Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU VINNSLA á loðnuhrognum er nú hafin víðsvegar um landið en á sama tíma líður að lokum frystingar á loðnu fyrir Japansmarkað. Mokveiði var á loðnumiðunum við Ingólfs- höfða í gær. Loðnuskipin voru að veiðum þar á aðeins 25–30 faðma dýpi. Loðnutorfurnar eru stórar og þéttar og fengu skipin stór og góð köst. Loðnan er sögð mjög stór og falleg og þá er hrognafyllingin í henni orðin mjög mikil og það stytt- ist í hrygningu. Enn er víða verið að frysta loðnu fyrir Japansmarkað en undir venjulegum kringumstæðum væri hrognafylling loðnunnar orðin of mikil fyrir þann markað. Í Japan er hins vegar mikil spurn eftir loðnu- hrognum og því hafa japanskir kaupendur freistast til að halda frystingu áfram eins lengi og mögu- legt er. Mjög góður markaður er einnig fyrir frosin loðnuhrogn í Japan og Austur-Evrópu og því munu fjöl- mörg fyrirtæki hefja vinnslu á hrognum á næstu dögum. Hrogna- takan er reyndar víðan hafin. Hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði voru tekin hrogn til reynslu í gær en þar hafa ekki verið fryst loðnuhrogn í áraraðir. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri segir að fram til þessa hafi verið mjög miklar sveiflur á mörkuðum fyrir hrogn og því hafi það ekki þótt forsvaranlegt að leggja í kostnað við hrognavinnslu á und- anförnum árum. Eins hafi vinnslan á Hornafirði ekki aðgang að hreinum sjó sem þarf til verkunarinnar og því sé það dýrara en ella að vinna hrogn- in. Nú séu hins vegar uppi breyttar markaðsaðstæður eftir að nýr mark- aður opnaðist í Austur-Evrópu. Hrognavinnsla á Grenivík Alla þessa viku hafa loðnuhrogn verið fryst í vinnslustöð ÚA á Greni- vík. Frá þessu er greint á vef ÚA í gær. Um er að ræða samvinnuverk- efni með fiskimjölsverksmiðjunni í Krossanesi. Þar er loðnan flokkuð og kreist og hrognin síðan flutt í kerum til Grenivíkur. Undanfarin ár hafa loðnuhrogn verið fryst í töluverðum mæli á Grenivík. Í fyrra hófst fryst- ingin raunar ekki fyrr en 9. mars og varð heldur endaslepp. En nú stefnir vonandi í að óvenju mikið af hrogn- um verði fryst á Grenivík. Unnið er allan sólarhringinn á tveimur tólf tíma vöktum. „Við höfum verið að frysta þessi svokölluðu iðnaðar- hrogn,“ segir Sigrún Valdimarsdótt- ir verkstjóri en hún vonast til að frysting hrogna fyrir Japansmarkað geti hafist um helgina. „Við vonumst til þess að nóg verði að gera í þessu alla næstu viku. Þetta er auðvitað heilmikil törn, en ágætis tilbreyting frá fiskinum. Við fengum smávegis liðsstyrk frá Akureyri og einnig hafa menn hér á staðnum, sem eru í grá- sleppu á vorin, lagt okkur lið,“ segir Sigrún Kvótinn meira en hálfnaður Loðnuaflinn er nú kominn í 312 þúsund tonn það sem af er vetrar- vertíð og þar af hafa erlend skip landað tæplega 30 þúsund tonnum, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva. Að sumar- og haustvertíðum meðtöldum er heildarafli íslensku skipanna nú orð- inn um 380 þúsund tonn en kvóti ver- tíðarinnar er 737 þúsund tonn. Því er eftir að veiða um 358 þúsund tonn af útgefnum kvóta. Mestum loðnuafla hefur verið landað hjá Eskju á Eski- firði, tæplega 53 þúsund tonnum. Til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hafa borist um 51.500 tonn og um 45.000 tonnum hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði. Fyrstu loðnufarmarnir á vertíð- inni eru farnir að berast til verk- smiðju Síldarvinnslunnar í Helgu- vík. Hákon EA landaði fyrstu loðnunni þar um síðustu helgi, tæp- um 1000 tonnum og Vilhelm Þor- steinsson EA landaði 1800 tonnum í kjölfarið. Í fyrradag landaði Áskell EA 850 tonnum í Helguvík og í gær var Svanur RE á leiðinni þangað með afla. Hrognataka hafin víða VÍSINDANEFND Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) telur að hrefnu- og langreyðarstofnar við Ísland séu nú nálægt eða við nýtingarstærð. Telur vísindanefndin óhætt að veiða 200 hrefnur og 150 langreyðar við Ísland án þess að þessir hvalastofnar beri af því skaða. Þetta kom fram á árs- fundi NAMMCO sem lauk í Þórs- höfn í Færeyjum í gær. Að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrann- sóknastofnun, byggir nýtt mat á stofnstærð hrefnu og langreyðar við Ísland á upplýsingum frá hvalataln- ingu sem fór fram árið 2001. Þannig er nú áætlað að í Mið-Atlantshafs- hrefnustofninum við Ísland séu nú um 44 þúsund dýr og að í svonefnd- um Austur-Grænlands-Íslands lang- reyðarstofni séu um 25 þúsund dýr. Á NAMMCO-fundinum var lýst yfir áhyggjum af stöðu náhvals við Vestur-Grænland og kom fram sú skoðun að draga yrði verulega úr veiðum á náhval til að vernda stofn- inn. Fram kom að Grænlendingar hefðu nýlega gripið til aðgerða til að vernda náhval og mjaldur við vesturhluta Grænlands. Þá kom fram á fundinum að út- selsstofninn við Ísland hefði farið minnkandi síðustu 10 ár og var mælt með því að Ísland setti skýr mark- mið um viðhald stofnsins. Töluvert hefur verið veitt úr þessum stofni hér við land en enginn ákveðinn veiðikvóti hefur verið gefinn út. Þá taldi NAMMCO að veiðikvótar á út- sel í Noregi kynnu að vera of háir, þótt ekki væri veitt upp í þá kvóta. Var einnig mælt með því að Norð- menn settu markmið um stofnstærð. Að NAMMCO eiga aðild Íslend- ingar, Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar en fulltrúar frá Kan- ada, Danmörku, Japan og Rússlandi sóttu einnig fundinn í Þórshöfn sem áheyrnarfulltúar. Vísindanefnd NAMMCO Óhætt að veiða 150 langreyðar Morgunblaðið/Alfons Finnsson NAMMCO telur óhætt að veiða allt að 200 hrefnur árlega við Ísland. BRÝNT er að borgarfulltrúar í Reykjavík beiti sér í deilu starfsfólks heimahjúkrunar í Reykjavík vegna einhliða riftunar heilsugæslunnar á aksturssamningi og þrýsti á stjórn- völd um lausn hennar, sagði Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-listans, í umræðum utan dagskrár í borgar- stjórn í gær. Sagði hann sökina liggja fyrst og fremst í ráðuneytum heilbrigðis- og fjármála og spurði hvort frekar væri hlúð að bílaumboð- um en starfsfólki og skjólstæðing- ingum heimahjúkrunar í Reykjavík. Beindi hann máli sínu sérstaklega til kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgar- stjórn. Þörf umræða Björk Vilhelmsdóttir, borgar- fulltrúi R-listans og formaður félags- málaráðs, sagði þessa umræðu þarfa. Sagði hún heilsugæsluna í Reykjavík ekki á forræði sveitarfé- lagsins heldur heilbrigðisyfirvalda. „Enn eitt áhyggjuefnið sem við í borgarstjórn þurfum að hafa vegna yfirstandandi deilu er nýlegur samn- ingur um samtvinnun félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík,“ segir Björk. Þessi samningur hafi verið undirritaður af borgarstjóra og heilbrigðisráðherra 18. nóvember á síðasta ári. „Undirbúningi er nú að mestu lok- ið og nú í mars átti samþætt þjón- usta þessara tveggja aðila að fara formlega af stað. Á meðan ástandið er eins og raun ber vitni, og heima- hjúkrun nær ekki að sinna nema hluta þeirra verkefna sem þeim ber, mun þetta verkefni dragast á lang- inn og er það mjög miður fyrir borg- arbúa,“ sagði Björk. Algjörlega óviðunandi „Það ástand sem núna ríkir í mál- efnum heimahjúkrunar í Reykjavík er algjörlega óviðunandi,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ég verð að lýsa því yfir að mér finnst að for- ystumenn heilsugæslunnar hafi höndlað þetta mál með afar óheppi- legum hætti.“ Vilhjálmur sagði óljóst hvort þeir sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar sem hefðu sagt upp kæmu til starfa aftur. „Ekki bætir úr skák yfirlýsing yfirmanna heilsugæslunnar í fjöl- miðlum, sem hafa skapað mikið van- traust starfsmanna, svo sem ásak- anir um vinnusvik. Það er að aksturskerfið hafi orðið til þess að starsfmenn fari í vitjanir að nauð- synjalausu og stoppi stutt við hjá sjúklingum sem komi niður á gæðum þjónustunnar.“ Vilhjálmur sagðist vera þeirrar skoðunar að forystumenn heilsu- gæslunnar og yfirvöld yrðu að ganga til aðgerða í þessu máli og finna strax viðunandi lausn. Skrípaleikur Málshefjandi, Ólafur F. Magnús- son, kom aftur upp í borgarstjórn og sagðist sakna þess mjög að hvorugur borgarfulltrúa Framsóknarflokksins hefði enn séð ástæðu til að taka til máls. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi R-listans, kom þá upp og sagði Ólaf hafa meiri áhuga á því að koma höggi á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra en að bera hag þeirra sem sinna heimahjúkrun og sjúklinga þeirra sérstaklega fyrir brjósti. „Ég ætla ekki að taka þátt í þeim skrípaleik sem borgarfulltrúinn er að sviðsetja hér og tel það mjög ómaklegt hvernig hann hefur beint orðum sínum að þeim ráðherrum og ráðuneytum sem með þessi mál fara.“ Sagði Alfreð málið grafalvarlegt og borgarstjórn Reykjavíkur hlyti að beina orðum sínum til allra deilu- aðila. Pólitískt orðaskak yrði ekki til að leysa þessa deilu. Heimahjúkrunardeilan rædd í borgarstjórn Reykjavíkur Samtvinnun við heima- þjónustu mun frestast „Skrípaleikur,“ sagði Alfreð Þorsteinsson MENNINGARRÁÐ Austurlands úthlutaði í gær 19,8 milljónum króna til menningarstarfs á Aust- urlandi við hátíðlega athöfn á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Þetta er í fjórða sinn á þremur árum sem úthlutað er styrkjum sam- kvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytisins og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál. Alls bárust 126 umsóknir um styrki og var ákveðið að úthluta til 57 verkefna. Hæsti styrkurinn, sem rann til Þórbergssetursins í Hala í Suðursveit, nam 1,5 millj- ónum króna en lægsti styrkur nam fimmtíu þúsund krónum. Þeir sem hlutu einnar milljónar króna styrk voru Safn Ríkarðs Jónssonar á Djúpavogi, Skóg- ræktin í Hallormsstað og sam- starfsaðilar vegna Fantasy Island-sýningarinnar og Safn Jós- afats Hinrikssonar í Fjarðabyggð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, afhentu nítján hæstu styrkina. Metnaðarfull aðgerð í byggðamálum Í ávarpi formanns menningar- ráðs, Gísla Sverris Árnasonar, kom m.a. fram að nokkur atriði voru einkum höfð í huga við veit- ingu verðlaunanna; samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðar- laga eða listgreina, nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs, verkefni sem miðuðu að fjölgun starfa og aðkoma ungs fólks að listum og menningu, sérstaklega þess sem hefur stundað listnám eða lokið því. „Árið 2004 er síðasta ár samn- ingsins góða sem Björn Bjarna- son, þáverandi menntamálaráð- herra, og Smári Geirsson, þáverandi formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, undirrituðu á Seyðisfirði 14. maí 2001,“ sagði Gísli Sverrir. Mikilvægt skref Gísli Sverrir sagði að um væri að ræða mjög mikilvægt skref í ýmsu tilliti. „Þetta var fyrsti samningur ríkisins við heilan landshluta um þennan málaflokk. Samningurinn byggðist á stefnumótun grasrótar, sveitarfélaga og Þróunarstofu Austurlands. Við undirritun samningsins var vald og ráðstöfun fjármuna flutt heim í hérað. Síð- ast en ekki síst má fullyrða, að hér hafi verið og sé um að ræða metnaðarfulla aðgerð ríkisvalds- ins í byggðamálum. Menningarráð Austurlands hefur nú óskað eftir formlegum viðræðum við mennta- málaráðherra um framhald samn- ingsins,“ sagði Gísli Sverrir. Menningarráð Austurlands úthlutar menningarstyrkjum Tuttugu milljónir króna til 57 verkefna Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hluti styrkþega Menningarráðs Austurlands stillti sér upp til myndatöku ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Gísla Sverri Árnasyni, formanni ráðsins. Úthlutunin fór fram á Djúpavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.