Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hættið þið þessu rifrildi, ormarnir ykkar, ég gæti ruglast í niðurtalningunni.
Rannsóknagagnasafn opnað
Nýtt safn á
gömlum grunni
RannsóknagagnasafnÍslands (RIS) varenduropnað form-
lega 10. febrúar sl. af Þor-
gerði Katrínu Gunnars-
dóttur
menntamálaráðherra eftir
miklar endurbætur og
breytingar. Morgunblaðið
ræddi við Baldvin Zarioh
verkefnisstjóra í tilefni
þessa.
– Segðu okkur frá að-
dragandanum…
„Upphaflega var Rann-
sóknagagnasafn Íslands
opnað 5. febrúar 1998 af
Birni Bjarnasyni, þáver-
andi menntamálaráðherra,
en gagnasafnið hefur legið
niðri í nokkurn tíma með-
an á endurbótum hefur
staðið. Í raun má segja að
nú sé verið að opna nýtt
gagnasafn á gömlum grunni og er
hann nær óþekkjanlegur frá því
formi sem hann var á áður. End-
urbæturnar voru unnar af Reikni-
stofnun Háskóla Íslands og kunn-
um við þeim bestu þakkir fyrir.“
– Hver er tilgangurinn með
smíði þessa gagnabanka?
„Hlutverk gagnasafnsins er að
safna grunnupplýsingum um
rannsóknarverkefni sem unnin
eru á Íslandi og/eða unnin eru af
Íslendingum og gera þær að-
gengilegar á Netinu, en áherslan
er lögð á að skrá verkefni sem
styrkt eru af íslenskum rann-
sóknasjóðum eða eru unnin á
rannsóknastofnunum hérlendis.
Þannig er það hlutverk gagna-
safnsins að gera aðgengilegar á
einum stað upplýsingar um öll ís-
lensk rannsóknaverkefni, í víðum
skilningi,. Eins og sjá má er hlut-
verk þess mjög metnaðarfullt og
vonast er til þess að með tíð og
tíma verði gagnasafnið eins konar
þverskurður af þeirri fjölbreyttu
rannsóknastarfsemi sem fram fer
í landinu. Í hinu alþjóðlega vís-
indasamfélagi hefur sífellt meiri
áhersla verið lögð á að safna sam-
an upplýsingum um rannsókna-
verkefni og flestöll þau ríki sem
við viljum bera okkur saman við
reka viðlíka gagnasafn. Þá má
einnig nefna að Evrópusamband-
ið hefur víðtækt samstarf um
skráningu upplýsinga um rann-
sóknaverkefni sem RIS hefur átt
þátt í. RIS er að stofni til byggt á
stöðlum frá Evrópuverkefninu.“
– Hver var tilurð þessa gagna-
safns … og segðu okkur hvernig
safnað hefur verið efni í það, hvað
verður þar í framtíðinni og hversu
umfangsmikill er það svona í
byrjun?
„Gagnasafnið er afrakstur sam-
starfs Rannsóknaráðs Íslands, nú
Rannsóknamiðstöð Íslands, Há-
skóla Íslands og Iðntæknistofn-
unar og má rekja upphaf þess
samstarfs allt til ársins 1996 þeg-
ar ákveðið var að hefja undirbún-
ingsvinnu við gagnasafnið. Allt
frá árinu 1998 hefur efni verið
safnað í grunninn og nú er upp-
lýsingar um rúmlega 2.000 verk-
efni að finna í gagna-
safninu. Gert var í átak
í skráningu þegar RIS
var opnað árið 1998 en
frá þeim tíma hafa um
það bil 200 verkefni
verið skráð árlega. Í raun getur
hver sem er skráð verkefni í safn-
ið í gegnum viðmót á vef gagna-
safnins, en öll skráning er háð því
að umsjónaraðilar RIS telji verk-
efnið eiga heima í gagnasafninu
og samþykki það inn í grunninn.
Þó gert sé ráð fyrir því að vís-
indamennirnir sjálfir skrái upp-
lýsingar um verkefni sín í grunn-
inn er það svo að flest verkefnin
eru skráð miðlægt hjá þeim
þremur stofnunum sem standa að
RIS. Rannís, Háskóli Íslands og
Iðntæknistofnun eru leiðandi í
starfsemi og þróun gagnasafnsins
en unnið er að því að mynda
tengsl við allar stærri stofnanir á
Íslandi og freista þess að gera
gagnasafnið þannig að enn betri
heimild um rannsóknastarfsemi á
Íslandi.“
– Hvernig verður með aðgang
… og hverjum mun hann nýtast
best?
„Aðgangur að RIS er ókeypis
og getur í raun hver sem er skráð
verkefni og leitað í grunninum.
Notagildið getur verið margvís-
legt. Gagnasafnið nýtist vel til að
kanna stöðu þekkingar á
ákveðnum sviðum hér á landi og
til þess að leita sér heimilda um
ákveðin viðfangsefni. Gagnasafn-
ið nýtist sérstaklega vel til þess
að finna heimildir um séríslensk
fyrirbæri eins og um íslenska
menningu og íslenska jarðfræði.
Einnig er hægt að ímynda sér að
vísindamenn noti grunninn til
þess að leita að samstarfsaðila, en
eins og gefur að skilja, þá er RIS
mikilvæg heimild um þá sérfræði-
þekkingu sem finna má hér á
landi. Þá geta stofnanir notað
RIS sem nokkurs konar verk-
efnabókhald og haldið þannig ut-
an um þau verkefni sem unnið er
að á stofnunum og hefur verið
unnið að í gegnum tíðina.“
– Hvaða upplýsingar eru skráð-
ar og verður safnið bara á ís-
lensku?
„Ýmsar upplýsingar um verk-
efnin eru skráð, t.d. nafn verk-
efna, útdrættir, lykilorð, upplýs-
ingar um verkefnastjóra og
upplýsingar um stofn-
anir sem standa að
verkefnum. Auðvelt er
að leita að verkefnum í
gegnum nýja og endur-
bætta leitarsíðu. Hægt
er að gera einfalda leit í öllum
sviðum, eða takmarka leit við út-
drætti, lykilorð eða önnur svið.
Hægt er að skrá verkefni bæði á
íslensku og ensku, þó megin-
áherslan hafi í gegnum tíðina ver-
ið að skrá upplýsingar á íslensku.
Veffang gagnasafnins er http://
www.ris.is og hvetjum við alla til
þess að fara inn á vefinn og skoða
hvað þar er að finna.“
Baldvin Zarioh
Baldvin Zarioh fæddist á Ak-
ureyri 14. febrúar 1976. Stúdent
frá MA 1996. Lauk BA-prófi í
bókasafns- og upplýsingafræð-
um frá Háskóla Íslands árið 2001
og vinnur nú sem verkefnisstjóri
á rannsóknasviði Háskóla Ís-
lands. Maki er Saliha Lirache. Á
einn son frá fyrra sambandi, Jak-
ob Z.S. Baldvinsson.
Auðvelt er
að leita að
verkefnum
ÓLAFUR Bjarnason, forstöðumaður
verkfræðistofu borgarverkfræðings,
útilokaði það ekki í ræðu sinni á borg-
arafundi í Ráðhúsinu um helgina, þar
sem færsla Hringbrautar var til um-
ræðu, að setja hluta Hringbrautar-
innar í stokk eða byggja yfir hana, ef
menn töldu það hagkvæman kost.
Landspítalinn eða verktakar sem
fengju lóðir ofan á slíkri yfirbyggingu
myndu þá kosta framkvæmdina.
Aðrir valkostir
Ólafur sagðist í samtali við Morg-
unblaðið efast um að t.d. Landspít-
alinn myndi ráðast í slíka fram-
kvæmd. Þetta væri meiri möguleiki
en raunhæfur kostur. Hefðu einhverj-
ir aðilar áhuga á þessu gæti yfirbygg-
ing eða stokkur komið til skoðunar en
breytinga yrði þörf á gildandi skipu-
lagi. Slíkar framkvæmdir gætu átt
sér stað í framtíðinni, þegar búið væri
að færa Hringbrautina. Landspítal-
inn væri t.d. ekki búinn að ganga frá
sínum skipulagsmálum og Reykjavík-
urflugvöllur væri enn til staðar í
Vatnsmýrinni.
Á borgarafundinum var Ólafur
spurður út í aðra valkosti en þá fram-
kvæmd sem búið væri að kynna og
bjóða út, og af hverju þeir hefðu ekki
farið í umhverfismat til hliðar öðrum
kostum. Ólafur sagðist hafa bent á að
til væru gögn um aðra valkosti og í
samtali við Morgunblaðið benti hann
á matsskýrslu Línuhönnunar. Þar
hefði verið greint frá samanburði við
aðra valkosti, bæði stokk og aðra
möguleika og útfærslur á hringtorg-
um og vegastæði. Þessir kostir hefðu
hins vegar ekki verið taldir hag-
kvæmir, bæði fjárhagslega og tækni-
lega séð.
Fundað með þingmönnum
Í umræddri matsskýrslu segir m.a.
að hugmynd um neðanjarðarstokk
hafi verið skoðuð lauslega í tengslum
við áform um frekari uppbyggingu
flugvallarsvæðisins og tengingar við
miðbæinn. Síðan segir í skýrslunni:
„Framkvæmdin yrði hins vegar
geysilega dýr og erfið. Stokkurinn
færi um 5 m niður fyrir sjávarmál þar
sem hann færi undir Tjarnarlækinn
og mjög erfiðar tengingar yrðu við
Njarðargötu og Barónsstíg/Hlíðarfót
með landfrekum mislægum gatna-
mótum. Stokkurinn yrði að ná vestur
fyrir gatnamót við Suðurgötu með
mislægum gatnamótum við kirkju-
garðshornið. Heildarkostnaður við
framkvæmdina yrði ekki undir 5
milljörðum króna.“
Örn Sigurðsson, formaður Höfuð-
borgarsamtakanna, segir að á fund-
inum hafi embættismenn borgarinnar
opnað á ýmsa aðra möguleika en þá
sem kynntir hafa verið. Þeir verði
skoðaðir nánar og kallað eftir gögn-
um frá skrifstofu borgarverkfræð-
ings. Einnig verði efnt til fundar á
næstunni með þingmönnum Reykja-
víkur og borgarfulltrúum.
Yfirmaður hjá borgarverkfræðingi um Hringbraut
Ekki útilokað að byggja
yfir hluta Hringbrautar
Tölvumynd/AVH-Fjölhönnun
Gatnamót Hringbrautar og Bústaðavegar eins og þau koma til með að líta út að lokinni færslu Hringbrautar.