Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚUM í framkvæmdaráði Íraks, sem skipað er fulltrúum helstu trúarhópa og þjóðarbrota, tókst loks á mánudag að ná sam- komulagi um bráðabirgðastjórnar- skrá sem mun verða í gildi a.m.k. til ársloka 2005. Fyrirhugað er að allir 25 liðsmenn ráðsins undirriti skjalið í Bagdad í dag og ríkti í gær ótti við að hermdarverkamenn myndu enn minna á sig í tilefni af því. Kveðið er á um tvö opinber tungumál í væntanlegu sam- bandsríki, arabísku og kúrdísku og mannréttindaákvæði er alls 13 af 60 greinum í skjalinu. Írakar eiga að njóta tjáningarfrelsis og reglur réttarríkisins verða lögfestar. „Næstu 100 árin munu menn minnast þessa dags sem eins hins mikilvægasta í sögu Íraks,“ sagði einn af ráðsmönnum, Samir Sha- ker Mahmoud. „Í annálum sögunn- ar verður hans minnst sem þátta- skila í samskiptum ríkis og borgara í landinu og á svæðinu öllu.“ Væntanlegt þing, sem kjósa á fyrir 1. febrúar 2005, mun velja forseta og tvo varaforseta, einnig forsætisráðherra sem mun annast daglega stjórnsýslu. Forsetinn mun þó fá æðsta vald yfir land- vörnum og hann fær neitunarvald gagnvart lögum þingsins. Hann verður að ráðfæra sig við varafor- setana tvo áður en hann tekur ákvarðanir. „Enginn verður einráður“ „Enginn verður einráður. Eftir allt sem við höfum gengið í gegnum hræðumst við slíkt,“ sagði Enti- fadh Qanbar, talsmaður eins af ráðsmönnunum, Ahmads Chalabi. Lýðræðislega kjörið þing mun semja tillögu að varanlegri stjórn- arskrá og er gert ráð fyrir að kosið verði um hana seint á árinu 2005. Einn af virtustu liðsmönnum fram- kvæmdaráðsins, Adnan Pachachi, sagðist viss um að grundvallarat- riði bráðabirgðastjórnarskrárinn- ar yrðu einnig lögfest í endanlegri skrá. Ekki er kveðið á um hvers konar ríkisstjórn taki við af Banda- ríkjamönnum 30. júní nk. en það verður að sögn Pachachis gert með sérstökum viðauka við bráða- birgðaskjalið. Bandarískir her- menn verða áfram í landinu eftri 30. júní en fækkað verður í liðinu. Hart deilt um íslam og sharia Erfiðast reyndist að leysa deil- urnar um stöðu íslams en heittrú- aðir sjítar og bókstafstrúarmenn vildu að lög íslams, sharia, yrðu meginundirstaða stjórnarskrár- innar. Sjítar er um 60% íbúa lands- ins og meirihluti þeirra fylgir bók- stafstrúuðum klerkum að málum. Hvorki Bandaríkjamenn né ver- aldlega sinnaðir fulltrúar í ráðinu um stöðu Kúrda og heldur ekki um landamörk svæðis þeirra. Málinu var vísað til umfjöllunar á vænt- anlegu, lýðræðislega kjörnu þingi 2005. Konum tryggð 25% þingsæta Konur hafa ekki notið réttinda á við karla í Írak fremur en í öðrum arabaríkjum, reyndar voru form- leg réttindi þeirra meiri í Írak und- ir Saddam-stjórninni en víðast annars staðar í arabaheiminum. Sharia-lög myndu skerða mjög réttindi kvenna en þau tímamót náðust í bráðabirgðastjórnar- skránni að konum verða tryggð minnst 25% af þingsætum. Verða þær því öflugri á þingi en í nokkru öðru arabaríki og reyndar eru ákvæði af þessu tagi ekki í lögum í grónum lýðræðisríkjum. Hlutur kvenna á Bandaríkjaþingi er t.d. langt undir 25%. Samtök íraskra kvenna vildu hins vegar að hlut- fallið yrði 40% en það náðist ekki fram. gátu sætt sig við að sharia yrði sjálfur grundvöllurinn. Var fundin sú málamiðlun að engin lög mega ganga gegn íslam sem verður „ein af undirstöðum“ lagasetningar í landinu. Írak verður sem fyrr segir sam- bandsríki í líkingu við Kanada eða Brasilíu. En hvorki Kúrdar sem eru um fimmtungur þjóðarinnar, né Túrkmenar, sem eru mun færri, eru sáttir við málamiðlunina. Kúrdar byggja aðallega nyrstu héruð landsins og hafa notið þar sjálfstæðis í reynd síðustu 13 árin. Þeir eru flestir súnní-múslímar en á hinn bóginn ekki arabar og marg- ir þeirra tala ekki einu sinni málið. Sumir þeirra vilja fá sjálfstæði en helstu leiðtogarnir hafa þó fallist á þau rök Bandaríkjamanna að halda verði Írak saman og sjálfstætt ríki íraskra Kúrda yrði of veikt. Hyggj- ast þeir sætta sig við að Kúrdar fái verulegt sjálfræði í eigin málum í írösku sambandslýðveldi. Ekki tókst að leysa þessar deilur Stjórnarskrá Íraka sögð vera tímamótaverk Reuters Nokkrir liðsmenn framkvæmdaráðsins í Bagdad skýra frá samkomulaginu um bráðabirgðastjórnarskrá. Bagdad, Sulaimaniyah. AP. Lög íslams aðeins ein af undirstöðunum og konur verða öflugar á þingi PÓLSK nunna komst nýverið í kast við lög- in eftir að hún settist drukkin undir stýri á dráttarvél einni og ók henni á kyrrstæða bifreið fyrir utan nunnuklaustur Benedikt- ínareglunnar, sem hún tilheyrir. Talsmaður lögreglunnar í Krzeszow í suðausturhluta Póllands, Dariusz Waluch, sagði nunnuna hafa verið svo drukkna að „hún var ekki einu sinni fær um að blása í áfengismæli“. Waluch sagði að beðið væri niðurstaðna á rannsókn á áfengismagninu í blóði nunn- unnar, sem er hálffimmtug, en í kjölfarið mætti vænta þess að hún yrði ákærð. Sagði hann líklegt að hún missti ökuleyfið sökum brotsins. Vírus í stað vírusvarnar ÞÚSUNDIR breskra viðskiptavina fengu nýverið óvæntan „glaðning“ frá finnska tölvufyrirtækinu F-Secure, sem sérhæfir sig í netþjónustu og vírusvörnum. Um var að ræða tölvupóst sem sýktur var af tölvuvírus. Litlum sögum fer af ánægju viðskiptavin- anna með þjónustuna. Talsmenn F-Secure segja að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Þótti of heppinn LÖGMAÐUR í Los Angeles hefur stefnt fyrirtækjasamsteypunni MGM Mirage, sem rekur fjölmörg spilavíti í Las Vegas, en hann segir að hann fái ekki lengur aðgang að spilavítum MGM sökum þess hversu heppinn hann er í spilum. Ernest Franseschi yngri segir að full- trúar MGM hafi tekið af honum ljósmyndir, án þess að hann vissi af því, þar sem hann sat og spilaði 21 í New York, New York- spilavítinu í Las Vegas. Hann heldur því fram að MGM hafi síðan dreift myndum af honum til annarra spilavíta í borginni í kjölfar þess að hann stóð upp frá spilaborð- inu með vinning upp á mörg þúsund doll- ara. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að þegar hann kom aftur um klukkustund síðar að borðinu í New York, New York hafi fulltrúar spilavítisins fylgt honum til dyra og sagt honum að láta aldrei sjá sig þar aftur, að hann væri kominn í ævilangt bann í spilavítum MGM. Sama dag hafi hann verið rekinn á dyr í þremur öðrum spilavítum, fáeinum mínútum eftir að hann settist við spilaborðið. Sendi keppinautn- um fingurgóm FIMMTÍU og fjögurra ára gamall Japani var nýverið handtekinn fyrir að senda kjúku af litla fingri hægri handar sinnar til kær- asta ungrar stúlku sem maðurinn ann hug- ástum. Lögreglan handtók manninn, Yutaka Miyahama, á grundvelli þess að hann hefði haft uppi „ógnandi“ framferði. Miyahama krafðist þess í bréfi sem fylgdi kjúkunni að pilturinn hætti að vera með stúlkunni. ÞETTA GERÐIST LÍKA Drukkin nunna undir stýri Reuters MÖNNUM getur leiðst í endalausum flugferðum – jafnvel þó að þeir séu á fullu í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. John Kerry, væntan- legur frambjóðandi demókrata, hef- ur fundið leið til að stytta sér stundir í flugvél sinni, sem hann þeytist með um öll Bandaríkin, en hann notar gangveg flugvélarbúksins sem keilu- braut. Og svo bregður hann sér í keilu – vopnaður appelsínu. Framboðskeila YVON Neptune, forsætisráðherra á Haítí, lýsti í gær yfir neyðarástandi í landinu, en uppreisn- armenn sem hröktu Jean-Bertrand Aristide forseta úr landi féllust á að leggja niður vopn í kjölfar mannskæðra átaka. Að minnsta kosti þrír féllu á miðvikudaginn í miðborg Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, þegar lögregla reyndi að stilla til friðar í La Saline, fátækrahverfi sem er eitt helsta vígi gengja sem voru hliðholl forsetanum. Bandarískir og franskir hermenn fóru síðan um götur borgarinnar á brynvörðum bílum til að stemma stigu við frekari manndrápum, grip- deildum og íkveikjum eins og fylgdu í kjölfar þess að Aristide flýði til Afríku á sunnudaginn. Leiðtogi uppreisnarmanna, Guy Philippe, lét undan þrýstingi og féllst á að afvopna menn sína eftir að hafa átt fund með yfirmanni bandarísku og frönsku hermannanna, banda- ríska landgönguliðsofurstanum Mark Gurg- anus. Kvaðst Philippe hafa fengið loforð fyrir því, að öryggi yrði tryggt í landinu. Á þriðjudaginn hafði Philippe neitað að leggja niður vopn fyrr en öll gengi, sem fylgt höfðu Aristide að málum, hefðu verið afvopnuð. Ennfremur höfðu uppreisnarmennirnir hótað að handtaka Neptune, sem var náinn stuðnings- maður forsetans, og situr nú tímabundið áfram í embætti uns mynduð hefur verið ný stjórn samkvæmt alþjóðlegu friðarsamkomulagi. Bandarískir landgönguliðar hafa gætt Nept- unes síðan uppreisnarmennirnir hótuðu að handtaka hann. Reuters Haítímanni sem grunaður er um að hafa framið fjöldamorð á vegum Lavalas-flokks Aristides, fyrrverandi forseta, haldið föngnum í bíl í Petit Goave, skammt suður af Port-au-Prince. Hann var síðar grýttur og brenndur lifandi. Erlent friðargæzlulið reynir nú að hindra frekari manndráp. Neyðarástandi lýst yfir á Haítí Port-au-Prince. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.