 2002 en hún eignaðist
barn í júní á síðasta ári.
JONES hefur tekið stefnuna á að
keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu í
sumar. „Ég get lítið talað um Aþenu
núna. Ég þarf fyrst að tryggja mér
sæti í landsliðinu og síðan get ég
vonandi stefnt á að gera góða hluti í
Aþenu,“ sagði Jones sem ætlar að
taka þátt í 100 og 200 metra hlaupi
og langstökki á úrtökumóti banda-
ríska frjálsíþróttasambandsins í júlí.
NICK Van Exel bakvörður Golden
State í NBA-deildinni vill fara til liðs
í Texas til þess að vera nær syni sín-
um sem er búsettur í Dallas. Líklegt
er að hann verði að ósk sinni
FÓLK